Vísir - 14.05.1973, Blaðsíða 14

Vísir - 14.05.1973, Blaðsíða 14
Leikmaður órsins réð ekki við fél- aga sinn í Spurs Það hefur lítinn tilgang að vera að burðast með brezku meistarakeppnina í lok keppnistímabilsins. Leikmenn eru orðnir þreyttir eftir langt keppnistímabil og hafa ekki áhuga á keppninni, sagði enski landsliðsein- valdurinn sr. Alf Ramsey eftir að England hafði sigrað Noröur-írland 2-1 í afar daufum landsleik á Goodison Park i Liverpool á laugardag — en það er ,,heimavöllur" iranna vegna óeirðanna f Bel- fast. Og áhorfendur hafa heldur ekki áhuga á keppninni — aö- eins 29.965 mættu á leikvöll Everton. 1 enska liðinu voru engir leikmenn frá Liverpool og Leeds. Þeir stóðu i stórræðum i vikunni og koma þvi inn i liðið siðar i keppninni. Enska liðið byrjaði nokkuð vel og eftir aðeins átta minútur skoraði Martin Chivers, Totten- ham. flann var erfiöur fyrir Pat Jcnnings — leikmann ársins — og félaga sinn i Lundúnaliðinu kunna. Svo virtist þá sem Eng- land myndi vinna auðveldan sigur, en leikmenn enska liðsins álitu greinilega að sá sigur fengist fyrirhafnarlaust. beir fóru að taka lifinu með ró og á 22. min. jafnaði Dave Clemence, Sheff. Wed. úr vitaspyrnu. Leik- urinn var afar daufur lengi vel og það var ekki fyrr en i lokin, að enska liðið fór að taka á til að hala sigurinn i land. A 81. min fókk Chivers knöttinn, lék á Terry Neil, og siðan Jennings og renndi knettinum i mark. 2-1 og heppnissigur var i höfn. Tveir nýliðar voru i enska landsliðinu — John Richards, Wolves, og David Nish, Derby, og áttu báðir slakan leik. Bobby Moore lék sinn lOl.landsleik fyr- ir England og nálgast nú lands- leikjaheimsmet Bobby Charlton (106 leikir). Saab er fjárfesting NÝJUNGAR I ARGERÐ 1973 öryggi framar öllu • 3 nýir litir, þar af einn i „metall". • Stálbitar í yfirbyggingu fóðraðir. • M;elalx)rð hannað fyrir akstursöryggi. • Allir m.'elar i sjónmáli ökumanns. • Sjálflýsandi visar á m;rlum. • Eldtraust ákl;eði. • Sérbólstruð s;eti, öryggisbelti — hnakkpúðar fáanlegir. • Bilstjórasa'ti rafmágnshitað. SAAB umboðið getur nú hoðið viðskiplaxinum sintim IxMii þjónustu: • Wrksta ðið hefttr .verjð sta-kkað og endurba'it. • Varahlutalagerinn er stóraukinn með sta rra geymslurými. • Sýningarsalur SAAB umhoðsins kynnir nýju gerðirnar og tekur bifreiðir viðskiptavina i urnboðssölu. • Ljósaþurrkur auka akstursöryggið. • Halogenljós með 11-1 lömpunt gefur mun sterkara og hvitara ljós en venjulegir glóðai’lampar. • Dekk af yfirsúerð fyrir islenzkar aðsto'ður. • SAAB liggur tx'tur á veginum. • Allir SAAB eru framhjóladrifnir. SatUu^ B3ÖRNSSON SKEIFAN 11 SÍMI 81530 Ernir berjast! — Orn Guömundsson, hinn hávaxni miövöröur Vlkings, skallar knöttinn frá Erni óskarssyni, ÍBV. Diörik Ólafsson fylgist meö. Ljósmynd Bjarnleifur. Skozka landslið- ið eflist stöðugt — Vann auðveldan sigur gegn Wales í brezku meistarakeppninni Skozka landsliðið er að verða mjög sterkt — það er ekki vafi á því. Á laugar- dag sigraði Skotland Wales með 2-0 í landsleik í brezku meistarakeppninni, sem háður var í Wrexham á Norður-Wales. Það var verðskuIdaður sigur og skozka liöið hafði yfirburði gegn Wales, sem t síðustu leikjum sinum hefur náð ágætum árangri. Sigrað Pólland og gert jafntefli við England á Wembley- leikvanginum i riðlakeppni heimsmeistarakeppninnar. Fimm nýliðar voru í skozka lið- inu — meðal annars Holton hjá Manch. Utd. og Rangers-leik- mennirnir ungu, Parlane og Der- ek Johnstone. Þrir leikmenn voru frá Rangers, þrir frá Celtic og þrir frá Manch. Utd. Það voru Manchester-leik- mennirnir Willy Morgan og Ge- orge Graham — bezti maður liðs- ins — sem léku Wales-liðið grátt. Graham skoraði bæði mörkin eft- ir undirbúning Morgan. Hið fyrra' var skorað á 17 min. Morgan lék þá i gegn og átti fast skot á mark. Gary Sprake, mark- vörður hjá Leeds, varði, en hélt ekki knettinum. Hann hrökk fyrir fætur Graham, sem renndi hon- um i markið. A 79. min. kom siðara markið — aftur voru þeir Morgan og Graham á ferðinni, léku skemmtilega upp ásamt Dalglish, Celtic, og Graham skor- aði örugglega. Skozka liðið lék af miklu öryggi og tilraunin með að láta Graham leika framar en hann gerir i liði Manchester heppnaðist mjög vel. Leikurinn var spennandi, en áhorfendur. sem voru rúmlega 18 þúsund, urðu fyrir vonbrigðum með lið Wales. Það lék nú mun lakar cn gegn pólsku Olympiu- meisturunum á dögunum i Car- diff. Þó var liðið álitið sterkara nú en þá — Mike England, hinn sterki miðvörður Tottenham, kom inn aftur. Hann gat ekki leik- ið gegn Pólverjum vegna meiðsla. Þrátt fyrir stórtap Skotlands i afmælisleiknum gegn Englandi i Glasgow i veturí 5-0, en sú markatala gaf þó alranga mynd af leiknum) eru flestir blaðamenn á þvi, að þetta verði ár Skotlands i brezku meistarakeppninni. Telja liðið sigurstranglegast, þó svo það leiki siðasta leikinn gegn Englandi i Lundúnum. Næsti leik- ur skozka liðsins er á miðviku- dag. Þá leikur það við lið Norður- Irlands á Hampden-leikvangin- um i Glasgow. Skotar hafa ekki sigrað einir i brezku keppninni i sex ár. Klimenko EM-meistari Sovézki fimleika m aðurinn Viktor Klimenko varð Evrópu- meistari i fimleikum i Grenoble I Krakklandi, en Evrópumeistara- mótið var háð þár um helgina. Landi hans Nikolai Andrianov varð i öðru sæti. Stigatafla efstu manna i keppninni var þessi; 1. og Evrópumeistari Viktor Klimenko, Sovétríkjunum, 56.55 stig. 2. Nikolai Andrianov, Sovétríkjunum, 56.110 stig. 3. Klaus Köste, Austur-Þýzkalandi, 55.66 stig. 4. Wolfgang Thuene, Austur-Þýzkalandi, 55.65 stig. 5. Vladimir Marsjanko, Sovétrikj- unuin, 55.55 stig og 6. Andrej Szajna, Póllandi, 55.30 stig. Jafntefli Pólland og Júgóslavia léku landsleik i knattspyrnu i Varsjá i gær og varö jafntefli 2-2. Staðan i leikhléi var 1-1. Yfir fjörtiu þúsund áhorfendur sáu leikinn. enda nokkur spenna að sjá Júgóslavana gegn pólsku Olympiumeisturunum, þvi Júgó- slavar liöfðu unnið góöan sigur gegn Vestur-Þjóðverjum nokkr- um dögum áður. Þoir Lubanski og Tomaszewski skoruðu mörk Póllands, en Pavlovic og Biakovic fyrir Júgó- slaviu. Leikinn dæmdi norski dómarinn Henry öberg.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.