Vísir - 29.09.1973, Blaðsíða 1

Vísir - 29.09.1973, Blaðsíða 1
VÍSIR (>:i. árg. — Laugardagur 29. september 1973 — 224. tbl. Þrjár rollur úrskurð- aðar „í varðhald" — baksíða Byrne lœrði á Spasskí í Reykjavík — sjá skákfrétt á bls. 14 ☆ Hjartasjúkl- ingur — ekki drykkjumaður MaOur sem liggur ósjálf- bjarga á götunni, þarf ekki endilega aö vera undir áhrifum áfengis. Mats Wibe- Lund, ljósmyndari, skrifar lesendabréf f dag þar sem hann greinir frá einu sliku atviki. Maöurinn, sem menn virtust ekki vilja skipta sér oi mikiö af, var hjartasjúk- lingur, ekki drykkjumaöur. Maöurinn lézt þarna á götunni. — SJABLS. 2 ☆ Með sumar- stúlkum í búðarúpi - bls. 3 FJÖR í POPPINU Það er fjör i poppinu i dag, eins og kemur fram i skrifum Steinars Berg i Popp-punktum blaösins. Þar segir liann frá þvi nýjasta frá liánk Williams, Stevic Wonder og Nazareth. Og svo, siöast en ekki sizt, nýju hljómplötunni, sem Magnús Kjartansson hefur sett á markaöinn með frumsömd- um lögum. Sjá bis. 8. Hér er blökkusöngvarinn Stevie Wonder, sem fjallaö er um i Popp-punktum i dag. Fátt freistar meira Ilvað er girnilegra i augum ungs manns en einmitt heljarstór drullupollur cins og sá, sem hann er aö leika sér i, strákurinn á myndinni? Liklega er þaö fátt, sem freistar eins og pollurinn. í honum sér sá litli kannski heilt úthaf, þar sem hann siglir fleyi sinu og vatniö hlandaö hæfilega meö sandi gctur oröiö aö bezta byggingarefni i skýjakljúfa og draumaborgir. l>aö er komiö haust og allra veöra von. Þrátt'fyrir frostiö undanfarnar nætur iná þó gleöja liina ungu samborgara meö þvi, aö trúlega eiga margir pollar eftir að myndast á næstunni, — og vissulega eru það slæmar fréttir fyrir mæður snáöanna, sem sjá um útgerðina á þeim. Goslok haldin í Eyjum í Gostímabilið á enda. Meira lif færist yfir miöbæinn i Vestmannaeyjum, og nú er búiö aö opna pósthúsiö þar. Pósthúsiö og siminn voru i sama húsnæöi fyrir gos en opnaðir vcröa 5 simar eöa simabox. Þangaö geta menn komiö og hringt út á land, ef þeir vilja, cn simstöðin sjálf er ennþá til húsa i gagnfræöaskólanum. Goslok verða haldin i Eyjum á morgun. Dansleikur verður haldinn i Alþýðuhúsinu i kaupstaðnum, og veröa sjálfsagt kvöld! Póstur og sími opna fengnar hljómsveitir og skemmtiatriði héðan.úr Reykja- vík eða annars staðar að af landinu. Svo hafa Eyjamenn sjálfsagt eitthvað heimatilbúið lika. Fréttaritarinn okkar i Eyjum, Guðmundur Sigfússon, sagði okkur, aö meö þessu væri eigin- lega veriðað kveðja gostimabilið. Viðlagasjóð og fleira, og mannlifið færðist nú i eðlilegra horf. -EA SJÁLFSMORÐ JUKUST UJI/I Þessar tölur koma fram i árs- skýrslu heilbrigðismálaráðs fyrir árið 1972. Þá kemur einnig fram, aö yfir allt árið 1972 komu 31844 slysatilfelli á slysadeildina, en árið áður 26290. Lætur þvi nærri að 1/3 hluti ibúa Stór-Reykjavik- ur hafi heimsótt slysadeildina á siðasta ári, en að sjálfsögðu koma sumir oftar en einu sinni. 1134 komu á deildina vegna fiknilyfja- eöa áfengisneyzlu árið 1972, en 704 árið áður. Þá komu á deildina á siöasta ári 44, sem hlotið höföu mein af hita, kulda, hungri, bil- veiki eöa sjóveiki, en áriö áður aöeins 7 manns af sömu sökum. i sumum tilfellum er um aö ræöa fækkum á slysum, td. komu mun fleiri á deildina vegna eitrunar áriö 1971 en 1972. Þá kemur einnig fram i skýrsl- unni, að á húð- og kvensjúkdóma- deild Heilsuverndarstöðvarinnar komu árið 1972 623 manns, þar af 497 vegna gruns um kynsjúk- dóma. Voru 308 rannsakaðir vegna gruns um kynsjúkdóma, 210 karlar og 98 konur. Reyndust 157 hafa lekanda, 4 sárasótt og 18 aöra kynsjúkdóma. Eru karl- mennirnir i yfirgnæfandi meiri- hluta i öllum tilfelium. 1 kona reyndist hafa sárasótt en 35 konur höfðu lekanda. Er hér um að ræða nokkra aukningu á kynsjúkdóm- um frá sfðasta ári. Til samanb. má geta, að árið 1963 voru 132 með kynsjúkdóma, en áriö 1971 143. Hæst varð talan áriö 1966 en þá voru 203 meö kynsjúkdóma. — ÞS. Sjálfsmoröstilraunir voru 31 áriö 1972, en áriö 1971 voru skráö- ar 23 sjálfsmoröstilraunir, hjá slysadeild Borgarspitalans. Er hér um aö ræöa nær þriöjungs aukningu á einu ári, en i flestum tilfellum var hægt aö bjarga Iffi viökomandi. Þá voru á árinu 1972 skráö 5 manndrápstilfelli hjá slysadeildinni, en ekkert áriö áö- ur. Er hér um aö ræöa manndráp af gáleysi. SLIT STJÓRNMÁLASAMBANDS VIÐ BRETA: SNERTIR ALMENNING LÍTIÐ Almenningur ætti ekki aö þurfa að verða teljandi var við slit stjórnmálasambands viö Bretland, nema til komi meiri aðgerðir, sem ekki er ráð fyrir gert á þessu stigi. Viöskipti öll, samgöngur og önnur þau sam- skipti, sem almenning varöa beinlfnis, eiga aö geta haldiö áfram óbreytt. 1 slitum á stjórnmálasam- bandi, sem koma til fram- kvæmda á miðvikudag, ef ekkert óvænt gerist, felst ekki annað en það, að sendiráðunum verður lokað. Viðskipti Islend- inga og Breta, verzlun og annað, fara að jafnaði fram án þess að sendiráð hafi afskipti af, og mun svo verða áfram. Auk þess munu ræðismanns- skrifstofur bara taka við stærra hlutverki en áður. Þá munu tveir starfsmenn islenzka sendi- ráðsins i London verða færðir yfir i norska sendiráðiö og það sendiráð annast fyrirgreiðslu fyrir islendinga, þegar þarf. Bretar munu fá eitthvert erlent sendiráð i Reykjavik til að gæta hagsmuna sinna, þegar þörf gerist. Þannig hafa slit á stjórn- málasambandi engin teljandi áhrif á viðskipti landanna. Þau eru hins vegar mjög sterk for- dæming á framferði Breta og hafa mjög mikið pólitiskt gildi i deilunni. Um þau verður fjallað i fjölmiðlum hvarvetna i heiminum. Þau geta farið að koma viö almenning, ef Bretar gripa til dæmis til „hefndaraðgerða”. Hins vegar munu forráðamenn hér ekki gera ráð fyrir þeim aö svo stoddu. Þvert á móti héfur Heath for- sætisráðherra Breta á elleftu stundu reynt að draga úr viðsjám með bréfi til ólafs Jóhannessonar. Þar stingur Heath upp á þvi, að floti Breta athafni sig ekki innan 50 milna gegn þvi að varðskip láti brezku togarana þar afskiptalausa. Heath lýsir einnig harmi sinum vegna dauðaslyssins á Ægi, sem hafi verið óbein afleiðing átaka á miðunum. *HH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.