Vísir - 26.09.1973, Blaðsíða 2

Vísir - 26.09.1973, Blaðsíða 2
2 Visir. Mi&vikudagur 26. september 1973 risntsm: Teljiö þér, að einhver opinber aðili eigi að bæta fólki þaö tjón, sem það hefur orðið fyrir af völd- um óveðursins? lljalti Björnsson, kaupmaður: — Er ekki bezt að nota almenna sjóði, sem eru stofnaðir i þvi augnamiði, til að bæta tjónið? Að visu eru sumir, sem ekki kæra sig um að verið sé að greiða fyrir þá. Aörir hafa hreinlega ekki efni á þvi að greiða kostnaöinn vegna skemmda úr eigin vasa. Guðjón Jónsson, verkamaður: — Já, mér finnst að Bjargráðasjóö- ur og Viðlagasjóður mættu taka þátt i kostnaði fólks við að bæta skemmdirnar. Fyrir suma ein- staklinga er þetta gifurlegur kostnaður, sem þeir hafa ekki efni á að greiða úr eigin vasa. Geslur Jónsson, bóndi: — Alveg tvimælalaust. Mér finnst, að rikissjóður eigi sjálfur að hlaupa undir bagga með fólki. Ein- staklingar ráða ekki við þetta stórkostlega tjón. Riki og bær mættu greiða helming kostnaðar. Margrét Valdimarsdóttir, hús- móðir: — Þvi ekki þaö! Viðlaga- sjóður má alveg eins gera það. Fé hans má skipta milli Vestmanna- eyinga og þess fólk, sem verst hefur orðiö úti i óveörinu. Ragnar Steinsson, vélstjóri: — Tryggingarnar mega greiða þaö, sem tryggt var. En ég er ekki svo viss um, að opinberir aöilar eigi að hlaupa undir bagga i þessu til- felli. Það er fólkinu sjálfu- aö kenna, ef það tryggir ekki. Ég get ómögulega sætt mig við það að rikið eigi að gjalda fyrir þetta. Þaö hækkar bara skattana manns. Stanley Kiernan, forstjóri:— Mér finnst það leiðinlegt, að tryggingarnar borgi ekki bara allan þann kostnað, sem hefur orðið af völdum óveðursins. Bjóða Alþýðuflokkurinn og Samtök frjálslyndra fram til borgarstjórnar sameiginlega? Viöræðunefnd framsóknar- manna, alþýöuflokksmanna, Samtaka frjálslyndra og vinstri manna og alþýðubandalags- manna hefur átt allmarga fundi I sumar, þar sem til umræðu hefur verið sameiginlegt framboð til borgarstjórnar á næsta vori. Hefur kjördæmisþing Alþýöu- flokksins samþykkt að fela fulitrúaráöi Alþýðuflokks- félagsins I Reykjavík að hefja þegar I stað viöræður við Samtök frjálslyndra og vinstri manna til þess aökanna, hvort möguleiki sé á sameiginlegu framboði þessara tveggja flokka viö horgar- stjórnarkosningar. Blaðið haföi samband við Steinunni Finnbogadóttur, en hún á sæti I viðræöunefnd flokkanna fyrir hönd Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, og spurði hana hvernig umræðurnar gengju. „Þessar umræður höfðu nú legið að mestu niðri þar til í vor, en þá skrifaöi ég f.h. nefndar mlns flokksfélags hinum flokks- félögunum varðandi atramhaldandi viðræður með það fyrir augum að koma á sam- eiginlegu framboði fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. A þessu stigi er hvorki hægt aö segja af eða á, hvort um slikt framboö verður að ræða, en það væri ótvirætt mjög æskilegt, að sem breiðust samstaða vinstri aflanna næðist. Fók vill gjarna standa saman um sveitar- stjórnarmál borgarinnar, þótt það sé ekki í sama flokki.” „Hvaöa flokkar eru liklegastir til aö ná samstöðu?” „Það er erfitt að ráða af viöræöunum, en af samþykkt kjördæmisráðs Alþýöuflokksins mætti ætla, að Samtök frjáls- lyndra og vinstri manna og Alþýðuflokkurinn standi næst hverjir öðrum,” sagði Steinunn. Þá innti blaöið hana eftir þvi, hvort Bjarni Guðnason væri með I þessum viöræðum, og sagöi hún það ekki vera, enda gætu þá margir fleiri aðilar komið til greina, ef hann væri tekinn með i umræöurnar. -ÞS Ekki eru allir stuðningsmenn Samtaka frjálslyndra og vinstri manna I siðustu kosningum jafnánægðir með sameininguna. Mikill hluti flokks- ins i Reykjavik styður uppreisn Bjarna Guðnasonar, og I hinu gamla málgangi Samtakanna, Nýju landi, sem nú er á svörtum lista hjá Hannibal og Birni, er svona fariö meö sameiningarmálið. SKÝR SVOR ÞÓRARINS Grandvar skrifar „í þættinum „Bein lina”, sem fluttur var i útvarpinu sl. mið- vikudagskvöld, svaraði Þórarinn Þórarinsson alþm. og form. utan- rikismálanefndar spurningum hlustenda um utanrikismál og stefnuna i þeim. 1 þessum útvarpsþætti, með spurningum hlustenda og svörum Þórarins, fékkst raunverulega miklu meiri vitneskja um stefn- una i utanrikismálum, t.d. að þvi er varðar landhelgisdeiluna og ekki sizt varnarmálin, heldur en með öllum þeim yfirlýsingum og viðtölum, sem höfð hafa verið við utanrikisráöherra á þeim rúm- lega tveim árum, sem hann hefur farið með þau mál. Þórarinn gaf nokkuð greið og skýr svör við öllum þeim spurn- ingum, sem annars voru bornar fram af einhverju viti, og þorði hann (sem ótitt er um framsókn- armenn) einnig aö láta eigin skoðanir I ljós á vel-flestum mál- um. Varð mörgum manninum, sem hlynntur er happasælli lausn utanrikismála, sem nú eru að komast i hinar mestu ógöngur, vegna þrýstings kpmmúnista, hughægra eftir að he/ra það á svörum Þórarins, aö all myndi ihugað vandlega og fariö i öllu að lýðræðislegum hætti, til þess að forðast flausturslegar og afdrifa- rikar ákvarðanir i þessum við- kvæmu málum. Var og auðheyrt, að Þórarinn var ekki undir neinum annarleg- um áhrifum frá öðrum stjórn- málaforingjum. Hvers vegna framsóknarmenn skipuðu ekki Þórarin i sæti utanrikisráöherra i upphafi, fær enginn skilið, en hann hafði þó fyrir veruleg kynni HVERJIR ERU FREKIR? Lesandi VIsis I Eyjum: „Forystugrein Visis 20.9. er hin furöulegasta og skrifuö af vanþekkingu. Höf. heföi betur kynnt sér málavexti. Hann hefði þá trúlega beint geiri sinum að Viðlagasjóðsherrunum, en ekki gengiö erinda þeirra. Það var ekki deilt um kaup, heldur vinnutilhögun. Frekjan var þvi ekki siöur stjórnar Viðlagasjóðs, þvi hún tók ákvörðun einhliða, ekki rætt við verkamenn. Viðlagasjóður samdi i fyrstu um 72 klst. vinnuviku. Hreinsunarmenn i Eyjum hafa unnið ótrúlega mikið starf. Ég ætla, að skriffinnum i Reykjavík hefði þótt þar daufleg vist. Stjórn Viðlagasjóðs hefur trúlega taliö, að krónutala kaups skipti ekki öllu máli, bróður- parturinn færi hvort sem væri til upphafs sins, i kassann hans Hall- dórs E. Visir reiknar kaupiö fyrir breytinguna siðustu 100 þús. kr. á mánuði. Það er álika og kaup alþingismanna, sem eru i frii hálft árið eöa I snatti fyrir flokk- inn. En um þetta kaup ber þeim nokkuð á milli, greinarhöfundi og fulltrúa Viölagasjóðs, sem sagði kaupiö mun lægra og formaöur verkam.félagsins enn lægra. Blaðiö hefði sem sé átt að beina geiri sinum i aðrar áttir og fyrr. Hvaö um þá Reykvlkinga, sem lágu hreint ekki á þvi, að þeir hefðu haft 10 þús. kr. á dag úti i Eyjum og þóttust góðir af.? Eða þá, hvað innstu koppar i búri hjá Viðlagasjóði, verktakar og slikir, hafa fyrir snúð sinn.” og afskipti af utanrikispólitik. Embætti utanrikisráðherra er fjöregg þjóðarinnar i öllum meg- in-samskiptum landsins út á við, þar má ekki vera fjarstýrður maður eða leiðitamur, eða eins og einhver orðaði það á dögunum „aðeins partur af utanrikisráð- herra”.” Þórarinn Þórarinsson. BANKINN I KOLAPORTINU „Þegar amma var ung, þá var kolaport á þeim stað, þar sem nú er að risa Seölabanki Islands. Þetta port geymdi hitagjafa Reykviking, kolin. Þetta var áö ur en olian fór að flæða i höfuð- staðnum og leysti kolin af hólmi. Og nú, löngu eftir að öll kol eru horfin úr portinu, er portið ennþá hitagjafi, þvi segja má, að borg- arbúar hafi verið á suðumarki, þegar þeir hafa nálgazt gamla portið og séö var, að Seðlabank- inn ætlaði aö byggja þak yfir sina litlu krónu þar. Það var eitt sinn bóndi, sem hugðist byggja sér hús. Þegar hann var að þvi spurður, hvort hann væri byrjaður á grunninum, sagði hinn frómi maður: „Ekki byrja ég á mæninum.” En það er öðruvisi farið meö Seðlabankann. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma virðist hann ætla að byrja á þakinu. Svona eru menn ólikir i skoöunum. Okkar ágæta skáld, Thor Vil- hjálmsson, sagði mörg fleyg orð á Arnarhólnum 10. september sl. Hann talaði um klakahöll og að Seðlabankahúsið væri þannig sniðið, að tylla mætti þvi á gig- barma. Eftir þessa útlistingu datt mér I hug, að Snæfellsjökull væri tilvalinn samastaður fyrir bank- ann, og enginn efi er á þvi, að uppi á Snæfellsjökli myndu banka- stjórar Seðlabankans hafa feg- urra útsýni en i kolaportinu við Arnarhól. Þá myndu borgarbúar fjöl- menna á Arnarhólinn sinn með sina kikja og horfa i gegnum þá á útlagann á Snæfellsjökli, segjandi eitthvað á þessa leið: „Ó, þú óskabarn þjóðarinnar, hvers vegna bárum við þig út?” Theodór Einarsson. DIPLOMAT Á DISK Vinur minn er veizlugjarn og viil oft borða á sig gat, en kvartar alltaf undan þvi að hafa aldrei bragðað diplómat. Ben. Ax.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.