Vísir - 04.08.1973, Blaðsíða 3

Vísir - 04.08.1973, Blaðsíða 3
Vísir. Laugardagur 4. ágúst 1973. 3 \ Þorlókshöfn vorð ofan ó „Forsendan fyrir láni Alþjóða- bankans var sú, aö finna, sem skjótasta lausn á þeim vanda, sem varö á hafnamálum viö suö- urströndina eftir gosiö i Vest- mannae.vjum”, sagöi Aöalsteinn Júliusson, varöandi þaö, aö ákveöiö er aö verja um þaö bil 900 milljónum króna til framkvæmda viö hafnirnar I Grindavik og Þor- lákshöfn. Aö sögn hafnamálastjóra, mundu aö óbreyttu ástandi veröa mjög mikil þrengsli i höfnunum á næstu vetrarvertiö. Fram- kvæmdirnar i Grindavik ættu aö geta komiö i gagniö fyrir þann tima og i Þorlákshöfn væri gert ráö fyrir aö framkvæmdum yröi lokiö fyrir vetrarvertiö 1975. „Segja má, aö þetta hafi allt veriö framkvæmdir, sem ákveönar voru, en heföu kannski veriö geröar seinna”, sagöi Aöal- steinn. Aöspuröur sagöi hafnamálastjóri, að ef fara heföi átt út i hafnargerð fyrir austan Olfusárósa, heföi þaö tekið miklu lengri tima, auk þess, sem undir- búningsrannsóknum væri ólokiö. „Þetta var þvi sú leiö, sem heppilegust var talin til aö leysa vandanna sem varö viö gosiö i Eyjum”, sagöi Aöalsteinn Július- son, aö lokum. Akveöiö er, aö um það bil 600 milljónum veröi variö til hafnarinnar i Þorlákshöfn, 300 milljónum I Grindavlk og 30 milljónum i Höfn i Hornafiröi. — ÓG Fyrsti keisaraskurður- inn gerður ó Snúllu? „Hún „Snúlla” kisan, sem býr á Blönduósi, er sennilega fyrsta kisan, sem geröur hefur veriö keisaraskuröur á hérlendis. Ekki hún ,, Perla”, sem viö sögöum frá i blaöinu á iaugar- daginn.” Elisabet Finnbogadóttir hringdi til okkar i gær en hún á kisu ásamt dætrum sinum, og sagði, aö þ. 17. marz s.l. heföi Sigurður Pétursson, ungur dýralæknir gert keisaraskurö á „Snúllu”. „Þetta er ósköp falleg kisa svört og hvit. Var þetta i fyrsta skipti, sem hún átti kettlinga, Sigurður sagði að það væri al- gengt erlendis aö gera svona skurði. Siöan var kisa skorin upp hérna á eldhúsborðinu hjá mérog hjúkrunarkona fengin til aðstoðar”, sagði Elisabet. Þvi miður dóu allir kett- lingarnir, en „Snúllu” liður aftur á móti ágætlega. Ekki hefur hún samt átt kettlinga aftur enn. —EVI Auga fyrir auga „Þeirstálu frá okkur nöglum, svoviðkveiktum bara í kofanum þeirra”, sögðu nokkrir ungir reiðir menn, sem við hittum á starfsvellinum í Breiðholti. Þeir gáfu lítið út á það, þegar við spurðum þá, hvort þeim findist alveg rétt að kveikja í kofanum og ekki vitum við, hvernig þessu ósamkomulagi í byggingariðnaðinum í Breiðholt- inu lauk. Mörg hundruð Júgóslavar til vinnu við Sig- ölduvirkjunina? Búast má viö, aö um 300 Júgó- slvvar komi til landsins til vinnu viö Sigölduvirkjun, en fram- kvæmdir viö hana hefjast um miöjan þennan mánuö. Ekki er vitað hvort tekst að fá islenzka menn til vinnu viö virkjunina, og hefur verk- takanum, Energo project þar ytra veriö bent á að erfitt gæti veriö aö fá vinnuafl. Liklegt er þvi aö vinnuafliö veröi aö fást að utan, en aö sjálf- sögöu þyrfti atvinnuleyfi fyrir allan þann fjölda. Aö sögn Jóns Sigurpálssonar hjá Félagsmálaráðuneyti, hefúr ekki veriö sót um leyfi fyrir einn eöa neinn ennþá. Islenzkt vinnu- afl mundi aö sjálsögöu ganga fyrir, en ef það fengist ekki yröi ekki hjá hinu erlenda komizt. —EA Halldór yfirsakadómari Halldór Þorbjörnsson hefur veriö skipaöur I embætti yfir- sakadómara I Reykjavik frá 1. ágúst aö telja. Ilún er orðin dálitiö stór hún Sólbjört Guðmundsdóttir 3ja ára en þó er rabarbarinn jafnstór henni. Þennan risastóra rabarbara fundum viö uppi i Arbæ. Kom hann upphaflega frá Noregi, fyrir einum 80-90 árum. Sjómaður, langafi stúlkunnar kom meö hann til landsins. Hæö: 1,30 metrar fyrir utan blaö. — Ljósmynd: Þorsteinn Asgeirsson. Rabarbarinn jafnstór Ný ólma í Fellaskóla í notkun í haust Mólum bjargað með kjallarakennslu — til bróðabirgða „Þaö veröur til álma eins og upphaflega var ákveöiö og veröa þar 16 kennslustofur”, sagöi Jónas B. Jónsson fræöslustjóri borgarinnar I viötaliö viö blaðiö i morgun en vcrið er aö byggja viö- bótarhúsnæöi viö Fcllaskóla i Breiðholti III. „Siöan er gert ráö fyrir aö taka kjallara i gagnfræöiskólaálmunni til nota fyrst um sinn og veröa i honum 8 kennslustofur. Verða þær tilbúnar tii afnota i haust. Seinna á skólárinu verður efri hæöin i sama skólahúsi tekin i notkun”. — Dugir þetta til að mæta öllum þessum nemendafjölda sem búizt er viö? „Ég segi þaö nú ekki. Miklu meiri aukning varö en gert var ráö fyrir. Barnafjöldinn i Breiö- holtinu er meiri en meðaltal yfir borgina alla. Þaö veröa eflaust mikil þrengsli á næstu árum, þar sem þaö tekur alltaf nokkur ár aö nemendatalan jafnist út”, sagöi Jónas að lokum —EVI Búið að skipu- leggja fyrsta ófanga ó Eiðs- grandasvœði Nú er búiö aö ganga frá aðal- skipulagi ibúaöarhverfis á svokölluöu Eiðsgrandasvæöi, sem veröur trúlega siöasta stóra svæöiö innan Reykjavikur, sem skipulagt er sem ibúöarhverfi. Upphaflega átti þarna að vera iönaöarhverfi, en gerö var breyting á skipulaginu. Er nú búið aö samþykkja 1. byggingaráfanga i skipulags- nefnd, en þaö er svæðiö næst B.Ú.R. Veröa á svæöinu bæöi fjöl- býlishús og keöjuhús. Ekki er byrjað aö selja þessar lóöir, en þær verða væntanlega auglýstar þegar gatnaframkvæmdir eru langt komnar, en þær eru ekki hafnar. —ÞS Þorskastriöiö er óneitanlega sérlega óvenjulegt „striö”, sem bezt sézt á þvi, þegár herflugvél- ar óvinarins veröa fyrir vélarbilun, þá fá þær umyrðalaust leyfi til aö lenda hér ó landi og aöstoö viö viögerö. Samkvæmt upplýsingum forsætisráöherra, hefur ekki komið til tals aö kyrrsetja vélina en lokiö var viö viögeröina i gær klukkan 17 og hurfu þá hinir vösku striösmenn hennar hátignar á braut.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.