Vísir - 04.06.1973, Blaðsíða 11

Vísir - 04.06.1973, Blaðsíða 11
EIHTRBIIISKII REIKHIKEI prentar a venjutegan papft/r konstant geymsfuverk ftjótandi komma f/fit 09 tétt »erd kr, 33,800 RICflMAC ÍB RHKNIVfl fYRIfl YIUR SKRIFS TOFUVEL AR H f~ •% + =x-^- ~ Hv*rfi»flötu: i33 Slmi 20560 Frjálsar í USA Heimsmethafinn A1 Feuerbach varpaði kúlunni 21,26 metra á bandariska meistara- mótinu, sem haldið er i Wichita i Kansas. Önnur helztu úrslit voru, að A1 Lanier sigraði i lang- stökkinu, stökk 8,04, Jeff Bennet hlaut 8040 stig i tugþrautinni, Gary Ordway kastaði kringlunni 61*39 Dwight Stones stökk 2.22 metra i hástökki og i þristökk- inu sigraði John Craft með 16,81 metra stökki. Brian Oldfield sigraði i kúluvarpi í keppni at- vinnumanna, sem fram fór i Louisville i Kentucky á laugar- daginn, hann kastaði 21 metra. Jim Ryan sigraði i einnar milu hlaupi en timinn var ekki neitt til að hrópa yfir „aðeins” 4,01.9., þetta var þó þriðji sigur hans yfir Eþiópiumannimum Keino. Lee Evans vann 440 yarda hlaupið á 47,8 og stangarstökkið Bob Seagren, með þvi að stökkva 5,26 metra. Stjörnuleikur Ársœls og jafnt við Belga — Það var snilldarleikur Arsæls Sveinssonar, sem tryggði jafntefli i leiknum við Belgíumenn í Evrópu- keppninni á laugardaginn. — „Þetta er einhver bezta markvarzla, sem ég hef séð fyrr og síðar" sagði Hregg- viður Jónsson fararstjóri, þegar við ræddum við hann símleiðis. Belgíumennirnir eru flestir atvinnumenn og til dæmis leika fjórir þeirra með hinu þekkta liði And- erlecht. Belgíumennirnir þykja mjög sterkir hér og hafa ítölsku blöðin mikið rætt um þá sem líklega sig- urvegara í Evrópukeppn- inni. Nýlega léku þeir við Luxem- burg og unnu þá með hvorki meira né minna en 8 mörkum gegn engu en það var einmitt Luxemburg, sem Islendingarnir léku gegn i undankeppni Evrópu- keppninnar og sigruðu á hagstæð- ari markatölu. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn, þó Belgiumenn væru nokkuð meira i sókn, en Islendingarnir áttu þó nokkur tækifæri. Ottó skaut laglega á mark Belgiu- manna, en það var varið. Gunnar Orn átti skot, sem fór rétt við stöng og rétt fyrir lok hálfleiksins komst Stefán i skotfæri, en belgiski markvörðurinn varði. Leikar voru jafnir i hálfleik, en ekkert mark hafði verið skorað. Belgar áttu meira i leiknum i byrjun siðari hálfleiks, en þó náði islenzka liðið nokkrum sóknarlot- um. Þeir fengu til dæmis aukaspyrnu á fyrstu minútum siðari hálfleiks við vitateig Belga og var þvi skoti naumlega bjarg- að i horn. Það byrjaði að rigna svolitið i byrjun hálfleiksins og siðan kom skýfall á 18. minútu og i nokkurn tima eftir það höfðu Belgiumenn töluverða yfirburði, enda gekk Islendingunum illa að fóta sig i hálkunni, og var vöilurinn eins og rennibraut. Þeir ná þó sókn á 20. minútunni og þá var Gunnari brugðið við vitateig Belga. Asgeir tók auka- spyrnuna og lenti knötturinn i vörn Belga — aftur til íslendinga, sem skjóta aftur — aftur fer knötturinn i belgisku vörnina og aftur út og enn er skotið — en boltinn þýtur rétt við markstöng- ina. A 25. minútu skora svo Belgar mark.'Desmedt miðherji þeirra fékk boltann eftir varnarmistök, rétt við vinstra horn vitateigsins og þaðan skýtur hann þrumuskoti i gagnstætt horn marksins, sem var gjörsamlega óverjandi fyrir Arsæl. Siðan kemur kafli Arsæls i leiknum. Hann ver mjög glæsi- lega skot á 27. minútu. Tvisvar sinnum ver hann snilldarlega, þegar Belgar eru komnir einir inn fyrir vörnina eftir mistök og bjargar i bæði skiptin. A 30. minútu ver hann þrumuskot úr þvögu og siðan á næstu minútu, þegar einn Belginn er kominn i gott færi og skýtur þrumuskoti, þá gerir Arsæll sér litið fyrir og kastar sér eins og tigrisdýr og ver — stórglæsilegt. — Eftir þetta fór heldur að glaðna yfir islenzku piltunum og þeir fót- uðu. sig betur á hálu grasinu. Mark tslendinganna kom á 38. minútu og bar það þannig að: sóknarlota tslendinganna var runnin út i sandinn og Asgeir var um það bil 3 metra fyrir innan vörn Belga, annar markvörður þeirra ætlaði aö spyrna knettin- um, en hittir hann svo illa, að hann fer til Asgeirs, sem fer sér að engu óðslega, leikur nokkra metra að marki Belga, og þegar hann er kominn að vitateig, þá vippar hann knettinum yfir markvörðinn, sem kemur hlaup- andi út á móti — og markið var staðreynd. Eftir þetta var mikið fjör, og meðal annars átti Leifur Helga- son gott skot, sem var varið. Leiknum lauk þvi með jafntefli 1 mark gegn 1, og óneitanlega mjög ánægjulegur árangur og tvimæla- laust einhver sá mesti i fjöl- breytilegri sögu samskipta okkar við útlönd á knattspyrnusviðinu. Orslit i öðrum leikjum urðu þessi: England—Sviss 2-0 ttalia—Noregur 1-0 Rúmenia—A -Þýzkal. 1-0 Rússl.—Danmörk 1-0 trland—Búlgaria 0-2 V-Þýzkaland—Skotland 3-1 Austurriki—Tékkósl. 1-1 Við spurðum Hreggvið, hvað hann héldi um horfurnar i leik ts- lands við Sviss, en hann fer fram i kvöld og er siöasti leikurinn i ferðinni, en ef við vinnum hann, þá eiga tslendingarnir góðar von- ir með að ná 2. sætinu i riðlinum og fara þá beint i lokakeppni næstu Evrópukeppni, sem verður i Sviþjóð á næsta ári. Sama lið og lék á móti Englandi lék á móti Belgunum, nema að Leifur Leifsson fór útaf i hálf- leik og nafni hans Helgason kom i staðinn, einnig fór Logi útaf i siðari hálfleik, en Guðmundur Ingi kom i hans stað. Liðið mun koma heim 6. eða 7. júni, og hafa þeir allir það gott, og er allur aðbúnaður til fyrirmynd- ar. m-----------► islenzka unglingalandstiðið, sem stendur i baráttunni á italiu þessa dagana. tít ad eignast

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.