Vísir - 18.04.1973, Side 19

Vísir - 18.04.1973, Side 19
19 Miftvikudagur 1S. april 1973. > 1 □AG | D KVÖLD Q □AG | D KVÖL Q □AG Sjónvarp laugardag kl. 20,50: „Vekjum upp gamla drauga og fleira" — Kvöldstundin í sjónvarpssal. Klukkan 20.50 á laugardags- kvöld er Kvöldstundin meðal efnis á dagskrá sjónvarpsins. Þaö eru þau Berglind Bjarna- dóttir, Gunnar Gunnarsson, Jón A. Þórisson og Steinþór Einars- son sem taka á móti gestum og kynna skemmtiatriði. Við liöfðum samband við Gunnar Gunnarsson og röbbuð- um við hann um efni þáttarins. Meðal annarra kemur þar fram Egill Friðleifsson söng- kennari i Hafnarfirði, sem leikur á langspil. Magnús Kjartansson og Ari Jónsson leika og syngja, meðal annars lög eftir Magnús. Tveir Hafnfirðingar, Gunnar og Halldór koma fram og syngja nokkur lög, og loks koma svo aftur fram á sjónarsviðið, flest- um til mikillar gleði, þeir Gisli og Július i gervi sinu. ,,Siðan vekjum við upp gamla drauga úr Keflavik, það er Keflavikurkvartettinn,” sagði Gunnar meðal annars. beir eru mörgum að góðu kunnir og munu syngja og skemmta. Loks er svo jassþáttur en siðan syngur Inga Maria Eyjólfsdóttir. Litið hefur verið af þvi gert að hafa erlent efni á boðstólum, en Gunnar sagði að nú kæmi fram ,,,Hróðmar hinn danski,” og myndi hann syngja á dönsku. Einnig ætlar hann að dansa. Litill drengur, Sigmar Ólafs- son 11 ára, ætlár að syngja fyrir sjónvarpsáhorfendur og rúslnan i pylsuendanum er svo Shady Owens sem þarna kemur einnig fram. -EA. Sjónvarp, kl. 20:25:, póskadag Hvenær skyldi þeirri heim- ildakvikmynd, sem sjónvarpið er að gera uin eldgosið i Vest- mannaeyjum Ijúka? Það veit vist enginn, en vonandi verður það sem allra fyrst. Heimilda- kvikmyndin i heild verður þvi liklegast ekki sýnd alveg strax, þvi eins og umsjónarmaður með gerð myndarinnar, Magnús Bjarnfreðsson, sagði þegar við höfðum samband við hann: ,,Ef einhver gæti sagt hvenær gosinu lyki, þá gætum við sagt hvenær kvikmyndin verður sýnd!” En sjónvarpið mun nú um páskana, reyndar á páskadag, sýna upphaf heimildarmyndar- innar. Fjallar myndin um tvær fyrstu vikur gossins á Heimaey. Myndin er tekin i litum og unnin með hliðsjón af þvi, en kvikmyndun önnuðust kvik- myndatökumenn sjónvarpsins. Kvikmyndin hefst á fyrsta degi gossins, og einnig er sýnt nokkuð frá flutningunum til Þorlákshafnar. Reyndar er ekki fylgzt með eldgosinu frá degi til dags i myndinni sem sýnd verður um páskana, en sýnt verður frá þremur fyrstu dögunum og svo er vikið að dögunum eftir fyrsta verulega öskufallið og afleiðingum þess. Kvikmyndinni lýkur hálfum mánuði eftir að eldgosið hófst. Umsjón með gerð myndarinn- ar hafði sem fyrr segir Magnús Bjarnfreðsson, en kvikmyndin verður sýnd á páskadag kl. 20.25. —EA Sjónvarpið sýnir upphaf heimildakvikinyndar um eld- gosið i Eyjum i sjónvarpinu um páskana. HVENÆR LYKUR HEIMILDAR KVIKMYNDINNI? Upphaf hennar sýnt í sjónvarpi Sjónvarp föstud. kl. 20,20: Snillingurmii da Vinci I' yrsti framhaldsflokkurinn af fimm, sem sjónvarpið tekur núna til sýningar, um snillingiun l.eonardo da Vinci, hefst i kvöld. ílarlegar heimililir eru til um ævi þessa þúsundþjalasmiðs. og er myndaflokkurinn að meslu byggður á þeim. — Annarl'ram- haldsþálturinn verður einnig sýndur núna i páskavikunni. en næstu Iveir þættir strax i næslu viku. Hér á myndinni er Philippe SJÓNVARPIÐ UM PÁSKANA Föstudagur 20. apríl 1973 Föstudagurinn langi 20.00 Fréttir 20.15 Veðurfregnir 20.20 Leonardo da Vinci.Nýr framhaldsflokkur frá Italska sjónvarpinu um listamanninn, uppfinninga- manninn, iþróttamanninn og heimspekinginn mikla, sem uppi var frá 1452 til 1519. Miklar og itarlegar heimildir eru til um ævi snillingsins, og eru myndir þessar að mestu á þeim byggðar. 1. þáttur. Leikstjóri Renaro Castellani. Aðalhlutverk Philippe Leroy. Þýðandi Óskar Ingimarsson. 21.40 Stabat Mater. Pólyfón- kórinn syngur i sjónvarps- sal. Söngstjóri Ingólfur Guðbrandsson. Aður á dagskrá á föstudaginn langa 1970. 22.00 Krossfestingin Leikin, brezk kvikmynd um siðustu ævidaga Jesú Krists. Þýðandi Ellert Sigurbjörns- son. 22.55 Dagskrárlok Laugardagur 21. april 1973 16.30 Ednurtekið efni.Nelló og hundurinn lians (A Dog of Flanders) Bandarisk barnamynd frá árinu 1959, byggð á sögu eftir Ouida. Leikstjóri James B. Clark. Aðalhlutverk David Ladd, Donald Crisp, Theodore Bikel og Ulla Larsen. Þýðandi Óskar Ingimars- son. Aður á dagskrá 10. . febrúar s.l. 18.00 Þingvikan Þáttur um störf Alþingis. Umsjónar- menn Björn Teitsson og Björn Þorsteinsson. 18.30 iþróttir. Umsjónar- maður ómar Ragnarsson. Hlé. 20.00 Fréttir 20.20 Veður og auglýsingar 20.25 Brellin blaðakona Brezkur gamanmynda- flokkur Þegar draumar rætast Þýöandi Jón Thor Haraldsson. 20.50 Kvöldstund i sjónvarps- sal, Berglind Bjarnadóttir, Gunnar Gunnarsson, Jón A. Þórisson og Steinþór Einarsson taka á móti gestum og kynna skemmti- atriði. 21.20 Páskar i Rúmeniu. Hollenzk kvikmynd um páskahald að fornum sið i rúmensku smáþorpi. Þýðandi og þulur Ingi Karl Jóhannesson. 22.10 i konungsgarði (Anna and the King of Siam) Bandarisk biómynd frá árinu 1948. Leikstjóri John Crom well. Aðalhlutverk Irene Dunne, Rex Harrison og Linda Darnell. Þýðandi Kristmann Eiðsson. Myndin gerist i Siam laust eftir miðja 19. öld. Ung brezk. ekkja hefur ráðizt til starfa hjá konungi landsins og verkefni hennar er að uppfræða konur hans og börn. Þegar til kastanna kemur, er þó mörgu annan veg farið en henni hafði verið tjáð. En hún lætur það ekki á sig fá og tekur ótrauð til starfa. 23.45 Dagskrárlok Sunnudagur 22. apríl 1973 Páskadagur 17.00 Páskaguðsþjónusta i sjónvarpssal. Séra Þor- steinn L. Jónsson prédikar. Séra Karl Sigurbjörnsson þjónar með honum fyrir altari. Kirkjukór Vest- mannaeyja syngur, Guð- mundur H. Guöjónsson stjórnar og leikur á orgel, Sigurður Rúnar Jónsson leikur á fiðlu og Nanna Egils Björnsson syngur ein- söng. 18.00 Stundin okkar. Stúlknakór Hliðaskóla syngur undir stjórn Guð- mundar Emilssonar og sið- an flytja fóstrunemar gam- alt ævintýri i leikbúningi. Skoðaðir eru páskaungar i Viðistaðaskóla i Hafnaríirði og siðan haldið áfram spurningakeppninni. Stund- inni lýkur svo með irsku ævintýri. Umsjónarmenn Sigriður Margrét Guð- mundsdóttir og Hermann Ragnar Stefánsson. 18.55 Hlé 20.00 Fréttir 20.20 Veðurfregnir 20.25 Eyjagos. Upphaf heilildamyndar, sem Sjón- varpið er að gera um eld- gosið I Heimaey. Þessi mynd er tekin i litum og unnin meö hliðsjón af þvi. Kvikmyndatökumenn Sjón- varpsins tóku myndina, en umsjón með gerð hennar haföi Magnús Bjarnfreðs- son. 21.05 Leonardo da Vinci. Framhaldsleikrit frá italska sjónvarpinu 2. þátt- ur. Aðalhlutverk Philippe Leroy. býðandi Óskar Ingi- marsson. 1 fyrsta þætti greindi frá æskuárum Leonardos og fyrstu kynn- um hans af listum og visind- um. Hann stundar nám um nokkurra ára skeið, en ákveður loks að yfirgefa Flórens og halda til Milanó. 22.10 Kije liðsforingi. Sovézkur ballett við tónlist eftir Sergei Prokofieff. Þýð- andi Hallveig Thorlacius. 22.50 Ingmar Bergman.Sænsk kvikmynd um leikstjórann, rithöfundinn og kvikmynda- gerðarmanninn Ingmar Bergman. Rætt er við Berg- man sjálfan og nokkra kunna „Bergman-leikara” og fylgzt með gerð kvik- myndar. Þýðandi Hallveig Thorlacius. Á það skal bent, að um mánáðamótin hefur sjónvarpiö sýningar á nýju framhaldsleikriti, Scener ur ett áktenskap eftir Ingvar Bergman. 23.45 Ilagskrárlok Mánudagur 23. apríl 1973 Annarpáskadagur 18.00 Endurtekið efni. Padre Pio.Mynd um italska klerk- inn og kraftaverkamanninn Pius. Myndin hefst við útför hans árið 1968, en siðan er horfið aftur i timann og saga hans rakin. Þýðandi og þulur sr. Sigurjón Guðjóns- son. Áður á dagskrá á nýársdag 1972. 18.50 Eneska knattspyrnan. Stoke City gegn Manchester United. 19.45 Hlé 20.00 Eréttir 20.20 Veður og auglýsingar 20.25 Táp og fjör. Leikrit eftir Jónas Árnason. Upptaka sjónvarpsins — frumsýning. Leikstjóri Magnús Jónsson. Persónurog leikendur: Lási fjósamaður, Bessi Bjarna- son. Mikki, Arni Blandon. Ebbi bóndi, Baldvin Hall- dórsson. Jana húsfreyja, Margrét Guðmundsdóltir. Alexander bilstjóri, Jón Sigurbjörnsson. Stjórnandi upptöku Andrés Indriðason. 21.45 Barnahjálparhátiðin 1972 Skemmtiþáltur gerður á vegum þýzkra sjónvarps- stöðva til ágóða fyrir Barnahjálp Sameinuðu þjóð.anna. Meðal þeirra, sem koma fram i þættinum, eru Peter Ustinov. Esther Melanie, Sammy Davis jr., og Ivan Rebroff. (Eurovisi- on — þýzka sjónvarpið) Þýðandi Björn Matthíasson. 22.35 Að kvöldi clags. Sr. Ölafur Skúlason flytur hug- vekju. 22.45 Dagskrárlok

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.