Vísir - 14.05.1973, Blaðsíða 9

Vísir - 14.05.1973, Blaðsíða 9
Visir. Laugardagur 12. mai 1973 9 Umsjón Edda Andrésdóttir Námi lokið og atvinnulífið tekur Hvað á maður þá að GLUGGAÐ í „STARFSVAL" við: gera? Á meðan á námi stendur, gengur lifið nokkuð sinn vanagang. En það getur stundum orðið öllu erfiðara, þegar þvi lýkur og fólk á að fara að gera það upp við sig, hvað það ætlar nú að taka til bragðs og velja sér fyrir starf. Þegar komið er i Háskólann, er fólk ♦ flestum tilfellum búið að velja sér vissa námsgrein, sem það vill læra og hefur siðan hugsað sér að starfa við. En sá sem lýkur gagnfræðaprófi og hefur ekki hugsað sér að fara út i meira nám, er kannski i öllu erfiðari aðstöðu. Það tekur sinn tima að gera það upp við sig, hvað maður vill læra og hvaða starfi maður vill gegna. Menntaskólanemendur, Verzlunarskólanemendur eða margir þeirra, sem eru þegar komnir i framhaldsskóla, hafa heldur ekki i nærri þvi öllum til- vel þeginn hjá ýmsum. Yfirleitt var hann haldinn i Iðnskólanum hér i höfuðborginni, og þar mættu fulltrúar hverrar starfs- greinar fyrir sig. Kennarar komu siðan með nemendur sina, og þar gátu þeir siðan spurt að vild og spjallaö. Aður hafði þeim verið gefinn kostur á að lesa bók, sem heitir Starfsval, og er eftir Olaf Gunnarsson. Þar gátu þeir kynnt sér ýmislegt, sem þeir siðan gátu spurt nánar út i á sjálfum starfsfræðsludeginum. Þessa bók rákumst við hér á Innsiðu á, en hún er nýkomin á markaðinn aftur i sjöundu útgáfu. Bók þessi hefur að geyma upplýsingar um flest þau störf.sem þjóðfélagið býður upp á, og kemur áreiðanlega mörgum að góðu gagni. Bókin er einkum ætluð unglingum, sem eru i þann veginn að ljúka gagnfræða- skólaprófi eða skyldustigi gagn- fræðastigsins og hafa enn ekki ákveðið, hvað þeir ætla sér að gera að ævistarfi. t bókinni segir meðal annars: ,,011 höfum við þurft að kaupa. okkur föt eða skó nokkrum sinnum á ævinni. Ef til vill hafa. fellum gert það upp við sig, að hverju þeir stefna. En það er heldur ekki svo auðvelt. Það væri þvi alveg timabært, að einhver aðili tæki að sér alls- herjar starfsfræðslu fyrir nem- endur, sem eru til dæmis i gagn- fræðaskólum eða framhalds- skólum borgarinnar. Þar væri hægt að kynna fyrir nemendum hin ýmsu störf, sem fyrirfinnast i þjóðfélaginu, hvaða menntun hvert og eitt krefst, i hverju starfið er fólgið og svo framvegis. Þannig myndu nemendur kynnast ýmsum hliðum ýmissa starfa, sem þeir ef til vill gerðu sér ekki grein fyrir áður, göllum þess og kostum, og þetta gæti einnig orðið til þess að vekja áhuga þeirra fyrir ýmsu, sent þeir ekki þekktu áður. Að visu hefur verið gengizt fyrir starfslræðsludegi hér á landi. Háskólinn og nokkrir aörir skólar hafa til dæmis kynnt nemendum sinum ýmsar námsgreinar, en það eru liklega um 10 ár siðan, að hinn árlegi starfsfræðsludagur, sem hér var haldinn, söng sitt siðasta. Sá dagur hefur liklegast verið „Bakarinn þarf fyrst og fremst að vera hrein- legur, vel hraustur, með sterk lungu og ógallaða fætur, þar eð hann vinnur mikið standandi. Gott er, að hann hafi sem fullkomnasta efna- og vöruþekkingu". é „Múrari þarf að vera hraustur, allvel sterkur og honum má ekki vera hætt við svima. Starfið er ekki sérlega vand- lært". „ Húsgagnasmiðurinn þarf að vera drátthagur og þyrfti helzt að hafa yndi af dráttlist. Hús- gagnasmíöi er erfið og krefst mikillar vand- virkniog samvizkusemi, ekki sízt hvað efnismeð- ferð snertir". Borðstofuhúsgögn o. fl. til sölu og sýnis mánudaginn 14. og þriðju- daginn 15. mai kl. 4—7 e.h. — Borðið, 12 stólar og skenkur er handsmiðað úr ,,Cuba-Mahony”. Ennfremur silfurborð- búnaður (Georg Jensen) o.fl. Til sýnis Mýrargötu 2. II. hæð, vestustu dyr Slipp- félagshússins. Upplýsingar i sima 10447. DODGE DART í mjög góðu lagi og vel útlitandi, til sölu. Billinn hefur alltaf verið i einkaeign og keyrður aðeins 37.300 km á steyptum og malbikuðum vegutn. L'pplýsingar i sitna 31181 klukkan 5-8. loreldrar okkar eða einhverjir aðrir aðstoðað okkur við valið”. ,,En hvort sem við höfum valið ein eða með aðstoð annarra, hefur þess alltaf verið gætt, að l'ötin og skórnir, sem við kaupum, séu mátuleg, þ.e. hvorki of litil eða of stór. Sama máli gegnir, ef við kaupum okkur áhöld til þess að vinna með, hjól til þess að hjóla á, bók til þess að lesa eða hljómplötu til þess að leika. Við reynum alltaf að ná i það, sem hentar okkur bezt”. ,,Nú ert þú kominn á þann aldur, að þú verður að velja þér eitthvert ævistarf. Þetta val skiptir meira máli en allt, sem þú hefur valið um hingað til. Ef þér tekst valið vel, tryggirðu þér vinnu, sem þér hentar, um leið og þú aflar þeirra peninga, sem þú verður að hafa til þess að geta lifað sæmilegu lifi”. Einn kafli bókarinnar fjallar um hæfileika og skapgerð. Þar segir meðal annars: „Tvennt þurfa allir, sem velja sér ævi- starf, öðru fremur að hafa i huga. Annars vegar um,hvað er hægt að velja i þjóðfélaginu. Hins vegar hvernig hæfileikar einstaklingsins samræmast hinum ýmsu störfum. Mikilvægt er, aö starf og hæfileikar séu i sem nánustu samræmi hvort við annað”. „Starf, sem ekki gerir nógu miklar kröfur til hæfileika mannsins, verður fljótlega leiði- gjarnt og skapar ekki þá vinnu- gleði.sem hverjum heilbrigðum manni er eðlileg”. „Starf, sem er vandasamara en svo, að hæfileikar einstakl- ingsins séu i samræmi við það, er jafn óheillavænlegt. Maðurinn verður þá si og æ að leitast við að gera meira en hann getur, en það leiðir óum- flýjanlega til margs konar ósigra. Ósigrar hins getulitla manns skapa olt, þegar timar liöa, vanmetakennd, sem einatt grefur undan lifshamingju manna og getur jafnvel orðið hættuleg geðheilsu þeirra”. Hverju einasta starfi verða að fylgja einhverjir hæfileikar. Og þó að einhver kunni að hlæja með sjálfum sér, þegar hann flettir i bókinni og kemur að kafla, sem ber yfirskriftina: Fjósamaður, og hugsi með sér: Það verð ég nú aldrei, þá krelst kúavarzla natni og árvekni, þekkingar og þolinmæði, þó að hún sé ekki erfitt starf. Talsverðu máli skiptir einnig, að fjósamaðurinn sé dýravinur, og það hefur komið i ljós, að kýr mjólka betur hjá mönnum, sem fara vel að þeim. Við getum svo lika tekið sem dæmi sorphreinsun, sem margir myndu aldrei gera að ævistarfi sinu. I bókinni segir um hana: Vinnan er svo erfið, að enginn skyldi gera hana að ævistarfi nema sá, sem er fullhraustur. Einkum þurfa menn að hafa sterka fætur, þvi að þeir þurfa að ganga mikið. Sorphreinsar- inn þarf að hafa talsvert samband við almenning, svo að gott er, að hann sé lipur i umgengni”. En látum það nægja. Fleira mætti taka sem dæmi, i bókinni er greint frá sjómennsku, land- búnaðarstörfum, flugmennsku, rannsóknarstörfum, húsmóður- starfinu og fleiru. Starf húsmóðurinnar er svo sannarlega ekki auðveldara en önnur störf. Hún þarf til að mynda að vera hagsýn, hvað vöruval snertir. Peningarnir, sem hún sparar með hagsýni, eru engu minna virði en þeir, sem maðurinn vinnur fyrir með dugnaði. — EA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.