Vísir - 26.09.1973, Blaðsíða 3

Vísir - 26.09.1973, Blaðsíða 3
Vlsir. Mi&vikudagur 26. september 1973 3 GAMLA STJÓRNARRÁÐSHÚSIÐ í UPPTÖKUSAL SJÓNVARPSINS — eins og það var á árunum áður, þegar það var tugthús Þá er gamla stjórnarráös- luisið komið inn i sjónvarp i allri sinni dýrð, eins og það leit út, á meðan það var tugthús þjóðar- innar á þvi herrans ári 1809. Það er Björn Björnsson, leik- myndateiknari, sem hefur gert þessa veglegu leikmynd að verki Gunnars M. Magnúss, „1 múrnum”, en upptökur á leik- ritinu' standa nú yfir. ,,1 múrnum” var upphaflega framhaldsleikrit fyrir útvarp. byggt að miklu á sannsögu- legum atburðum er gerðust fyrri hluta siðustu aldar. Leik- ritið er allmikið stytt fyrir sjón- varp, en það endar árið 1814, þegar tugthúsið var lagt niður. Björn Björnsson sagði i viðtali við blaðið, að leikmyndin væri með þeim stærstu, sem byggð hefði verið i upptökusal sjón- varpsins. Kvaðst hann hafa unniö leikmyndina út frá lýsingum á húsinu frá 1819, en það var að sjálfsögðu i allt öðru ástandi þá en það er i dag. Leik- stjóri að leikritinu er Helgi Skúlason, og leikendur eru mjög margir. Með nokkur helztu hlut- verkin fara Róbert Arnfinnsson, Jón Sigurbjörnsson, Gunnar Eyjólfsson, Nina Sveinsdóttir, Guörún Stephensen. Sólveig Hauksdóttir, Guðmundur Páls- son, Brynjólfur Jóhannesson, Sigurður Skúlason, Steindór Hjörleifsson, Jón Aðils og Valdi- mar Helgason. Auk þess má geta þess, að i gær kom nýstár- legur leikari inn i upptökusal- inn, en það var hestur, sem tekur þátt i leiknum, og mun það vera i fyrsta sinn, sem hross stigur fæti i upptökusal sjón- varpsins. Andrés Indriðason stjórnar upptökunum, sem gert er ráð fyrir að ljúki seinni hluta næstu viku. Ekki hefur ennþá verið ákveðið, hvenær verkið verður sýnt. —l»S Eitthvað likt þessu leit aðsetur forsætisráðherra út að innan fyrir svo sem cinni og hálfri öld, þegar það var tugthús landsmanna Þarna inni eru nokkrir tugthúslimir i leikriti Gunnars M. Magnúss „í inúrnum”. A myndinni sjáum við m.a. Jón Sigurbjörnsson Brynjólf Jóhannesson (á góifinu) Valdimar Helgason og Róbert Arnfinnsson. Leiklistarskóli SÁL hlýtur bróðabirgðastyrk — og er eini leiklistarskólinn í dag Leiklistarskóli SAL tekur nú til starfa annaö árið i röð, og hefur menntam álaráöuneytið veitt bráöabirgöastyrk til skólans, sem nú er eini leiklistarskólinn á landinu. Kennt verður í vetur I kjallara Tónabæjar, og hefur Æskuiýðsráð séð skólanum fyrir húsnæ&i. Skólinn er aö miklu leyti byggður á hugmyndum og reynslu, sem fengizt hefur á Norðurlöndunum um leiklistar- nám, og er umsjón skólans i höndum nemenda og allar ákvarðanir teknar á allsherjar- fundum, þar sem bæði nemendur og kcnnarar hafa atkvæðisrétt. Próf eru cngin i venjulegu formi, en kennarar gefa umsagnir. Ennþá er allt óljóst um væntan- legan ríkisleiklistarskóla, en i haust hafa leikhús borgarinnar rætt um hugsanlegan sameigin- legan leiklistarskóla til bráða- birgða, þar sem mikill skortur er að verða á leikurum af yngstu kynslóðinni. —ÞS ER ÞETTA NOG TIL STJORNMALASLITA? Arekstur varöskipsins Ægis og brezka herskipsins Lincoln varð myndatökumönnum drjúgt efni og búið er að senda kvikmyndina, sem sjón varpsm enn tóku á laugardaginn, tii sjónvarpsstööva um aiian heim. Nú þegar er búið aö sýna myndina i 158 sjónvarps- stöövum. Myndirnar hér aö ofan tók Jón Friðgeirsson, þegar Lincoln sigldi i veg fyrir Ægi i fyrra skiptið á laugardaginn. Hafði herskipið siglt samhliða Ægi nær allan daginn og oft komið mjög nærri að sögn Guðmundar Kjærnested skipherra á Ægi fyrir sjódómi i gær. Sagði Guðmundur til dæmis um nálægð skipanna, að um morgun- inn hefðu Bretarnir gert sig lik- lega til að varpa yfir til þeirra whisky flösku með kastlínu, en þeir þá siglt fram með herskipinu og ekki þáð hinar brezku guðaveigar. A myndunum hér að ofan sést, hvernig Lincoln kemur á mikilli ferð fram með bakborðshliö Ægis og sker stefnu þess. Að sögn skipherrans i sjó- prófunum haföi þetta oft gerzt áður um daginn, en varðskips- mönnum alltaf tekizt að koma i veg fyrir árekstur. I þetta skiptið rákust skipin saman þrátt fyrir að Ægi var beygt hart i stjórn og full ferð tekin aftur á. Rann stefni hans aftur með siðu herskipsins. Guðmundur tók fram, að her- skipið hefði einnig bakkaö, um þaö bil sem skipin rákust saman. —ÓG Orðsending fró Bjargróðasjóði til sveitarstjórna Sveitarstjórnir í þeim sveitarfélögum, þar sem meiri hóttar tjón urðu í óveðrinu aðfararnótt 24. þ.m., eru beðnar að hlutast til um dómkvaðningu matsmanna til að meta tjón af völdum óveðursins, þar eð slíkar matsgerðir verða lagðar til grundvallar umsóknum, sem berast kunna um fjórhagsaðstoð úr Bjargróðasjóði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.