Vísir - 01.09.1973, Blaðsíða 20

Vísir - 01.09.1973, Blaðsíða 20
Laugardagur 1. september 1973 Engar umsagnir bor- izt um fóstureyð- ingafrumvarpið, vœntanlega lagt óbreytt fyrir Frumvarpiö til laga um fóstur- eyöingar, sem dreift var I vor til fjölmiöla og fjölda margra aöila, veröur aö öllum likindum lagt fyrir þing i haust óbreytt. Hafa engar yfirlýsingar eða umsagnir borizt um frumvarpið frá samtökum eða aðilum, eftir þvi sem Páll Sigurðsson ráöu- neytisstjóri i heilbrigöisráðuneyt- inu sagöi blaðinu. Var ekki beðiö um umsagnir frá þeim aðilum, sem fengu þaö til lestrar, en sagði Páll aö búizt hefði veriö við ein- hverjum athugasemdum viö þaö. Sagði hann að nokkur félagasam- tök hefðu beðið um fleiri eintök af frumvarpinu, en þó heföi það ekki veriöalgengt. Er því gert ráð fyr- ir, að frumvarpið veröi lagt fyrir óbreytt. —ÞS Heim úr sveitinni Þau koma nú heim úr sveit- inni, börnin úr borginni, sem hafa veriö heppin. Tiltölu- lega færri börn komast nú af mölinni á sumrin en áöur var, en þau, sem þess eiga kost, veröa betri eftir þaö, sem kallaö er „snerting viö náttúruna” á ekki of góöu máli fróöu mannanna. Myndin talar sínu máli um þetta. Norðuró leigð fyrir rúmar 6 milljónir í fimm vikur Undirritaðir voru i gær samningar um leigu á Norðurá i Borg- arfirði. Nýlega óskuðu veiðiréttareigendur, bændur i Borgarfirði eftir tilboðum i ána. Nokkur tilboð bárust, og þar sem þau voru nokkuð mismun- andi að uppbyggingu tók nokk- urn tima að vinna úr þeim. Meðal þeirra, sem gerðu til- boð i ána var Stangveiðifélag Reykjavikur, sem hefur haft Norðurá á leigu i mörg undan- farin ár. Niðurstaða málsins varð sú, aö ákveðið var að leigja ána tveim aðilum. Miðhluta veiði- timabilsins og það bezta er leigt Ferðaskrifstofu Zoega hf., Páli Jónssyni og Jóni H. Jónssyni. Fyrstu vikurnar og þær siðustu fær aftur á móti Stangveiðifélag Reykjavikur. „Jú það er rétt að við tókum Norðurá á leigu frá 1. júli til 7. ágúst næstu fimm árin,” sagöi Geir Zoega forstjóri Ferðaskrif- stofu Zoega hf., þegar við rædd- um viö hann i gærkvöldi. „Leiguupphæðin er röskar 6 milljónir fyrir þessar 5 vikur” sagði Geir ,,og er það óneitan- lega mikið verð og liklega það hæsta, sem greitt hefur verið fyrir veiðirétt i laxveiöiá til þessa.” „Ætlunin er aö leigja ána út- lendingum þetta timabil, en það má halda vel á spöðunum, ef vel á að ganga, þvi leigan er há, en maöur verður að vona það bezta. Noröurá er vafalaust ein bezta laxveiðiá landsins og sumir segja hana beztu lax- veiðiá heimsins, enda er hún þekkt um allan heim,” sagði Geir ennfremur. Að sögn Geirs er ekki ákveðið á hvað stöngin verður seld I Norðurá á þessu timabili en leyfðar eru veiðar með 15 stöng- um i ánni i einu. —ÓG „Tryllt" ó jeppum á Suðurnesjum Jeppaunncndur ættu að veröa kátir yfir helgina. A sunnudag fer nefnilega fram torfæru- aksturskeppni á Suöurnesjum á veguin björgunarsveitarinnar Stakks. Jeppakeppni þessi er orðin árlegur viðburður hjá Björgunarsveitinni, og mun þetta vera eina keppnin af þessu tagi, sem alltaf er haldin. Keppnin hefst klukkan 14 á sunnudaginn. Garðar Sigurðs- son hjá Stakki sagði i viðtali við Visi að auövelt væri aö Komast á keppnina. Hún er i nágrenni Grindavikur, og skal aka Grindavikurveginn. A veginum er svo greinilega merkt hvar skal beygja útaf. Verðlaun eru i boði fyrir þrjár fyrstu, og sagði Garðar að það væri bæði bikar, og peninga- verðlaun. Garöar sagöi að eftir keppnina myndu þeir félagar i Stakki græöa landið upp á nýtt. — ÓH. / Þessi mynd var tekin fyrir stuttu i sandgryfjunum I Kópavogi, þar sem einn jeppinn var aö æfa sig fyrir jeppakeppnina á sunnudaginn. ljósm.: ó.H. „Eldeyjan" valin ein bezta myndin af 2 þús. klukkutima sýningarfilmur. Eftir varð svo Eldeyjan, sem nú hefur það áttu þeir eftir að taka marga hlotið svo mikið lof. klukkutfma i viðbót. úr þessu — óH. Olían verður óf ram ó Klöpp — Siglingamálastofnunin fellst á að einn geymanna verði notaður áfram „Ásgeiri Long barst bréf i morgun, þar sem honum og Páli Steingrfmssyni og Ernst Kettler var tilkynnt að kvikmynd þeirra kæmi til greina i eitt af þremur efstu sætunum á kvikmynda- hátiöinni i Atlanta i Georgiu i Bandarikjunum „Eldeyjan”, en svo heitir myndin var valin úr ásamt hinum tveimur af 2 þúsund öðrum heimildarmyndum”, sagöi Agústa Kettler, kona Ernst Kettl- er kvikmyndatökumanns i viötali við Visi. Asgeir, Ernst og Páll gerðu heimildarkvikmynd um Vest- mannaeyjagosið meðan f þvi stóð. Fyrir mánuði sendu þeir myndina á kvikmyndahátiðina i Atlanta. Og eins og fyrr sagði, barst þeim þessi fregn i morgun. Ernst og Páll eru úti i Vest- mannaeyjum, og Asgeir úti á landi, svo ekki var hægt að ná i neinn þeirra. I bréfinu sem barst, var tekið fram, að þetta val væri mikill heiður. Mun það lika þykja nokk uð gott að fá mynd sina i eitt af þessum efstu sætum. Agústa sagði að fyrir utan heiö urinn væru verðlaun af einhverju tagi i boði. Bæði eru það viður- kenningar, og svo peningaverð- laun. beirfélagar hófu töku myndar- innar strax sömu nótt og gosið hófst. Vörðu þeir miklum tima til myndatöku. Má geta þess, að tæpum tveimur mánuðum eftir að gosið hófst, höfðu þeir tekið 8 „Viö höfum fallizt á, aö tekin verði vegaolia á einn geymanna á Klöpp, sem viö höfum kannaö og mælt nákvæmlega. Er þetta svokallaöur D geymir, viö hliö þess gevmis, sem olian fór úr. Verður þá hægt aö geyma i hon- um um 600 tonn af vegaoliu, og mun skip væntanlega leggja af staö ineö hana frá Hollandi nú þegar”, sagöi Hjálmar R. Bárö- arson, siglingamálastjóri i viötali viö blaöið i gær. Sagði hann ennfremur að uppfylla þyrfti ýmis skilyrði, áð- ur en olian væri sett á geyminn, t.d. þarf að laga kranann á þrónni umhverfis geymana, en hefði hann verið i lagi, hefði olian aldrei farið i sjóinn. Þá á einnig að þrýstireyna leiðsluna sem liggur frá Ingólfsgarði að geym- unum. Hafði siglingamálastofn- unin gert athugasemdir við kran- ann á þrónni, en hins vegar er kraninn á geyminum sjálfum i fullkomnu lagi, enaa notaður daglega þar til hann brotnaði. Siglingamálastofnunin hefur ekki fyrirskipandi vald varðandi oliu- stöðvar á landi, en gefur leiðbein- ingar. Með þvi að hægt er að geyma vegaoiu áfram á Klöpp, er fyrirsjáanlegt, að unnt verður að halda áfram vegalagningu i haust, sem ella hefði að öllum likindum stöðvazt. — ÞS.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.