Vísir - 01.09.1973, Blaðsíða 6
6
Vísir. Laugardagur 1. september 1973
VÍSIR
Otgefandi:'Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
Apglýsingar: Hverfisgötu 32. Slmar 11660 86611
Afgreiösla: Hverfisgötu 32. Simi 86611
Ritstjórn: Síftumúla 14. Slmi 86611 f7,lfnur)
Askriftargjald kr. 300 á mánuöi innanlands
I lausasölu kr. 18.00 eintakiö.
Blaöaprent hf.
200 auðveldari en 50
„Sannleikurinn er sá, að vegna hinnar öru
þróunar stöndum við nú betur að vigi að lýsa yfir
útfærslu fiskveiðilögsögunnar i 200 milur heldur
en við gerðum, þegar við færðum út i 50 milur.
Allt útlit er fyrir, án þess að litið sé gert úr út-
færslunni i 50 milur, sem þjóðin stendur að, að
lokasigur i 50 milna útfærslunni fáist ekki fyrr en
við getum eignað okkur 200 milna fiskveiðilög-
sögu.”
Þannig fórust Geir Hallgrimssyni vara-
formanni Sjálfstæðisflokksins orð i viðtali við
Visi i gær.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur, fyrstur stjórn-
málaflokkanna, tekið þá rökréttu afstöðu að
álykta, að færa skuli landhelgina i 200 milur hið
fyrsta. í ályktun, sem gerð var á fundi þingflokks
og miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins, segir, að
flokkurinn telji rétt, að þessi útfærsla verði gerð
ekki seinna en i lok næsta árs. Sjálfstæðisflokk-
urinn segist munu leita samstöðu allra flokka á
Alþingi um útfærsluna i 200 milur.
Stefna Sjálfstæðisflokksins hefur löngum verið
sú, að landhelgin skyldi ná yfir landgrunnið allt.
Þeir flokkar, sem hlutu meirihluta i siðustu
Alþingiskosningum, kusu að fara þá leið að færa
landhelgina út i 50 sjómilur að sinni. Að svo búnu
þótti stjórnarandstæðingum rétt, að eining yrði
um þá útfærslu og lita bæri á hana sem áfanga á
leiðinni.
Það, sem siðar hefur gerzt, er að sumu leyti
jákvætt og að öðru neikvætt. Ekki þarf að hafa
mörg orð um, hve óviðunandi staðan er i land-
helgisdeilunni við Breta um þessar mundin
Tvimælalaust hefur þjóðin orðið fyrir
vonbrigðum með þróun mála, enda þótt menn
væru frá byrjun viðbúnir erfiðri deilu. En sam-
timis þessu hefur sú þróun orðið erlendis, að 200
milna stefnan ryður sér til rúms, svo mjög að 200
milur kunna að verða alþjóðalög, áður en Bretar
hafa guggnað i deilunni um 50 milur.
Sá grunur læðist að mönnum, að tilgangur
Breta með baráttu sinni um 50 milurnar af
þviliku offorsi og skeytingarleysi um mannslif,
sem við horfum á dag hvern, sé fyrst og fremst sá
að halda okkur þar og tefja fyrir, að við komumst
lengra. Á hafréttarráðstefnunni eru fyrirsjánleg
átök, sem að mestu verða milli stóru rikjanna og
hinna smáu. Stórveldin munu flest tregðast við
auðvitað að lokum taka sér þar stöðu, sem mest
von er fyrir þau að halda velli. Likurnar eru að sú
vamarlina verði við 50 milna mörkin.
Svo ör hefur þróunin orðið, að miðað við ljónin
á veginum, þegar fært var i 50 milur, virðist
vegurinn tiltölulega greiður til 200 milna nú.
Aðrir stjórnmálaflokkar hljóta að fylgja i spor
Sjálfstæðisflokksins i þessum efnum. Augljóst er,
að tregða þeirra og skammsýni i fyrstu er nú að
hverfa. Sifellt fleiri af forystumönnum þeirra
slást i förina með 200 milna mönnunum. Þvi
verður að telja nokkuð öruggt, að sú stefna verði
staðfest á Alþingi á vetri komanda.
í þvi máli eigum við sigurinn visan.
—HH
Ben. Ax.
Og svo fer að rigna
aílt hvað af tekur
Það er sólardagur og
maður ekur um bæinn
löturhægt, i einhverjum
erindagerðum, skim-
andi i allar áttir að
reyna að koma auga á
léttklætt kvenfólk i bik-
ini eða ekki neinu, og er
nærri lentur i árekstri,
ræður ekki við augun í
sér og hemur hugann
litt, sem vill sinna öðr-
um verkum en akstrin-
um og þeytast inn á ein-
hverja grasflötina að
aðstoða augun að horfa.
En svo allt i einu horf
inn norður i Húnavatns-
sýslu, tuttugu ár aftur i
timann og enginn i
bikini, þaðan af siður i
sólbaði, bara heyskap og
puði og kaffi i karga-
þýfðum engjum, og þó
nóg sól og nóg kvenfólk
að valda árekstrum, en
augun á ljánum og hug-
urinn við hrifuna, svo er
farið að binda og þá
verða kannski árekstur,
en þarf ekki sólskin til,
enda þeir árekstrar af
öðrum toga, en i iðandi
bilaös stórborganna,
ekkert 7,500 kr. gjald og
bæði i rétti alltaf.
Svo ekki meira um þaö, en þeim
mun meira um sólina og góöa
veöriö, sem kemur ekki nema á
tillidögum og hleypir grósku I til-
finningarnar og leti i blóöiö og
fær fólk til aö leggjast á guös-
græna náttúruna upp I loft, eins
og þaö ætli aö fara aö gera allt
annaö en aö njóta llfsins. Og fólk-
iö verður ógurlega kátt og maöur
heyrir þaö ekki lengur öskra úr
svefnherbergjum af .briöiu hæö-
inni niöur á jarörlki aö skamma
afkvæmi sln, nú er söskraö af
svölunum og rómurinn fremur
mildur, þótt afkvæmið sé aö
þurrka með fötum sinum slöustu
leyfar slöasta drullupollsins frá
þvl I siöustu rigningu og það beöiö
hér um bil viröingarfyllst aö
hætta þessari vitleysu og gera nú
eitthvað annað meöan mamma er
aö reyna að veröa drullubrún á
kroppinn og safna vítaminum
fyrir veturinn, svo aö pabbi þurfi
ekki stöðugt að hlaupa I apótekiö
aö kaupa sólina I töflum með
sykurhúð og alla vega litar, leyfa
henni aö styrkja taugarnar, sem
eru I einum hnút eftir stööugar
rigningar og ský og þegar ræöan
er búin er afkvæmiö búiö að
þurrka pollinn og komiö út á rólu-
völl aö vega salt og rifa búxurnar
slnar og lofar mömmu að veröa
drullubrúnni I friði.
Svo fer maöur kannski aö hugsa
um skrifstofufólkið, sem veröur
aö sitja inni I öllu sólskininu og
svækjunni og hitanum og fýlunni,
bölvandi þessari fýlu og þráir það
heitast af öllu aö fara I sumarfri
og gerir svo tóma vitleysur i dag,
þar sem það gerði ekki nema hér
um bil tómar vitleysur í gær. Síð-
an fær þetta fólk fri eins og lög
gera ráð fyrir og þá fer auðvitaö
aö rigna og þaö rignir stanzlaust i
tuttugu og fjóra daga, virka og
svo sem sex daga rúmhelga. En
auðýitað fer sólin blessuö aftur aö
skink um það leyti, sem viökom-
andi sezt aftur viö skrifboröiö sitt
aö fríinu loknu og þá er bölvaö svo
mikiö, aö jafnvel elztu menn
muna ekki annaö eins, þótt þeir
hafi verið á skútum og i
frystihúsum og einstaka þar aö
auki I skóla eins og þrjár vikur.
Viö tslendingar erum lika svo
óskaplega skringilegir, að viö
ætlumst sifellt til þess, aö veörið
komi til okkar I stað þess aö elta
veöriö. Þaö getur ekki veriö, aö
þaö sé hvergi á landinu sólskins-
blettur I heiði eins og skáldiö
sagöi, og þvl er bara aö hlusta á
hann Pál og hann Knudsen, þvl
aö þótt þeir geti ekki komiö meö
áöurnefnda sólskinsbeltti á
Laugaveg 117 eöa Alfheima 36 er
viöbúið aö þeir geti spáð þvi að
viökomandi blettir haldi kyrru
fyrir á sama staö jafnlangan tlma
og þaö tekur fólk aö komast á þá
og fækka þar nægilega miklu af
fötum, aö þaö hneyksli nú engann
og þeir beru hlutar llkamans,
sem fötin hylja ekki fái notið
sólarinnar I svo sem stundar-
þriöjung.
Svo er hægt aö fara til
Mæjorku, en það kostar alls kon-
ar mas, eins og hlaup á eftir
farmiðum, gjaldeyriskaup, toll-
skoöun fyllerl, ráp I búöir, grlsa-
'veizlu, nautaat, hellagláp, hálfs-
dagsferöir á ómerkilega staöi,
matareitrun og siðast en ekki slzt
þras við einhvern, sem ber
ábyrgö á ferðalaginu, án þess aö
gera þaö og lofaöi náttúrlega
aldrei aö hóteliö, sem þú áttir aö
búa á væri komið svo mikiö sem á
papplrinn, hvað þá heldur að það
ætti aö standa uppi þessar tvær
vikur, sem þú áttir að dveljast
þar. Þaö var einhverju allt ööru
lofaö og þótt fararstjórinn sé orö-
inn svo útúrdrukkinn, þegar stig-
iö er á spánska grund, aö
hann viti ekki hvort hann er aö
koma eöa fara, þá stendur ekkert
um þaö I samningnum. Þaö eina
sem þú getur I raun og veru ekki
orðiö fyrir vonbrigðum með i
sambandi við feröina er vixillinn,
sem þú tókst. Hann fellur
nákvæmlega á þeim degi, sem
hann á að falla og veröur afsagð-
ur nákvæmlega þremur dögum
siöar.
Og sem ég er um þaö bil að
setja mig úr hálsliönum einhvers
staðar I vesturbænum viö að
reyna aö horfa á hálfnakinn kven-
mann liggjandi innan um birkið
og viöinn og rósirnar og njólann,
dregur allt I einu skýr fyrir sólum
og þaö fer aö rigna allt hvað af
tekur.