Vísir - 04.06.1973, Blaðsíða 9
Visir. Mánudagur 4. júni 1973.
9
cTVIenningarmál
Börn í bókum EINN OG SAMI EINAR?
2: • Eftir Ólaf Jónsson
Einar Þorgrimsson:
ÓGNVALDUR SKIÐASKALANS
Bókaútgáfa Einars Þorgrimsson-
ar 1972. 124 bls.
Guðjón Sveinsson:
ÖRT RENNUR ÆSKUBLÓÐ
Bókaforiag Odds Björnssonar
1972. 194 bls.
Einar nefnist sögu-
hetjan i þessari bók Ein-
ars Þorgrimssonar, en
útgefandi er samnefnd
bókaútgáfa. Ætli það sé
ekki allt einn og sami
Einar? Allténd er sagan
sögð i fyrstu persónu.
Einar Þorgrimsson er kornung-
ur höfundur, ekki hálfþritugur, en
hefur þó gefið út tvær skáldsögur
EINAR
ÞORGRÍMSSON
á undan þessari árið 1970 og 1971.
Leynihellirinn og Leyndardómur
eyðibýlisins nefnast þær sögur.
Án þess að ég viti neitt um það
finnst mér engu að siður óhætt að
geta sér þess til að þessar sögur
séu allar samstæðar eftir þeirri
algengu formúlu drengjabóka að
segja margar i röð frá sömu
söguhetju eða söguhetjum, einu
ævintýri þeirra i hverri bók. En
þótt svo væri ekki er Ógnvaldur
skiðaskálans til marks um bók-
menntasmekk og rithátt sem
augljóslega hefur mótazt af al-
gengum aðferðum unglinga-reyf-
aranna sem ár hvert fljóta i strið-
um straum yfir barnabóka-
markaðinn.
Sögur sem selja hver
aðra
A þessum markaði er það sem
sagt algengur háttur að sémja
heila sagnaflokka, oft mjög lang-
vinna, um sömu söguhetjurnar.
Þetta stafar vafalaust einkum af
markaðsástæðum, af þvi að hinir
ungu lesendur taka tryggð við
söguhetjur, sem þeir eitt sinn
hafa kynnzt og fallið vel við og
vilja þá gjarnan fylgjast lengur
með þeim, en þar með selja slikar
sögur hver aðra með næstum
sjálfvirku móti. En þvi er ekki að
neita að þessi aðferð veitir lika
ýmsa listræna úrkosti. Barna- og
unglingasögur eru jafnan stuttar
og þvi ekki unnt að koma nema
takmörkuðu söguefni við i hverri
þeirra. I seriusögum er kynningu
söguhetjanna aflokið i eitt skipti
fyrir öll I fyrstu bók og siðan unnt
aö ganga umyrðalaust á söguefn-
in hvert af örðu meðantil vinnst
Þar sem söguhetjurnar eru jafn-
an börn og unglingar virðist llka
tilvalið að láta þær taka út vöxt og
þroska bók fyrir bók, nokkurn-
veginn jafnóöum lesendum
þeirra. Það er þannig algengt i
stúlknasögum af þessu tagi, en
seriusögurnar eru langoftast
stranglega kynbundnar, að þær
fylgi söguhetjunum eftir frá þvi
aö þær eru blautabörn eða þvi
sem næst unz þær eru einum sjö,
átta b'ókum siðan uppkomnar,
fullþroska meyjarkomnar fast að
fullsælu hjónabands. En þá eru
lika úti ævintýri!
Það kann að vera að ýmsar al-
varlega stilaðar barnabækur not-
færi sér að einhverju leyti þessa
og aðra bókmenntalega úrkosti
sem seriuformið veitir. En hitt er
enn algengara að það sé einungis
haft til vinnusparnaðar, slikar
sögur notfæri fjarska einhæfar
mannlýsingar, rétt svo að hægt sé
að þekkja hetjur þeirra i sundur,
bók fyrir bók, sem jafnframt
endurtaka með sama mekaniska
hættinum sömu eða svipuð frá-
sagnarefni, oftast þá af saka-
málatagi. Sá er að minnsta kosti
háttur hinna erlendu unglinga-
reyfara sem hér ganga jafnan
margir I senn i serium á
bókamarkaðnum og hafa lengi
gengið.
Vaskir piltar og veru-
leikinn
1 seinni tið eru að koma upp hér
á landi höfundar sem leggja stund
á þessa sagnagrein, að nafninu til
með innlendum söguefnum, hetj-
um og umhverfi. Þó aldrei nema
Ógnvaldur skiðaskálans sé
kannski sjálfstæð saga finnst mér
hún tilvalið dæmi um slikar sög-
ur, fjarska frumstæður reyfari að
allri sinni gerð. Efnið er viður-
eign við strokufanga á fjöllum
uppi, sagan gerist á meðal skóla-
bekks i skiðaferð sem lendir þá i
tæri við þessa þokkapilta, sögu-
hetjur þrir vaskir piltar i bekkn-
um, Einar, Gummi og Tóti. En
hér er aldrei um að tala eigin-
legar mannlýsingar, hvorki
drengjanna sjálfra né óbóta-
manna i sögunni, aöeins tillærðar
manngervingar til að framfleyta
öldungis ólikindalegri atburðarás
að reyfarhætti,ritháttur sögunnar
að sinu leyti jafn frumstæður og
söguefnið.
Annar ungur höfundur, Guðjón
Sveinsson, svo sem tiu árum eldri
en Einar Þorgrimsson, hefur á
undanförnum árum birt einar
fjórar skáldsögur af þessari gerð,
sakamálasögur i islenzku um-
hverfi sem allar snúast um sömu
piltana sem sýna sig sögu eftir
sögu hina slungnustu spæjara og
uppljóstrara alls konar afbrota.
Guöjón Sveinsson er i þessum
sögum leiknari höfundur en Einar
Þorgrimsson er enn orðinn: þær
sem ég þekki eru hreint ekki illa
geröir réyfarar eftir simum
hætti. Þeir eru að sönnu öldungis
firrtir efnivið veruleika, kveikju
skáldskapar. En visast er að sög-
ur þessar veiti ungum og óreynd-
um lesendum þokkalega afþreyf-
ingu á meðan þær vara við. Gera
þær þá nokkrum neitt til? Það
held ég nú fráleitt. En þær gera
svo sem ekkert gagn, ekki heldur
þó stundum sé reynt að klistra
einhvers konar siðalærdómi við
svona lagaðar sögur.
Notagildi þetta felst einvörð-
ungu I spennu atburða á meðan
maöur les, forflótti frá veru-
leikanum.
Lifsflótti slikra sagna verður
reyndar enn tiltakanlegri en ella
þegar þær eru komnar hingað
heim og reynt að fella formúlur
reyfarans að efnivið dagsdag-
legra staðhátta, heimamanna-
legra mannlýsinga. En þótt
margt sé talað um okkar eigin
unglingavandamál dettur engum
unglingabókahöfundi i hug, svo
vitaö sé, að sem ja sögur sinar um
þau, til dæmis, gjarnan sakmála-
sögu, reyfara með öllu sem þvi
tilheyrir — en reyna þó til að
handfjalla efnivið veruleikans
sjálfs. Unglingar eiga vissulega
rétt á reyfurum við sitt hæfi eins
og aörir. En reyfarar eru lika
bókmenntir.
Byrjað frá byrjun
Ný saga Guðjóns Sveinssonar
frá i haust, ört rennur æskublóð,
er á hinn bóginn tilraun til að
brjótast út úr vitahring unglinga-
reyfaranna — „skáldsaga, ætluð
unglingum og æskufólki, vinum
þeirra og vandamönnum”, eins
og segir á titilsiðu. Eitt af því sem
eftirtekt vekur við söguna er, þvi
miður það hversu litla starfs-
þjálfun sagnagerð af þvi tagi sem
nú var lýst virðist fela i sér.
Guðjón Sveinsson er þrátt fyrir
allt uppkominn höfundur með
fjórar frumsamdar skáldsögur að
baki. En þegar kemur að annars
konar efnum koma tillærðar for-
múlur unglingareyfarans að svo
sem engu gagni. Það verður að
byrja alveg frá byrjun.
ört rehnur æskublóð segir frá
ungum pilti i sjávarþorpi, Loga,
sem orðinn er leiður á skólanum,
þráir siglingar og svaðilfarir,
honum sinnast við félaga og for-
eldra sina, ræður sig i skiprúm á
fiskibát, mannast á sjónum og
lendir i ýmsum ævintýrum heima
og erlendis, skiptapa siðast, en
bjargast heill af og reynslunni
rlkari.
Hér er óneitanlega um söguefni
að ræða, og bókin ber það að
ýmsu leyti með sér að höfundin-
um er létt um að segja frá. En
mest minnir sagan á ólokið upp-
kast þar sem sifelldlega stangast
á þörfin á skáldlegri úrlausn
söguefnisins og þörf barnasög-
unnar fyrir einfalda, helzt nokk-
uð krassandi atburði, og einfaldar
svart-hvitar menngervingar i
mannlýsinga stað, auðnuminn
siðferðisboðskap.
í rauninni veltur sagan öldung-
is á lýsingu Loga, hans innra
manns frekar en nokkurs sem
fyrir hann ber, að hún verði trú-
verðugur miöill atburðarásar og
annarra mannlýsinga I sögunni.
Ótvlræð söguefni, frumatriði vel-
virkra atburða, umhverfis,
mannlýsinga i þessari bók, fara
meira og minna forgörðum af þvi
að þetta tekst ekki að svo komnu.
Þá er siðapredikun, tilfinninga-
semi, einföld sögubrögð reyfar-
ans brátt á næsta leiti — eins og
sjá má til dæmis á lýsingu
Jörundar, félaga Loga, og sam-
skiptum þeirra i sögunni annars
vegar, hins vegar foreldra hans
og hins ógæfusama eldra bróður.
En þessleg er sagan að með miklu
meiri ögun og yfirvegun efnisins
meiri verklegri kunnáttu að segja
sögu rétt og slétt, hefði hún getað
orðiö prýðilega nothæf skáldsaga.
Þá er bágt ef rikjandi smekkur og
viðhorf á markaði unglingabók-
mennta veröa beinllnis til aö
spilla fyrir silkum vinnubrögð-
um.
Allt um það má vel vera að
Guðjón Sveinsson sé kominn á
rétta leið með þessari sögu. Hún
vill að minnsta kosti veröa eitt-
hvaö annað en venjulegur iönaö-
ar- og verzlunarvarningur á
markaöi afþreyingar.
]\EI, I\t ÞARFTU
adidas
i‘othoi;iask'o
llverúi meira úrval:
WORLII CIJP
MEXICO CITY
3000
IXTER
REAL
WEMRLEY S.L.
LAPLATA
JUAIOR STAIÍ
PORTVAL
HLEMMTORGI sími 14390
POSTSENDUM