Vísir - 04.08.1973, Blaðsíða 8
8 Visir. Laugardagur 4. ágúst 1973.
KIRKJAN O 6r PJÓÐIW
garðinum. Þetta er hvort-
tveggja ákjósanlegur aðseturs
— og áningarstaður þeirra, sem
eru orðnir uppgefnir af spenn-
ingum á iðutorgi mannllfsins,
einnig þess, sem „þreyttur
lendir úr þungaróðri heimsins”
eins og Matthias kemst að orði i
kunnum sálmi. —
Hægt og hátiðlega göngum við
upp afliðandi malborna og hálf-
gróna heimreiðina, og erum
innan stundar komin heim á
hlaðið á þessu gamla prests
setri. Ekkert rýfur hina miklu
kyrrð nema ljúft lóukvak — ekki
hundgá, ekki mal i kisu, ekki
einu sinni suð i fiskiflugu. —
Þessi knúsandi, ró tekur
gestina mjúklega i faðm sinn.
Hún er ekki voldug og sterk,
heldur dul og aðlaðandi. Og I
þögn, hennar verða höggin á
dyrnar eins og barbariskur
hávaði.
Er enginn heima hér?
Jú, ekki ber á öðru. Þegar við
gerum vart við okkur kemur
klerkur til dyra. Hann hefur
setið niðursokkinn i fræði sinna
mörgu, lærðu bóka i kyrrð og
næði einsetunnar meðan allur
fjöldinn flengist um landið I
hraðskreiðum bilum sinum
þvert og endilangt.
Eftir skamma dvöl inni i
bænum er gengið út i kirkjuna.
Þetta er litið en viðkunnanlegt
hús og lik þeim presti, sem
henni þjónar aö hún lætur litið
yfir sér, enginr. turn, sem ber
við himin, aðeins látlaus kross.
m
Sr. Finnbogi í Hvammi.
Keta og Hvammur
Ketukirkja.
t gamla daga var veiðiskapur
á Skagaheiði hluti af grimmdar
— lifsbaráttu fólksins. Þá var
hann ekki stundaður af
berlæruðum i sumri og sól.
Til þess bendirþessi visa, sem
Hallgrimur Jónasson tilfærir I
ýtarlegri lýsingu á sinum kæra
Skagafirði:
Heldur vil ég heima
i rúmi hátta minu
en kúra hér við kalda veiði
klökugri á Skagaheiði.
Já margt er breytt frá þvi,
sem áður það var. —
----O------
Harla litið sér maður af sér-
kennilegri náttúrufegurö
Skagans með þvi aö aka svo aö
segja stanzlaust þessa 30 km.
leið eftir ströndinni utan frá
Skagatá og inn i mynni
Ladxárdals. Að náttúruskoðun-
inni slepptri er ekki úr vegi aö
snúa sér að sögunni og staldra
viö á kirkjustaönum Ketu, þessu
forna höfuðbóli og aðaljörð
sveitarinnar, 22,8 hundruð að
dýrleika i jaröamatinu 1861.
Hún var fyrr meir i eigu
Hólastóls.
Samkvæmt jarðabók Arna
Magnússonar var landskuld 120
álnir (-1 kýrverð =ca. 50 þús.
kr.) Fjögur kúgildi fylgdu jörö-
inni. Eftir tvö þeirra féll leiga
niöur „fyrir kost prestsins i
Hvammi, sem hér embættar
þriðja hvörn sunnudag á sumur,
en fjóðra hvörn á vetur”.
Túnið fóðraði 2 kýr, engjar I
svarðleysuflóum, sauðfé vogaö
á útigang, hrossum komið I
vetrarbeit inn i Skagafjörð,
torfrista lök, lyngrif og hrisrif I
fjarska, hreppaflutningur
langur inn aö Kleif.
En þótt landið væri rýrt var
sjórinn gjöfull, ef vel viðraði. Og
eitt sinn bjó stórútgeröarmaður
sins tima á Ketu. Það var árið
1518.
Svo segir I Skarðsárannál:
„Ketill Ingimundarson bjó þá I
Ketu þar á Skaganum, hann var
aflamaður mikill, og voru i þann
tima aflaföng góð á þeim
Skagatanga, tók þessi Ketill 80,
stundum 90 hákarla á einu vori
á sitt skip, er hann lá úti en lét
annaö skip sitt i land flytja og
gera tii aflann, og flytja fram til
sin kost og drykk. Völdust menn
til hans ungir og hraustir til
aflatektar”.
Ketill þessi var afi Björns
annálsritara á Skarðsá.
Mjög hefur fólki fækkað
noröur hér undanfarin ár svo
sem viðar i hinum strjálbýlli og
afskekktari sveitum. Eru ibúar
Skefilsstaðahrepps, sem nær
yfir Skaga og Laxárdal nú
Það hefur hitzt vel á.
„Veðurguðirnir", sem nú
eru á allra vörum, — jafnt
trúmanna sem trúlausra
— hafa verið oss náðugir
og gefið oss einn heitasta
dag þessa lághita sumars
til að skoða oss um á
svölum norðurslóðum
Skagans — þ.e. skagans
milli Húnaflóa og Skaga-
fjarðar.
Vér erum ekki komin I Skaga-
fjörðinn enn, þ.e.a.s. sýsluna.
Þegar þessi frásögn hefst,
erum vér enn I Húnaþingi, þótt
komin séum í prófastsdæmi
Skagafjaröar, þvi að tveir yztu
bæirnir I Skagahreppi, Vikur og
Ásbúðir, heyra til Ketusókn i
Hvammsprestakalli I Laxárdal
ytri.
t lognhita dagsins rennur
billinn léttilega um nýheflaöa
götuslóða, hann hvorki svitnar
né þreytist. Hið næsta er land
hrjóstrugt — grýttir melar.
Heim aö bæjunum aö sjá blasa
viö slétt, græn tún og reisulegar
byggingar. Vér börn höfuð-
borgar og hitaveitu dáumst að
þessum útvörðum landsins, (án
þess að leggja á þá mælikvarða
grásleppuhrognaframleiðsl-
unnar). Þaö getur ekki verið
neinum heiglum hent að búa hér
i strjálbýlinu og fámenninu.
Skyldu atvinnuauglýsingar
þéttbýlisins I kaupspennu
nútlmans ekki freista þessa
fólks?
Hér er eflaust magurt undir
bú- eða svo finnst manni við
fyrstu sýn. En mikill er rekinn.
Þaö sér maöur þar sem farið er
næst bæjum. Þar liggja sums-
staöarstórar breiður trjábola af
ýmsum lengdum og aðskiljan-
legum gildleika. Mikið myndi
þessi sýn gleðja augu hinna
girðingaglöðu bænda i
góðsveitum landsins. Hvilikt
stólpaefni! Hvilik stauramergö!
---O-----
A vinstri hönd er heiðin grá og
hrjósturleg að sjá. En eflaust er
þar ekki ósnotur sumarbeit fyr-
ir sauöfé. Samt er þaö ekki aðal-
kostur þessa norölæga heiöar-
lands heldur hitt, að þar ku
„allt þakið i vötnum” og i þeim
veiði allgóð. Við eitt vatnið, sem
sjáanlegt er frá veginum hefur
parkerað rauöur Moskvitch,
sem blikar á i sólskininu.
Nálægt honum hafa bilverjar
slegiö gulu tjaldi sinu. Létt-
klædd kona sýslar við tjald-
dyrnar og tvö berrössuö börji
eru þar að leik. Húsbóndinn?
Eflaust við veiðar ein-
hvers staöar inni á heiðinni með
stöng sina.
Ströndin sunnan við Ketu á Skaga. Ketubjörg í baksýn.
biskupi þ. 11. júli 1967, er hún
talin i góðu standi, enda þá
fengið nokkrar endurbætur ekki
alls fyrir löngu. Meðal gripa
hennar er altaristafla, málverk
e. Jóhann Briem, gefin af
Guörúnu Kristmundsdóttur á
Hrauni til minningar um mann
hennar, Stein Sveinsson.
Við guðsþjónustu þennan dag
var kirkjan þétt setin. Voru þar
viðstaddir allir sóknarmenn,
utan tveir, og fjöldi aðkomu-
fólks þ.á.m. 7 prestar.
Er það talið fullvist, að aldrei
hafi fieiri vigðir menn verið i
Ketukirkju. Eftir þessu bauð
kirkjubóndi öllum viðstöddum
til kaffidrykkju á heimili sinu.
----O-----
Nú er haldið inn ströndina og
degi hallar. Þá er komið inn i
Laxárdal, sem liggur vestan
Tindastóls. Þar er staðnæmst
móts við prestssetrið Hvamm.
Bærinn og kirkjan og allt
umhverfið er baðað i vestan sól.
Að baki er Stóllinn, ábúðar-
mikill en þó hlýlegur, með
ávölum melabungum og græn-
um rindum upp undir efstu
eggjar.
Við komumst ekki á bilnum
heim, þvi áð áin — Laxá — er
bara brúuð fyrir gangandi fólk.
Sterklegir stólpar eru steyptir
niður i árbakkana. Milli þeirra
eru strengdir togaravirar, sem
halda bitunum uppi. Brúar-
gólfiö dúar mjúklega undir fæti,
en undir henni liður áin fram
og speglar þetta látlausa mann-
virki I lygnum fleti sinum. Fyrir
15 árum lét presturinn á eigin
kostnað byggja þessa 24 metra
löngu brú. Þegar Emil
samgöngumálaráðherra
greiddi hana seinna úr land-
sjóði, lét han svo um mælt, að
þetta væri ódýrasta brúar-
mannvirki á Islandi.
Kyrrð siðsumardagsins, lygn
áin, gróska landsins, túnsins
dökkgræni dúkur, baldiraður
með gullnu trafi sóleyjanna, allt
minnir þetta frekar á dýrð þess
eilifa heldur en fallvaltleik
jarðarinnar. Og bærinn, prest-
setrið i hvamminum, dökkur
yfirlitum og dálitið þreytilegur
eftir þunga snjóa langra vetra
— hvit kirkjan i grasmiklum
aöeins 67 á 16 bæjum. Svo var
um tima komið, að Keta var i
eyði. En nú er bærinn aftur
kominn i byggð og þar skráðir 6
manns á 2 heimilum. Og i
logninu berst upp á veginn ómur
af smiðahöggum, sem votta um
lif og starf á þessum kirkjustað
norðursins.
Á Ketu hefur kirkja staðið um
aldaraðir. Sú sem nú stendur
þar mun hafa verið byggö árið
1895. Vigði hana sr. Sigfús
Jónsson, sem þá var prestur i
Hvammi, sunnudag 8.
september. Kirkjan var þá i
bændaeign. Er af byggingu
hennar allmikil saga, sem rakin
er i bréfi prófasts, sr. Zophonia-
sar i Viðvik, til biskups 5. sept.
1895. Hafði kirkjubyggingin
valdið misklið og komin i óefni,
en prófasti tókst að sætta og
leiöa málið giftusamlega til
lykta. Lýsir hann kirkjunni
allýtarlega, telur hana taka um
60 manns I sæti og sé það mestur
hluti sóknarmanna.
Meðfylgjandi mynd var tekin
af Ketukirkju fyrir nokkrum
árum af Guðlaugi sál. Lárus-
syni.
Siöast er hún var visiteruö af