Vísir - 17.09.1973, Blaðsíða 7
Vlsir. Mánudagur 17. september 1973
Ólafur Jónsson skrifar um leiklist
Nóttin óti fyrír
Leikfélag Reykjavikur:
ÓTRVGG ER ÖGURSTUNDIN
Sjónleikur I þrem þáttum eftir
Edward Albee
Leikstjóri: Helgi Skúlason
Þýöandi: Thor Vilhjálmsson
Leikmynd: Ivar Török
Þaö eru forn og sígild
spursmál sem Edward Al-
bee setur á svið í sjónléik
sínum um hina ótryggu
ögurstund, tvísýna jafn-
vægi mannlegs samneytis
og samskipta: Hver er ná-
ungi manns? Þegar voðinn
dynur yfir, neyðin er stærst
— hvert á þá að leita halds
og trausts, ef ekki til sinna
beztu vina? Á ég að gæta
bróður míns?
I leiknum er Tobias einn um
það að hugsa þetta dæmi til enda,
leggja spurningarnar niður fyrir
sér og leitast viö að svara þeim.
Allir aðrir eru inniluktir i sinni
eigin skel og sjá ekki út yfir eigin
vandamál: kona hans, Agnes,
sem nægir aö hlutirnir, heimilið
og fjöiskyldan liti út eins og þau
eiga að vera, drykkjusjúk mág-
vinum hans orðið ljóst að þau
hafa ætlazt til of mikils af Agnesi
og Tobiasi, sjálf mundu þau
aldrei verða við slikri kröfu sem
þau gera til þeirra. Þau fara burt
jafn hljóðlátlega og þau komu inn
i fyrsta þætti — heim til einmana-
ieikans og angistarinnar. Þau
hafa fundið jörðina skriðna undir
fótum sér, rofinn múr öryggis og
farsældar og ekkert nema tóm-
leikinn úti fyrir, hið tvisýna jafn-
vægi á enda. Samt er allt óbreytt
hið ytra, mennirnir hittast i
klúbbnum og leika golf, konurnar
ætla að skreppa saman i bæinn á
næstunni, allt eins og áður.
Það er sem sagt hið siðferðis-
lega dæmi leiksins, uppger
Tóbiasar við sjálfan sig i fast-
mótaðri og skörulegri túlkun Jóns
Sigurbjörnssonar sem skýrast
verður i sviðsetningu Helga
Skúlasonar. En leikurinn er að
sönnu miklu margslungnara verk
en þetta efniságrip gefur til
kynna. Hann er á meðal annars
útfarinn gamanleikur — en
undarlega varð litið úr fleygri
fyndni, samræðulist Albees, svo
þjálli og náttúrlegri við undirtón
beiskju og vonsvika, i meðförum
Leikfélagsins. Og leikurinn held-
ur áfram fjölskyldu- og hjú-
skaparlýsingu fyrri leikja i formi
raunsæislegs stofuleiks: Agnes og
Tobias hafa lifað átökin af, komið
á jafnvægi sin á milli og út á við.
Það er efni leiksins að lýsa hversu
ótryggt og tvisýnt þetta jafnvægi
er, farsæld þeirra reist á hálum
is. Harry og Edna, persónu-
gervingar angistarinnar i leikn-
um, eru i rauninni eftirmynd
Tobiasar og Agnesar sjálfra, þau
eru hvort sem annað. Harmsefni
leiksins kemur kannski skýrast
fram i orðum Ednu undir leiks-
lokin, aö maður nái aldrei til ann-
arra, hitti engan fyrir nema sjálf
an sig — hörundið þurrt viðkomu
og ekki hlýtt, segir hún.
Skelin og
kvikan
Likast til er hlutverk Agnesar
margslungnast i leiknum og mest
undir þvi komið að nýtist fjöl-
breyttir úrkostir þess. ívið
gamansamlegar, ivið dapurlegar
bollaleggingar hennar um hvort
hugsast geti að hún sé að missa
vitið, slá þegar i upphafi léiks
þann tón öryggisleysis og kviöa
sem mótar allan hugblæ og til-
finningalýsingu hans, það er hún
sem fylkir fjölskyldunni að nýju
af aflokinni innrás næturlifs,
angistar og ótta að leikslokum.
Hún er sá ás sem allt fjölskyldu-
lifið i leiknum veltur um. En þvi
fer fjarri að hún sé einvörðungu
valdasjúk gribba, en sá skilning-
ur var alfarið lagður i hlutverkið i
sýningu Leikfélagsins, einhvers
konar liðþjálfi i kvenmannsmynd
eins og dóttir hennar kallar
Agnesi einhvern tima. Einnig hún
hefur orðið að slá af kröfum sin-
um til lifsins, kaupa sina jafn-
vægu farsæld dýru verði: það
verður gleggst i þriðja þætti af
samræöu þeirra Tobiasar um
barnið sem þau aldrei eignuðust.
En hin fábrotna, fjarska einhæfa
kvenlýsing Sigriðar Hagalin
geröu þessum og öðrum úrkost-
um Agnesar fjarska takmörkuð
skil, hér kom aldrei fram nema
hin harða skel um kviku konunn-
ar.
Ótrygg er ögurstundin er svo
haglega saminn leikur, „sagan” i
leiknum gerð meö svo útförnum
hætti aö hlýtur að halda eftirtekt,
viðhalda eftirvæntingu áhorfanda
leikinn á enda. En gildi sýningar
veltur á þvi að takist að fylla
þetta ytra form rauntrúu lifi
mannlegra tilfinninga, leiða i
raun og sann fyrir sjónir innrás
hins afkára, ótta og skelfingar inn
i raunsæislegt hversdagslif leiks-
ins. Það tókst ekki i Iðnó: þaö
verður að segjast eins og er. Þaö
er ekki þar með sagt að lýsingin
sé neitt ýkja siæm — hún er bara
ekki nógu góð. Er það nokkuö
betra?
Af hverju ekki
Þá hlýtur aö verða um-
hugsunarefni hvernig á þvi standi
að ekki tekst betur til — að glettin
A ég aö gæta bróður mlns? Sigrlður Hagalin: Agnes, Jón Sigurbjörns-
son: Tobias
kona, Claire, og dóttir hans Júlia,
móðursjúkur táningur á fertugs-
aldri, heimkomin eftir sitt fjórða
misheppnaða hjónaband.
Mitt húS/
þitt hús
Tobias hugsar málið, og svar
hans er: já, ég á að gæta bróður
mins, mitt hús er hans hús, ef
hann vill og þarf þess meö.
Bróðurkærleikurinn ristir aö
sönnu ekki djúpt, fjörutiu ára vin-
átta hefur ekki látið mikið eftir
sig — en af henni stafar samt rétt-
ur og skylda sem Tobias er reiðu-
búinn aö verða við. Gerið þaö,
verið kyrr, segir hann við Harry
og Ednu. Eintal hans i þriðja
þætti þar sem hann gerir dæmiö
upp og svarar fyrir sig varð há-
mark leiksins, hlutverk Tóbiasar
i meðförum Jóns Sigurbjörnsson-
ar langbezt unnið verk i býsna
misvigri og ófullnægjandi sýn-
ingu Leikfélags Reykjavikur.
En þegar hér er komið er þeim
Þegar neyðin er stærst — Steindór Hjörleifsson: Harry, Margrét Ólafs-
dóttir: Edna
A ótryggum Is — Helga Bachmann: Claire, Þórunn M. Magnúsdóttir
Júlia
og greindarleg lýsing Helgu
Bachmann á Claire, sem bezt
nýtist skopið i leiknum, hnyttin og
markvis túlkun Þórunnar
Magneu á Júliu, svo að dæmi séu
nefnd, fá ekki meiru áorkað, af
hverju sýningin staðnæmist við
sinn ófullnægjandi meðallags-
leik. Þvi er ég engan veginn
reiöubúinn að svara. En einhvern
veginn virðist manni að Leikfélag
Reykjavikur hafi nóga krafta til
að gera verkefni eins og þessum
leik miklu markverðari skil. 1
þetta sinn lágu þeir i læöingi
venjubundinnar hiutverka-
skipunar, leikskilnings i vana-
skorðum. Meir að segja leikmynd
Ivars Töröks með sinum reisu-
lega bar, ókennilega renissans-
málverki yfir arninum, hvaðan
sem þvi hefur snjóað inn i þessa
stofu, virtist á einhverjum mis-
skilningi byggð. Þessi leikur ger-
ist i björtum vistlegum húsa-
kynnum, ekki inniluktur i dökkan
við og rykugar bækur — við þann
bakgrunn gerist innrás hins
ókunna, afkáralega og ógnvæn-
lega i fallvalta veröld hans.
Lítið á okkar
f jölbreytta og fallega
gjafaúrval
-O
vörur fyrlr alla • verð fyrir alla
Skólavöröustig >16 simi 13111