Vísir - 26.09.1973, Blaðsíða 7

Vísir - 26.09.1973, Blaðsíða 7
<§) SKODA VERKSTÆOIOh,f RYOVARNIARSTÖO AUÐBREKKU 44-46 SlMI 42604 KÓPAVOGI Visir. Miðvikudagur 26. september 1973 ÁHÆTTUSAMAR ÍÞROTTIR FLÝTA BATA ÁFENGISSJÚKLINGA IIVIIM SÍ-DAIM Umsjón: Þórunn Sigurðardóttir fer1 SkoDAJi fgffiííl11 ^AÁö/CrríT^. (au/k buaH j RYÐVORNl Ryðvarnarstöð okkar ryðver eftir hinni viðurkenndu ML aðferð. Einungis viðurkennd fyrsta flokks ryðvarnarefni og fullkomin tœki eru notuð Félagsleg og sálfræði- leg aðstoð við sjúklinga eða aðra þjóðfélags- þegna, sem ekki standa jafnfætis hinum al- menna, fullhrausta borgara, fer stöðugt vaxandi um allan heim. Einn þátturinn i bata eða endurhæfingu þessara minnihluta- hópa, sem vegna and- legra eða likamlegra veikinda eða af öðrum orsökum verða útund- an, er félagsleg þjálfun og skipulagning fritima og áhugamála. Banda- rikjamenn hafa verið frumkvöðlar á þessu sviði og er þar byrjað að sérmennta fólk i þessu fagi, en það nefn- ist á ensku „thera- peutic recreation”. Hér á landi var staddur fyr- ir skömmu einn af framámönnum Banda- rikjamanna á þessu sviði, Joseph Williams, og áttum við stutt spjall við hann. Joseph hefur m.a. unnið með áfengissjúklingum, og hafa starfsaðferðir hans vakið mikla athygli, t.d. I Sviþjóð, en þar hefur hann haldið allmörg nám- skeið um „therapeutic recreati- on” og verið ráðgefandi á þessu sviði i Socialhögskolan i Gauta- borg. „Afengis- og eiturlyfjasjúk- lingar eru . erfiðasti hópurinn, sem viö vinnum með, þar sem okkar hjálp er algerlega háö viljastyrk viðkomandi einstak lings. Við höfum lagt mikla áherzlu á að fá þetta fólk til þess að veita orku sinni i ýmsar erfiðar og áhættusamar iþrótta- greinar, t.d. útreiðar, sund og skiðaiökun. Þessar greinar er ekki hægt aö stunda með áfengi, en annars hallast þetta fólk yfir- leitt að léttri fristundaiðju á endurhæfingarheimilunum, eins og t.d. spilamennsku. Slikt er auðvelt að stunda með áfeng- inu og veitir hvergi hliðstæða útrás eða spennu.” „Nú er fikniefnaneyzla mikið til umræðu. Heldur þú af reynslu þinni, að það sé æski- legra að gefa sölu slíkra efna frjálsa?” „Ofnotkun ýmissa lyfja og efna er mikið vandamál, og þá ekki siður ofnotkun löglegra lyfja. Hins vegar held ég, að það sé ekki æskilegt að gefa frjálsa sölu á fikniefnum, þar sem rannsóknir á þeim eru ennþá mjög ófullnægjandi. Það hefur sýnt sig með ýmis lyf eða efni, sem fram hafa komið, eins og t.d. pilluna, að aukaverkanir og áhrif koma jafnvel ekki I ljós fyrr en eftir margra ára reynslu. En áfengis- og eitur- lyfjasjúklingar eru mjög erfiður hópur hvað endurhæfingu snert- ir, enda eru þeir sjaldnast i sambandi við stofnanir, sem geta aðstoðað þá, og leita ekki þangað fyrr en ástandið er orðið mjög alvarlegt. Það er ákaflega mismunandi að vinna með hin- um ýmsu hópum, þar sem sum- ir eru orönir til vegna félagslegs misréttis, aðrir vegna sálrænna áfalla og enn aðrir vegna líkam- legra eða andlegra ágalla eða „Spennan i erfiöum og áhættusömum iþróttum hjálpar áfengis- sjúklingum,” segir Joseph Wiiliams. slysa. Þess vegna standa þessir hópar félagslega mjög misjafn- lega að vigi”, sagði Joseph. Hann hefur unniö I mörg ár sem sérfræöingur á barnaspitala, en nú kennir hann við háskóla og á sæti i stjórn félagssamtaka endurhæfingarsérfræðinga i Bandarikjunum. Vinna með hina ýmsu hópa fer fram á ákaf- lega óliku sviði. Reynt er að vinna sem mest i samvinnu við lækna og sálfræðinga, en ekki siður aðstandendur einstak- lingsins. „Við reynum að styrkja tengsl viökomandi við þjóð- félagið og fá hann til þess að nýta þá möguleika, sem hann hefur bæði andlega og likam- lega,” sagði Joseph. „Leggið þið meiri áherzlu á andlega endurhæfingu en likamlega?” „Það er ákaflega mismun- andi eftir þvi hvert vandamálið er. Stundum er æskilegt að beina athyglinni frá hinu and- lega og reyna að byggja likam- ann upp og vekja áhuga á iþrótt- um, sem virkja bæði huga og likama. Að finna nýtt áhuga- mál, hvort sem það eru bækur, Iþróttir, tónlist eða eitthvað annað er mjög gefandi og beinir athyglinni inn á nýtt svið. Þaö er eðlilegt fyrir alla að starfa og eiga sér áhugamál, og þá ekki sizt fyrir þá, sem eiga við vandamál að striöa sem bein- linis koma i veg fyrir að ein- staklingurinn geti fengið eðli- lega útrás, andlega og likam- lega.” „Hvar byrjaði vinna við endurhæfingu á þessu sviöi?” „Þessi grein er ekki gömul, en segja má að hún hafi fyrst orðið til i siöari heimsstyrjöldinni, þegar hersjúkrahúsin fylltust af andlega og lfkamlega sjúkum hermönnum. Smátt og smátt hefur þetta svo færzt út á hin al- mennu sjúkrahús og til ýmissa hópa. En vinna við hermennina er alls ekki úr sögunni og við vitum ekki hvað viö eigum marga hermenn i Bandarikjun- um i dag, sem hafa veriö I Viet- nam og þurfa bæði andlega og likamlega endurhæfingu.” »» „Hversu mikill hluti Banda- rikjamanna þarf á hjálp ykkar að halda?” „Það má gera ráð fyrir að a.m.k. 10% af ibúum flestra landa þurfi einhvern tima á endurhæfingu að halda eða ein- hvers konar félagslegri þjón- ustu. Menn gera sér nú æ betur grein fyrir þvi, að allar stofnan- ir sem hýsa þjóðfélagshópa, sem eiga við likamleg, andleg eða félagsleg vandamál að striöa, jafnvel venjuleg sjúkra- hús, einangra einstaklingana oft miklu meira en ástæða er til. Það er geysilega mikið atriöi aö vinna stöðugt að sambandi sjúklinga eða þessara einstak- linga viðfjölskyldu sina og þjóð- félagið almennt. Þess vegna verður þessi þjónusta lika að halda áfram eftir að komið er út af þessum stofnunum. Allur sá gifurlegi fjöldi, sem slasast i bilslysum, einangrast oft lang timum saman á sjúkrahúsum og getur hlotið sálrænan skaða af. Heyrnardauft fólk og blint hefur oftast mjög takmarkaða möguleika á að taka þátt i lifi og starfi þjóðfélagsins eins og hinn fullhrausti borgari. Og þjóð- félagið gerir fjölda manns ósjálfbjarga, vegna þess að ekki er tekið tillit til þarfa þeirra. Fólk i hjólastólum, fólk með barnavagna, ófriskar konur, gamalt fólk og giktveikt, allir þessir aðilar eiga erfitt með að komast leiðar sinnar i stórborg- um vegna þess að þeir komast oft ekki, eða a.m.k. ekki með góðu móti, upp venjulegar tröppur. Þó hefur það sýnt sig, að hallandi brekkur við hlið trappna eru miklu meira gengn- ar, jafnvel af fullhraustu fólki, heldur en tröppurnar. Samt sem áður eru alltaf byggðar tröppur við allar opinberar byggingar, en sárasjaldan afllðandi brekk- ur,” sagði Joseph Williams að lokum. Við gátum ekki tafið hann lengur, þar sem hann var á förum til Bandarikjanna sam- dægurs, en hann átti mjög stutta viðdvöl hér á leið sinni frá Svi- þjóð, þar sem hann flutti fyrir- lestra um endurhæfingu. —ÞS Jafnvel fólk með lamaða fótleggi getur stundað iþróttir eins og blak. — segir Joseph Williams, sérfrœðingur í endurhœfingu og félagslegri þjónustu við sjúklinga og aðra þjóðfélagsþegna, sem eiga við vandamál að stríða

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.