Vísir - 29.08.1973, Blaðsíða 3
Vlsir. Miðvikudagur 29. ágúst 1973.
3
r
Þennan jeppa áttu menn að fá fyrir næsta lftið verð, og sfminn varð rauðglóandi hjá þeim i jeppadeiid-
inni hjá Agli.
Séðinn ieina hinna glæsilegu setustofa hóteisins. Þari er hægt að
setjast niður og skrifa póstkortin heim á meðan hvað heitast er
útifyrir.
„Frímerkið eina gullið
sem við eigum eftir
— segir Gísli Sigurbjörnsson forstjóri og frímerkjasafnari
„Það eru svo mikiar upphæðir
sem liggja i sumum frimerkj-
anna og umslaganna, að maður
þorir ekki að nefna upphæðina
sem fengist fyrir þau á uppboð-
um,” sagði Gisli Sigurbjörns-
son.forstjóri .Eiliheimilisins
Grundar, er hann fylgdi blaða-
mönnum Visis um salarkynni
Kjarvalsstaða i gær. A föstu-
daginn verður þar opnuð Fri-
merkjasýning i tilefni 100 ára
afmælis islenzka frimerkisins.
Gisli Sigurbjörnsson er sem
kunnugt er mikill frimerkja-
safnari, og Var hann um skeið
einn helzti frimerkjakaup-
maður á íslandi.
„Sýningin er tryggð fyrir 100
milljón krónur. En verðmæti
þess er hér er inni, er langtum
meira. Mér finnst þessi sýning
vera mikill viðburður. Hérna
eru samankomin stærstu og
dýrustu söfn af islenzkum
frimerkjum, sem til eru. Það
verður aldrei tækifæri til að sjá
þetta allt á einum stað aftur.”
Það er bara verst ef einhver
kemur hingað á sýnininguna og
sér þar frimerkið eða umslagið
sem hann fleygði um árið, en er
nú tugþúsunda virði”.
Iðnaðarmenn voru i óða önn
að ganga frá fyrir sýninguna,
þegar við gengum þarna um i
gær. Hátt á annað hundrað
rammar eru á sýningunni, og
er þar allt á milli fyrstu is-
lenzku frimerkjanna, og upp i
það nýjasta. Ekki ber minna á
alls konar umslögum og
stimplunum.
Sigurður
sem er
sýningarinnar
H.
Þorsteinsson,
blaðafulltrúi
kom aðvifandi,
og sagði okkur að ef örkin af
fyrstu islenzku frimerkjunum
lenti á uppboði, þá væru boðnar
hátt upp i 30 til 40 milljónir fyrir
örkina.
540 frimerki hafa verið gefin
út á íslandi i þessi 100 ár, og
segja fróðir menn að þaö sé ekki
mikið. -ÓH.
Gisli stendur þarna við frumteikningar af frimerkjum, sem allir þekkja, flugfrimerkjunum. A fri-
merkjasýningunni cr mikið af frumteikningum af ýmsum merkilegum frimerkjum.
SIMINN
VARÐ
RAUÐ-
GLÓANDI
FARA VEL UM
SUMARSTÚLKU
VISIS
Einhvcr stúlknanna á bls. 8-9;
kemur til með að fara með Sunnu
til Mallorca i haust og búa á þvi
stórglæsilega hóteli Gran llotel
El Cid, scm stendur við Aren-
al-ströndu.
011 herbergin eru með sér bað-
herbergi, svölum og sima. Og öll
snúa þau út að ströndinni. Setu-
stofurnar eru einstaklega þægi-
legar og skemmtilegar, en þeir
sem ekki vilja dvelja innan dyra
geta stundað bowling, tennis eða
mini-golf fyrir utan hótelið.
Hótelið býður gestum sínum líka
aðgang að eigin sundlaugum, sem
eru þrjár talsins. Annars eru ekki
nema fáeinir metrar niður á hina
frægu sandströnd, Arenal.
Og á kvöldin er ekki heldur
langt að leita skemmtunar:
Veitingastaðirnir á fyrstu hæð
hótelsins eru hver öðrum glæsi-
legri og á hverju kvöldi leikur
stór hljómsveit fyrir dansi.
Að sjálfsögðu má búast viö þvi,
að Sumarstúlkuna okkar langi til
að skoða sig um á þessari spönsku
eyju. Standa henni þá ókeypis til
boða allar skoðunarferðir, sem
Sunna fer með sitt fólk.
Og að lokum má geta þess, að
Sumarstúlkan fær vasapeninga
frá Visi. Það eru 60 pund eða sem
svarar 14 þúsund islenzkum krón-
um.
— ÞJM.
,,Já, það er öruggt að einverjar
auglýsingarnar í Visi eru lesnar.
Um daginn, þegar þessi aug-
lýsing birtist, var síminn hjá
okkur rauðglóandi, og látunum
linnti ekki næstu daga á eftir.
Það hefur aldrei áður gerzt i sögu
fyrirtækisins, að svona mikið
hafi verið hringt á svona stuttum
tima,” sagði Matthias Guð-
mundsson framkvæmdastjóri hjá
Agli Vilhjálmssyni h.f i viðtali
við Visi.
Astæðan fyrir þvi að siminn
varð svo rauðglóandi hjá Agli,
var sú, að þriðjudag einn fyrir
nokkru kom auglýsing i Visi, þar
sem Jeppster-jeppar voru
auglýstir á 489 þús. kr. Kannski er
ekki alveg rétt að segja að það
eitt að auglýsa jeppann hafi
skapað þessa miklu eftirspurn
eftir honum. Það urðu nefnilega
einhver mistök við birtingu
auglýsingarinnar, sem ollu þvi að
verð jeppans var auglýst á 2.
hundrað þúsund krónum of, lágt.
Matthias sagði að sumir hefðu
sem vonlegt var, orðið óánægðir
þegar þeir heyrðu það rétta i
málinu.
„En flestir skildu það að hér
var um mannleg mistök að
ræða.”
Það var þvi enginn, sem gekk
út frá Agli Vilhjálmssyni þann
dag, með jeppa, sem kostaði
stórri summu minna en daginn
áður.
„Ég vona að enginn viðskipta-
vina okkar hafi firrzt við þetta.
Annars er verðið á jeppanum,
eins og það er raunverulega, alls
ekki svo hátt. Þeir kosta núna 610
- 620 þúsund, sem égtel vera mjög
gott verð,” sagði Matthias að
lokum.
Og það þarf varla að taka það
fram að Visir biðst margfaldlega
afsökunará þessum leiðu mistök-
um. En það fer ekki á milli mála
að einhverjir hafa lesið aug-
lýsinguna.
Annars berast daglega
sannanir um áhrifamátt
auglýsinga okkar á Visi. Einn
auglýsti tveggja dálka
auglýsingu og óskaði eftir fólki til
að þýða greinar i timarit. Hann
fékk á einum degi 88 tilboð, og þá
var ekki um annað að gera en að
stöðva flóðbylgjuna, en hringt var
þann dag allan og þann næsta,og
eitthvaðkom marga daga á eftir.
Þá auglýsti einn Benzinn sinn til
sölu. Tilboðin urðu yfir 30, enda
þótt hér væri aðeins um smá-
auglýsingu að ræða. Fyrsti
maðurinn, sem kom á staðinn fór
akandi á fina Benzinum og haföi
gengið frá samningnum.
-ÓH.
Eitt hinna 156 herbergja hótclsins, Hér ætti ekki að væsa um
neinn. Og frá svölunum er útsýni yfir ströndina.
ÞAÐ ÆTTI AÐ