Vísir - 04.06.1973, Blaðsíða 5

Vísir - 04.06.1973, Blaðsíða 5
Vfsir. Mánudagur 4. júni 1973. 5 AP/INITB ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Umsjón Guðmundur Pétursson Verður forsetinn sóttur til saka? Æ meiri kröfur eru nú gerðar tii þess, að rann- sóknamefnd Bandaríkja- þings kanni Watergate- málið niður í kjölinn, og einkanlega hafa þær hlotið aukinn byr eftir síðustu skýrslur, sem benda til þess, að Nixon forseti sé viðriðinn tilraunirnar til að hylma yfir málið. Margir öldungadeildarþing- mannanna, sem starfa i nefnd- inni, telja, að yfirheyra beri hið bráðasta öll helztu vitni málsins til þess að fá á hreint, hvar Bandarikjaforseti stendur i málinu. Eitt aðalvitnið, John Dean, fyrrum lögfræðilegur ráðunautur Nixons, ku hafa sagt það við Washington Post og (New York Times flytur lika sömu söguna), að forsetanum hafi veriö kunnugt um það, -að mönnunum, sem brutust inn i Watergatebygging- una, hafi verið greitt fé til aö þegja. — Dean heldur þvi fram, að þessar tilraunir til aö hylma yfir málið, hafi borið á góma á 35 fundum starfsliðs Hvita hússins á timabilinu frá janúar til apríl, og Nixon hafi setið þessa fundi alla. John Dean var eins og kunnugt er rekinn i aprilmánuði, en skömmu áður hafði hann lýst þvi yfir, að hann mundi ekki sætta sig við að verða sektarlamb i málinu. Hvita húss-liöið hefur marg- sinnis visað á bug öllum að- dróttunum um, að forsetinn væri viðriðinn Watergatemálið, og er þvi haldið fram, að þarna sé markvisst unnið að þvi spilla fyrir áliti forsetans innanlands sem utan. Paul McCloskey, fulltrúa- deildarþingmaður demókrata, hefur riðið á vaðið til þess aö hefja umræður um Watergate- máliö i fulltrúadeildinni. Samkvæmt stjórnarskrá landsins er það fulltrúadeildin, sem ákveður, hvort sækja skuli forsetann eða einhvern ráöherra stjórnarinnar til saka. McCloskey vill láta taka máliö fyrir á miðvikudag. I bréfi segir hann, að það sé ástæða til að halda, að Nixon forseti hafi hindraö rannsókn málsins, og er það harðasta gagnrýnin, sem Nixon hefur sætt af hálfu þing- manns. McCloskey vill, að fulltrúa- deildintaki til umræðu, hvernig hún eigi að bera sig að við að setja nýja menn i embætti forsetans og ráðherranna, ef til þess þyrfti að koma. John I)ean segir, að Nixon hafi setið fundi, þar sem Watergatemálið var rætt. Reif þökin af 10 húsum Rússnesk þota hrapaði á sýningarflugi Frönsk-rússnesk samstarfsnefnd hóf i morgun rannsókn á flugslysinu i Gousain- ville i Frakklandi i gærdag. Rússneska yfirhljóð- fráa þotan Tupolev 144 hrapaði þar til jarðar i sýningarflugi vegna flugsýningarinnar i Paris. Ahöfnin, sex menn, beið bana og niu manns fórust i ibúða- hverfi i Gousainville, þar sem flugvélarflakið kom niður. 28 slösuðust, þegar risaflugvélin reif þökin af einum tiu húsum og kom niður á auðum skóla. Eitt málmstykkið úr flugvél- inni, fleiri smálestir að þyngd, lenti á oliubfl, sem sprakk i loft upp, og kviknaði i nokkrum húsum. Rafmagn fór af bænum. Borgarstjórinn i Gousainville, sem hafði veitt leyfi til fiug- sýningarinnar yfir ibúða- svæðum kringum flugvöllinn Le Boujget, verður látinn svara til saka fyrir slysið. Hann hefur þó áður sett sig á móti slikum sýningum. — Varnarmálaráð- herra Frakklands, Robert Galley, veitti leyfi til þess, að flugsýningunni yrði haldið áfram eftir slysið. Um 300.000 áhorfendur á flug- sýningunni voru vitni að þvi, Þessi mynd var tekin af TU-144, rússnesku yfirhljóðfráu þotunni, þegar hún var að lenda á Boujget-flug- vellinum fyrir llugsýninguna. þegar TU- 144 þotan hrapaði. Flugstjórinn var á leið til lend- ingar, en skyndilega hækkaði þotan flugið i stað þess að lækka það i átt til vallarins. í nær 500 metra hæð ofreis vélin allt i einu, vinstri vængurinn rifnaði af og siðan fylgdi sá hægri á eftir og flugvélin stóð skyndi- lega i ljósum logum. Ekkert liggur fyrir, sem varpað gæti ljósi á, hvað slysinu olli. Lögreglan hefur leitað i brakinu og rústunum að „svarta kassanum”, sjálfritanum, sem skráir niður staðreyndir um flug vélarinnar, en hann hefur ekki fundizt. Stríðsföngum hœtt við sjólfsmorðum Bandariskur flugliðsforingi, sem látinn var laus i febrúar eftir að hafa setið 7 ár i striðsfanga- búðum i Norður-Vietnam, fannst látinn á sunnudag. Lögreglan fékkst ekki til að skýra frá þvi, hvort um sjálfs- morð heföi verið að ræða, en upplýsti, að hjá lfkinu hefðu fundizt fleiri bréf, sem hinn látni hefði skilið eftir sig. Aðeins tveim dögum áður hafði einn yfirmanna þeirrar deildar varnarmálaráðuneytisins, sem vinnur að endurhæfingu og aðstoö við heimfengna striðsfanga, skýrt frá þvi, að fyrrverandi striðs- fangar gætu átt við slik vandamál að striða, að knúið gæti þá til sjálfsmorðs. Hver keppir við Fischer? Wolfgang Uhlmann frá V-Þýzkalandi, Bent Larsen frá Danmörku og Viktor Korchnoi frá Sovétrikjunum unnu allir sinar skákir i fyrstu umferð alþjóðlegs skákmóts, sem hófst i Leningrad á sunnudag. Þrir efstu menn þessa móts munu hljóta rétt til áfram- haldandi keppni um, hver skora muni heimsmeistarann Bobby Fischer til einvigis 1975. Uhlmann vann Cuellar frá Colombia, Larsen vann Rukavina frá Júgóslaviu og Korcnoi vann Tukmakov. — Byrne gerði jafn- tefli við Gligoric, Huebner jafnt við Taimanov og Jan Smejkal frá Tékkóslóvakiu gerði jafntefli við heimsmeistarann fyrrverandi, Mihail Tal. — Aðrar skákir fóru i bið. Teflir Fischer aftur? Vinir hans óttast, aö trúarhiti og einræna einangri Fischer frá skákinni. Vinir heimsmeistar- ans i skák, Bobby Fischers, hafa þungar áhyggjur af þvi, hvort hann muni nokkurn tima tefla aftur, segir stór- blaðið ,, New York Times” i dag. Blaðið hefur það eftir vinum Fischers, að hann lifi einsetulifi i ibúð i Pasadena i Kaliforniu. Hann hittir fáa og neitar öllum viðtölum. 011 fyrri loforð hans um að verja fljótlega og oft heims- meistaratitilinn eru horfin út i veður og vind. Hann hefur ekki þegið tilboð um 1 milljón dollara fyrir einvigi i Las Vegas, —þar sem and- stæðingur hans átti að fá 400 þúsund dollara). Hefur Fischer ekki svarað þessu tilboöi Hilton- samsteypunnar, sem hafði gefið i skyn, að andstæðingur hans kynni að verða Rússinn Boris Spassky, sem tapaði titlinum I hendur Fischer i haust sem leið. Vinir Fischers eru bornir fyrir þvi, að Bobby sé'með hugann við trúmál og einangri sig af þeim sökum. „Bobby er ekki með sjálfum sér. Hann er orðinn einrænn og tortrygginn, og sérstaklega þá i garö dagblaðanna. Hann hreint og beint óttast blöðin.— Það er ills viti, að hann les ekki skákritin og fylgist ekki með nýjungum i skáklistinni”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.