Vísir - 17.09.1973, Blaðsíða 16

Vísir - 17.09.1973, Blaðsíða 16
16 “?%t ,n ia3*t>BckM . iiæ Vtsir. Mánudagur 17. september 1973 Hvernig á að gera starfið skemmtilegra? Þessari spurningu er m.a. svarað í: DALE CARNEGIE STARSÞJÁLFUNARNÁM- SKEIÐINU, sem er að hefjast. Námskeiðið verður á þriðjudags- og föstudags- kvöldum frá kl. 19—21 í fimm skipti. Ennfremur verður fjallað um eftirfarandi atriði: ★ Að skilja sjálfan sig og aðra betur. -)Ar Hvers vegna er eldmóður nauðsynlegur, ■)Ar Mikilvægi þess að spyrja viðeigandi spurninga. Áhrif virkrar hlustunar. ÍT Hvernig við eigum að bregðast vinsamlega við kvörtunum. ★ Hvernig við getum lifað og starfað árangurs- ríkara með öðru fólki. ir Hvernig við getum náð árangursríkari símatækni. Hæfileiki til að bregðast við breytingum. Námskeið þessi eru ætluð einstaklingum og starfs- hópum í þjónustugreinum og þeim, er vilja byggja upp sína persónulegu hæfileika. Allar bækur og bæklingar eru á íslenzku og byggir námskeiðið á meira en 60 ára reynslu Dale Carne- gie námskeiðanna víðs vegar um heiminn. Fjárfesting í menntun gefur þér arð œvilangt Innritun og upplýsingar í síma 30216. STJÓRNUNARSKÓLINN. Konráð Adolphsson. Stuðningur við norrænt samstarf á vettvangi æskulýðsmáia Samkvæint ákvörðun Itáðherranefndar Noröurlanda vcrða veittar 1 millj. danskra króna til stuðnings nor- rænu æskulýðsstarfi á næsta ári (1974). Úthlutun fjár- ins fcr Iram i nóvcmber n.k. IVÍarkmið með stuðningi þessum er að auka þekkingu og skilning á menningar-, stjórnmála, og þjóðfélags- iegum málefnum á Norðurlöndum, og verða eftirfar- andi verkefni styrkt fyrst og fremst: Itáðstefnur, fundarhöld, námskeið og búðastarfsemi, útgáfustarfscmi; kannanir, sem þýðingu hafa fyrir norrænt æskulýðs- samstarf. Fjárframlög verða aðeins veitt einu sinni til sama verkefnis og þurfa minnst 3 lönd aö vera þátttakendur i hverju verkefni. Umsóknarfrestur um styrki þessa er til 15. október n.k. Umsóknareyðublöð og leiðbeiningar fyrir umsækjend- ur fást i menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6. Menntamálaráðuneytið, 14. september 1973. St. Franciskusspítali, Stykkishólmi Staða yfirlæknis við sjúkrahúsið i Stykkis- hólmi er laus til umsóknar. Umsækjendur skulu hafa staðgóða fram- haldsmenntun i handlækningum og kven- sjúkdómum. Umsóknir stilaðar á sjúkra- húsið, skulu sendar skrifstofu landslæknis fyrir 15. október næstkomandi. Stykkishólmi 14. september 1973 Skrifstofuhúsnœði 3 skrifstofuherbergi eru til leigu nú þegar i steinhúsi. Upplýsingar i sima 2-40-30 kl. 9—5. Hugvitsseminnar er þörf i flestöllum hlutum eins og meðfylgjandi myndir eru til marks um. A litlu myndinni hér fyrir ofan sjáum við bráð- skemmtilega lausn á kerru- vandamáli tviburanna. Tveggja hæða kerra er ein- földust. Enn auðveldara er að hafa einbirni meö sér I bæinn. Það liggur f augum uppi, að karfa er hentugust i þvi tilviki. En þá er lika eins gott aö barnið sé af léttara taginu. Hugvitssemi er ekki slður þörf þegar maöur er þyrstur og djúsið I glasinu manns er á þrotum. Myndin hér að neðan sýnir okkur, að þegar neyðin er stærst er hjálpin næst.... DEAN MARTIN er jafnvel enn vinsælli núna meðal bandariskra sjónvarps- áhorfenda en nokkru sinni áð- ur. Hann fer nefnilega með stjórn hljómlistarþáttar „Country music” sem áhorf- endur bera linnulaust lof á um þessar mundir. SÖREN STRÖM- BERG — annar aðalleikarinn i Rúm- stokks-myndunum — hefur snúið sér að sinni fyrri iðju samhliða kvikmyndaleiknum, hann er tekinn til við fram- kvæmdastjórn veitingastaðar, sem heitir Sporting Club og er nálægt Ráðhústorginu i Kaup- mannahöfn. Þar má iðulega sjá hann sjálfan á þönum við að þjóna gestum staðarins. Sophia Loren hefur verið skipuð dómari á hljómlistarhátið, sem fer fram i Napóli i þessum mánuði. Tónverkin.sem til úr- slita koma, eru 120 talsins. Sophia þá dómarastöðuna, en sagði um leið: „Ég er full- komlega ómúsikölsk.” RAYMOND BURR (þekktur undir nöfnunum Ironside og Perry Mason) hef- ur stofnað eigið kvikmynda- fyrirtæki i félagi við Robert Benevides. Fyrirtækið nefna þeir R.B. Productions Ltd., og fyrstu verkefni þeirra verða tvær kvikmyndir, sem verða gerðar á einkaeyju Raymonds, eyjunni Fiju. Þá ætla þeir jafnframt að gera sjónvarpsmyndaflokk — og þá að sjálfsögðu með Raymond Burr i aðalhlutverki. MAX von SYDOW hefur verið falið hlutverk Jesú Krists i sjónvarpsmynda- flokki,sem George Stevens er að fara að gera. Myndaflokk- urinn á að bera nafnið „The Greatest Story Ever Told” og fara þar með hlutverk leikar- ar eins og John Wayne, Sidney Poiter, Shelley Winters, Dorothy McGuire og — náttúr- lega — Charlton Heston.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.