Vísir - 29.08.1973, Síða 1

Vísir - 29.08.1973, Síða 1
63. árg. Miðvikudagur 29. ágúst. 1973 197. tbl. GRUNUR UM AÐ SPRENGT HAFI YERIÐ FYRIR í EINNI BEZTU LAXYEIÐIÁNNI baksíða HVER ÞEIRRA FER TIL SPÁNAR? GRAN HOTEL EL CID stendur stórum stöfum á byggingunni, og þangaö fer væntaniega ein af sumar- stúlkum Vfsis á næstu vik- um. En fyrst þurfa lesendur blaðsins að kjósa eina stúlku úr hópnum. Við birtum myndir af ölium keppendun- um á bls. 8-9idag. Og á bls. 3 segjum við frá hótelinu, sem mun hýsa þá heppnu. V.V.W.WA Frjáls og óhrœdd á íslanái „Við kunnum bezt að meta það að geta verið alveg frjáls og óhrædd”, sögðu irskir unglingar, sem komu i heimsókn til höfuðborgar- innar i morgun til að gera ferð i verzlanir og skoða borgina. Sjá BAKSÍÐU. .v.v.v.v.w PÓLSK FLUG VÉL SKADD- AÐI LOFT- LCIÐAÞOTU Vængbroddurinn bakborðs- megin á pólskri flugvél frá Polish Air lenti á ratsjárhlif á nefi Loftleiðavélar á Keflavik- urflugvelli i gærdag um fimm- leytið. Pólsku vélinni, sem var á leið til Chicago, var leiðbeint á stæði, en af einhverjum ástæð- um fór flugstjórinn ekki eftir leiðbeiningunum. Loftleiðavélin, sem var að koma frá Skandinaviu á leið til Bandarikjanna tafðist fram á kvöld, vegna þess að viðgerð fór fram á ratsjárhlif vélarinnar. — EVI. ESJA BJARGAÐISJÓMÖNNUM AF BRENNANDIBÁTI í NÓTT — einn skipverjanna „Það var um kl. 2 i nótt að það kom upp eld- ur um borð hjá okkur og sendum við þegar út brenndist lítilsháttar neyðarkall”, sagði Erl- ingur Ævarr Jónsson skipstjóri á Sólfara AK 170, sem gerður er út frá Þorlákshöfn, er við ræddum við hann um borð í Esju. Átta manns voru um borð i bátnum Þegar Visismenn flugu yfir Sólfara og Esju I morgun, voru skipin stödd milli Vikurog Alviðruhamra. Sól- fari er mikið brunninn i brúnni og að aftan til. Virðist sem hús skipsins sé gjörsamlega ónýtt. Gott veöur var, og veifuöu skipverjar af Sólfara til okkar frá Esjunni. Ljósm. VIsis: Björgvin. KRÖFUR UM 50% LAUNA- HÆKKANIR í HAUST? Kjaramálaráðstefna Alþýðu- sambands Islands sem lauk i gær setur jöfnun launakjara með verulegri hækkun láglauna fram sem helzta kröfuatriöið við væntanlega samningagerð. A ráðstefnunni kom fram mikill stuðningur við þá skoðun sem for- ystumenn Bandalags starfs- manna rfkis og bæja settu fram i sumar að lægstu laun ættu ekki að vera minni en 35 þúsund krónur á mánuði. Samkvæmt þvi má vænta þess að kröfur um 50% launahækkun komi fram við væntanlega kjara- samningagerð nú i haust, þar sem lægstu laun samkvæmt töxtum verklýðsfélaganna eru nú um það bil 22 þúsund krónur. „Þaö kom fram i umræöum á fundinum, að menn töldu alls ekki óeðlilegt að miða viö, að lægstu laun veröi eftir samninga 35.000 krónur,” sagöi Runólfur Péturs- son formaður Iðju, félags verk- smiðjufólks i Reykjavik. „Einnig var samstaða um, að lægstu laun yrðu að hækka hlut- fallslega meira en hærri flokkarnir en það tel ég að visu ekki nema stundarlausn fyrir þá láglaunuðu miðað við núverandi visitölufyrirkomulag. „Þeir, sem mestan hafa haginn af núverandi kerfi eru þeir hæst- launuðu en hinir bera skarðari hlut frá borði. Við eigum þvi að minu áliti að krefjast þess að almennar launa-' hækkanir verði mestar i lægstu launaflokkunum og einnig að visi- töluhækkanir i framtiöinni veröi hlutfallslega hæstar til hinna tekjulægstu,” sagöi Runólfur Pétursson að lokum. Aðrar kröfur sem ákveðiö var að leggja áherzlu á eru kaup- trygging timakaupsfólks, full yfirráð verkalýðsfélaga yfír lif- eyrissjóðum | betri og hærri tryggingar vegna slysa og dauða, verðtrygging lifeyrissjóða, gagn- ger breyting á skattakerfinu og umbætur á sviði húsnæöismála. Alyktanir kjararáðstefnunnar verða nú ræddar hjá einstökum félögum i ASt en siðan mun Alþýðusambandið boða til annarrar ráðstefnu til að sam- ræma enn frekar kröfur aðildar- félaganna. —óG og eru þeir allir komnir um borð i Esjuna og lið- ur vel. Aðeins einn skip- verji brenndist og var það aðeins litilsháttar. Þeir voru staddir fyrir utan Skaftárós , þegar slysið varð og kl. 3.20 i nótt var Esjan komin til þeirra. Skipverjar fóru um borð i gúmmibát og voru komnir um borö i Esju kl. 3.45 i nótt. Erlingur sagöi að björgunin hefði gengið mjög vel. Við eldinn hefðu þeir litiö ráðið, hann hefði magnazt svo fljótt og báturinn væri mikiö skemmdur. Stýrishús- ið væri falliö að framan, en nú væri búið að slökkva eldinn að mestu leyti, en ennþá rjúki úr bánum. Esjan er komin meö bátinn i tog og höföu skipverjar á Sólfara ver- iðbúnir að koma fyrir taug i bátn- um. „Sennilegast hefur kviknað i út frá rafmagni”, sagði Erlingur. „Við vorum um það bil 10 milur i burtu frá þeim þegar við heyrð- um neyðarkallið”, sagði Tryggvi Blöndal skipstjóri á Esjunni. Það var leiðindaveður á þess- um slóðum i nótt en nú er komið ágætis veður. „Allt gekk vel með björgunina, en töluveröar sprengingar heyrð- ust i bátnum eftir að búið var að bjarga mönnunum . Það hefur veriðsprautað á hann og nú erum við komnir með hann i tog, en enn rýkur úr honum”, sagði-Tryggvi að lokum. — EVI. Nýtt varðskip ó 416 milljónir Samningar um smiði nýs varðskips fyrir Landhelgisgæzl- una voru undirritaðir I gær. Smiðaaðilar eru Aarhus Værfl og Aalborg Flydedokk i Dan- mörku. Hið nýja varðskip verður I öll- um meginatriðum eins og varð- skipið Ægir og á það aö vera tilbúið I desember árið 1974. Smíðaverð skipsins er tæp- lega 30 milljónir danskra króna eða rúmlega 416 milljónir Is- lenzkra króna samkvæmt nú- vcrandi gengi. Samningana undirrituðu Pét- ur Sigurðsson forstjóri Land- helgisgæzlunnar og Egill Sigur- geirsson hrl., en þeir eiga sæti i smiðanefnd skipsins ásamt Óttari Karlssyni skipaverk- fræöingi og Guðmundi Kjærne- sted skipherra. _ Erkibiskups boðskapur hafður aðengu Borgarlöginaður, Páll Lin- dal, kveður sér likt farið og Jóni Loftssyni forðunt er hann sagði hin fleygu orð: „Heyra má ég erkibiskups boöskap, en ráðinn er ég i að hafa hann að engu”. Sjá frétt um bilskúrsmálið i Gnita- nesi. — BAKSÍÐA.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.