Vísir - 04.08.1973, Síða 9

Vísir - 04.08.1973, Síða 9
Vlsir. Laugardagur 4. ágúst 1973. 9 Hvammskirkja í Laxárdal, Skag. Ljósm. Jóh. Bjarnad. Hún er komin til ára sinna, byggð 1892 en er vel við haldið og þvi stæðilegt hús, sterklega fest með keðjum i sinn grunn. Sr. Finnbogi segir okkur sitt af hverju um þennan stað og þessa sveit, sem nú ljómar i grózku og bllðu sumarsins, en agar sin fáu börn með sin Is- köldu él á harðri vetrartið. En ólikt standa þau nú élin betur af sér heldur en kynslóðir fyrri alda — þvi hvað segir ekki Arni Magnússon i sinni Jarðabók um Skagann og Laxárdalinn: „Hafis drifur oftlega að þessari sveit, sem orðsakar stóra óráran bæði til lands og sjófar svo að fyrir aflabrestinn af sjónum, fallið af kvikfénu og gagnsmunamissirinn á þvi sem tórað hefur, hafa ábúendur þessarar sveitar oftlega harð- rétti þolað og stundum þess- vegna i bjargleysi út af dáið og orðsakar þetta ekki einna sizt eyðilegging flestra jarða i þessari sveit”. ---0----- Sr. Finnbogi Kristjánsson hefur setið Hvamm siðan 1946 — mörg siðustu árin einbúi. Hann mun vera 30. i röðinni af þeim, sem veitingu hafa fengið fyrir H v a m m s p r e s t a k a 11 i — væntanlega sá siðasti, þvi að samkvæmt núgildandi lögum á það að leggjast til Sauðárkróks. Allir eiga þesir prestar sina sögu þótt ekki hafi þeir látið mikið að sér kveða i opinberu lifi eða skálmað fram á sjónar- svið sögunnar. En á ýmsu hefur oltið um hag þeirra i aldanna rás. Þeir hafa þolað súrt og sætt með sinu fólkí þegar vetrar- harkan læsti klakaklónum um kofana, ef dó i öskutónum eins og Davið Stefánsson segir i kunnu kvæði um sr. N.N. ---0----- Hér skal i stuttu máli aðeins sagt frá einum þeirra, sr. Þor- valdi Jónssyni, sem i 54 ár þjónaði norðlenskri kirkju, þar af 38 ár hér á Laxárdal. Hann fékk brauðkið 1747 og hélt til dauðadags en hann andaðist i Hvammi 1785 82ja ára gamall. Tæpum áratug fyrir dauða sinn var sr. Þorvaldur svo hrumur orðinn, að hann var ekki einfær um að þjóna þessu „erfiða Skagabrauði” og tók sér kapilán. Það var sr. Gunn- laugur Magnússon frá Höskuldsstöðum. „Ekki áttu þeir vel geð saman”, segir Sighvatur, og svo mikið er vist, að ekki var sr. Gunnlaugur við útför gamla prestsins, heldur fór fram hjá Hvammi „af ásetningi sama daginn og hann var jarðaður”. Ekki segir prófastur, sr. Jón Jónsson i Hofstaðaþingum, að sr. Gunnlaugur hafi haft skjal- lega orsök til þeirra „margföldu klagana og kvartana, sem gjört hafi yfir sinum prinsipal”. Hann hafi árlega fengið 6 rd. kroner og ekki hafi verið eðli- legt að launin gætu orðið hærri i svo fátæku brauði þó hann þjónaði Ketusókn 4. hvern sunnudag. Atakanlega lýsir prófastur — i bréfi til Arna biskups Þórarins- sonar — fátæktarstandi mad. Málmfriðar ekkju sr. Þorvalds, Ekki var hún fær um að hýsa hann eina nótt. Af 5 staðar- kúgildunum tórðu 15 ær þ.e. helmingur — enga kú átti hún en hafði 2 kvigur að láni. Allir erfingjar án minnstu umhugsunar sögðu sig frá arfi og gjaldi. Alleina sé bótin, að kirkjan var fyrir skömmu uppbyggð og staðarhús flest nýleg. — Þannig var sæmilega fyrir stað og kirkju séð þótt bágur væri ekkjunnar hagur. ----0----- Forveri sr. Finnboga i Hvammi var skörungurinn sr. Arnór Árnason, sem hélt brauðið 1907-35, „óeigingjarn og stórvirkur i störfum, greið- vikinn og hjálpsamur þeim er bágt áttu — hár maður vexti og mikilúðlegur — aðsópsmikill á mannfundum, vel máli farinn, skóp sér ákveðna andstöðu eða fylgi — hálfvelgju átti hann ekki — oft óþægilega hrein- skilinn”. Þannig er sr. Arnóri lýst og þannig mun hann minnis- stæðastur þeim er kynntust honum. Svo mikla tryggð tók sr. Arnór við þessar útsveitir, að eftir hann lét af embætti dvaldist hann þar áfram — fór til vinafólks áins á Fossi á Skaga. Eftirmaður sr. Arnórs I Hvammi er mikil andstæða sins gustmikla fyrirrennara. Leitun mun á manni, sem lætur minna á sér bera eða fyrir sér fara heldur en sr. Finnboga Kristjánssyni. Sjaldan kemur hann á prestafundi eða önnur mannamót. 1 hvamminum undir Tindastóli unir hann sér vel við bækur sinar. Hið fámenna prestakall er ekki vitt verksvið, ekki heldur anna- mikið eins og starfskraftar prestsins innan kirkju eru notaðir nú á dögum, siðan messum fækkaði með minnk- andi kirkjusókn. 1 átta ár var sr. Finnbogi odd- vitiSkefilsstaðahreppi. Þar stóð heldur ekki um hann neinn styrr. Ljúf framkoma hans laðar til sátta og samstarfs og vekur vinarhug. Heimspekin hefur löngum verið áhugaefni sr. Finnboga Kristjánssonar. A háskólaárum sinum hélt hann fyrirlestur i Varðarhúsinu um heimspekileg efni. Þótti slikt áræði af ungum stúdent. Af bókakosti sr. Finnboga heima i Hvammi má merkja, að enn eigi sagan og heimspekin rik itök i huga hans og eflaust hefur hann miklu bætt við þekkingu sina á þvi sviði siðan hann stóð i ræðustólnum i Varðarhúsinu forðum daga. En barnslegt og hreint hjarta hans hefur áreiðanlega ekkert breytzt. Sælir eru hógværir..... Séra Arnór í Hvammi. Brúin hjá Hvammi. Tjón og slys Eitt hið athyglisverð- asta og viturlegasta, sem ég hef lengi séð i blöðunum núna sá ég nýlega um umferðar- mál eftir Tryggv^ Þor- steinsson lækhi. Hann spyr: Eru öll þessi umferðaslys óhjákvæmileg? Hann minnist siðan á afleið- ingar mistakanna i umferðinni, fórnarlömbin, hina limlestu, slösuðu (og dánu), sem kannske enginn getur hjálpað. Þjáning- ar, kvalir, vonbrigði, sorgir, ævilöng fötlun og bæklun ungs og glæsilegs fólks, sem leynist bak við hversdagslega frétt, sem enginn veitir svo mikið sem athygli. Alltaf eykst slikur hryllingur með hverju ári sem liður (þrátt fyrir hægri umferð). Þar sem ástandið er alvarlegast eins og i Sviþjóð, hafa meira en þrjá- tiu af hundraði, sem koma slas- aðir til lækna meiðzt i umferð- arslysum og af þeim, sem deyja af sömu ástæðum meira en helmingur vegna slysa á veg- um. Arið 1970 slösuðust i umferð á Islandi 1094 og þótti ægilegt. En i fyrra 1972 urðu þeir sem slös- uðust 1589. A þessum tveim árum hafði slösuðum fjölgað um nærri þriðjung eða 495 manns. Þetta er eins og hryllileg styrjöld. Læknirinn bendir svo með rökvisi á ýmislegt, sem gera þyrfti við slikri þróun i sjúk- leika, kvölum og dauða, svo ekki sé minnzt á hið gýfurlega eignatjón. Hið helzta, sem greina má i tillögum læknisins er: Bætt eða vakið almennings- álit. Hugsanlegt bann á einkabila- eign eða stórkostlega dregið úr notkun einkabila. (Þætti nú ein- hverjum strangt.) Betra uppeldi eða meira tillit til annarra. Aukin virðing fyrir eignum og lifi. Bætt ökukennsla, strangari ökupróf. (Væri ekki reynandi að taka þá meira tillit til skapgerðar, sjálfstjórnar og þroska nem- anda en nú er gert.) Aukin löggæzla og meiri virð- ing fyrir lögreglu. Að siðustu eða seint I grein sinni segir læknirinn. „Afengisneyzla og önnur fiknilyf eru iðulega orsök um- ferðaslysa. Sem betur fer er þetta flestum ljóst og óþarfi að fara um það mörgum orðum.” „Já, mörg orð eru litilsverð. Betra fá orð og sterk. En hvað eykst jafnt og þétt eins og slys- in? Áfengisneyzla og eitursala. Gæti verið þar ein helzta upp- spretta umferðarslysa. Tökum til reynslu einn mánuð áfengis- sölulausan. Sjáum hvað yrði. Athyglisverð tilraun. Ekki satt? Arclius Nielsson. Akureyringar og Færey- ingar jafnir i skák Skákmenn frá Akureyri og Færeyingar háðu harða baráttu, þegar Skákfélag Akureyrar heimsótti Færeyjar fyrir skömmu. Farið var i tveimur hópum og var seinni hópurinn veðurtepptur, i tvo daga. A með- an varð fyrri hópurinn að þola tap. A hraðskákmóti með 20 keppendum sigraði Andreas Ziska með 16 vinningum, hálfum vinningi á undan Gunnlaugi Guð- mundsysni og Haraldi Ólafssyni. Svo sigruðu Þórshafnarmenn Akureyringana með 3 1/2 gegn 2 1/2 vinningi en I Klakksvik unnu Akureyringar með 3 1/2 gegn 2 1/2. Þá kom seinni hópurin til skjalanna, og Akureyringar sigr- uðu i Kollafirði með 9 gegn 5, og Þórshafnarmenn siðan með 7 gegn 6. Sonur seiðkonu i | ís- landsferð Presturinn Berrisja Húnda frá Konsó hefur dvalizt hér undan- farna daga. Hann mun vera fyrsti Konsómaðurinn, sem hingað kemur, fulltrúi hins unga safnað- ar, sem þar hefur risið.tslenzkir kristniboðar hafa starfað I Konsó siðan 1954. Berrisja var ungur, þegar áhrifa kristnidóms fór að gæta þar. Móðir hans var seið- kona, en hún veiktist og leitaði til sjúkraskýlis á kristniboðsstöðinni I þorpinu, eftir að seiðmenn höfðu reynt að hjálpa henni án árang- urs. Hún hlaut lækningu og varð kristin. Berrisja gekk i barnaskóla á stöðinni, og hóf nám i prestaskóla eftir framhaldsnám á eigin spýt- ur. Hann er nú einn af fjórum innlendum prestum á starfssvæði kristniboðsins i Konsó og leiðtogi starfsins ásamt Isienzku kristni- boöunum.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.