Vísir - 17.09.1973, Blaðsíða 17
Vísir. Mánudagur 17. september 1973
17
Hér eru
Hljómar
— Birgir Hrafnsson œfir
með Gunnari, Berta
og Rúnari
Lengi lifir i gömlum glæðum — hljómsveitin Hljómar er um
það bil að koma fram á sjónarsviðið aftur eftir nokkurra ára
fjarveru.
Við sögðum frá þvi i Pop-punktum fyrir viku siðan, að þeir
Berti, Rúni og Gunni væru sagðir komnir saman á ný, þetta
hefur nú fengizt staðfest: ljósmyndari fyrirtækisins
POP-PRESS stóð piltana að verki og myndin sem hann færði
okkur sannar sömuleiðis, að Birgir Hrafnsson er með i spilinu.
Birgir Hrafnsson er sem kunnugt er einn fjögurra meðlima
hljómsveitarinnar Change, en sú hljómsveit (Maggi og Jói) var
einmitt á sama tima og Hljómar hófu sinar æfingar, að gera sig
klára fyrir „hljómleika ársins”. Birgir Hrafnsson hefur þvi mátt
hafa sig allan við til að geta stundað æfingar hjá báðum hljóm-
sveitunum.
Annars er Change aðeins ætlað það hlutverk að spila inn á
hljómplötur og á hljómleikum, þannig að Birgir Hrafnsson ætti
að geta komið þessu öllu heim og saman þegar fram i sækir.-ÞJM.
Blood, Sweat and Tears í íslenzka sjónvarpinu:
Ogþá slökkti ég...
þeirra frábæru poppþátta sem
sjónvarpið hefur ausið yfir okk-
ur, þá get ég ekki orða bundizt.
Af öllum þeim aragrúa hljóm-
sveita, sem við höfum fengið að
sjá eru mér tvær hljómsveitir
hugstæðastar, fyrir utan Blood,
Sweat and Tears. Fyrst vildi ég
minnast á finnska hljómsveit,
hverrar nafniég er þvi miður
búinn að gleyma og var svo
óheppinn að missa af að mestu.
Það var nefnilega þannig að
einmitt þetta kvöld kom M.
Þrándur vinur i heimsókn. Sett-
umst við niður til að fylgjast
með þvi, sem fram fór á skerm-
inum. Eftir nokkrar minútur lét
gestur minn i ljós óhressleik
nokkurn yfir þvi sem þar fór
fram. Þar sem gestrisni er i
hávegum höfð á minu heimili og
M. Þrándur er stór og stæðileg-
ur, sá ég mér ekki annars úr-
kostar en slökkva á tækinu.
Hin hljómsveitin sem ég vil
einnig minnast á, er hin heims-
fræga hljómsveit Pacific Gas
and Electric, en þátt með þeim
fengum við að sjá fyrr i sumar,
eins og þið eflaust munið. Allir
meðlimir þessarar stórkostlegu.
hljómsveitar léku af mikilli
elju. Einkum minnast menn
trommuleikarans, en hinn sér-
stæði trommusláttur hans mun
stafa af þvi að maöurinn er
fyrrverandi járnsmiður.
Það er blóðugt að vita til þess
að til skuli vera fólk, sem ekki
kann að meta starf hinna fórn-
fúsu forystumanna sjónvarps-
ins. Hugsið ykkur alla þá svita-
dropa, sem runnið hafa þegar
þessir menn sitja dögum sam-
an, horfa á poppþætti og vinza
úr, aðeins það bezta fyrir is-
lenzka æsku. Ég veit, aö þeir
dropar eru mörgum sinnum
meiri, en sá hafsjór gleðitára
sem við poppunnendur grátum i
hvert skipti sem við horfum á
árangur starfs þeirra. Það lýs-
ingarorð finnst ekki i islenzkri
tungu sem lýst gæti hug minum
I garð þessara manna. Ég segi
þvi aðeins: Takk, takk, takk, þó
þau fátæklegu orð nái engan
veginn að lýsa hugarfari minu i
garð þeirra. SB
Ég ætla ekki að vera langorð-
ur. Mig langar einungis að
þakka forráðamönnum sjón-
varpsins, hinn mikla skilning
sem þeir hafa sýnt okkur
áhangendum poppog rokktón-
listarinnar. S.l. mánudag feng-
um við t.d. að sjá hina geysivin-
sælu jass-rokk hljómsveit,
Blood, Sweat and Tears, en
hljómsveitin sú mun vera ein
hin vinsælasta i öllum „brans-
anum”. Til marks um vinsældir
þeirra hér á landi, hef ég það
eftir áreiðaniegum heimildum,
að sfðustu plötur þeirra hafi
selst i um 20 eintökum á islandi.
Og ég er sannfærður um að
þessi þáttur hefur verið öllum
hinum 20 aðdáendum þeirra
mikið gleðiefni.
Eins og ég sagði þá ætla ég
ekki að vera langorður, en þeg-
ar ég lit aftur og minnist allra
1. (2). Free electric band. Albert Hammond. 4. 91
2. (1). (Jenny, Jenny), dreams are ten a penny. Kincade. 4.88
3. (-). Saturday night. Bay city Rollers. 1. 81
4. (-). Brother Louie. Stories. 1.73
5. (3). I am a clown. David Cassidy. 2. 55
6. (4). l’m the leader of the gang. Gary Glitter. 2. 53
7 (5). Life on marz. David Bowie. 4.49
8. (-9. Give it to me. J. Geils band. 1. 48
9. (-). Standing on the insinde. Niel Sedaka. 1.41
10. (8). Young love. Donny Osmond. 8. 39
Ný lög.
11. Chine Grove. Dobbie Brothers.
12. 48 Crash. Suzi Quatro.
13. Music Makes my day. Marvin and Farrar.
14. Say has anybody seen my sweet Gypsy Rose. Dawn.
15. Free Ride. Edgar Winter group.
Vika Stig
Brautarholti 16 sími 25775
Prentmyndagerð — Offsetþjónusta
RICOMAC
VERD KR. 27.500.-
RICOMAC rafreiknirinn hefur
ýmislegt umfram vélar i sambærilegum
verðflokki.
Hentug til launaútreiknings, verðútreikn-
ings, prósentureiknings o.fl.
é-
'T&r
%
SKRIFSTOFUVELAR h.f.
^ 4- = -
: X ' ' HVERFISGOTU 33
SÍMI 20560 - PÓSTHÖLF 377