Vísir - 04.08.1973, Page 7
Vísir. Laugardagur 4. ágúst 1973.
7
Hálsinn sveigist of mikið og getur það orsakað vöðvabólgu. 2
íinimi
= SÍ-OAISI =
Umsjón: Erna
V. Ingólfsdóttir
Taliö er aö maðurinn þurfi
helzt aö sofa 8 kist. á sólarhring.
Það er minna 'en fuglinn (12
tfma) og aöeins meira en
gígirafinn (nokkrum sekúnd-
um)). A þessu eru þó undan-
tekningar. Sumir viröast
komast af meö 5 kist. svefn og
aörir eru utan viö sig, ef þeir fá
ekki 9 klst svefn. Sumir eru ekki
vel upplagðir fyrr en aö kvöidi
dags á meðan aörir eru mestu
morgunhanar.
Til eru konur, sem eru alltaf
aö rumska, meðan aðrar sofa I
einum dúr alla liðlanag nóttina.
Sumar konur eru eins og
„Prinsessan á bauninni”, sem
ekki gat blundað, af þvi að það
var litil baun undir 20 þykkum
dýnum sem hún lá á. Svo eru
það þeir, sem eru alveg eins og
Napoleon að geta sofið hvar og
hvenær sem er.
En hvernig sem svefnháttum
okkar er varið er eitt vist, að
svefninn verður að koma að
fullum notum annars sést það
fljótt á útliti okkar. Svefnleysi
gerir okkur gamla fyrir aldur
fram og veldur sljóleika. Þess
vegna verðum við að verjast
svefnleysi, ekki með þvi að taka
inn svefntöflur, heldur með þvi
að sjá til þess að við höfum gott
rúm að sofa i. og undirbúa okk-
ur vel undir svefninn.
Svefninn:
Bezta
yng-
ingar-
lyfið
Svefn er góður fyrir
húðina.
Við eyðum 1/3 hluta æfinnar i
rúmina. Á meðan við sofum
slaknar á andlitsvöðvunum,
sem hafa verið spenntir i önnum
dagsins. Það er þvi areiðanlega
örugg yngingaraðferð að liggja
algjörlega beinn án nokkurs
kodda, og fyrir hálsinn er það
fegrunaraðferð að liggja þannig
á hryggnum.
Og jafnvel enn frekar: A með-
an sofið er hverfa þreytuein-
kenni og frumur likamans hvil-
ast. Aftur á móti, þegar þjáðst
er af svefnleysi, verður húðin
litlaus og svartir baugar koma
undir augun.
Hreinsum húðina fyrir
nóttina.
Jafvel þó að svefninn sé ein-
stætt fegrunar meðal. Þá verður
áður en farið er að sofa að
hreisa húðina vel. Þeir sem ekki
þola vatn og sápu geta hreisað
húöina með hreinsikremi. A eft-
ir er ágætt að bera á nætur-
krem, sérstaklega fyrir þá sem
hafa þurra húð.
Af slöppunaræf ingar.
Ef okkur finnst við vera stif
„nervös” kannski eftir erfiðan
dag. — Ef til vill höfum við lltið
hreyft okkur er hyggilegt að
gera nokkrar æfingar. áður en
lagzt er til hvflu. Það er ósköp
vel hægt aö gera þær inni I sjálfu
svefnherberginu.
Byrjið þær fjórar æfingar,
sem sýndar eru á myndunum
og endið með eftirfarandi
öndunaræfingum. Liggið á
hryggnum m.eð hendurnar á
maganum. Andið djupt, og ró-
lega að ykkur gegnum nefið og
andið slðan frá ykkur þannig aö
allt loft fari úr lungunum.
Endurtakið fimm sinnum.
Æfingar.
1. Liggið bein á hryggnum
með hendur niður með hliðum.
Réttið fyrst annan handlegginn
upp fyrir höfuð og siðan hinn.
Teygiö vel úr ykkur. Endurtakið
fimm slnnum.
Æfingar
1. Liggið bein á hryggnum,
beygiö og réttið öklana á víxl.
2. Liggið bein á hryggnum,
með hendur niður með hliðum.
Réttiö fyrst annan handlegginn
upp fyrir höfuð og slðan hinn.
Teygið vel úr ykkur. Endurtakið
fimm sinnum.
3. Liggið bein á hryggnum
með hnén bogin. Réttið fyrst úr
öðrum fætinum og slðan úr hin-
um. Endurtakið þrisvar sinn-
um.
4. Liggið bein á hryggnum.
Rúllið höfðinu hægt nokkrum
sinnum frá hægri til vinstri.
Þegar þessum æfingum er
lokið er öndunaræfingin gerð.
Borðið ekki mikið fyrir
svefninn.
Það er ekki hollt að boröa
þungmeltan eða feitan mat fyrir
svefninn og heldur er ekki gott
að drekka sterka drykki. Það er
betra að borða léttan mat.
Kaffi, te, kakó og alkóhól er
örvandi og getur valdið óróleg-
um nætursvefni. Aftur á móti er
volg mjólk og kamillute mjög
róandi.
Gott rúm gefur góða
hvild.
Ef við vöknum stlf I öllum
limum eða með verk I hryggn-
um er það oft vegna þess að
dýnan er ekki nógu góð. Læknar
eru sammála um að mjög mjúk
rúm séu skaðleg fyrir hrygginn
Dýnan á að vera stif og styðja
vel við llkamann. Það þýðir að
við verðum að kveðja mjúku
þægilegu dýnuna, þar sem hægt
er að láta fara vel um sig. Hún
sem lætur undan um leið og
lagzt er á hana! Slikum dýnum
verðum við I versta falli að
henda eða láta gera við. Ef ekki
er nóg að skipta um dýnu til
þess að verkirnir hverfi getur
veriö nauðsynlegt að setja fjöl
undir hana.
Koddinn þarf að vera passleg-
ur. Ef hann gefur ekki nógu vel
eftir getur hann orsakað vöðva-
bólgu og öndunarörðugleika. Ef
fæturnir eru bólgnir á kvöldin
eða ef það er tilhneiging til
lélegrar blóðrásar, er ráö að
setja kodda undir dýnuna til
fóta eða lyfta rúminu sjálfu 5
cm upp frá gólfi.
í þjóðbraut
Hverskonar ferðavörur
og veitingar
Shell-þjónusta
Shell-vörur
Ferðanesti við Akureyrarflugvöll