Vísir - 17.09.1973, Blaðsíða 3
Vlsir. Mánudagur 17. september 1973
3
Stoppaðió
hliðinni inni
húsagarði
ökuferö piltsins, sem var
nýbúinn aö fá bilpróf, endaöi
illa I gærdag. Hann var á leiö
vestur Hringbrautina á vinstri
akrein. Hann ætlaöi aö beygja
yfir á þá hægri, en missti þá
vald á bilnum. Dekkin rákust
á gangstéttarbrún, billinn
endastakkst og lenti alla leiö
inn I húsgarö , viö húsiö
Sóleyjargötu 35.
Ung stúlka var farþegi I
bflnum, og slasaöist hún. Bill-
inn braut niö'ur limgeröi I
garöinum og stöövaöist ekki
fyrr en hann var allur kontinn
inn i garöinn. ^H.
Hin mesta mildi var, aöenginn skyldi vera á gangstéttinni, þegar billinn fór yfir Itana. Ljósnt: BP
VILJA LATA SVERRI REYNA
VIÐ ÞINGVALLAVEGINN
Undirskriftasöfnun hafin
Hafin lfefur nú veriö undir-
skriftasöfnun, aö þvi Visir hefur
fregnaö, varöandi vegageröar-
aöferö Sverris Runólfssonar. Er
meö þessum undirskriftarlist-
um veriö aö kanna áhuga fólks á
þvi, aö Sverrir fái Þingvallaveg-
inn sem reynslukafla og geri
hann varanlegan meö aöferö
sinni, svokallaðri „blöndun á
staðnum”.
„Ég er i vafa um, hvaða áhrif
svona listar hafa, þvi aö á með-
an ekki er almenn þjóðarat-
kvæðagreiðslulöggjöf i
stjórnarskránni, þá þurfa
embættismenn ekki að taka þá
til greina”, sagði Sverrir þegar
við höfðum samband við hann.
„A fundi Valfrelsis i vor, var
ályktun samþykkt til að fá
þjóðaratkvæðagreiðslulöggjöf
sétta sem fyrst. Eg tel þessa
löggjöf nauðsynlega, til þess að
smár hópur manna, stundum
öfgamanna, geti ekki haft
örlagarik úrslitaáhrif á fram-
takssemi góðra embættis-
manna, en þó sérstaklega svo að
hinn þögli meirihluti hafi sin
tækifæri lika”.
— EA.
Evrópumeistaramótið í bridge:
Frá Stefáni Guðjohnsen/
Ostende, Belgiu.
ISLANDIMIÐJUM HOP
— EFTIR ÁTTA
UMFERÐIR
Eftir átta umferöir á Evrópu-
meistaramótinu I bridge hér i
Ostende er tsland 111. sæti af 33.
þjóöum meö 87 stig. Frakkar
eru efstir með 125 stig, Sviss i
ööru sæti meö 122 stig og italir
eru nú komnir f þriöja sæti meö
113 stig.
í 4. umferð. vann Frakkland
Island með 15-5, Hollendingar
unnu Island með sömu stigatölu
i 5. umferð. 1 sjöttu umferð var
spilað við Breta, sem unnu með
minnsta mun 11-9. í sjöundu
umferð kom góður sigur gegn
Dönum, 17-3, og í áttundu um-
ferð varð jafntefli við Belgiu 10-
10.
1 einstökum umferðum urðu
úrslit þessi:
4. umferð:
Spánn—Þýzkaland 17-3
Sviþjóð—Italia 2-18
Ungver ja.—Danmörk 18-2
Holland—Bretland 12-8
Israel—Libanon 12-0
ísland—Frakkland 5-15
Tyrkland—Pólland -4-20
Irland—Sviss 0-20
N oregur—P o rtúgal 16-4
Tékkósló.—Finnland 1-19
Júgóslavia—Austurr. 0-20
Belgia sat yfir — fær 12 Stig.
AÍlir islenzku spilararnir spil-
uðu gegn hinum nákvæmu
frönsku spilurum. I hálfleik
stóð 42-30 fyrir Frakka, og i
siðarihálfleiknum unnu þeir niu
stig á i viðbót — sem sagt 78-57
fyrir Ff'ákkland, sem einnig
notaði alla sina leikmenn
Boulenger-Svarc, Jais-Guitton,
og ungu piltana Mari-Lebel. Dr.
Jais sagði slemmu á hættu, sem
hann vann, en henni náðum við
ekki. Það gerði mestan mun i
leiknum. Ef til vill var þetta
leikur okkar við væntanlega
Evrópumeistara. Libanon
mætti ekki til leiks gegn Israel
að venju og fengu ísraelsmenn
12 stig. Það er ergilegt fyrir þá
— Libanir eru enn með minus i
mótinu.
5. umferð:
Þýzkaland—Pólland 0-20
ttalia—-Frakkland 9-11
Belgia—Israel 1-19
Danmörk—Bretland 0-20
Libanon—Tékkar + 2-20
Holland—Island 15-5
Ungverjal.—Tyrkland 6-14
Spánn—Finnland 18-2
Sviþjóð—Noregur 6-14
Júgóslavia—Portúgal 20-2
Austurriki—Sviss 3-17
írland sat yfir.
Hollenzka sveitin er mjög góð,
og þar er Hans Kreins aðalmað-
ur, en gamli félaginn hans Bob
Slavenburg býr nú i Marokkó.
Sveitin spilaði frábæran bridge i
fyrri hálfleiknum, sem lauk
með 49-12 fyrir Holland. 1 siðari
hálfleiknum voru Hollendingar
nokkuð kærulausir og við náð-
um 16 stigum til baka. Leikur-
inn endaði þvi með 73-52 fyrir
Holland Hollenzka sveitin verð-
ur áreiðanlega meðal hinna
efstu á mótinu, sem talið er það
tvisýnasta og opnasta frá
byrjun.
6. umferö:
Ungverjal,—Italia 1-19
Holland—Belgia 13-7
Libanon—Danmörk 1-19
Island—Bretland 9-11
Tyrkland—Israel 11-9
írland—Frakkland + 2-20
Noregur—Pólland 13-7
Finnland—Sviss 2-18
Tékkar—Portúgal 17-3
Sviþjóð—Austurriki 15-5
Spánn—Júgóslavia 8-12
Þýzkaland sat yfir.
Ekki neituðu islenzku spilar-
arnir að spila við Breta, eins og
Libanir höfðu gert gegn ísrael
af pólitiskum ástæðum. Bretar
sigruðu okkur i hörðum leik með
minnsta mun. Alslemmu mistök
áttu sér stað i lokaða hcrberginu
hjá brezku spilurunum, en þvi
miður átti það sama sér stað bjá
þeim islenzku i opnu herbergmu
vegna misskilnings i sögnum.
Fyrri hálfleikur var jafn, en
Bretar þó aðeins yfir 42-36. Flest
féll i siðari hálfleiknum, en við
unnumþó 15-12. Allir spiluöu leik
inn og eftir þessa umferð vorum
við með 50% vinningshlutfall.
Það erum við ánægðir með, þar
sem við höfum spilað við fimm
sterkar þjóðir. Eftir þessa um-
ferð voru Norðmenn efstir —-
höfðu unnið alla sina leiki.
7. umferð:
Þýzkaland—Ungverjal. 4-16
ítalia—-Holland 11-9
Belgia—Libanon 16-4
Danmörk—Island 3-17
England—-Tyrkland 20-3
Israel—Irland 16-4
Frakkland—Noregur 15-5
Pólland—-Finnland 14-6
Sviss—Portúgal 20-0
Spánn—Tékkar 10-10
Júgóslavia—Sviþjóð 3-17
Austurriki sat yfir.
8. umferð:
Holland—Þýzkaland 15-5
Libanon—Italia -M-20
Island—Belgia 10-10
Tyrkland—Danmörk 3-17
Irland—Bretland 13-7
Noregur—ísrael 8-12
Finnland-^Frakkland 1-19
Portúgal—Pólland 5-15
Tékkar—Sviss +2-20
Sviþjóð—Spánn 9-11
Ungverjal,—Austurriki 5-15
Júgóslavía sat yfir.
I kvöld er yfirseta hjá is-
lenzku sveitinni.
Staðan eftir þessar átta um-
ferðir er þannig:
1. Frakkland 125stig. 2. Sviss
122. 3. Italia 113. 4. Holland 106.
5. Noregur 106 6. ísrael 102. 7.
Pólland 99 8. Júgóslavia 94 9.
England 92 10. Spánn 90. 11. Is-
land 87 12. Austurriki 87 13.
Belgia 80 14. Sviþjóð 74 15. Dan-
mörk 71 16. _ Ungverja-
land 70. 17. Tyrkland 69 18.
Tékkóslóvakia 68. 19. Irland 66
20' Finnland 46 21. Þýzkaland 37
22 Portúgal 18 og 23. Libanon
minus 2.
Fyrri hálfleikur okkar gegn
Dönum var mjög góður 49-8 fyr-
ir tsland, en i þeim siðari töp-
uðum við nokkrum stigum,
þannig að leiknum lauk með 73-
43. Hjalti, Ásmundur, Jón og
Páll spiluðu allan leikinn. 1 leik
okkar við Belgiu höfðum við niu
stig yfir i háflleik 46-37, en
töpuðum sjö i þeim siöari.
Hjalti, Asmundur, Karl og
Stefán spiluðu allan leikinn.
Varhugaverður vegar-
kafli á Þingvallavegi
Varhugaverður kafli viröist
vera á Þingvallaveginum, rétt
hjá Leirvogsvatni.
Um hádegisbilið i gærdag valt
bill þar út af, og slasaðist tvennt
sem var i honum. Billinn stór-
skemmdist. Billinn var að koma
úr béygju, þegar hann fór út af
veginum og valt.
Staðurinn, þar sem þessi bill
fór núna út af, er örfáum metr-
um frá staðnum, þar sem aivar-
legasta slysið varð um
verzlunarmannahelgina. Þá
slasaöist þrennt, og ein stúlka lézt
af siysförum.
Lögreglan i Hafnarfirði fór á
slysstað núna og segir hún, að
lausamöl sé þarna talsverð á veg-
inum. Ástæða er til að vara öku-
menn við þessum kafla vegarins.
— ÓH.
FÓLK í KIRKJUGÖRÐUM
HAFI AUGUN HJÁ SÉR
Eirstyttan sem stoliö var úr
kirkjugöröunum fyrir nokkru,
hefur enn ckki fundizt og leitar
rannsóknarlögreglan hennar enn.
Styttunni var stolið einhvern
tima á timabilinu frá þvi um
miðjan ágúst og framundir
siðustu helgi.
Stytta þessi er eftir lista-
manninn Ebbe, og er nafnið
„Solrose” grafið framan á hana.
„Grafarræningjar” er það
nafn, sem þjófar þeir, sem hafa
lagt leið sina i kirkjugarðana,
hafa fengið.
Fleiri munum úr eir og kopar
hefur verið stolið úr kirkju-
görðunum, og er fólki bent á að
hafa vakandi auga, ef það er þar á
ferð.
Að flestra dómi eru slik
grafarrán mjög ámælisverð, og
ástæða til þess aö slikir þjófar ná-
ist. -ÓH.