Vísir - 17.09.1973, Blaðsíða 1
63. árg. — Mánudagur 17. september 1973 — 213. tbl.
Sjö sigrar í húsi hjá Leeds Sjá íþróttir bls. 11, 12, 13 og 14 5-6 þús. undirskriftir gegn Seðlabankabyggingunni Sjá baksíðu
Meisturunum nœgði ekki að skora 3 mörk á 3 mínútum! Sjá íþróttir bls. 11, 12, 13 og 14 Ölvaðir Rússar undir stýri við Kleifarvatn Sjá baksíðufrétt
Margir Grmdvíkingar fíóðu
jjf ■ • 7 7 u m ísólfsskálavegur lokaðist er margra
rn% HAl Mf| #ff M I MAff tonna björg hrundu á veginn. -
■ ■ W' 1111 Wl ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ Jarðhrœringarnar fœrast á sjó út
Jaröhræringarnar í nótt
komu einna verst niður á
Grindvíkingum, sem fengu
ekki svefnfrið fyrr en birta
tók af degi. Jarð-
hræringamar reyndust þó
vera nokkru minni en á
föstudagsnóttu, en upptök-
in höfðu þokazt öllu nær
Grindavík.
Samkvæmt upplýsingum Ragn-
ars Stefánssonar jarðskjálfta-
fræ&ings kom snarpasti kippurinn
klukkan aö verða hálf tiu i gær-
kveldi. Mældist hann 5 stig á
Richter-kvarða og upptökin 150 til
60 km fjarlægð frá Reykjavik, eða
helmingi fjær en á föstudaginn.
Hafa upptökin færzt i vestur og
eru nii aö mestu i sjó.
„Nokkuð var um það, að fólk
héðan úr Grindavik flýði til
Reykjavikur i nótt þegar ekkert
lát virtist ætla að veröa á jarð-
skjálftanum,” sagði Guðfinnur J.
Bergsson, varðstjóri i Grindavik i
viðtali við Visi i morgun. Sömu-
leiðis kvað hann fólkið af Krýsu
vikurbænum hafa yfirgefið
heimili sitt og sofið i Njarðvik i
nótt.
„Hingað til Grindavikur feng-
um við svo heimilisfólkð úr ísólfs
skála, en þvi leizt ekki á blikuna
þegar það frétti, að ísólfskála-
vegurinn væri að lokast,” sagði
Guðfinnur. „Griðarlega mikil
björg höfðu hrunið á veginn i um
þriggja kilómetra fjarlægð frá
Grindavik, og sprungur voru viða
i veginum. Oviða höfðu 40 til 50
tonna klettar hrunið úr Festar-
fjalli og oltið niður i fjöru og eitt
bjargið, sem losnað hafði úr f jall-
inu hefur ábyggilega veriö fleiri
hundruð tonn,” sagði Guöfinnur
ennfremur.
Að minnsta kosti tvö hús i
Grindavik höfðu sprungið litils-
háttar og allsstaðar höföu innan-
stokksmunir og annað lauslegt
farið á hreyfingu. Aðkoman var
ljót i verzlununum i morgun, en
þar hafði söluvarningurinn hrun-
ið úr hillum og var afgreiðslufólk-
ið i óða önn við að þrifa upp af
gólfunum þar sultu, hveiti, súpu-
duft, hafragrjón og annað af þvi
taginu, sem flaut i einum graut
um gólfin.
—ÞJM
A meöan Keflavfkursiónvarpið varaöi fólk I gærkvöldi viö yfirvofandi'hættu og hvatti menn tii aö vera f viöbragöstellingu, ef verr kynni aö
fara, þá var eina tilkynningin i islenzka útvarpinu þess efnis, aö isólfsskáiavegur væri lokaður. Þessi mynd, sem Ijósmyndari VIsis, Bragi,
tók I morgun, sýnir einn „grjótmoianna”, sem lokuöu veginum.
PALME VIRÐIST ÆTLA
AÐ LAFA Á CINU SÆTI
GÆTI ENN ORÐIÐ JAFNT MILLI SÓSÍALISTA-
OG BORGARAFLOKKA—ÆSISPENNANDI TALNING
Paime biöur spenntur. Þótt flokk-
ur hans hafi tapab fylgi, virðist
fylgisaukning kommúnista ætia
aö nægja tii þess að stjórn hans
haldi velli.
Eftir einhverjar þær tví-
sýnustu kosningar, sem
Svíar muna eftir, virðist
svo sem jafnaðarmenn
Olof Palme haldi velli i
stjórn. Með Vinstriflokkn-
um ráða þeir yfir 176 þing-
sætum eftir bráðabirgða-
talningu meðan borgara-
flokkamir hafa 174 þing-
sæti.
Við lestur fyrstu kosningatalna
I nótt, kom i ljós, að Miðflokkur-
inn og Hægri flokkurinn virtust
ætla að auka mikiö viö sig.eins og
átti svo eftir að koma á daginn.
Jafnaðarmenn sýndust hins
vegar tapa fylgi. Þótti þvi sýnt,
að stjórnarskipti mundu verða.
En þegar leiö á talninguna
jöfnuðust hlutföllin og mátti siðan
i alla nótt ekki á milli sjá, hverjir
kæmu út með meirihluta.
Enn er þó nokkuð af atkvæðum
ótaliö, og þar sem munurinn er
svona litill, er ekki talið óhugs-
andi að eftir talningu utan-
kjörstaðaatkvæöa og i kjördæm-
um, þar sem talningu er óiokið,
kunni úrslitin að breytast i 175
þingsæti gegn 175. Sem gæti leitt
til kreppu við stjórnarmyndun.
Ahuginn fyrir kosningunum var
mikill meðal kjósenda.eins og
sést á þvi, aö það var metkjör-
sókn, þrátt fyrir spár um hið
gagnstæða eftir fráfall Gústafs
Adolfs konungs. Er taliö, að 91%
kjósenda hafi neyttatkvæðisréttar
sins, meðan aöeins 88,1% kaus i
kosningunum 1970 og 89,3 i
kosningunum 1968.
Samkvæmt bráðabirgðatölum
hafa jafnaðarmenn fengið 157
menn kjörna (höfðu 163). Mið-
flokkurinn 89 þingmenn (hafði
71). Sameiningarflokkurinn 52
menn (hafði 41).Þjóðarflokkurinn
33 menn (hafði 58) og Vinstri-
flokkurinn (kommúnistar) 19
menn (hafði 17)
Sést á þvi, að jafnaöarmenn
hafa tapað 6 þingsætum og fylgis-
hrun varð hjá Þjóðarflokknum,
sem tapar 25 þingsætum. Mið-
flokkurinn, Sameiningarflokkur-
inn og Vinstriflokkurinn bættu við
sig — Sameiningarflokkurinn
mest.
Þaö sem gerði kosninganóttina
æsandi hjá Svium, var ekki
einungis tvisýnan I tölunum,
heldur og ýmsir erfiðleikar, sem
komu upp við talninguna.
„Hneyksli” var orð, sem hraut oft
af vörum Svia i nótt, þegar
talninguna bar á góma
I sumum þessara 28 kjördæma
tók kjörstjórnin einfaldlega á sig
náðir, án þess að skýra frá niður-
stöðum talningar hjá sér. Höfðu
menn misskilið fyrirmæli rikis-
skattanefndar, sem hefur yfirum-
sjón meö talningunni.
Þvi er ekki búizt viö, aö endan-
legar niðurstöður liggi fyrir eftir
þessar kosningar núna i gær fyrr
en á miðvikudaginn.
-GP.