Vísir - 28.11.1973, Blaðsíða 8
8
Visir. Miðvikudagur 28. nóvember 1973.
Yörumarkaðurinniif.
J ÁRMÚLA 1A • SÍAAI 86-112
ekki
Margir röskir strákar sóttu ráð
til min i Sjóbúðina, er þeir fóru
bónleiðir til búðar.
Þetta endaði með þvi, að
röskur strákur sem vann i
frystihúsi handan götunnar og
ég þekkti að dugnaði, fékk það
ráð frá mér að svara þannig:
,,Ég er vanur flestu, sem gerist i
sambandi við fisk”. Skip-
stjórinn veitti honum skipsrúm
og sagði honum jafnframt að
tala við stýrimanninn, sem
væri á hvalbaknum. Nú var úr
vöndu að ráða hjá stráksa.
Ilann vissi nefnilega ekki, hvar
hvalbakur var á skipi. Hann
álpaðist reyndar upp á báta-
dekk — en i dag er hann samt
fengsæll skipstjóri. Þetta lék ég
oft og skammast min ekki fyrir,
þvi nauðsyn brýtur lög. Það er
kannski tilviljun ein, en 1946
voru 6 nýliðar hjá mér á And-
vara, fjórir þeirra voru
stúdentar. Þrir þeirra urðu skip-
stjórar, og einn þeirra er i dag
forstjóri eins stærsta útgerðar-
félags landsins. Einn fór i
fiskiðnað og sölu og einn hætti
sjómennsku.
Nú þurfum við að taka
höndum saman og leysa þetta
vandamál. Ég geri að tillögu
minni, að hrepps- og sveitar-
félög, kaupstaðir og ekki sizt
Reykjavikurborg, geri þegar út
skólaskip i félagi við út-
gerðarmenn. Það þarf að herða
róðurinn i þessum efnum, þegar
skólar hætta i vor. Það þarf að
kynna hundruðum sjómanns-
efna þroskandi og dásamlegt
starf.
Rikisstjórn tslands ætti þegar
i stað að kaupa skuttogara hvort
sem er og gera hann út, einnig
kaupa eða gera út fyrsta ný-
sköpunartogarann, happaskipið
Ingólf Arnarsön, nú b/v Hjör-
leif, i samráði við BÚR og
Reykjavikurborg.
Ég hefi reyndar heyrt, að for-
stjórar BÚR ætli að láta nokkra
unglinga um borð i nýju tog-
arana, og þökk sé þeim. Þeir
vita hvað þeir syngja. Þetta er
að sjálfsögðu nauðsynlegt fyrir
Reykjavikurborg, þar sem ung-
lingar kynnast siður sjávarút-
vegi og vinnu en aðrir lands-
menn. Þar sem ég er kunnug-
astur er á Vestfjörðum.
Þar alast unglingar upp við
sjó og byrja snemma að taka til
hendi. Sama myndi ég segja um
Vestmannaeyjar og syðri hluta
Austfjarða.
Næst myndi ég telja, að gera
ætti meira fyrir sjómenn en
gert er og það mikið meira.
Auka skattfriðindi verulega.
Það er ekki vansalaust aö missa
aflaskipstjóra og siðan skips-
áhafnir i land 1/2 árið vegna
skattpeninga. Þeir, sem fara á
aflaskip áloðnuvertið, fari ekki
á Norðursjóinn. Það var fyrst i
hitteðfyrra, að vélstjóra- og
skipsstjórefni fengu smástuðn-
ing i lánum, sem sagt álitnir
menn með mönnum.
Menntamenn hafa fengið i
áratugi styrki og lán með sér-
stökum kjörum, svo góðum, að
þeir eru hættir að leggja hönd á
plóg. Ég minnist mennt-
skælinga og háskólaborgara,
sem fóru t.d. árum saman á sild
og þurftu að vinna fyrir næsta
námsári Ég minnist sérstak-
lega Einars rektors Magnús-
sonar, Snorra heitins Hall-
grimssonr, Gunnlaugs Péturs-
sonar borgarritara og margra
góðra manna.
Á þeim tima var yfirleitt fá-
tækt hjá foreldrum og mennta-
mönnum. Allir urðu að vinna
baki brotnu hverja stund sem
gafst. Það voru menn, sem
þyrsti i menntun og lögðu allt
sitt fram til að klára sitt nám.
Þá var ekki námsleiði, og i þá
tið var ekki mulið undir
menntamenn eins og i dag.
Riki og bær mega ekki yfir
bjóða vinnumarkaðinn.
Ásgeir M. Ásgeirsson.
Ungu mennirnir fá
að kynnast sjónum
Hvítu skattholin einnig fyrirliggjandi.
Stór spegill í fóðraðri skúffu.
Einnig eru til speglakommóður i sama stíl.
Allir Islendingar óttast,
og ekki aö ástæöulausu,
að erfitt veröi aö
manna fiskiskipaf lota
landsmanna á komandi
vertið. Þetta er sjálf-
skaparvíti. Við höfum
litið gert til þess að kynna
ungum mönnum sjó-
mannsstarfið, — litið gert
fyrir okkar sjómenn alla
tið.
Fyrir ca. 20 árum gerði
Reykjavikurbær út skólabáta i
2 sumur. Um borð fóru strákar
11-13 ára. Ég fylgdist með
árangri annað sumarið, en þá
var m/b Dagur leigður i þessu
skyni. Um 60-70% af strákunum
urðu sjómenn og ca. 15% yfir-
menn siðar meir. Ég minnist
þess ekki, að þetta hafi verið
reynt siðar, að undanskildu þvi,
að á dögum viðreisnarstjórnar-
innar fóru nokkrir strákar á
vegum rikisstjórnarinnar um
borð i varðskipin stutt timabil.
Siðan ekki söguna meir, þar til
heiðursmaðurinn Jón Magnús-
son skipstjóri frá Patreksfirði,
gerir út af sjálfsdáðum skólabát
sl. sumar. Þar stóð ekki á
nemendunum! Þeir biðu á
bryggjunum, þegar Jón skipti
um skipshöfn. Hann á skilið
þjóðarlof l'yrir þetta framtak
sitt. Ég vil einnig kenna skip-
stjórum um núverandi ástand
að nokkru leyti. Þeir spurðu
unglinga alltaf, hvort þeir væru
vanir. Þegar þeir sögðu satt, þá
var þeim neitað um plássið,
Svefnbekkir með rúmfataskúffunni eru nú
komnir aftur.
Breidd: 90 cm. Lengd: 190 cm.
Fallegt óklceði.
Nóatúni sími 23800
Klapparstíg sími 19800
Akureyri sími 21630
3 I—1
Segulhausar og demantsnólar fyrirliggjandi