Vísir - 29.09.1973, Blaðsíða 16

Vísir - 29.09.1973, Blaðsíða 16
16 _______________ Vísir. Laugardagur 29. september 1973 í DAG | í KVÖLP | í DAG | I KVÖLD | í DAG Sjónvarp kl. 21,30: Á gömlum glœpaslóðum: MINNIS- LAUS OG REYNIR AÐ GRAFA UPP FORTÍÐ SÍNA Þeim, sem hafa hugsað se'r aö láta fara vel um sig I kvöld og hreiðra um sig fyrir framan sjón- varpstækið I stað þess að heimsækja kunningja eða ein- hvern skemmtistaðinn, verður boðiö upp á kvikmynd frá árinu 1946. Kvikmynd þessi er bandarisk sakamálamynd og er byggö á sögu eftir Marvin Borowsky. Hún segir frá ungum, bandariskum sjóliöa, sem er lagöur inn á hersjúkrahús. Hann nær fljótlega fullum likamlegum bata, en þjá- ist af algjöru minnisleysi. Hann ákveður að reyna að grafa upp heimildir um fortið sina, en einu gögnin, sem hann hefur i höndunum, eru beiskjublandiö bréf frá stúlku, sem virðist hafa hataö hann, og annað álika dular- fullt bréf með undirskriftinni „Larry Carvat”. Leikstjóri er Joseph L. Mankiewicez. Aðalhtutverk leika þau John Hodiak, Richard Conte, Nancie Guild og Lloyd Nolan. Kvikmyndin hefst kl. 21.30 og nefnist A gömlum glæpaslóðum. — EA. Sjónvarp, sunnudag kl. 17,20: . . . Við heyrum og sjóum Melanie aftur! Bandarlska vlsnasöngkonan Meianic hefur orðið vin- sæl hér á tslandi, sem ann- ars staöar. Hin sérkennilega rödd hennar og skemmtileg og frjálsleg ljóö og lög falla flest- um sem heyra vel I geö, og sjálf virðist hún mjög geö- þekk. Mjög margar plötur hafa veriö gefnar út meö söng hennar, og þær fást I flcstum hljómplötuverzlunum hér- lendis. Við fáum að heyra og sjá Melanie I sjónvarpinu á morg- un, en þessi þáttur er endur- tekinn. Veröa áreiöanlega margir, sem misstu af honum 15. ágúst sl., fegnir þvi. Þátturinn er á dagskrá kl. 17.20. — EA. Sjónvarp, kl. 20,50 í kvöld: EITTHVAÐ FYRIR BALLETTUNNENDUR! Það er ekki ikið um að ballett sé sýnd- ur I sjónvarp- , en þó fá ballettunnendur einstöku sinn- um að sjá ýmsa i þess . Einn slik- ur er á dagskrá sjónvarpsins i kvöld, og hefst hann klukkan 20.50. Sjónvarps- ttur þessi er sænskur, og nefnist „En fauns ettermid- dag.” Ballett ssi er eftir Björn Holmgren og er saminn við tón- list eftir Ciaude Debussy. Flytjendur eru dansararnir Siv Ander og Jens Graff og Sinfóniuhijóm- sveit sænska út- varpsins. -EA. ' M ÚTVARP • Laugardagur 29. september 7.00 Morgunútvarp. Veðurfrégnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00. Morgunbæn barn- anna kl. 8.45: Vilborg Dag- bjartsdóttir les tvö ævintýr. Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög á milli liöa. Tónleikar kl. 10.25. Morgunkaffiö kl. 10.50. Þorsteinn Hannesson og gestir hans ræða um út- varpsdagskrána. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Óskalög sjúklinga. Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. 14.30 A Iþróttavellinum. Jón Asgeirsson segir frá. 15.00 Vikan, sem var. Umsjónarmaður: Páll Heiðar Jónsson. 16.00 Fréttir. 16.15 veðurfregnir. TIu á toppnum. Orn Petersen sér um dæguriagaþátt. 17.20 i umferöinni. Þáttur i umsjá Jóns B. Gunnlaugs- sonar. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Edith Piaf - saga af söngkonu. Vilmundur Gylfason sér um þáttinn. 20.00 Tónlist eftir Franz Schubert. Sinfóniuhljóm- sveit útvarpsins i Munchen leikur léttklassisk tónverk. Einleikari á píanó: Senta Benesch. Stjórnendur: Hans Mollkan og Kurt Striegler. 20.25 Gaman af gömlum blöðum. Umsjón: Loftur Guömundsson. 21.05 Hijómplöturabb. Guðmundur Jónsson bregð- ur plötum á fóninn. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Eyja- pistill. 22.35 Danslög. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. SJÓNVARP • Laugardagur 29. september 18.00 Enska knattspyrnan. 18.50 Hlé. 20.00 Fréttir. 20.20 Vcöur og auglýsingar. 20.25 Söngelska fjölskyldan. Bandariskur söngvamynda- flokkur i léttum tón. Þýö- andi Guðrún Jörundsdóttir. 20.50 ,,En fauns ettermid- dag”. Ballett eitir Björn Holmgren, saminn viö tón- list eftir Claude Debussy. Flytjendur dansararnir Siv Ander og Jens Graff og Sinfóniuhljómsveit sænska útvarpsins. (Nordvision — Sænska sjónvarpið). 21.00 Vatniöog við. Bandarisk fræðslumynd um vatnsnotk- un mannkynsins og tilraunir til að fyrirbyggja vatns- mengun og vatnsskort. Þýð- andi og þulur Karl Guö- mundsson. 21.30 A gömlum glæpaslóðum. (Somewhere in the Night). Bandarisk sakamálamynd frá árinu 1946, byggö á sögu eftir Marvin Borowsky. Leikstjóri Joseph L. Mankiewicz. Aöalhlutverk John Hodiak, Richard Conte, Nancie Guild og Lloyd Nolan. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. Ungur, bandariskur sjóliöi er lagð- ur inn á hersjúkrahús. Hann nær fljótlega fullum likam- legum bata, en þjáist af al- gjöru minnisleysi. Hann ákveður að reyna að grafa upp heimildir um fortiö sina, en einu gögnin, sem hann hefur i höndunum, eru beiskjublandiö bréf frá stúlku, sem virðist hafa hatað hann, og annað álika dularfullt bréf með undir- skriftinni „Larry Carvat”. 23.15 Dagskrárlok. Útvarp kl. 15,00 í dag: ÞÁTTUR PÁLS HEIÐARS, „VIKAN SEM VAR RITHÖFUNDA- DEILUR OFL... Hinn ágæti þáttur Páls Heiðars, „Vikan, sem var”, er á dagskrá útvarpsins i dag klukk- an þrjú. Þáttur Páls nýtur orðið geysimik- illa vinsælda, enda er óhætt að segja, að hann er einn sá allra bezti, sem við hlustum á. Viö ræddum stuttlega við Pál, og forvitnuðumst um það, hvað hann hefði hugsað sér að bera fram fyrir hlustendur nú. Hann fræddi okkur á þvi, að meöal annars kæmi fram Thor Vilhjálmsson rithöfundur, og minnist hann Pablo Nerúda i stuttri hugleiðingu. Páll Heiðar mun fjalla um deilur rithöfundafélaganna, og leggur spurningar fyrir Sigurð A. Magnússon og Armann Kr. Einarsson sinn i hvoru lagi, en skeytir siðan viötölin saman. Siðan verður viOtal við þing- manninn Lawrence Reed,, sem var hér staddur á dögunum, og ennfremur verða svo fastir lið- ir, eins og dagbók, sem Kristján Arnason, kennari við Menntaskólann á Laugarvatni les að þessu sinni, og svo gullkornin. Það má geta þess, að Kristján Arnason þýddi með- al annars Lýsiströtu. Fleira verður á boðstólum i þættinum, en við fáum að heyra það i dag kl. þrjú. — EA.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.