Vísir


Vísir - 15.08.1973, Qupperneq 5

Vísir - 15.08.1973, Qupperneq 5
Vísir. Miðvikudagur 15. ágúst 1973. 5 AP/INITB ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Umsjón Guðmundur Pétursson Hermaður Kambódiustjórnar ber son sinn með sér á bakinu á leið á vörðinn, en hann nýtur ekki lengur við berflugvéla Bandarikjamanna. 12 ára loft- hernaði lokið Bandarikjamenn hættu i nótt sprengjuárásum sinum i Kambodiu, og þar með er lokið nær 12 ára beinni þátttöku þeirra i Indókinastyrjcldinni. Er það lengsti lofthernaður sögunnar. Stöðvun sprengjuárásanna er samkvæmt málamiðlun, sem Nixon Bandarikjaforseti og Bandarikjaþing gerðu, eftir að samþykkt var að hætta fjár- veitingu til lofthernaðar i Kambodiu um miðjan þennan mánuð. Golda Meir lœtur ekki deigan síga w Segir Israelsmenn ekkert hafa að skammast sín fyrir gegn skœruliðum „ísrael mun halda á- fram verndarhendi yfir borgurum sinum, heima og að heiman, með öll- um tiltækum ráðum, þrátt fyrir mótmælin vegna herferðai* ísraels á hendur arabiskum skæruliðum”, sagði Golda Meir forsætisráð- herra i gær. Frú Golda Meir nefndi engar á- kveðnar aðgerðir ísraelsmanna gegn skæruliðum, en augljóslega hafði hún i huga fordæmingu um- heimsins á töku libönsku farþega- flugvélarinnar i siðustu viku. ,,Við höfum ekkert til þess að skammast okkar fyrir”, sagði hún og hélt áfram: „Gyöingar hljóta samúð heimsins einungis, þegarþeir eru fórnardýr ofsókna. Verji þeir hendur sinar, leika þeir ekki hlutverk hins aumkunar- verða Gyðings og vekja þá gremju fólks.” Aðeins nokkrum stundum áður en hún flutti ræðu sina á 25 ára ?.f- mæli samyrkjubús eins i gær, haföi borizt tilkynning um að Norðmenn hefðu visað úr landi öryggisverði israelska sendiráðs- 'ins i Osló, sem „persona non grata.” Tveir Israelsmenn, sem grun- aðir eru um morð á Arabanum Bouchiki i Osló, voru handteknir i herbergi öryggisvarðarins, Yigal Eyal. Þeir hafa verið ákærðir fyr- ir hlutdeild i morðinu og njósnir um útlendinga i Noregi. Svœðamótinu að Ijúka Lajos Portisch sat einn um for- ystuna i svæðamótinu i Petropolis i Braziliu eftir gærdaginn með ellefu vinninga. í öðru sæti er þá Mecking frá Braziliu með 10 vinninga og ó- teflda biðskák, en hann tefldi ekki i gær. 1 þriðja sæti er Hort með 9 1/2 vinning, og fast á hæla honum með niu vinninga eru þeir Geller og Polugaievski með ótefldar bið- skákir. 1 dag verða einungis tefldar biðskákir, eins og i gær. Eru þvi enn eftir tvær umferðir af mótinu. Pakistanar kalla á hjálp vina sinna Vatnið virðist fara rénandi þrátt fyrir rigningar Forsætisráðherra Pakistans, Ali Bhutto, skoraði á alla vini Pak- istans að aðstoða þjóð- ina við að komast yfir erfiðleika „verstu flóða landsins i 40 ár.” Útvarp Pakistans skýrði frá þvi, að hann hefði i hyggju að heim- sækja flóðasvæðin i vik- unni. Milljónir manna hafa orðið fyr- ir barðinu á flóðunum. Ekki að- eins i Pakistan, heldur einnig á Gangessléttu á Norður-Indlandi og indverska hluta Kasmir. 13 millimetra úrkoma var að- faranótt þriðjudagsins i Kasmir, en samt hækkaöi vatnsborðið i Jhelum-ánni, sem mestu tjóninu hefur valdið litið eitt. 1 Punjab- landshlutanum virtist vatnið hafa rénað, jafnvel i Sutlej og Beas-án- um. Flóðunum valda annars bæði monsúnrigningarnar og leysingar i Himalayjafjöllum, þar sem flestar árnar eiga upptök sin. Mátti heita, að hver lækjar- spræna úr Himalayafjöllum væri orðin að stórfljóti. I Pakistan eru nær 100 taldir hafa látið lifið i flóðunum, og i Kasmir er tala látinna 68. Þriðja Watergaterœða Nixons forseta í kvöld Richard Nixon forseti mun flytja sjónvarps- ræðu um miðnætti i nótt um Watergatehneykslið. Verður ræðu hans út- varpað og sjónvarpað samtimis beint úr hring- herberginu i Hvita hús- inu. Þess hefur verið vænzt, að Bandarikjaforseti ávarpaði þjóð sina vegna þessa hneykslismáls, sem varpað hefur skugga á æðsta mann Bandarikjanna, og kvisað- ist út fyrir helgina, að Nixon mundi flytja ávarp núna i þessari viku. Talsmenn Hvita hússins skýrðu frá þvi i morgun, að Nixon mundi láta verða af þvi að flytja ræðuna i kvöld. Sögðu þeir, að ávarpið væri hálfrar klukkustundar langt eða svo. Um efni þess vildu þeir þó ekkert segja annað en að Nix- on mundi þar itreka fyrri neitanir sinar um að hafa nokkuð vitað um ráðagerðirnar til að njósna i aðal- skrifstofum demókrataflokksins eða um tilraunirnar til þess að hylma yfir þær eftir á. Tóku verksmiðjuna af starfsfólkinu Um 200 franskir lögreglu- menn réðust í fyrrinótt inn f úraverksmiðjuna LIP í Besancon og handtóku 50 næturverði um leið og þeir tóku verksmiðjuna á sitt vald. Þar með var endi bundinn á rúmlega þriggja mánaða rekstur starfsmanna verksmiðjunnar á fyrirtækinu, sem þeir' yfirtóku, eftir að hún varð gjaldþrota. — LlP-úraverksmiðjan er ein af tiu stærstu i heiminum, og eiga Svisslendingar i henni itök. Eftir að lögreglan hafði yfirtek- ið verksmiðjuna i fyrrinótt, streymdu starfsmennirnir þús- undum saman að verksmiðjuhlið- inu til þess að mótmæla þessu. En þegar siöast fréttist, haföi ekki komið til neinna átaka milli hinna 5000 starfsmanna verksmiðjunn- ar og þeirra 3000 lögreglumanna, sem settir höfðu verið til gæzlu hennar. Þegar starfsmennirnir tóku verksmiðjuna i sinar hendur og hófu framleiðslu, eftir að eigend- ur höfðu lýst hana gjaldþrota, komust þeir um leiö yfir umtals- verðar birgðir af framleiðslunni, úrum. Eigendurnir kröfðust aö- gerðar lögreglunnar gegn þvi, sem þeir kölluðu þjófnaö, en það hefur dregizt, meðan reynd var samningaleiðin fyrst. Bíða síns dóms Elmer Wayne Henley (horfir i myndavélina) og David Brooks, sem hér sjást baka sig i sólinni, meðan lögreglan grefur upp fórnardýr þeirra úr fjöldagröf- unum i Houston, biða nú þess, að réttur verði settur i máli þeirra. Annar cr kærður fyrir 5 morð og hlutdeild i fleirum, en hinn fyrir 3 morð.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.