Vísir - 04.06.1973, Blaðsíða 14

Vísir - 04.06.1973, Blaðsíða 14
Of mikið kapp Keflvík- inga, en forsjá vantaði — og það hafði nœstum kostað þá stig gegn Akureyringum á laugardag í 1. deild Þorsteinn ólafsson markvörftur Keflvikinga, lék ekki meO liOi sfnu i lciknum á móti Akureyringum. Hann kom 10 mfnútum seinna á keppnisstaO en tilskiliO er,en hann hafOi tafizt viO skólauppsögn i Keflavikurkirkju. Þeir spámenn og spek- ingar í islenzkri knatt- spyrnu/ sem hafa verið að gera því skóna, að Akur- eyringar falli aftur niður í II. deild á þessu leiktíma- bili verða sannarlega að endurmeta spá sina, eftir að hafa fengið vitneskju um úrslitin í Keflavík á laugardaginn, þar sem heimamenn unnu nauman sigur. Aðeins eitt mark, skorað um miðjan seinni hálfleik, skildi liðin að. i upphafi skal endirinn skoða, segir máltækið og vist er um það að flestir hafa spáð ÍBK sigri i I. deildinni og þeir eru það eigi að VIKINGUR FÆR- IR ÚT KVÍARNAR Vikingar eru stöðugt að sækja i sig veörið og hafa öll keppnislið allra deilda félagsins verið i mikilli sókn undanfarin ár. Þeir hafa nú sagt upp samningum við borgina um leigu á húsnæði þeirra i Bústaðahverfi, sem borgin hefur notað fyrir kennslu undanfarin ár. Vikingar hyggjast stofna blak- deild innan sinna vébanda og verður stofnfundurinn haldinn að Hótel Esju næstkomandi fimmtu- dag 7. júni klukkan 20.30. Eru allir áhugamenn um blakiþrótt- ina, sem áhuga hafa á þvi að gerast stofnfélagar hvattir til að mæta. STEREO 8-rása hljómbönd (8-track cartridges) OG KASETTUR Gilbert O’Sullivan Frank Sinatra Jose Fcliciano Slade Black Sabbath Donovan Uriah Heep Perry Como Jiin Reeves Pink Floyd Andy Williams Sammy Davis Roxy Music C'at Stcvens Al Jolson Bcach Boys Emcrson Ycs The Beatles Lake & Palmer Roger Mille Crosby Stills Nash Jimi Ilendrix Ella Fitzgerald & Young The Moody Blues Luis Armstrong Chicago Jcthro Tuil Harry Belafonte Simon & Garfunkel Doors Nat King Cole Tom Jones Dean Martin Paul Anka Engclbert Ilumperdinck Humble Pie Mountain Santana Carole King Creedcnce Traffic Paul McCartney Clearwater Thc Who Graham Nash Rcvival Joc Cocker Rod Stewart Grand Funk The Kolling Stones Ray Charles Railroad Neil Diamond Blood Sweat & Tears Steppenwof Sly & The Family Stone Diana Ross Thc Mothers Neil Yoúng Ten Ycars After of Invention Three Dog Night Decp Purple Faccs The Partridgc Family Jamcs Brown Byrds Elvis Preslcy Stcphen Stills Paul Simon Johnny Cash Guess Who Americ a John Lcnnon Don McLean Gratcful Deal Elton John Alicc Cooper Jefferson Janis Joplin Lcd Zeppelin Bob Dylan Airplane O.mfl. POSTSENDUM F. Björnsson Bergþórugötu 2 Sími 23889 — opið eftir hádegi — á laugardögum er opið fyrir hádegi siður, þótt munurinn hafi ekki verið meiri en raun ber vitni. Akureyringar gerðu bara það eina rétta að leika algeran og skynsamlegan varnarleik allan fyrri hálfleik gegn norðanstrekk- ingnum og tókst að halda mark- inu hreinu. Hinu er samt ekki að leyna að heimamenn voru með fádæmum seinheppnir að skora ekki úr upplögðum tækifærum, enda skall hurð oft nærri hælum við ÍBA-markið. Bæði Grétar Magnússon, Einar Gunnarsson, Steinar Jóhannsson voru mjög nærri þvi að skora, en einhvern veginn tókst varnarmönnum að bjarga á seinustu stundu, fyrir utan góða markvörzlu Árna Stefánssonar, sem átti frábæran leik. Næst var þó Ólafur Júliusson að skora, er hann skaut af um 15 metra færi en varnarleikmaður breytti stefnu knattarins, svo hann lenti i stöng og þaðan út fyrir endamörk. Keflvikingar hófu seinni hálf- ieikinn með nokkrum sóknar- þunga og innan tiðar fékk Steinar knöttinn rétt viö vitateigslinu, og komst þaðan einn inn að markteig og langþráð mark virtist blasa við. En Arni kom á móti honum á réttu augnabliki og varði meistaralega. begar um stundarfjórðungur var liöinn af siðari hálfleik var eins og Keflvikingar væru búnir að eyða fullmiklum kröftum i árangurlausa sókn hvað mörk áhrærði. Akureyringar tóku þá mikinn fjörkipp og reyndu að not- færa sér þær veilur, sem sköpuöust hjá mótherjunum við of mikla sókndirfsku, en Guðni og Einar voru stundum komnir i fremstu viglinu. Kári Arnason hélt sig mjög framarlega, litt valdaður og var honum sýnilega ætlað að hremma færin ef gæfust, af tilviljun, svo og Eyjólfur Agústsson. Um miðjan seinni hálfleik má mikið vera ef fylgjendur ÍBK, hafa ekki orðið fyrir hjartsláttar- truflun, þegar Eyjólfur Ágústsson fær knöttinn úr misheppnuðu upphlaupi IBK og geysist að markinu á frium sjó og skaut hörkuskoti að marki. Allir bjugg- ust við marki, en hinn ungi mark- vörður Jón Sveinsson, sem lék i stað Þorsteins Ólafssonar, sem fékk ekki að keppa af þvi hann mætti aðeins 50 min. fyrir leik i stað 60, varpaði sér á knöttinn, hélt honum ekki, svo hann hrökk fyrir fæturna á Kára, sem sann- arlega ætlaði sér að afgreiða hann i netið. En viti menn, Jón spratt upp eins og fjöður og varði aftur á frábæran hátt i horn. Eng- inn láir Kára, þótt hann hafi grip- ið vonsvikinn um höfuð sér. Þegar um tiu min. eru til leiks loka og menn farnir að verða vondaufir um að sjá mark, er dæmd aukaspyrna á IBA. Úr aukaspyrnunni hrekkur knött- urinn til Ólafs Júliussonar, sem er frir á markteig og skorar með eldnsöggu skoti, sem Arni náði ekki að verja. 1:0. Litlu siðar á Ólafur gullið færi á að auka við markatöluna. Steinar leikur fram að endamörkum og sendir fyrir markið til ólafs, sem ætlar að sneiða knöttinn utanfótar i markið, en hitti ekki. Það er hald margra að of mikið lof hafi letjandi áhrif á lið og leik- menn og mörg dæmi eru þess. Ekki var það samt að sjá, að of mikil sigurvissa væri hjá ÍBK, heldur gerðu þeir sig seka um of mikið kapp, en forsjána vantaði á stundum. beir sóttu það stift, að Akureyringar höfðu sjaldan færi á að komast út úr teignum allan fyrri hálfleikinn, en slikan varnarmúr er erfitt að brjóta niður, jafnvel þótt mismunur sé talsverðurá liðunum. 1IBK liðinu er erfitt að gera upp á milli manna, en þó er sýnt að Gunnari Jónssyni bakverði fer mjög fram, orðinn sterkur og áræðinn. Jóhannes Atlason stjórnaði varnaraðgerðum norðanmanna, Ólafur Júliusson, sem skoraöi eina markiði leik ÍBK og ÍBA um helgina. en lék nú i miðjunni, við hlið hins trausta Gunnars Austfjörð. Annars var Magnús Jónatansson þeirra ötulastur, ódrepandi allan leikinn. Dómari var Guðmundur Guðmundsson og fannst mörgum hann sleppa augsýnilegum brotum. En grannt skoðað var það i flestum tilfellum rétt. Sem reyndasti knattspyrnumaður isl. dómara þekkir Guðmundur það betur en margir aðrir, að oft hagnast sá, sem af sér brýtur á þvi, að leikur er stöðvaður, en keppendum virðist fyrirmunað að skilja það og svo var að þessu sinni. —emm Það varð ekki mark! — í þetta skiptið Atli Þór spyrnir að marki Vals en Sigurði Haraldssyni tókst að verja. Jóhannes reynir að ná til boltans en Ólafur J. ólafsson fylgist spenntur með.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.