Vísir - 29.09.1973, Blaðsíða 9

Vísir - 29.09.1973, Blaðsíða 9
Vísir. Laugardagur 29. september 1973 9 cTVIenningarmál Ólafur Jónsson skrifar um bókmenntir: Um trén og birtuna Jóhann Hjálmarsson: ATHVARF í HIMIN- GEIMNUM Almenna bókatelagio 1973. 96 bls. Þaö hygg ég að hin nýju ljóð Jóhanns Hjálmarssonar, Athvarf i himingeimnum, séu hans veigamesta verk til þessa. Ef til vill mætti ganga svo langt að segja þessa bók loks standa við fyrirheit fyrstu ljóða Jóhanns, ort meðan höfundurinn var enn barnungur maður. í þriðja þætt bókarinnar af fimm eru ljóð ort upp úr efnivið hversdagslifs, daglegs umhverfis og lifshátta i Reykjavik, fjarska einföldum stilshætti á ytra borð. Og það er sjálfur einfaldleiki textans sem i fyr-sta lagi kemur nýr fyrir sjónir á þessari bók og minnir i senn á æskuljóð höfundarins, náttúrlegan næm- leik og einlægni sem virtist þeirra stóri styrkur. >ótt Jóhanh hafi margt ort og skrifað siðan hafa ljóð hans sjald- an notið viðlika þokka, og sizt i samhengi, og það sem bezt tókst i allra fyrstu bókum hans — en At- hvarf i himingeimnum er sjöunda ljóðabók hans siðan 1956. Það er eins og löngum hafí vafizt fyrir höfundinum að semja sér raun- verulega virkan stilshátt, nógu trúverðugt málfæri sinni eigin upprunalegu skáldgáfu. En i þessu efni finnst mér brotið i blað með nýju ljóðunum, og þá kannski sér i lagi „hversdags- ljóðunum” sem fyrr voru nefnd. Þar fyrir nær liking þeirra við fyrrnefnd æskuljóð ekki nema skammt, tekur kannski ekki til nema hins einfalda orðfæris, en undir einfaldleik textans býr nú miklu margbreyttari skáldsýn og tilfinningareynsla eins og von er til. 1 þessum ljóðum tekst honum einatt að gæða alveg náttúrlegt myndmál, auðnumið reykviskt landslag, allt að þvi annarlegri skáldlegri fjarvidd, skipa saman draumi og veruleika i einni mynd, nýjum fullveðja stilshætti. Glögg er þessi mynd hugar og heims, hugar i heiminum þegar i fyrsta ljóðinu i þessum þætti, Sumar- nótt: Seint, seinna en trén klæðast myrkri heyrist þér barið og þú opnar ekki, þvi nóttin er full af myndum, sem vilja komast inn — alla leið þangað, sem hugur þinn vakir. Hingað inn má ekki berast svalandi ilmur garðsins, birtan frá stjörnunum: svimandi fjarlægðum heimsins Seint fer grunur um dögun yfir jörðina, seinna en trén klæðast myrkri. Þau standa spurul úti fyrir likt og komin heim úr langri ferð — öll trén, sem hugurinn geymir. Þessi ljóð heyra náið saman og eru þó furðu fjölbreytt að efni og hugblæ. En styrkur þeirra felst að mér finnst fremur i hinu næma myndmáli, hreinlega landslagi hugar og tilfinninga sem þau lýsa en tilfinningamætti orðanna, skýrum skoðunarhætti textans. Þvert á móti er einatt eins og litt ráðin skoðun heimsins, hálfkveð- in tilfinningamál þiggi lif sitt af hinum skýru myndum. Og uppi- staða ljóðmálsins eru náttúru- myndir, annars vegar, garðar, himins, veðra og birtu. Þær verða sumpart merkjamál einkalegrar reynslu, eins og i Arstiðum: A miðjum vetri finn ég vorið snerta tréð. Vorið snertir einnig mig og augu þin. Þau lýsa eins og fjarlæg, dularfull stjarna. Þú finnur lyktina af snjónum, sem skamma stund sest að á götunum áður en regnið þvær hann burt. Tréð svarar þér ekki. Augu verða hyldjúp. Og sumpart verða þær teikn og forboði hins stóra heims — eins og i ljóði sem nefnist Við gluggann: Sérkennileg birta færist yfir borðið og varpar Ijóma sinum á bækurnar og þéttskrifuð blöðin um miðnætti þegar bleik, mild ský safnast á himninum. Húsin hinum megin við götuna færast nær. Loftnetin bera boð frá heimi i mótun. fcg minnist þess að á þessu bjarta kvöldi eru menn á ökuferð um tunglið. Sfðustu hendingarnar hér að of- an minna á áhuga höfundarins á geimferðum siðustu ára sem viða verða honum yrkisefni, fyrir- ferðarmest i öðrum þætti bókar- innar, samfelldum flokk ljóða samnefndum bókinni, en sumpart er þetta yrkisefni ofið trúar- kennd, sem viðar gætir i ljóðun- um. En þótt ljóðmálið i þessum flokk sé af sama náttúrutoga sem i bókinni i heild, annars vegar myndir jarðargróðurs, borgar- lifs. hins vegar himna, geims og birtu, finnst mér glöggt af ljóða- flokknum i heild hve miklu óhæg- ara Jóhanni Hjálmarssyni er að svo komnu að yrkja um alveg andlæga reynslu, skoðun, tilfinn- ingar, en hlutbundnari tilfinningamál. Þetta má eins orða svo að sú heimssýn eða skynjun sem reynt er að orða i flokknum fái ekki næga fótfestu i jarðneskum heimi ljóðanna, máli þeirra. Samagildir að sinu leyti um guðs hugmynd lokaljóðsins i bókinni, sem raunar kemur viðar upp, lif i llkingu flótta: Höfum við i raun lifað nema I þvi, sem þú sagðir flótta og sumir kalla guð? i miklum fjarska er mynd hans í líkingu flótta. Ég hygg að flestir lesendur séu litlu nær fyrir þessi eða önnur þvilik andlæg ummæli og skoðan- ir i ljóðunum. Aftur á móti tekst Jóhanni i inngangsljóði bókarinn- ar að koma alveg náttúrlegum orðum, skýrri mynd að ævintýri geimsins: Yfir vfðáttum Jökulsins eru mcnn á ferð á undarlegu skipi. Manstu eftir bátunum, sem sigldu fyrir Brimnes komnir undan Svörtuloftum. Manstu öll Ijósin sem kviknuðu ihólunum og klettunum á jólun- um þegar fór að rökkva. Allt var þetta nálægt þá og er nálægt enn eins og ferð mannsins inn i aðra nótt.' Það er sem sé náttúrleg uppi- staða ljóðmálsins sem i fljótu bragði virðist styrkur þessarar bókar, leikur birtunnar við húsin og trén, landslagið i þeim hugar- heim sem hér er svo næmlega teiknaður. En sá heimur einkalífs og tilfinninga sem Jóhanni Hjálmarssyni er tamast að yrkja er hér orðinn furðu fjölbreyttur efnislega og einatt þunnt þilið á milli hans og umheims þar sem tiðindi verða: það er raunar ein liftaug ljóðanna, hið viösjála jafnvægi hugar og heims sem þau lýsa. En að minu viti er þvi glögg- ar lýst hlutlægu orðfæri, náttúr- legu- myndmáli ljóða eins og Strönd, Endurfundur I-II i 2rum þætti bókarinnar, Landslag og draumur, Heiðin i 4ða þætti, sem öll eru áreiðanlega með hans beztu ljóðum, — en neinu sem Jó- hann yrkir berum orðum út af tiðindum úti i geimi. Orðsending fró CUDOGLER h.f. Vegna þeirra mörgu er urðu fyrir rúðu- brotum i óveðrinu aðfaranótt sl. mánu- dags og eiga framleiddar pantanir hjá okkur, mun afgreiðsla Cudoglers h.f. VERÐA OPIN FRÁ KL. 8—16 í DAG, LAUGARDAGINN 29. SEPT. CUDOGLER h.f. Skúlagötu 26, simi 26866. STOKKSOGNIN KOM HOLLEND- INGUM í SJÖ ítalia sigraði á Evrópumeistara- mótinu i Ostende með miklum yfirburðum, fimmtiu stigum á undan Frakklandi, en annað sætið gefur Frökkum rétt i heims- meistarakeppnina næstu, þar sem ítalir eru heimsmeistarar. Sigur Itala var afar sann- færandi — hiriir sterku spilarar Garozzo og Belladonna sáu til þess. Belladonna varð Evrópu- meistari i niunda sinn eða oftar en nokkur annar — og auk þess hefur hann ellefu sinnum orðið heimsmeistari. Belladonna stendur nú á fimmtugu, en Garozzo er 48 ára — báðir at- vinnumenn i bridge. Fjórir nýliðar voru i itölsku sveitinni, sem stóðu nokkuð vel fyrir sinu eftir að taugaspenna fyrstu leikjanna hvarf. Þessir nýju Evrópumeistarar eru allt ungir menn — greinilegt, að Italir eru að ,,ala upp” nýja menn. Rodolfo Pedrini er 35 ára verkfræðingur og blaðamaður i Torinó, og félagi hans Antonio Vivaidi, 34 ára skrifstofumaður I sömu borg. Soldano de Franco er þritugur sölumaður i Milanó, og félagi hans Arturo Franco 27 ára tryggingamaður, einnig frá Milanó. Fjórtánda sæti islenzku sveitarinnar var heldur slakur árangur, þó svo sveitin fengi rúmlega 47% vinningshlutfall. I næstu þáttum mun ég sýna spil frá nokkrum leikjum á mótinu — og hér er eitt frá leik tslands og Hollands. Leiknum lauk með sannfærandi sigri Hollands, 15- 5, og alslemma, sem Hollend- ingarnir sögðu og unnu, réö þar miklu. Hún var i þessu spili. Spil nr. 4 Allir á hættu. Vestur gefur. A A ¥ AG9762 4 ÁG1093 * 6 ♦ KG10873 A D654 ¥ H 108 ¥ KD543 ♦ T 654 4 D72 ♦ L D8 * 2 92 ¥ ekkert 4 K8 4, AKG1097543 I lokað herberginu gengu sagnir þannig: Vestur Norður Austur Suður Heusden Stefán Kokkes Karl pass 1 T pass 3 L pass 3 H pass 4 L pass 4 T pass 5 L pass pass 6 L pass pass Karl fékk 13 slagi . 1 opna herberginu gekk eins upp að fjórum tiglum Vestur Norður Austur Suður Hjalti Sint Asmundur Kaiser pass 1 T pass 3 L pass 3 H pass 4 L pass 4 T pass 6 L pass 7 L pass pass pass Hin ótrúlega sögn Suðurs-sex lauf — var eftir spilið sögð mikil mistök af félaga Kaisers — Sint. Hann sagði. — „Venjulega, þegar Kaiser verður eitthvað á i messunni, streyma punktarnir til okkar”. Hermann Filarski tók undir þetta. — „Þegar Kaiser segir slemmu kemsl það venjulega i blöðin, vegna þess, að hann er svo ihaldssamur”. En hin djarfa sögn Kaisers kom þeim i sjö — og sigur i leiknum. ¥ Einsk völds tvimennings- keppni Bridgefélags Reykjavík- ur s.l. miðvikudagskvöld lauk þannig, að þessi þrjú pör urðu efst i hvorum riðli: A-riðill: I. Guðlaugur og örn, 132 st., 2. Ilermann og Sverrir, 123 st., 3. Ólafur og Lárus, 115 st. B-riðill: 1. Svcinbjörn og llilmar. 144 st. 2. Jón og Guð- brandur, 143 st. 3. Vigfús og Magnús, 126. Næstkomandi miðvikudags- kvöld hefst mcistarakeppni lélagsins i tvimenning og eru væntanlegir þátttakendur beðn- ir um að skrá sig bjá stjórnar- mönnum félagsins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.