Vísir - 29.09.1973, Blaðsíða 2

Vísir - 29.09.1973, Blaðsíða 2
Visir. Laugardagur 29. september 1973 2 VÍSIBSm: Hvað haldið þér að islcndingar ættu að gera til að auka ferða- mannastrauminn hingað? olafur Brynjólfsson, vcrka- maður: — bað ætti að reyna að auka öll þægindi fyrir erlenda ferðamenn. T.d. að byggja lúxushótel. Annars hef ég litið hugsað málið. Arni Sigurjónsson fulltrúi: — Ég veit það, að erlendir ierðamenn sækjast mikið i að íerðast um landið, vegna náttúrunnar og hreinleikans. Fólk virðist lfka vera ánægðast eftir slikar ferðir. Þvi viröist sem áherzlu mætti leggja á þær. Einnig mætti lika auka þægindin meira til að fá l'ólk með peninga hingað. ólafur Jónsson. bókari: — Mér finnst það mætti leggja mesta áherzlu á að luða feröamenn að með hreinleika og fegurð landsins. En það þarf að halda iandinu hreinu. bað þarf enga lúxusstaði, en það má bæta vönt- un á sliku upp með þvi að bjóða ýmiss konar sport. Asgeir borbjörnsson, húsvörður: — Við eigum að kappkosta að halda landinu hreinu og jafn i'ögru og óspilltu og áður. Þá fáurn við fleiri og l'leiri ferðamenn til landsins, og margir koma aftur. Margrét Asgeirsdóttir: —Það má leggja sérstaka áherzlu i aug- lýsingum á það, sem er svo sér- stætt hér á landi, t.d. fossa, hveri, og náttúruna i heild sinni. Ég held ekki að lúxusstaðir laði ferða- menn aö. Fólk hefur gaman af ýmiss konar erfiðleikum og svaðilförum. Lelfur Þorsteinsson, ljós- myndari: — Ég vil helzt ekki fá þá hingað. Ég hef verið erlendis, og veit hvernig það er að hafa borgir yfirfullar af túristum. bað er hryllilegt. Fyrir utan það vex svo oft alls konar leiðinda „bis- niss” upp i kringum þetta. Kynntust í Gullfossferð reka nó íslendinga og Finnahótel f Höfn Rolf er þegar farinn að hug- leiða viðtækari rekstur. Á eyjunni Bornholm hefur hann tryggt sér land og þar hyggst hann byggja gistihús og dregur fram teikningu máli sinu til skýringar. „Húsið á að rísa við ströndina, og ná að hálfu leyti út i sjó. Bornholm er mjög miðsvæðis og þaðan er auðvelt að komast til nálægra landa, Sviþjóðar, Finnlands, Eystra- saltslandanna, Póllands og býzkalands. Sannleikurinn er sá, að þegar menn hafa dvalizt hér í Kaupmannahöfn i nokkra daga eru þeir orðnir leiðir, og þá er gott að geta boðið þeim dvöl á Bornholm og það hyggst ég einmitt gera, við islenzka og finnska ferðamenn. Eyjan er friðsæl og laus við allan skarkala, hin heppilegasta til að eyða menningarsjúkdómn- um, streitunni.” Hvenær þeim áfanga yrði náð, gátu þau ekki sagt með neinnivissu, — en Rolf hlakkaði til að takast á við vandann, sem hann ætlar að ráða fram úr, að mestu með eigin höndum, og llclga og Itolf, ásamt ungum syni þeirra hjóna, sem eflaust er framtlðar „vert” á hótelinu þeirra. sinna nánustu. (Ljósmynd emm) -emm. „Fólk ákveður að fara til Kaupmanna- hafnar, en veit siðan litið sem ekkert hvernig það á að verja timanum, eða hvert það á að fara til að njóta þess, sem borgin hefur upp á að bjóða. Mörgum íslendingi reynist erfitt að tjá sig á danskri tungu, en það hefur komið sér vel fyrir þá, að svo til allt starfsfólkið hér á gistihúsinu er islenzkt og getur þvi leiðbeint og liðsinnt mönnum i borginni og okkur hefur verið sérstök ánægja að hafa getað veitt slika þjónustu.” Þetta mælti íslenzk kona, Helga Benediktsdóttir, frá Akureyri, sem á og rekur gisti húsið, Falcon við Vester- brogade i Kaupmannahöfn ásamt finnskum manni sinum, Rolf Madsen, er við ræddum við þau. En okkur rak i rogastans, er okkur var svarað á islenzku, þegar við vorum að bögglast við að slá um okkur á dönsku þar á gistihúsinu. „Við kynntumst á Gullfossi,” sagði Helga, „ég var að koma frá Englandi”, „og ég frá Dan- mörku,” sagði Rolf. Þetta var ást við fyrstu sýn, — gagn- kvæm,” sögðu þau bæði. Og Rolf hélt áfram. „Astæðan fyrir Islandsferð minni var sú að mig fýsti að kynnast öllum Norður- löndunum. Ég er fæddur i Finn- landi fluttist ungur til Dan- merkur, en hafði dvalizt á Norðurlöndunum, nema Islandi, þegar við kynntumst. Siðan hóf- um við búskap. Eigum við tveggja ára dvöl á Grænlandi að baki, þar sem ég vann við raf- virkjun, sem er mitt fag.” Helga sagðist vel geta hugsað sér að búa þar ef svo bæri undir „en við förum þangað varla héðan af. Lif manna er þar batnandi. Danir fara orðið betur með þá en áður.” „Við vorum að velta fyrir okkur hvar við ættum að setja okkur niður, þegar við sáum auglýsingu i blaði þess efnis, að þetta hús væri til sölu. Eftir að hafa skoðað, þá ákváðum við að reyna að hefja hér rekstur gisti húss”, sagði Rolf, „en það er geysileg vinna að endur- byggja,” bætti hann við og strauk ennið. „Ég varð að leggja nótt við dag I eitt ár við að endurnýja allt innanhúss. Ég held, að rörin, sem ég hef lagt, séu einir 5 km, og annað eftir þvi. Þetta hefur þvi gengið eftir vonum. Va'ndamálin þekkti ég ekki þegar ég byrjaði, svo ekk- ert lá annaðfyrir enað leysa þau.” „Við opnuðum i júni, ’72,” sagði Helga, „en framan af gekk rekstúrinn heldur hægt eða þar til við komust i sam- band við islenzka ferðaskrif- stofu. Siðan hefur verið ærið að starfa og um 40% allra gesta eru landar minir, enda er is- lenzka og finnska töluð meira en danska i okkar húsum.” Skor dauða manninn! ,, Hann lá bara í götunni. Ein- hver haföi þó vist hringt i lög- regluna. Enginn vissi, hvað að honum var. Allir stóðu álengdar og horfðu á hann, eins og væri hann Hk. Hver þeirra hugsaði með sér: ,,Ég þekki hann ckki neitt. Mér kemur þetta ekkert við. Hvað ætli sé aö? — Bezt að hinkra við og sjá, hvaða endi þetta fær?” Hann lá þarna I sparifötunum. Það var laust fyrir hádegi. Hann missir af hádegismatnum i dag! „Svona er það, þegar menn koma sér aldrei heim úr næturpartíunum,” hugsar kannski einhver. „Nci, biðið við. Ilann er ekki dauður. Hann hreyfði hendina. ...Nci, það tekur þvi ekki að missa af matartimanum yfir þessu, fyrst lögreglan kemur ekki..” En eftir rúmt kortér kemur lögreglan. Verðir laganna lita á manninn, og augnaráðið leynir ekki hugsunum þeirra. „Enn einn vandræðagemsinn.” — Þeir vita bersýnilega ekki, að sá sem þarna liggur er HJARTA- SJÚKLINGUR. Ekki alls fyrir löngu hafði hann fengið tvö alvarleg köst. Snarræði nærstaddra bjargaði honum i þau skiptin. Enginn þarna gerir sér grein fyrir þessu. Þótt hann búi skammt frá, þá er enginn úr hópnum, sem veit á honum deili. — Konan hans mátti ekki vera að þvi að fara með honum I morgungönguna aö þessu sinni, enda virtist hann vera kominn vel á bataveg. „Þið eruð að fremja morð,” hrópar einhver, sem allt i einu ber þarna að, leggur úlpu yfir manninn liggjandi. „Ef við ætluðum aö kalla á sjúkrabil í hvert skipti, sem ein- hver undir áhrifum áfengis dettur i götuna, þá verður ekki séð fyrir endann á þvi,” segir einhver afsakandi. Annar stundarfjórðungur er liðinn, og nú ber að sjúkrabil. Sjúkraliðarnir stökkva út, en...Hann er dauður,” sker einn þeirra úr, og þeir skilja hann eftir. Þetta er ekki lik- flutningavagn, og það tekur þvi ekki að eyða tima i lik. Þriðji stundarfjórðungurinn er liöinn, og nú þarf lögreglan að hirða likið af götunni og koma þvi I likhúsið. Þó hefur enginn læknir litiö á manninn, ekki einu sinni til að ganga úr skugga um, hvort hann sé örugglega dauður. Kannski kemur læknirinn við I likhúsinu á leiðinni úr mat. Góðir samborgarar! Sýnir ekki þetta hræðilega atvik, eitt af tugum sams konar, sem ger- ast hér árlega, að eitthvað mjög alvarlegt er að hjá okkur? Hver ber sökina? — Drykkju- mennirnir, þvi að lögreglan þreytist á útköllum þeirra vegna og freistast til að setja aðra undir sama hattinn eða vegna ónákvæmra upplýsinga frá tilkynnendum? Nei, ég og þú, lesandi góður — við berum ábyrgðina. Vegna þess að við horfum ÞEGJANDI upp á ófullkomið skipulag og vanrækslu þess opinbera. Hið opinbera er nefni- lega ekkert annað en spegil- mynd af okkur sjálfum, af- skiptaleysið. Ef við fylgjumst ekki með, ef viö bendum ekki á leiðir til úr- bóta, ef við krefjumst þess ekki, að hið opinbera sýni betri for- ystuhæfileika, þá er það okkur sjálfum að kenna, þegar mannslif glatast -vegna slíks grátlegs sinnuleysis og þess, sem ég var að reyna að lýsa hér að ofan. Mannslifið er dýrmætt, og þvi eiga öll önnur útgjöld aö vikja fyrir þvi, sem sanna má, að get- ur sparað mörg mannsllf. — Tökum sem dæmi hjartabilinn. Sitthvað fleira mætti telja. A meöan þessi tæki eru ekki kom- in i gagnið, erum við með okkar afskipta- og sinnuleysi samsek. I minum augum samsek um morð. Þótt ekki væri nema eitt smá- atriði, eins og að láta sykur- sjúka og hjartveika bera á s(jr einhver auðkenni (líkt og blinda), sem gerði ókunnugum kleift að átta sig á, að hverju þeir komi...þótt ekki væri annað en koma sliku á, þá væri það visst öryggi.” Mats Wibe Lund jr.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.