Vísir - 04.08.1973, Síða 12
Hundraft og sextiu milljónir fyrir
leikmann? — Þaö setti Ajax upp
fyrir Johan Cruyff, þegar
Barcelona reyndi að fá leikmann-
inn I sinar raðir nú i vikunni, var
frétt i BBC i gær. Megin hlutinn
átti að renna til Jóhanns sjálfs,
Enginn ieikmaður er þess virði,
sögðu forráðamenn Barcelona,
og féll málið þar með niður. En
þetta sýnir þó vel, að forráða-
menn félaga svifast einskis,
þegar stórstjörnur þeirra eiga i
hlut. Svimandi háar upphæðir,
sem enginn ræður við, settar upp
til þess að halda I leikmennina.
Myndin hér að ofan er af Cruyff
„bezta knattspyrnumanni
Evrópu”
I VIKULOKIN
Asgeir Sigurvinsson, knatt-
spyrnumaðurinn ungi frá Vest-
mannaeyjum, hélt út i hinn
harða heim atvinnuknattspyrn-
unnar i gærmorgun. Þá fór hann
til Beigiu, þar sem hann byrjar
æfingar innan skamms hjá
Standard Liege — kunnasta
knattspyrnuliði Belgiu. Asgeir
sem aðeins er átján ára hefur
gert samning við félagið til
tveggja ára. Þetta verður erfið
raun fyrir hinn unga pilt og ekki
á allra færi að komast áfram i
atvinnuknattspyrnunni — það
þarf ekki aðeins hæfileika með
knöttinn I þvi sambandi. Það
þarf einnig sterk bein innan sem
utan vallar.
Asgeir er fjórði íslend-
ingurinn, sem gerist atvinnu-
maður i knattspyrnu. Albert
Guömundsson reiö á vaöið með
miklum og einstökum frama.
Siðan Þórólfur Beck, sem
nokkur ár lék á Skotlandi, og þá
Hermann Gunnarsson, sem að-
eins smátima var I Austurríki.
'Myndin efst til vinstri var tekin
á Laugardalsvellinum fyrra
laugardag. Forráðamenn tBV
færöu Asgeiri Sigurvinssyni þá
blómvönd — og hann kvaddi þá
leikmenn, liösmenn tBV sem
mótherjana úr Fram. Hér er
hann að taka i höndina á lands-
liðsfélaga sinum siðustu tvö
árin, Marteini Geirssyni, Fram.
Elmar Geirsson hefur undan-
farin ár stundað tanniæknanám
i Þýzkalandi og leikiö með Ber-
linar-félaginu Hertha með
góðum árangri. Heim hefur
hann komið á sumrin og leikið
með Fram. Svo verður einnig nú
og Elmar klæöist Fram--
búningnum 11. ágúst og leikur
þá við Breiðablik á Melavelli.
Það er þýðingarmikill leikur
neðstu liða mótsins. Með sigri er
Breiðablik aðeins tveim stigum
á eftir Fram —sigri Fram hins
vegar eru Blikarnir nær von-
lausir að halda sæti sinu i 1.
deild.
Ljósmyndir Bjarnleifur
TEITLIR TÖFRAMAÐUR
,
Dáleiöslubylgjur dýrsins skella á
Dáleiðslusnillingurinn
bersf við dáleiðsludýrið!
Bambamnær bráð sinni með kröftugri
dáleiðslu! .. ..... ...
eins og eldingar.
Vopn eru gagnslaus
-ég verðað nota eigin
krafl þess!
Teitur ræðst á móti með andlegum
krafti —hrekurdýrið aftur!
A meðan á
bardaganum
stendur, standa
. fómarlömb
dýrsins
J óhagganleg!