Vísir - 01.09.1973, Page 8

Vísir - 01.09.1973, Page 8
o»o»o# 8 Vlsir. Laugardagur 1. september 1973 hUntfOllum verðo á víxlspor' Home: The Alchenist Mikið er vandaö til þessarar plötu, albúmið er mjög fallegt, textar plötunnar eru samdir af sértilkvöddum manni, stúdió- vinnan við plötuna er storkostleg og hlýtur að hafa veriö ofsa dýr, en samt er það nú einhvernvegin svo, að platan hrifur ekki eins og til var ætlast. The Alchemist, er nokkurs konar pop-opera, og segir frá dularfullum og óútskýraniegum hiutum, sem ekki verður farið nánar út i hér. Verkið er i tóff hlutum. Má segja, að fyrstu sjÖ hlutarnir sleppi aö mestu klakk- laust við ljót orö, þó þar sé fátt sem hægt er að hrópa húrra fyrir. Um þverbak keyrir fyrst veru- lega I fimm siöustu hlutunum, þá fer platan aö verða virkilega leiðinleg. Home var á síðasta ári talin ein alefnilegasta hljómsveit Eng- lands, en ef þeir ætla aö halda þeim orörómi á lofti, veröa þeir að vera snöggir og bæta fyrir þessi mistök. Þeim verður varla skotaskuld úr þvi strákunum, þvi þó ég sé ekki ánægöur með þetta framlag þeirra, þá má greinilea heyra að Home er góö hljómsveit. Þeir eru bara mannlegir eins og viö hin, eins og þið munið, segir einhvers staðar:„öllum verða á vlxlspor.” og þeir eru sagðir fremstir þeirra er spila „glimmer-rock um ofneyzlu fiknilyfja. Og nú hafa borizt þær fregnir, að hljómsveitin verði jafnvei leyst upp fyrir haustiö. Astæöan er sögö vera sú, aö það sé of dýrt aö reka hijómsveitina með þeim hætti sem hingað til, þótt hljóm- sveitin moki inn fé. (Kannski snyrtivörurnar, sem þeir nota séu svona óttalega dýrar....) Það er ekki aöeins á hljóm- leikum, sem þeir mála sig og faröa eins og myndin hér að of- an sýnir, svona munu þeir vist sýna sig oftast á almannafæri lika. ógeð, kann einhver að segja, en hvað sem þvi nú liður, er staðreyndin sú, að ,,New York Dolls” eru álitnir fremstir þeirra tónlistarmanna, sem sér- hæfa sig I flutningi hinnar svo- kölluðu „glimmer-rock”, sem tröllriöur popheiminum um þessar mundir. Hljómsveitin hefurstarfaö um nokkurt skeið i Bretlandi, en þeir uröu fyrir þvi áfalli, þegar þangað kom, að missa trommuslagara sinn. A- litið er, að sá hafi látizt af völd- Þeir nefna sig „New York Dolls" og hafa aflað sér mikilla vinsælda í Bretlandi/ en þó ekki siður í heimalandi sínu/ Banda- ríkjunum. Þess ber að geta, til að fyrirbyggja allan misskilning, að það er enginn kvenmaður í hljómsveitinni. Myndin hér að ofan gæti kannski fengið mann til að efast um karlmennsku þeirra, en það er víst einmitt til- gangur þeirra félaga. En meðal annarra oröa, fyrsta stóra hljómplata New York Dolls var aö koma á mark- aðinn. Og eins og fyrr segir, eru likur til þess, að það verði jafn- framt siðasta hljómplata þeirra. ÞJIVJ £kkert að ske!! Bob Dylan: Pat Garret & Billy the Kid. Bob Dylan hefur frekar litið verið I sviösljósinu undanfarið. Eingöngu hefur heyrzt I honum, þar sem hann hefur aöstoðað ýmsa félaga sina við plötugerö þeirra. Hann lét þó hafa sig út i að leika aukahlutverk I myndinni Patt Garrett & Bilíy the Kid og auðvitað fór það svo, að hann samdi alla tónlist við myndina. Tónlistin er nýlega komin út á plötu, og plötuna hef ég nýlokið við aö hlusta á. Mestur hluti plöt- unnar er „instumental” eins og titt er um kvikmyndatónlist, og þar sem tóniistin er takmörkuð við eina kvikmynd tel ég rangt að bera plötuna við fyrri lagasmiðar Dylans, enda stenzt þessi plata engan samanburð viö þá hluti sem Bob Dylan hefur áöur gert. Það væri samt rangt aö segja, aö platan, sé léleg, en heldur er varla hægt meö hreinni samvizku aö segja hana góða. Hún hangir einhvern veginn i lausu lofti milli þess, sem gott er og slæmt. öll músik á plötunni er vel flutt, enda hefur Dylan frábæra músik- anta sér til aðstoöar. Gallinn er bara sá, aö ekkert er að ske á plötunni, einhvers konar milli- bilsástand á hlutunum. Ekki er samt hægt að ganga framhjá þvi, sem gott er. Vil ég þar fyrst nefna „Knockin on Heavens Door”. „Final Theme” og svo er „Billy” einnig ágætis lag, en fjórar út- gáfur af sama lagi á einni plötu er heldur of mikið fyrir mig. Þar sem þessi plata hefur yfir- leitt fengið slæma gagnrýni, þá vona ég að Bob Dylan risi nú upp úr öskustónni, sem hann hefur legiö i, og sýni hvers hann er megnugur. BOB DYLAN i hiutverki sinu i kvikmyndinni „Pat Garrett & Billy the Kid.”

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.