Vísir - 28.11.1973, Blaðsíða 3

Vísir - 28.11.1973, Blaðsíða 3
Visir. Miðvikudagur 28. nóvember 1973. 3 HVELLHETTUNUM VAR STOLIÐ FRÁ VITAMÁL 10 þúsund krónur getur einn kjóll fyrir Leðurblökuno kostað — Fleiri búningar bcetast í safnið, sem geymir líklega um 4000 búninga Það er lif og fjör i Þjóðleikhúsinu þessa dagana. Ýmsir tónar kveða við á sviðinu, þvi æfingar eru i fullum gangi. Það er verið að æfa Leðurblökuna eftir Johan Straussu Það er Erik Bidsted sem stjórnar, en hann ef ís- lendingum að góðu kunnur. Hann kom hér fyrst 1951, þegar Leðurblakan var sýnd hér þá, og siðan hefur hann oft komið hingað til lands. Ekki er annrikið minna á saumastofu Þjóðleikhússins. Búningum skal lokið um 16. desember, en þær fara áreiðan- lega létt með það saumakon- urnar, þvi að einum kjól ljúka þær á tveimur dögum. Og það eru engir venjulegir kjólar eins og tiðkast i dag, heldur kjólar með alls kyns múnderingum og skrauti eins og tiðkuðust hér áð- ur fyrr. Einn slikur kjóll getur kostað um 10 þúsund krónur, ef efni þarf að kaupa i hann. Aðeins efnið getur kostað 6-7 þúsund krónur. Rasspúða þarf að sjálf- sögðu að nota undir kjólana, og það verður áreiðanlega skraut- legt um að litast á sviði Þjóð- leikhússins annan jóladag, þeg- ar verkið verður frumsýnt. Liklega munu bætast um 50-60 búningar við það búningasafn, sem þegar er til i leikhúsinu, en gizkað er á, að um fjögur þús- und búningar séu til þar núna. Með aðalhlutverkin i Leður- blökunni fara Sigurður Björns- son, Guðmundur Jónsson, Svala Nielsen, Magnús Jónsson og Kristinn Hallsson. — EA. Komið hefur i ljós, að hvellhett- unum, sem drengur slasaði sig á á Stokkseyri, var stolið fyrir tveimur árum frá starfsmönnum Vitamálastjórnar. Nokkrir strákar stálu þeim, þegar starfsmennirnir voru að vinna við hafnargerð á Stokkseyri fyrir tveimur árum. Siðan hafa strákarnir geymt hvellhetturnar og verið að fikta með þær. Drengurinn, sem meiddist, er óðum að ná sér og er ekki illa skaddaður. Hann átti ekki neinn þátt i stuldinum á hvellhettunum. Ekki er ljóst, hvernig hægt var að komast yfir hvellhetturnar hjá starfsmönnum Vitamálastjórnar, þar sem ætlazt er til, að full umsjá sé með sliku. — ÓH. Það er mikiö um að vera á saumastofu Þjóðleikhússins. Þeir eru heldur ekki litlir I sniðum, búningarnir, sem til þarf fyrir „Leðurblökuiva.” FLOSI FARINN aðalrœðumaður ó fullveldishátíð í Hðfn Vœringar og velgengni Úr heimi dagblaðanna „Timinn er prentaður f 20.000 eintökum um helgar. Og það hef- ur orðið talsverö söluaukning á þessu ári, það er eins og fólk sé ánægt með að fá blaðið svona þykkt og efnismikið. Þótt deila megi um innihaldið, þá held ég, aö fólk sé ánægt meö að fá efni við flestra hæfi”, sagði Kristinn Finnbogason, framkvæmdastjóri Tímans, en Visir ræddi við hann. Timinn virðist nú ætla að verða þriðja dagblaðið i Reykjavik, sem nær þvi að selja 20.000 eintök eða þar yfir. „Hversdags seljum við nú ekki 20.000 eintök”, sagði Kristinn, ,,þá erblaðiðekki prentað nema i um 17.000 eintökum”. — Verður Timinn stækkaður enn? „Það er til umræðu. Honum verður a.m.k. haldið i þeirri stærð sem hann er i”. Talsverðar væringar hafa verið á ritstjórn Timans undanfarið. Þeir blaðamannanna, sem reynslu hafa i starfi, hafa starfað hvað lengst viö blaðið, viröast vera á förum. Elias Sn. Jónsson er hættur, en hann er einn Möðru- vellinga og formaður Sambands ungra framsóknarmanna. Einnig er Andrés Kristjánsson ritstjóri hættur og nú siðast skýrir Alþýðublaðið frá þvi, að Friða Björnsdóttir, blaðamaður, sem unnið hefur á Timanum i fimmtán ár, hafi sagt upp störf- um vegna óánægju. En þrátt fyrir heimilisböl, þá er Timinn prentaður i 20.000 eintök- um — aðeins Morgunblaðiö og Visir hafa hingað til náö þvi lang- þráða marki að seljast I þeim mæli. Morgunblaðið mun seljast i nokkuð yfir 30.000 eintökum en Visir I um 23.000 eintökum dag- lega. — GG. Vilja verðtryggð nómslón Það hefur vakið mikla athygli, að námsmenn hafa lagt til, að námslán veröi verötryggö i fram- tiðinni, þannig að menn greiði framvegis sömu upphæð til baka og þeir fengu lánaða i upphafi, miðað við verðgildi. ' Þingnefnd hefur fyrir stuttu sent frá sér uppkastaðfrumvarpi til laga um námslán. I þvi uppkasti er hvergi getið um annað en að núverandi kerfi haldist að þvi leyti óbreytt, að námslánin verði áfram með lágum vöxtum og að þau verði verðbólgunni að bráð. Alkunna er, að þaö hefur alltaf verið hagstætt fyrir námsmenn að taka námslán, þvi þau rýrnuðu svo mikið, að enginn vandi var að borga þau aftur til baka. „Ég hef heyrt þann rökstuðning með verðtrygginu námslána, að það komi i veg fyrir að menn afli sér lána, án þess að þeirra sé þörf. En ég er aftur á móti hrædd- ur um, að þessi ákvæði um verð- tryggingu komi til með að koma niður á þeim lægst launuðu, eftir að þeir hafa lokið námi, og farið að vinna.” Þetta sagði Rúnar Armann Arthúrsson, ritstjóri Stúdenta- blaðsins i viðtali við Visi i gær. „En þess ber að gæta, að gert er ráð fyrir þvi, að menn endur- greiði lánin eftir tekjum. Það þýðir, að þeir lægst launuðu geta borgað lánin aftur til baka á löngum tima, en þeir hæst launuðu veröa að gera það á stuttum tima,” sagöi Rúnar enn- fremur. Rúnar sagði, að einnig væri gert ráð fyrir að lánin fyrndust eftir ákveðinn tima, þannig að lágt launaðir menn þyrftu ekki að hafa þennan bagga á herðum alla ævi. Svo vaknar bara spurningin, hvort menn taki yfirleitt náms- lán, ef þeir búast við miklum tekjum að námi loknu, Tannlæknar og læknar mættu búast við að þurfa að borga lán til baka á stytztum tima, eða um fjórum árum. Miðað við núver- andi upphæð lána, sem er að meðaltali um 760 þúsund yfir námstimabilið, þá þyrftu svo launaháar stéttir að borga tæpar tvö hundruð þúsund krónur á ári til baka, auk þess sem allar verðbólguhækkanir kæmu inn á lánin. Það eru stjórnir Stúdenta- félagsins og SINE sem standa fyrir þessum tillögum, hvort sem þær verða svo samþykktar eða ekki á þingi. Þess má geta, að ekki er áætlað að afborganir hefjist fyrr en þremur árum eftir að námi lýkur. Stúdentar telja,að með þessu kerfi þá sé lánageta Lánasjóösins vernduð til mikilla muna. -ÓH. Það flaug um hæinn, að Flosi ólafsson væri á förum úr landi, hefði jafnvcl fengið hlutvcrk við erlent leikhús. Er þctta rétt Flosi — hvert fcrðu — hvaða hlutvcrk? „A Hafnarslóðir. Ég verð aðal- ræðumaður á fullveldishátið is- lenzkra námsmanna í Kaup- mannahöfn I. desernher. Og hvað ætlaröu að segja við mannskapinn? „Ég mun birta niðurstööur af margra áratuga þrotlausum sagnfraeðirannsóknum minurn, sem spanna alla sögu islands- hyggðar — cf frá eru talin nokkur ár á hinni myrku fimmtándu öld. Ég á raunar eftir að vinna úr frumrannsókn minni á þvi skciði.” Kemurðu nokkuð inn á pólitikina, herinn úr landi og allt það? Það hefur orðið samkomulags- atriði milli min og samstarfsaöila efnislega hlið þcssa atriðis — þegar fjölmiðlar eiga i hlut.” Er þér kunnugt um, hverjir hafa á undan þér haldiö ræður á lullveldisfagnaði f Höfn? Arciðanlega Jón forseti Sigurðsson og Fjölnismenn — nú og á síðari árum menn eins og Halldór, Jón, Gunnar, Magnús Torfi, ég og Jens Ottó (Kragh).” Kemurðu aftur til tslands? fcg get ekki hugsað mér að starfa annars staðar cn á islandi. islenzku þjóðinni vil ég helga alla krafta mlna.” -GG. RICOMAC ER REIKNIVÉL FYRIR YÐUR elektronisk ‘S'- H------T- Hverfisgötu 33 • x .sy' Simi 20560 - Pósthólf 377

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.