Vísir - 29.09.1973, Blaðsíða 8

Vísir - 29.09.1973, Blaðsíða 8
Ilann hcfur spilaft inch riestum hinna frægustu, samiö mörg hc/.tu rokk-lögin, scm fram hafa komiö — og cr talinn cinn bezti píanólcikari starfandi i rokkinu.... „HSSA RÖDD HEFÉG HEYRT Hank Wilson: Hank Wilsons Back Vol. 1. Hank Wilson! „Aldrei heyrt hans getiö”, hugsa eflaust allir, sem sjá, aö til er plata meö Hank. En sennilega myndu flestir lika hugsa: „bessa rödd hef ég heyrt áður,” ef þeir heyröu þessa fyrstu plötu hans. Hver skyldi þessi Hank Wilson annars vera? Haldib þið, aö Hank Wilson sé eitthvert smástirni? Nei, þvi fer fjarri. Hann er ein af skærustu rokk- stjörnunum i dag. Hann hefur spilaö með flestöllum hinum frægu rokk-stjörnum. Hann hefur samiö mörg beztu rokk- lög, sem samin hafa verið, bæöifyrirsig og aöra. Iiann er talinn einn bezti pianöleikari starfandi i rokk-músikirni, og hann hefur eina sérstæðustu söngrödd, sem fyrirfinnst. Þú, sem þetta lest, ert ef til vill farinn að hafa áhyggjur af þvi að þú hafir verið fjarstadd- ur, þegar Hank Wilson gerði alla þessa stóru hluti. En þú getur veriö rólegur, þvi Hank Wilson á sér annað nafn, öllu frægara. Þaö skiptir ekki máli, ÁÐUR" hvort þú þekkir Hank Wilson, eöa Leon Russell , þótt nöfnin séu tvö, þá eru þau bæði notuð af sama manninum. Já, Leon Russell er kominn með nýja plötu, þó hann hafi verið að senda frá sér þriggja platna albúm fyrir rúmum þremur mánuöum. I þetta skiptið er það stúdió-plata, og það, sem platan hefur að geyma, er eingöngu country lög, lög er Leon heldur senni- lega mikið upp á, enda eru þetta allt saman frábær lög. Hann er ekki við eina fjölina felldur, hann Leon. Hverjum gat dottið i hug, eftir „live” plöturnar, að það næsta frá hon- um yrbi yfirveguð og afslöppuð country-plata. Leon sér ein- göngu um sönginn á þessari plötu, og hefur sjaldan gert betur, en hljóðfæraleikinn eftir- lætur hann völdum mönnum. Enda er útkoman á öllu saman sérdeilis frábær. Flest iaganna á plötunni eru ódauðleg og bæði það og meðferð Leons á þeim verður örugglega til þess, að þessi plata á eftir að komast i snertingu við ódauðleikann. Visir. Laugardagur 29. september 1973 Á vinsœldalistann með lag Magnúsar! trommuleikur Hrólfs smekkleg- ur. Ég hef áður sagt þaö, að mér finnst Magnúsi hafa farið mikiö fram sem söngvari, og er það I fullu gildi. Hann syngur bæði lögin ágætlega. „I Know It’ s True” syngur hann nákvæm- lega eins og á að syngja lagið, og sama gildir einnig fyrir um „I Didn’t Know”. En þar syng- ur hann lagið hálf-drafandi röddu, og fer það vel, þvi lagið á örugglega eftir að verða vinsælt I diskótekum landsins. Af hverju að minnast á þetta? Jú, vegna þess að ég er alls ekki sammála Magnúsi, að nafngiftin „Aumingi” hæfi laginu. Lagiö er að visu ekki flókin smið, en einfalt getur lika verið gott. Mér finnst gaman að laginu, þó efniviöurinn sé ekki stórbrotinn, hvorki lag né texti, þá er meöferð Magga og Co á laginu mjög skemmtileg. Lagið er mjög liklegt til vinsælda og á örugglega eftir að komast hátt á islenzka vinsældalistann og ætti sennilega möguleika viðar, ef fleiri fengju tækifæri til að heyra, aðrir en við Islendingar. Þaö gerir samt plötuna miklu meira en þyngdar sinnar virði, að lagið á B. hliöinni, „I Know It’s Ture” það lag finnst mér miklu „heitara” l^ig, og heföi ég ....ég er alls ekki sammála Magnúsi, að nafngiftin ..uumingi" hæfi laginu „I Didn't Know”........ Ég verð að byrja á þvi að segja, aö ég er dálitið undrandi á Magnúsi Kjartanssyni. Hann lét nefnilega hafa það eftir sér, að áður en hann gæfi út LP plötuna.sem bann hefur nýlokið við, ætlaði hann að gefa út „aumingja” á litilli plötu. „Auminginn” mun vera lagið „I Didn’t Know”, sem teflt er fram á A hliö þessarar plötu, Mér finnst, að ef ^einhver vill kalla „I Didn’t Know” aumingja, þá þeir um þaö. En Magnús hefði átt að vera sá siðasti til að láta hafa slikt eftir sér. fengið að ráða hefði ég sett „I Know It’ s True” i heiðurs- sessinn, hinum megin á plöt- unni. Ég skora hér með á örn Petersen, vin minn, aö gefa laginu tækifæri til að spreyta sig á vinsældalistanum, en ég er viss um, að ef „I Know It’ s True” yröi teflt fram.yrðu vin- sældir lagsins bæði miklar og langlifar. Hljómburöur á plötunni er allur eins og bezt verður á kosið, einnig hljóðfæraleikur allur. Sérstaklega finnst mér IR HÆGT AÐ ÆTLAST TIL AÐ HANN NÁI HÆRRA? Ef tónlistarmaöur i dag er spuröur: Hvaö finnst þér þaö athyglisverðasta i popp- músikinni? er svariö nærri undantekningalaust: „Það sem Stevie Wonder er að gera.” Eða hvað haldið þið að það þýði, blindraletriö aftan á siðustu plötu Paul McCartneys, ..Red Rose Speedway”? Þar stendur „We love you, baby”, og er til- einkaö hverjum? Jú, rétt til getið, Stevie Wonder. Þó mér finnist „Innervisions ekki gefa tveim siöustu plötum hans eftir, er ég viss um ab mörgum muni ekki finnast eins mikið koma til þessarar plötu og „Talking Book”. En til hvers er hægt að ætlast af manninum? Á hver plata hans eftir aðra að koma fólki til að gapa af undr- un? Er hægt að ætlast til, að hann nái hærra, þegar hann er á toppnum? Á „Innervisions” er góð músik, og svo lengi sem Stevie Wonder heldur áfram að framleiða góöa músik er ég ánægður. Á „Innervisions” er kannski ekkert lag, sem er eins liklegt til vinsældar og t d. ..Vou are the Sunshine of My Lil'e". en i heildina finnst mér luin ekki siðri en hinar Irægu plötur hans þar á undan. Fyrsti kafli er ,, Music of My Mind,,, annar kafli er „Talking Book og nú höfum við þriðja kafla, „Innervisions,,. Ég veit ekki, hvað kaflarnir verða margir, en ef þeir verða eins góðir og hinir þrir fyrstu, fylgist ég með til söguloka. ÞRJÚ ÁR í ÞRÆLKUNARVINNU Nazareth: Ilazamanaz. Hverri eldingu fylgir þruma, það hljóta allir að vita- eftir ó- veðrið, sem geisaði hér um siðustu helgi. Utan á Razamanaz, hinni nýju plötu Nazareth, er mynd af eldingu, og auövitað fylgir þruma eldingunni. Þeim félögunum i Nazareth dytti varla i hug að fara aö brjóta eitt af helztu náttúrulögmálunum. Eftir aö ég haföi hlustað á fyrsta lagið á „Razamanaz”, lagið sem platan er kölluö eftir, datt mér i hug, að ef eitthvert orð lýsti þvi vel, sem Nazareth er að gera væri það orðið þrumurokk, þvi þetta titillag plotunnar er með einsdæmum kraftmikið lag. Eftiraðég haföi svo hlustað á alla plötuna komst ég að þvi, að þetta gilti ekki bara fyrir þetta eina lag, heldur alla plötuna I heild. Þetta er þriðja plata Nazareth, en sú fyrsta sem hefur opnað augu manná fyrir þvi, að Nazareth er ekki bara heimaborg frelsarans, heldur stendur nafnið Nazareth lika sem samnefnari fyrir fjóra skozka náunga, Dan McCaff- erty, Manuel Charlton, Pete Agnew og Darrel Sweet, en eftir siðustu fréttum að dæma hafa þeir mestan hluta Englands á sinu valdi. Ýkjur? Kannski smávegis. En það er þó staðreynd, að vin- sældir Nazareth i Englandi eru þvilikar, að þær verða aðeins bornar saman við vinsældir Led Zeppelin og Deep Purple, þegar þær voru i hámarki. Vel á minnzt, það er einmitt Roger Glover, fyrrum bassaleikari Deep Purple sem haföi yfirum- sjón með gerö plötunnar. Undanfarin þrjú ár hefur Nazareth veriö I þrælkunar- vinnu. Þar sem fyrri plötur félaganna fengu engar stórvið- tökur, urðu þeir að spila hérum- bil upp á hvert einasta kvöld, ef þeir áttu að ná til fólksins, enda segjast þeir nú hafa spilað á öllum stöðum i Englandi, þar sem hljómsveitir á annað borð fái að spila. Eftir móttökunum, sem „Razamanaz” hefur fengiö i Englandi, hefur þetta borið árangur, enda á platan skilið að fá góðar móttökúr, þvi „Razamanaz” er góð plata, tón- listin kannske ekkert sérstak- lega merkileg, en vel gerð innan sinna takmarka, svo langt sem hún nær. Sannkallað þrumu- rokk, þó stundum örli á öörum áhrifum, enda hefur Nazareth sannað það áöur að hljómsveit- inni er fleira til lista lagt en að spila bara þrumandi rokk, þó hún einbeiti sér aö þvi hér. Nazareth varð að spila næstum upp á hvert einasta kvöld til að ná til fólksins, enda segjast þeir núna hafa spilað á öllum stöðum i Englandi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.