Vísir - 26.09.1973, Blaðsíða 16
vísm
Miövikudagur 26. september 1973
/llörg stórmál /Igg/a
fyrir Hœstarétti:
30MÁL
BÍÐA
l*á cr Hæstiréttur búinn i
sumarleyfum. i fyrradag var
fyrsta máliö eftir sumarleyfi
tckið fyrir. Það var áfrýjun
skipstjórans á Arsæli Sigurössyni
(1K 320 vcgna dóms undirréttar
fyrir meintar veiðar i landhelgi.
Hæstiréttur staðfesti, dóm
undirréttar. Sekt að upphæð 60
þúsund krónur, og afli og veiðar-
færi gerð upptæk
„Við búumst við mörgum
málum i vetur. T.d. liggja 30 mál
þegar tilbúin til flutnings. Aftur á
móti er aðeins málflutningur þrjá
daga i viku”, sagði Björn Helga-
son, hæstaréttarritari i viðtali við
Visi.
„Það er talsvert af stórmálum
sem liggur fyrir. Búast má við
þvi, að vegna annrikis, þá dragist
það að afgreiða öll þau mál, sem
til réttarins koma”, sagði Björn.
Hæstiréttur er alltaf i sama
húsnæði. Björn sagði, aö það
húsnæði dygði fullvel, og engar
ráðagerðir væru um að flytja. Að
visu væru herbergi dómara full
litil. —óll
Stýrið var
ekki í
sambandi
— ekki fullkannað
hvort það hafi farið
úr sambandi á ferð
Stýrið á bllnum sem fór út af
Óshliöarvegi á sunnudaginn,
var úr sambandi.
Þegar farið var að skoða
bilinn, kom þetta I Ijós. Aftur
á móti mun ekki vcra hægt að
segja mcð fullri vissu, hvort
það hafi verið bilun I stýri,
sem olli þvl, að blllinn fór út
af.
ökuinaður bílsins er leigu-
bílstjóri og hefur ekið þennan
veg I mörg ár. Ekki hcfur enn
verið hægt að yfirheyra liann
til hlitar vcgna taugaáfalls,
sem liann hlaut.
Pilturinn, sem léíl I bll-
slysinu, hét Kristinn Haukur
Jóhannesson og átti heinia I
Innri-Miðhlið á Barðaströnd.
Hann vann i Bolungarvik.
Kristinn var ekki spenntur I
öryggisbelti og ekki heldur
ökumaðurinn eða stúlka sem
var farþegi.
Talið er, að Kristinn hafi
kastazt út úr bilnuin á miðri
leiö og lent undir bilnuin er
hann valt niður hliðina. —ÓH
Hœtta á flúoreitrun og
rœktun unnin fyrir gýg
— ef búfénaði hleypt á Heimaey, segir Magnús bœjarstjóri
„Reglugerð hefur
ekki verið staðfest um
þetta, en fyrstu árin
verður liklega að
banna búfénað hér úti i
Eyjum”, sagði Magnús
H. Magnússon, bæjar-
stjóri i Eyjum, þegar
við ræddum við hann i
morgun, en fyrir stuttu
siðan kom auglýsing i
blöðum þess efnis, að
bann væri lagt við bú-
fjárhaldi i Eyjum.
Magnús sagði, að tvær ástæð-
ur væru fyrir þessu banni. Hin
fyrri er sú, að hætta er á flúor-
eitrun, og sagði Magnús, að
fyrst yrði að minnsta kosti aö
rannsaka jaröveginn mjög vel,
áður en búfénaði væri hleypt á
hann.
önnur ástæðan er sú, að nú
hefur verið reynt með ærnum
tilkostnaði að rækta upp eyjuna,
og ef búfénaði væri hleypt um
allt, yrði það unniö fyrir gýg,
eins og Magnús sagði.
Reglugerð viðvfkjandi þessu
verður liklega lögð fram á
bæjarstjórnarfundi í Eyjum I
vikunni. útgerðarmaður nokkur
flutti hross sin út I Eyjar fyrir
nokkru, og var það áður en aug-
lýsingin birtist. Magnús sagði,
að hrossin væru úti i Stórhöfða,
þar sem minnst féll af vikri og
gjalli, en alls óvist væri, hvað
gert yrði við hrossin. Þó má bú-
ast við að þau verði send af
Heimaey aftur.
Magnús sagði, að reyndar
væri hægt að vera með búfénað
- ..u.uw, pj * 4 i-i au
giröa þar mjög vel. Sumir hafa
einnig talað um að vera með
búfénað i úteyjum kringum
Heimaey sjálfa, en Magnús
taldi óliklegt, að ekki þyrfti ein-
hvern tima að flytja fénaðinn til
Heimaeyjar á þvi timabili.-EA
Þessa mynd tók Guðmundur Sigfússon, þegar hestarnir stigu á land I Eyjum. Þeir eiga það ef til vill yfir
höfði sér að veröa fluttir þaðan aftur.
„FORDÆMUM EKKI
DRYKKJUSKEMMTANIR"
— en bjóðum bara
annað betra, segja
ungtemplarar
,, Margt fólk þckkir teinplara-
félagsskapinn ekkert og heldur
aðviðséum „fanatíkar” sem ekki
getum skemmt okkur. En það er
alls ekki svo. Við fordæmum ekki
drykkjuskemmlanir, en bjóðum
bara upp á annað betra”.
Þetta segir Sigriður Bjarna-
dóttir, gjaldkeri ungtemplara-
félagsins Hrannar i Reykjavik.
Og til að sýna og sanna fyrir fólki
hvers konar starfsemi það er,
sem templarar stunda, þá ætla
þeir að kynna starfið um næstu
helgar.
„Við byrjum hérna i Reykja-
vik. Við verðum i 8 skólum hér og
einum i Kópavogi. Við erum bara
að auglýsa starfsemina, kynna
hana, gefa fólki kost á að ganga i
félagsskapinn og sjá hvað við
bjóðum upp á”, sagði Sigriður i
viðtali við Visi.
Sigriður sagði, að það þýddi
ekkert að vera með félagsskap,
sem fólk þekkti ekki hvernig
starfaði.
„Fólk á öllum aldri ætti að
kynna sér þetta. Við verðum með
einn fulltrúa af hverri kynslóð i
hverjum hinna átta skóla. Einn,
sem er gamall í hettunni, einn,
sem er i miðjunni, og svo einn
nýbyrjaðan. Við hvetjum fólk til
að koma og spyrja okkur út úr”.
Breiðholtsskóli, Arbæjarskóli,
Austurbæjarskóli og Vighólaskóli
eru meðal þeirra skóla sem
ungtemplarar munu verða
staddir i á sunnudaginn. —ÓH
Hyggjast hefja útflutning á skartgripum
Nýtt fyrirtœki Ís-Spor hf., á laggirnar
„Þetta er ekki komið i gang
ennþá, en þetta verður litið iðn-
fyrirtæki, sein fyrst mun fram-
leiða ininnispeninga, félags-
inerki, verölaunapeninga og
annað slikt úr inálmum. Siðar
meir verður svo fariö út i skart-
gripi”, sagði Konráð Axelsson
Irainkvæindastjóri nýs fyrir-
ta-kis, sein nú er að komast á
laggiruar og hefur væntanlega
starlseiui sina uni áramót.
Fyrirtæki þetta nefnist Is-Spor
hf„ og verður fengin aðstoð lrá
sænsku fyrirtæki, sem á hlut i
fyrirtækinu ts-Spor.
Ekki er hægt áð segja, að út-
flutningur á islenzkum skart-
gripum hafi verið mikill til þessa,
en að undanförnu hefur þó verið
reynt að finna markað fyrir þá.
Litið er þó um vélar hér á landi til
vinnslu, og sagði Konráð, að
nauðsynlegt væri að fá aðstoð,
svo ekki yrði byrjað á tómum
tilraunum.
tslenzkir skartgripir hafa
reyndar verið seldir viða, en ekki
er hægt að tala um neitt magn
Lögreglan i Arbæjar- og Brcið-
lioltshverfi var á þönum I gærdag
við að sinna köllum fólks. t
ftestum tilfellum bað fólk uin, að
lögreglan gerði skýrslu um
skemmdir á bilum og húsum.
Svo virðist vera sem menn vilji
frekar hafa vaðið fyrir neðan sig i
nema til Bandaríkjanna. Konráð
sagði, að erfitt væri að byrja á
sliku, enda eru margar þjóðir
með sérstaka skartgripi.
A Norðurlöndunum skara
Finnar fram úr, en einnig má
nefna Dani og Svia, sem eru með
þessum efnum. Ef til kæmi, að
einhverjir opinberir aðilar bættu
tjón seinna meir, þá er nauðsyn-
legt að liafa skýrslur um það tjón,
sem oröið hcfur. Varla má búast
við þvi, að fótk biði með viðgerð á
skemmdum, þangaö til ákvörðun
verður tekin.
dálitið likan stil og tslendingar.
Konráð sagði einnig, að svo væri
með margt annað, t.d. húsgagna-
framleiðslu.
Um áramótin á svo verksmiðja
fyrirtækisins liklega að fara i
gang, sem fyrr segir.
—EA
Lögreglan er þó ekki viss um,
að skýrslur hennar verði teknar
góðar og gildar.
En þeir, sem hafa beðið um
slika skýrslugerð, hafa fengið
liana. Er þá skrilað niður það,
sein skemmdist i óveðrinu. Hér er
bæði um hús og bila að ræöa.ÓH
LÖGREGLAN GERIR SKÝRSLUR UM SKEMMDIR
LÍK KAFARANS FANNST RIKIÐ Á LAND
Llk Gunnars Kristjánssonar
kafara fannst i-gær.
Gunnar drukknaði 26. ágúst, er
hann vann við að bjarga flugvél-
inni, sem hrapaði I sjóinn undan
Sandgerði nokkrum dögum áður.
Félagar úr björgunarsveitinni
Sigurvon i Sandgerði fundu likið
niður undan Fuglavik, sem er um
2 kllómetra frá Sandgerði.
„Við höfum fylgzt með fjörum
siðan slysið varð. Eftir brimið um
helgina datt okkur i hug að eitt-
hvað hefði kannski borizt upp i
fjörur. Þess vegna fórum við af
stað I gærmorgun, og fundum þá
likið á þessum stað”, sagðí
Sigurður Guðjónsson, formaður
Sigurvonar, i viðtali við Visi i
morgun.
„Likið lá innan um alls konar
hluti sem bárust á land i briminu.
Meðal annars lá netadræsa rétt
hjá þvi. Við höfum þó enga
ástæðu til að ætla að likið hafi
verið fast i neti”.
Sigurður sagði einnig, að hluta
úr flugvélinni hefði rekið á land.
„Annars er það þannig hérna,
að það rekur helzt aldrei neitt á
fjörur. Þungir hlutir, sem liggja á
botni, eru þó liklegri til að berast
á land en annað. Þess vegna
gerðum við ráð fyrir, að likið
kynni alveg eins að reka i þessu
brimi. Oftast taka straumar allt
lauslegt i sjónum hérna, og bera
það fyrir Reykjanesið. Endar
sumt þá oft upp undir Mýrum”,
sagði Sigurður að lokum. —óH