Vísir - 17.09.1973, Blaðsíða 8

Vísir - 17.09.1973, Blaðsíða 8
8 Vísir. Mánudagur 17. september 1973 NÚ AKA ÞEIR EKKI LENGUR AUSTURSTRÆTIÐ - ' v I dag, sunnudaginn 16. september hefst síðari hluti tilraunar þeirrar, sem nefnd hefur verið „Austurstræti — göngugata.“ Breyttar leiðir strætisvagna gera nú Austurstræti að göngugötu í orðsins fyllstu merkingu. Þessum hluta tilraunarinnar er ætlað að spanna fjórar vikur. Á meðan aka allir vagnar SVR utan göngusvæðisins. Nýjar biðstöðvar strætisvagna, sem áður óku Austur- stræti, eru í Lækjargötu, Vonarstræti og Aðalstræti. Hinar nýju biðstöðvar, og tölustafir viðkomandi strætisvagnaleiða, sjást á kortinu hér að neðan. ÞRÖUNARSTOFNUN REYKJAVlKUR VÍSIR VÍSAR Á VIÐSKIPTIN Hauststúlka Haustið er ekki siður fallegur árs- tími en sumarið. Þessi „hauststúlka” varð á vegi okkar. Hún Nina var klædd sam- kvæmt nýjustu tizku. Nú að sjálf- sögðu, hún starfar við tizku- verzlunina Fanný og fylgist þvi gjörla með öllum hreyfingum á þessu sviði. En hvað um það. Senn fara blóm og gróður að visna, en við tekur vetur með þeirri ánægju og þeim erfið- leikum, sem þeirri árstið fylgir. Þá breytist búningurinn heldur betur og kannski verður skiða- fatnaðurinn það ánægjulegasta sem ung tizkustúlka klæðist. Engin stjórnmál i barnatimana! Tilmæli hafa komið fram um það frá alþjóðaþingi háskólakvenna, sem haldið var i Genf i ágústlok, að fjölmiðlar hafi ekki frammi áróður stjórnmálalegs efnis i barnatimum hljóðvarps og sjón- varps. Þingið sat Ingibjörg Guðmundsdóttir, formaður Kvenstúdentafélags Islands. Ekki er langt siðan að stúlka ein var látin þoka út úr barnatimum útvarpsins fyrir að hafa sýnt mikinn áhuga á að fræða börnin á pólitik. 40 norrænir blaða- menn i heimsókn Norræna félagið efnir til norræns blaðamannanámskeiðs i sam- vinnu við Blaðamannafélag Is- lands dagana 18.—21. september n.k. Ber námskeiðið nafnið ísland 1 dag. Koma hingað 40 blaða- menn, 10 frá Sviþjóð, Noregi og Danmörku, 6 frá Finnlandi, 2 frá Álandseyjum, 1 frá Færeyjum og 2 frá Grænlandi. A námskeiðinu verða kynnt islenzk málefni og fjöldi kynnisferða farnar. Stór en þögul bókaútgáfa Skólarnir byrja nú starfsemi sina einn af öðrum. Og þaö þarf bækur, margar bækur, til að hægt séað fræða nemendurna. Rikisút- gáfa námsbóka er liklega einhver aííra stærsta bókaútgáfan, þótt ekki fari mikið fyrir henni, enda þarf hún naumast aö auglýsa mikið. Nýlega komu út hjá for- laginu Foræfingar handa 6 ára bekkjum barnaskólanna. Höfundur þeirra er Þorsteinn Sigurðsson kennari, en Halldór Pétursson teiknaði myndir I æfingarnar. Myndlistarskóli á Akureyri? Myndlist hefur náð miklum vin- sældum á Akureyri sem og viðar. Starfandi er myndlistarfélag og hefur það verið mjög lifandi. Erfitt hefur verið fyrir norðan- menn að stunda nám. Þeir þurfa að vera i Reykjavik i hálfan mánuð til að þreyta inntökupróf upp á von og óvon. Myndlist hefur verið kennd i námsflokkum á Akureyri, og sóttu þá kennslu 150 manns. Nú vinnur mynd- listarfélagið að þvi öllum árum að koma upp myndlistarskóla i þessum mikla skólabæ, „mesta skólabæ á íslandi”, eins og segir i fréttatilkynningu frá myndlistar- félaginu, hvort sem menn nú samþykkja þá fullyrðingu eða ekki. Ferðamálaráðstefna haldin á Egilsstöðum Akveðið hefur verið, að ferða- málaráðstefna verði haldin að Egilsstöðum dagana 28. og 29. september n.k. Halda átti ráð- stefnuna á sama stað i fyrra, en þá varð að afboða hana. Hyrnukóngurinn rikur I islenzkum frimerkjum Hann er ekki beint blankur af islenzkum frimerkjum, mjólkur- hyrnuframleiðandinn Holger Crawford hjá TetrivPak i Sviþjóð. Bar safn hans mjög af öðrum söfnum á Islandia-sýningunni i Kjarvalsstöðum. Þess skal getið sem dæmi um verðmæti þess, að safnið var tryggt fyrir 40 milijónir isl. króna. Þó var safnið allt ekki til sýnis hér. Gáfu gervinýra vegna gossins Sænska fyrirtækið AB Gambro i Lundi i Sviþjóð hefur gefið Isiend- ingum góða gjöf, nýtt gervinýra. Gjöfinni er ætlað að vera vináttu- vottur vegna eldgossins i Eyjum. Verömæti gjafarinnar er um ein milljón króna. Fyrirtækið hefur áður gefið Landspitalanum slika vél, en það er gervinýrað, sem kom hingað 1968. Island var á sinum tima fyrsti erlendi við- skiptavinur fyrirtækisins. Gjöfin er þegar komin til landsins og hefur verið staðsett á Land- spitalanum sem hefur nú 4 vélar til blóðsiunarstarfsemi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.