Vísir - 01.09.1973, Blaðsíða 9

Vísir - 01.09.1973, Blaðsíða 9
9 Visir. Laugardagur séptember ÍS73' POTT- ÞÉTTUR Á ÞVÍ i SEM HANN GERIR lan Mathews: Valley Hi. Ian Mathews er merkilegur náungi, hann sleit sinum tónlistarlegu barnsskóm i enskri countrymúsik var m.a. meölimur i Fairport Convention, hætti þar og stofnaöi Mathew’s Southern Confort, hætti þar og keypti sér farmiöa yfir hafiö. Hann hefur nú um nokkurt skeiö starfaö i Bandarikjunum og hefur nú snúið blaöinu viö. 1 staðinn fyrir aö einbeita sér aö enskri country músik, einkennist tónlist hans nú af miklum áhrifum af bandariskri country músik, en á þessu tvennu er talsverður munur. Plata hans „Valley Hi” er ein skemmtilegasta plata sem ég hlusta á um þessar mundir. Hann er svo pottþéttur á þvi, sem hann er aö gera, að hvergi veröur fundiö að plötunni. Bæöi eru þarna lög eftir hann sjálfan, auk þess sem súperkappar eins og Randy Newman, Jackson Browne, Richard Tompson (var meö Ian i Fairport Convention) og Mecheal Nesmilh, sem einnig „Producer” og hljóðfæraleikari á plötunni Sennilega er einhver aö spá I, hvernig hægt sé aö kalla Michael Nesmith góðan, en ég skal segja ykkur, hann á þaö skilið, þvi aö á þessari plötu stendur hann sig með sóma, þó þaö hafi ekki veriö hægt aö segja þaö um hann, meöan hann var i gervihljómsveitinni Monkees. Svo viö snúum okkur aftur aö plötunni, þá eru þar mjgg sterk country & western áhrif. Samt hefur Ian ekki gleymt bernskubrekunum, þvi þarna er eitt lag, sem gæti alveg eins veriö flutt af Fairport Convention. Valley Hi er falleg plata, öll músikin er vönduö, yfir- veguö og falleg, og maður nýtur virkilega aö hlusta a hana. Þess vegna tel ég stóra ástæöu til aö óska Ian Mathews til hamingju meö Valley Hi, þvi þaö er sjaldan, aö manni tekst aö gera þaö, sem hann ætlar sér, hvaö þá, gera þaö hnökralaust. Osmonds fipaðist Osmonds hafa nú bætt nýju atriöi inn I „showiö” hjá sér. Ekki get ég nákvæmlega út- skýrt þetta atriöi, en þaö mun vera einhvers konar karate-leikur, sem þeir fara i, drengirnir þ.e.a.s. þeir likja eftir ýmsum karate brögöum og höggum. Þetta nýja atriði var frum- flutt á hljómleikum i Indianapolis, fyrir nokkrum dögum. En illa tókst til, þvi að þeir Jay og Alan Osmonds slösuðu hvor annan, og þurjti að stööva hljómleikana meðan gert var að brotnu nefi Jay’s og særöri hendi Alans. En þegar búið var að plastra þá, birtust þeir aftur á sviöinu og luku hljóm- leikunum. Siðustu fréttir herma, að Osmonds hafi ákveðið að hætta ekki viö þetta nýja karate atriði, segjast frekar ætla að æfa það betur. Nœrvera Omar Shariff's skapar sérstakt andrúms- loft á bridgemótum Nýlega er lokið stórmóti, sem haldiö var i nýopnuöu Sheraton- hóteli I Bruxelles. Sem aö likum lætur, þá notfæröu margir þeirra, sem koma til meö aö spila á Evrópumótinu I Ostende, þetta tækifæri, og ennfremur var mikili fjöldi annarra stór- meistara. Má þar nefna Bella- donna, Rixi Markus, Pierre Ghestem, Babsch og Manhardt, Slavenburg, Schapiro og fleiri. Mesta athygli vakti þó Omar Shariff, en nærvera hans skapar alltaf sérstakt andrúms- loft, eins og heimsfrægum kvik- myndaléikara ber. t parakeppninni spilaði Shariff á móti Rixi Markus, sem er sú kona sem flest meistara- stig hefur hlotið. Enda þótt yfir- færslusagnir hafi ekki min meðmæli, einfaldlega af þvi hvað þær gleymast oft, þá er ekki hægt að neyta þvi, að i eftirfarandi spili gaf það Shariff færi á topp, þó meö þvi aö hann spilaði mjög vel úr spilunum. Staðan var suöur gefur og allir á hættu. 4 K-8-7-6-5 V 7-6-3 ♦ 5-4 4 9-7-2 4 A V K-10-4 4 G-8-6-3-2 4 A-G-10-8 4 10-9 4 A-D-9-8-5 4 K-9-7 4 6-5-4 4 D-G-4-3-2 V G-2 4 A-D-10 4 K-D-3 Sagnir gengu þannig: Suöur Vestur Noröur Austur drottningu, drap með kóng og spilaði hjarta úr borði. Vestur drap á kónginn, spilaöi meira hjarta, sem austur drap á ásinn. 1 stað þess að spila laufi eða tigli, þá ætlaði austur að taka fyrst þriðja slaginn á hjarta og spilaði út hjartadrottningu. Shariff trompaði með gosanum, fór inn á tromp og spilaði laufi á kónginn. Hefði vestur gefið kónginn án þess aö hika, er óvist, hvaö Shariff heföi gert, en vestur sá ekk nógu langt og drap á ásinn og spilaði gosanum til baka. Nú var sviðið sett og Shariff náði töfratölunni 140. Hann drap á drottningu, tók tvisvar tromp og henti laufaþrist. Vestur varð að halda laufatiu og gat þvi ekki haldið tigli, og Shariff átti þvi tvo siðustu slagina á drottningu og tiu i tigli. Frá barnaskólum Reykjavíkur Börnin komi i skólana mánudaginn 3. september sem hér segir: 1. bekkur (börn fædd 1966) komi kl. 9 2. bekkur (börn fædd 1965) komi kl. 10 3. bekkur (börn fædd 1964) komi kl. 11 4. bekkur (börn fædd 1963) komi kl. 13 5. bekkur (börn fædd 1962) komi kl. 14 6. bekkur (börn fædd 1961) komi kl. 15. Kennarafundur verður mánudaginn 3. september, kl. 15.30. Skólaganga 6 ára barna (f. 1967) hefst einnig i byrjun septembermánaðar og munu skólarnir boða til sin (bréflega eða simleiðis) þau sex ára börn, sem innrituð hafa verið. Fræðslustjórinn i m j Reykjavik. Laus störf í Þjóðleikhúsinu Þjóðleikhúsið óskar að ráða yfirsmið og trésmið til starfa á trésmiðaverkstæði. Ennfremur fólk til starfa á skrifstofu og við dyravörzlu. Laun samkvæmt launa- kerfi rikisstofnana. Frekari upplýsingar veittar i sima 11204. Umsóknir ásamt meðmælum og upplýs- ingum um fyrri störf, sendist skrifstofu Þjóðleikhússins fyrir 7. september n.k. Grensóssókn Guðsþjónusta verður i safnaðarheimili Grensássóknar sunnudaginn 2. september kl. 11 f.h. Séra Páll Pálsson, umsækjandi um prestsembætti safnaðarins, messar. Útvarpað verður frá athöfninni á miðbylgju 1412 KHZ, 212 metrum. Sóknarnefndin. 1G P 24 P 2 4 P P P A flestum boröumvoru einnig spilaöir tveir spaöar, en þar var sagnhafi noröur. Eölilegt útspil hjá austri var lauf og þar með fékk vörnin fimm slagi, tvo á lauf, tvo á hjarta og einn á tromp. Yfirfærslusögn Markus gerði það að verkum að Shariff varð sagnhafi i tveimur spöðum og vestur átti útspiliö. Vestur spilaði út spaöaás og skipti siðan i tigul. Austur lét kónginn og Shariff drap meö ásnum. Hann spilaði nú spaða- Hve lengi viltu biöa eftir fréttunum? Mltu fá þærhi’im til þin samdægurs? K«Va \ iltu hiiVa til narsta morguns? \ ÍSIR fl> tur fréttir dagsins idag! ^fréttimar vísm TÓNABÆR TÓNABÆR Tilkynning frn Búbbulínu M. Þrándur sýnir i kvöld á svölum Tónabæjar, amerískt hindrunarhlaup og stuttu siðar banariskt Flikk Flakk. Þetta gerist um 10 leytið. Kl. 11 ætlar hann að hlaupa af sér horninog drekka TROPICANA, (eða mexicana) Þeir, sem vildu minnast hans, eru vinsamlega beðnir að snúa sér undan. Tekið skal fram, og aftur á bak, að bannað er að hlægja, þvi að þá má búast við endurtekningu. BÚBBULÍNA Nú er Þrándur orðinn lens Nú er allt i klessu, hann á heldur engan séns að svekkja mig úr þessu. , BIMBÓ. _• TONABÆR TONABÆR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.