Vísir - 29.09.1973, Blaðsíða 7

Vísir - 29.09.1973, Blaðsíða 7
Visir. Laugardagur 29. september 1973 7 Kjörorðid er: IIMIM SÍÐAN ALVEG LJOMANDI ## ## — vonast eftir þótttöku karlmanna í smórétta-samkeppni Smjörlíkis h.f. — limsjón Þórunn Sigurðardóttir Nú geta konur kannað sjólfar hvort þœr eiga von ó barni Predictor nefnist litið tæki, sem nú er farið að selja á Norðurlöndum, og þvi væntanlega ekki langt að biða þess, að það komi hingað einnig. Þetta tæki gerir kleift að kanna hvort kona er vanfær strax 3 - 4 vikum eftir frjóvgun og getur konan auðveldlega kannað þetta sjálf. Strax 9 dögum eftir að tlðir eiga að hafa byrjað er þvagprufa sett i litið glas og eftir tvo klukkutima kemur svarið. Einfaldara er varla hægt að hugsa sér það. Glasið er sett i sérstakt ilát. Sé konan vanfær sést dökkbrúnn hringur neðst á glasinu, en það er vökvi i ilátinu, sem fram- kallar litinn.Þetta tæki kostar um 400 krónur islenzkar á Norður- löndum. „Við leggjum áherzlu á fljótlagaða, ekki mjög dýra smá- rét.ti, úr hráefni, sem fæst hér að staðaldri. Það þýðir ekki að óska eftir viðamiklum og seinlegum máltiðum nú á dögum, þegar algengast er að allir vinni úti”, sagði Davið Sch. Thorsteinsson framkvæmdastjóri Smjörlikis h.f., en fyrirtækið efnir nú til sinnar fyrstu uppskriftasamkeppni. Skilyrði er að Ljómasmjörliki sé notað i uppskriftinni, en nægjanlegt er að steikt sé upp úr þvi eða jafnvel að þ.að sé aðeins notað til að smyrja mót með að innan. Þeir, sem vilja spreyta sig, og það er ekki sizt óskað eftir þátttöku karl- manna, ættu að senda uppskrift I pósthólf 5133 merkt „Alveg ljómandi” og hver veit nema 40 þúsund krónur, sem eru fyrstu 189 * / I verðlaun, falli i hlut viðkomandi. önnur verðlaun eru 20 þúsund krónur, þriðju 10 þúsund og að auki tvenn 5 þúsund króna verðlaun. Formaður dómnefndar er Haukur Hjaltason, matreiðslu- maður. Aðrir i dómnefndinni eru Agla Marta Marteinsdóttir húsmóöir, Elsa Stefánsdóttir, húsmóðir, Dröfn Farestveit húsmæðrakennari, Jón Asgeirsson fréttamaður og Skúli Þorvaldsson veitinga- maður. Það er kannski rétt að hug- leiða nánar hvað orðið smá- réttur þýðir, en að sjálfsögðu getur verið um að ræöa rétt sem neytt er með kaffi, ekki siöur en sjálfstæðan rétt. Þá getur einnig verið um að ræða fullkomna máltið, þótt létt sé og fljótleg, t.d. á móti aðalmáltið dagsins. Hér mætti t.d. hugsa sér ein- hvers konar bakstur eða sæt- meti, þótt trúlega muni flestir spreyta sig á smáréttum, sem eru matarmeiri og léttari en kökurnar. Rétt er að taka fram, að starfandi húsmæðrakennur- um, lærðum bökurum og bryt- :um er ekki heimil þátttaka i Ikeppninni. Skilafrestur er til 16. október. —ÞS HANDKLÆÐASLOPPUR Á EINU KVÖLDI Fátt er notalegra en að skriða inn i þykkan og hlýjan frottéslopp, eftir gott bað. „Hand- klæðaslopparnir” svo- kölluðu hafa náð miklum vinsældum hér á landi,en þeir eru gerðir úr velúrhand- klæðum og dregnir saman undir brjóstunum. Þessir sloppar kosta 3.500 - 4.000 krónur, en þá er hægt að sauma sjálfur með litilli fyrirhöfn, og fyrir mun minni peninga. Hægt er að velja hand- klæði, sem eru mun ódýrari en velúrhandklæðin. Handklæöa- efni, selt i metratali gerir að sjálfsögðu sama gagn, en þá þarf að kaupa sérstakt kögur á sloppinn. Annars eru keypt þrjú jafnstór handklæði. Tvö þeirra eru saumuð saman og mynda fram-og bakstykki. Klaufir eru hafðar i hliðunum. Þá er klippt gat fyrir höfuðið i 3ja stykkið og ef vill klippt niður fyrir rennilás. Þetta stykki er svo fest ofan á hii. tvö og gengið frá hálsmálinu eins og sést á myndinni. Siðan er settur borði innan á samskeytin undir brjóstunum og þar i dreginn snúra, sem hnýtt er að framan. Það er jafnvel ennþá þægi- legra að hafa rennilás alveg niður að framan frá hálsmálinu, svo að ekki þurfi að setja sloppinn yfir höfuðið. Ef sloppurinn er gerður úr frotté- efni sem keypt er i metratali er bezt að hafa eitt heilt stykki að framan og aftan og fá svo lit- sterkt bómullarkögur, sem fer vel við efnið. Kvenfélag Bústaðasóknar heldur sína órlegu FJÖLSKYLDUSKEMMTUN að Hótel Sögv, SUNNUDAGINN 30. september n.k. Kl. 15.00: Stórkostlegar veitingar Fjölbreytt skemmtiatriði Kl. 20.30: Kvöldskemmtun með skemmtiatriðum 6 spennandi bingóumferðir Hver hreppir utanlandsferðina með Sunnu? Dansað til kl. 1 Skemmtinefndin

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.