Vísir - 26.09.1973, Blaðsíða 1

Vísir - 26.09.1973, Blaðsíða 1
VÍSIR 63. irg. — IMiövikudagur 26. september 1973 —221. tbl. FYRST TIL AÐ AUKA VIÐ LÍFIÐ í EYJUM Það færðist meira lif yfir Vestmannaeyjar þegar nokkrir hestar voru fluttir þar i iand, enda fer áhugi fyrir hestainennsku vaxandi meðal manna i Eyjum. Að ininnsta kosti var svo fyrir gos. Stjarna heitir hryssan á þessari skemmtilegu mynd, sem Guðmundur Sigfússon tók i Eyjum, og hún var ein af fyrstu hestunum, sem komu aftur til Eyja. Og hún var ekki lengi að fjölga hestakyninu úti i Eyjum, þvi hún átti þetta folald skömmu eftir komuna. Um helgina bættust við tvær hryssur með tvö foiöid, þannig að nú cr 9 hestar með folöldum i Eyjum. En bæjarstjórn og hestamenn eru ckki alveg á sama máli, hvort levfa beri hesta eða ekki. Sjá baksiðu. Sundið er líklega bexta lyfið! Það er álit Joseph Williams, þeldökks sérfræðings i félagslegri og sálfræðilegri aðstoð við þá, sem þurfa endurhæfingar við, aö t.d. áfengissjúklingar hafi hvaö bezt af ails konar iþrótta- ástundun, trimmi. Sund er til dæmis ákjósanlegasta lækn- ing, segir hann i viötali viö Visi, en Williams kom viö hér á landi á dögunum, og þá notuðum viö tækifærið tii að ræða viö hann. Sjá bls. 7 ★ Þau hafa drepið gœsina, sem verpti gulleggjunum — Sjá íþróttir í opnu * HEIMSKAN — lífseigur fugl Bretum væri nær aö sinna sliku lifshagsmunamáli sem 200 miina auðlindalögsaga er þeirra þjóð. Þess i stað gera þeir sig aö ofbeldismönnum og ræningjum hér noröur i höfum. Heimskan er lif- seigur fugl, segir i leiðara I blaðinu i dag. Sjá bls 6. * Komu til jarðar úr geimstöð- inni í gœr — Sjó bls. 5 UMRÆÐUR HAFA CKKI FJÖLGAÐ FÓSTUREYÐINGUM Segir Pétur H. J. Jakobsson, yfirlœknir og mótmœlir kenningum starfsbróður síns í sjónvarpsþœttinum í gœrkvöldi „Það er af og frá, aö i sumar hafi orðið aukningar á löglegum fóst- ureyöingum, sem rekja megi til umræönanna um frumvarpiö um frjálsar fóstureyöingar. Hins vegar hefur oröiö stööug og jöfn aukning á siöustu árum, i sam- ræmi viö þróunina i nágranna- löndunum”, sagöi Pétur H. J. Jakobsson, yfirlæknir Fæöingar- deiidar Landspitalans, en hann er jafnframt formaöur nefndar þeirrar, sem vann aö hinu um- deilda frumvarpi um fóstureyö- ingar, sem gert er ráö fyrir aö veröi lagt fyrir Aiþingi i haust. t umræðuþætti í sjónvarpinu i gær var það staöhæft, aö frá þvi aö frumvarpiö var kynnt i vor, heföi orðið áberandi aukning á fóstur- eyöingum hér á landi. Þá sagði Pétur, að vandamálið væri fyrst og fremst afskiptaleysi karlmanna af þessum málum. „Það veröur að gera kröfur til beggja foreldranna, en karl- mennirnir hafa til þessa sáralitið skipt sér af þessu eða haft áhyggjur af þvi, hvort konan verður þunguð eða ekki. Það verður að gera kröfur til einstakl- inganna, þvi fóstureyðing er allt- af neyðarúrræði, og það vita allar konur, sem það hafa reynt.” „Telur þú, að með tillögum ykkar sé verið að taka ábyrgðiua af læknunum, eins og sumir læknar hafa haldið fram?” „Nei, það er ekki hægt að skylda lækna til þess að fram- kvæma slika aðgerð. Það, sem við viljum koma i veg fyrir,-er, aö það sé litið á þessa aðgerð sem glæp, en samkvæmt gömlu lögun- um eru fóstureyðingar i flestum tilfellum afbrot. Ég álit ekki, að læknar séu almennt andstæðir til- lögum okkar, en aö sjálfsögðu á eftir að gera greinargerð um framkvæmda laganna, þetta eru aðeins tillögur.” „Er mikið um það hér að konur sæki um fóstureyðingu fyrst og fremst af fjárhagsástæðum?” „Það er alls staðar mikið um það og einnig hér. Félagsleg að- stoð fyrir t.d. einstæðar mæður er hér sama og engin og sem stendur er ákaflega litla hjálp hægt aö veita i slikum tilfellum. Þetta leggjum við höfuðáherzlu á, að verði bætt, svo að kona þurfi ekki að gangast undir fóstureyðingu af fjárhagsástæðum. Þá leggjum við lika mikla áherzlu á ábyrgö karlmannsins og meðráðarétt hans,” sagði Pétur að lokum. Þess má geta, að nefndin hefur lokið störfum, og er ekki gert ráð fyrir, að hún geri frekari breytingar á tillögum sinum, en gera má ráð fyrir, að miklar um- ræður verði um málið, þegar þaö kemur fyrir þing i haust eða vet- ur. — ÞS Kristján heilsaði hinum nýja kóngi fyrstur þjóðhöfðingja Fjöldi þjóðhöfðingja var viðstaddur athöfn- ina, meðal annars Ólafur Noregskon- ungur, Margrét Dana- drottning, Júliana Hol- landsdrottning. Baldvin Belgiukon- ungur, Kekkonen Finnlandsforseti, Ceausescu forseti Rúmeniu, Kaunda Sambiuforseti og dr. Kristján Eldjárn. Konungur var jarð- aður i konungsgraf- reitnum i Haga i Stokkhólmi. (NTB — Mynd) inn, sem Karl Gustaf konungur tók persónu- Iega á móti, þegar fyrirmenni kom hvaðanæva til að vera við útför Gustafs VI Adolfs Sviakonungs. Útförin var gerð i gær. Forseti íslands, dr. Kristján Eldjárn, var fyrsti erlendi gestur- Utanríkismálanefnd í dag Ríkisstjórnin á morgun * Ætla að flytja út skartgripi frá íslandi — baksíðan Niðurstöður sjóprófa vegna úrekstra varöskipsins Ægis og brezka herskipsins Lincoln siðastliðinn laugardag eru nú i höndum dómkvaddra mats- manna, sem láta eiga uppi álit sitt um það hvaöa ályktanir megi draga af sjóprófunum um aðdraganda og orsök árekstr- anna. Ekki er venjulegt að slikir matsmenn séu skipaðir, en dómurinn tilnefndi þá núna samkvæmt tilmælum dóms- málaráðuneytisins. Venjulega eru sjópróf haldin til þess að kanna, hvort einhver brot hafi verið framiná sigl- ingareglum eða öðrum lögum og reglum. Einnig er reynt að komast að niðurstöðu á grund- velli sjóprófa, hvernig krefja megi um skaðabætur vegna tjóns, sem orðið hefur. Niður- stöður sjóprófa eru siðan sendar til saksóknara, sem tekur ákvörðun um framhald málsins. Væntanlega lét dómsmála- ráðuneytið skipa hina þrjá matsmenn vegna þess að við venjulega málsmeðferð mundu úrslit koma mun seinna en nauðsynlegt er i þessu sérstaka máli, sem ráði$ getur úrslitum hvort við slftum stjórnmála- sambandi við Bretland eða ekki. Matsmennirnir, þeir Jónas Sigurðsson, skólastjóri Stýri- mannaskólans, Andrés Guð- jónsson, skólastjóri Vélskólans og Jón Finnsson hrl., voru við- staddir sjóprófin i gær, sem fóru fram i Sjó- og verzlunardómi Reykjavikur. Dómsforseti var Emil Ágústsson, borgardómari. Væntanlega munu mats- mennirnir skila álitsgerð sinni i dag til dómsmálaráðuneytisins, þvi fundur hefur verið boðaður i utanrikismálanefnd alþingis klukkan þrjú i dag, og þar er ætlunin að ræða málið. Mun nefndin væntanlega segja álit sitt á þvi, hvort slita eigi stjórn- málasambandi við Bretland vegna árekstra Ægis og Lincoln og styðjast við niðurstöður sjó- prófanna og álitsgerð hinna sér- fróðu manna. . Búizt er við, að rikisstjórnin muni taka lokaákvörðun i málinu á fundi sinum á morgun, en blaðafulltrúi hennar vildi ekkert segja um hvenær eða hvort fundur yrði haldinn þá, þegar rætt var við hann i morg- un. — ÓG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.