Vísir - 17.09.1973, Blaðsíða 5

Vísir - 17.09.1973, Blaðsíða 5
Vísir. Mánudagur 17. september 1973 .. 5 í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í Umsjón Guðmundur Péturssrn Fallinn frá i hálfa klukkustund var kirk juklukkum um Svf- þjóð alla hringt í gær til þess aðboða að gömlum sið konungsskiptin í landinu. Hinn ástsæli þjóðhöfðingi Gústaf VI Adolf konungur fékk hægt andlát á laugardags- kvöldið eftir 4 vikna sjúkralegu. Síðustu dagana var mönnum Ijóst, að lífi hans yrði ekki bjargað. Sex vikna sorg hefur verið /yrirskipuð við hirðina, en konungurinn verður borinn til grafar 25. september. Hinn nýi konungur Karl Gústaf er yngsti konungur heims, aðeins 27 ára. Honum var fagnað með húrrahrópum, þegar hann kom út af Helsing- borgarsjúkrahúsinu á laugar- dagskvöldog tiðindin voru kunn. bjóðin fékk aö heyra tiöindin, þegar útvarp og sjón- varp rufu dagskrárútsendingar sinar hálfri klukkustund eftir dauða Gústafs Adolfs. öllum skemmtunum var aflýst,og um 10.000 manns söfnuðust saman framan við konungshöllina. Þegar Karl Gústaf birtist i hallargluggum, hrópaði mann- fjöldinn húrra fyrir honum, og söng konungssönginn og þjóðsönginn. Formleg tilkynning um konungsskiptin verður gefin á fundi rikisráösins i Stokkhólms- höll á miövikudaginn. Mun þá Karl Gústaf gera kunnugt, hvaða konungsnafn hann mun bera. Hann hgfur um tvo kosti að velja. Karl XVI eða Karl Gústaf XVI. Engin formleg krýningar- athöfn verður höfð við, þvi að Gústaf VI Adolf aflétti þeirri hefð , þegar hann varð konung- ur 1950. Við það tækifæri var kórónan aðeins sett á borð nærri hásæti hans. 1 sendiráði Svia hér i Reykja- vik liggur frammi i dag milli kl. 14 og 16 minningarbók, sem öll- um er velkomið að rita nafn sitt i, sem votta vilja minningu hins látna konungs virðingu sina. Bókin liggur einnig frammi á morgun kl. 10-12 og kl. 14-16. Þessi mynd var tekin af Gústaf VI Adolf skömmu fyrir níræðis- afmæli hans i nóvember í fyrra, en heillaóskirnar voru farnar að berast hinum ástsæla þjóð- höfðingja mörgum dögum áður. Þegar fréttist, að liðan konungs færi hrakandi, kallaði Karl Gústaf (fyrir miðju) I skyndi saman til rlkisráðsfundar á Brommaflugvellinum, en þaðan flaug hann til þess að vera við sjúkrabeð afa slns. Leiðtogi mótmœlenda ó N-írlandi myrtur Byssubófar skutu Tommy Herron, leiðtoga mótmælenda á N-írlandi, í höfuðið og fleygðu likinu í gryfju nærri bænum Lis- burn, sem er um 12 km suð- vestur af höfuðborginni Belfast. Herron, sem var varaformaður i varnarsamt. Ulsters (UDA), hvarf á föstudaginn að loknum fundi i aöalstöðvum UDA i Bel- fast. Hans var fljótlega saknað, og leit hafin, en lik hans fannst i gær af tveim ungum drengjum. NTB-fréttastofan hefur það eft- irheimildum innan UDA-samtak- anna, að menn þar grunaði, að Herron hefði verið myrtur af ein- hverjum hinna öfgafyllri i sjálf- boðaliðssveitum Ulster (UVF). Hinar hófsamari skoðanir hans miðað við þeirra höfðu bakað honum óvild hinna róttækari, sem siðustu mánuðina höfðu haft i hótunum við hann. Nú er talin hætta á þvi, að morðið á Herron leiði til blóðugra átaka milli hinna striðandi afla innan samtaka mótmælenda á N- Irlandi. Öflugar varnir vegna Heaths Yfirvöld á irlandi hafa gripið til einhverra þeirra umfangsmestu öryggisráð- stafana, sem nokkurn tima hafa verið viðhafðar þar í landi, — vegna komu Edwards Heath, forsætis- ráðherra Breta, sem þangað er væntanlegur í dag. Þvi hefur veríð haldið leyndu hvenær forgætisráðherrann kem- ur til Dublin, en þar ætlar hann að hitta að máli Liam Cosgrave, for- sætisráöherra Irska lýöveldisins. — beir munu ræða ástandið á N- Irlandi. Kínaheimsókn Pompidou lokið George Pompidou Frakklandsforseti, fór dag frá Shanghai og með því lauk sex daga heimsókn hans í Kina. Forsetinn, sem er fyrsti þjóð- höfðingi Vestur-Evrópu, er heim- sækir Kina, sagði i kveðjuhófi, sem haldið var i Shanghai, að þær vonir, sem hann hafði gert sér um heimsóknina fyrirfram, hefðu all- ar rætzt. Heimsóknin einkenndist allan timann af óvenjulegum innileik, en að mati fréttaskýrenda hefur afraksturinn af viðræðunum ekki verið eins mikill. Franskar heimildir halda þvi fram, að aðaltilgangurinn með heimsókn Frakklandsforseta hafi verið sá, að hann og leiðtogar Kina skiptust á skoðunum. En hvorki Frakkar né Kinv^rjar væntu neinna stórtiðinda af, segja Frakka. I Lundúnum gera menn sér miklar vonir um þennan fund for- sætisráðherranna. Það verður fyrsti fundur brezks og irsks ieiðtoga, siðan Irland öðlaðist sjálfstæði fyrir 50 árum. Félagar i hinum útlæga irska lýðveldisher (IRA), sem fara huldu höfði I trlandi, hafa hótað að láta til skara skriða gegn Heath. öll leyfi innan lögreglu og hers hafa verið afturkölluð, þar til heimsókn Heaths er yfirstaöin. ** ' y. Forsætisráöherrarnir, Chou En Lai og George Pompidou, hlýða á kin- verska og franska þjóösönginn. Herinn œtlar að stjórna sjólfur Augusto Pinochet hers- höfðingi, leiðtogi her- foringjaráðsins í Chile, hvatti í gær þjóðina til einingar, og sagði, „að fá- einar ruglaðar sálir héldu enn uppi andstöðu við her- inn." Hann sagði ennfremur.að herinn mundi sjálfur annast á- fram stjórn landsins og ekki fela hana i hendur borgaralegum öfl- um, fyrr en ástandið væri orðið eðlilegt. Skömmu fyrir dögun i gær- morgun sáu menn orustuþotur á sveimi yfir Santiago og er gizkað á, að þeim hafi verið beitt gegn stuðningsmönnum Allendes Skriðdrekar fara um götur Santiago á leið til forsetahallar- innar. Þetta cr siðasta myndin, sem tckin var af Allende forseta, en hann sézt vcifa af svölum for- setahallarinnar I þann mund, sem hermennirnir voru að um- kringja hana. heitins, þeim fáu, sem enn veita viðnám. Fréttir af mannfalli byltingar- innar eru enn á huldu, en Pinochet hershöfðingi gizkar á, að um 100 manns hafi falliö og 300 særzt. Hann sagði, að byltingin hefði verið nauðsynleg ,,til þess að bjarga landinu, þvi eins og á- standið var orðið, þá stefndi Chile i átt til algers öngþveitis.” Ekkja Allendes forseta og tvær dætur þeirra komu með flugvél til Mexikóborgar i gær, og með þeim einir 50 Chilebúar aðrir, pólitiskir flóttamenn. — Hún hefur staðfest i fréttum, að maður hennar hafi framið sjálfsmorð.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.