Vísir - 28.11.1973, Blaðsíða 9

Vísir - 28.11.1973, Blaðsíða 9
Vísir. Miðvikudagur 28. nóvember 1973. 9 Umsjón Vísindamenn rannsaka áhrif veðuriagsins á líkama og sál voru ótrúlegustu fordómar og trú i sambandi við veðrið. Rigning spáði þessu og snjókoma hinu. Er ekki ótrú- legt. að þessar spár hafi orðið til vegna þess, að ákveðnar veður- breytingar höfðu beinlinis áhrif á framvindu næstu daga, t.d. með tilliti til búskapar, sam- gangna og sjósóknar. Sagði spáin þvi oft eitthvað um það, sem óhjákvæmilega fylgdi i kjölfar veðurbreytingarinnar. Hollenzki læknirinn W. Tromp hefur gert rannsóknir á áhrifum veðursins á likama og sál. Enginn vafi er á þvi, að mjög er mismunandi, hversu mikil áhrif veðrið hefur á ein- staklingana, og fylgir það oft næmni fólks tilfinningalega og likamlega. Viðkvæmt fólk finnur þvi oftast meira fyrir veðurbreytingunum. Bílslysum fjölgar í hitabylgju begar hitabylgja gengur yfir, t.d. á meginlandi Evrópu, aukast bilslys, slys i heima- húsum og vinnuslys. Fólk með geðræn vandamál lendir i auknum erfiðleikum og fólk með ákveðna likamlega sjúkdóma, l.d. hjartasjúkdóma og óeðlilegan blóðþrýsting, finnur miklu meira fyrir sjúk- dóminum i miklum hita en ella. Sama gerist, þegar kuldinn fer niður fyrir það, sem algengt getur talizt. ()g svo koma auð- vitað alltaf dagar og dagar, þegar allt gengur á afturfótun- um. t>á ekur fólk illa, vinnur illa, borðar illa, elskar illa og er yfirleitt i mesta „óstuði”, eins og maður segir. ()g þegar allt um þrýtur, getur maður þó alltaf kennt veðrinu um. Og það er einmitt oft veðrið, sem á sökina, segir W. Tromp. t visindastöð hans i Leiden er safnað saman skýrslum og tölum frá yfir 300.000 veður- stöðvum viðs vegar um heim og fjölda sjúkrahúsa og heilsu- verndarstöðva. Sérstaklega hefur hann einbeitt sór að þvi að rannsaka áhrif veðurlagsins á tauga- Þessar upplýsingar um kyn- hvötina og frjósemina eru fengnar frá bandariska visinda- manninum Clarense Mills, en hann segir einnig, að i fallegu veðri séum við miklu opnari og bliðlyndari en i leiðinlegu veðri. A- fólk og B-fólk Enn einn, sem hefur rann- sakað þessa hluti, er Eng- lendingurinn Manfred Curry, en hann skiptir fólki i tvo hópa eftir veðurfarsnæmni þess. A-hópurinn þjáist i kulda. Þetta fólk kallar Mills sumar- l'ólk. Þvi liður illa likamlega og andlega i kulda og vilja einangra sig yfir veturinn. Þegar kólnar, fer þvi beinlinis að ganga illa i starfi. B-hópurinn verður hress og kátur i kuldanum. Þetta er vetrarfólkið, sterkt og atorku- samt. 1 sumarhitanum liður þvi verr, og það á erfitt með að einbeita sér i hita. Kannski kannast einhver við sjálfan sig i þessum lýsingum, þótt trúlega séu þær nokkuð óraunhæfar. Þegar óveðursblikur eru á lofti, telja margir sig finna það á andrúmsloftinu. Gamlir bændur gátu oft spáð um óvcður, án þess að gá til veðurs. Þrýstingurinn i andrúmsloftinu breytist og getur haft bein áhrif á likamlega heilsu manna, t.d. er talið, að ótimabærar fæöingar séu mun fleiri, þegar miklar lægðir nálgast. Gömlu fólki er einnig talið hætt, þegar miklar sveiflur verða á þrýstingnum. Lógþrýsti- svœðin verst Nokkur lönd, m.a. Sovétrikin og Vestur-Þýzkaland, hala meira að segja gengið svo langt að haga skurðaðgerðum að nokkru samræmi við veðurspá. Það er að segja, að skera ekki veikburða l'ólk upp, þegar likur eru á veðurbreytingu, sem getur haft slæm áhrif á lika- mann. A Norðurlöndum hal'a Fer veðríð í taugarnar á Kynhvötin er sterkust í +4, en það er einmitt meðalhitinn hér í Reykjavík seinni hlutann i október og apríL_________ Gömul hjótrú og veðurfar Frjómsemin er mest í 16 — 19 stiga hita, sem er algengt hitastig hér í júlí og ágúst. Hversu oft höfum við ekki heyrt fólk segja, að veðrið fari i taugarnar á þvi? ,,Ég verð þunglynd i þessari þoku" eða „mér finnst ég engan kraft hafa til neins i þessum kulda”. Og tiú hafa visindatnennirnir gluggað I málið og komizt að raun um, að veðrið, andrú m slof tið, liita- stigið og rakinn hefur bein áhrif á likamlega og andlega heilsu okkar. Að kenna veörinu um mistök sin er ekkert nýtt. Aður fyrr kerfið. Beinir hann athyglinni einkum aö áhrifum últrafjólu- bláu geislanna og þeirra in- frarauðu, áhrifum raka, minnk- andi sýruefna I andrúmsloftinu i mikilli hæð, breytingu á raf- magni i lofti við storm, hita, kulda og þrumur. Kynhvötin sterkust í +4 Niðurstöður W. Tromp benda til þess, að okkur liði almennt bezt i mildu loftslagi. Er bent á ýmsa hluti þessu til stað- festingar, t.d. tiðni þungana. Þegar hitinn er orðinn yfir 21 stig, minnkar kynhvötin og frjó- semin. Fjöldi fæðinga lækkar um a.m.k. 30% 9 mánuðum eftir að hitabylgja hefur gengið yfir. Og hér koma svo upplýsingar, sem íslendingar kunna að hafa áhuga á. Kynhvötin er sterkust i 4 gráða hita. Fjrósemin er hins vegar mest, þegar hitinn er á milli 16 og 19 stig. Til gamans má geta þess, að i sumarbyrjun (seinni hlutann i april) og i vetrarbyrjun (seinni hluta október) er meðalhitinn i Reykjavik nálægt 4 gráöum. 16 til 19stiga hiti er algengur i júli og ágúst hér á landi. Meðalhitinn hér var um 5 stig á árunum 1931 til 1960, en ekki er þó þar með sagt, að það gefi neitt til kynna um kynhvöt fslendinga, þvi að sjálfsögðu er þetta aðeins meðaltal, en hitinn oftast mun meiri eða minni. En okkar löngu vor og haust ættu samkvæmt þessu að véra vin- sæll timi til ásta á fslandi og börnin ættu flest að fæðast i vorbyrjun, hvort sem þessar tölur eiga nú við á íslandi. þér? læknar ekki gengið svona langt, en margir viðurkenna þó, að þegar lágþrýstisvæði náigast, sé oft óvanalega mikið að gera á slysadeildum. Það er sem sagl ekki bara sýnilegt veðurlag, t.d. snjór og regn, sem hefur áhrif á hæíni ökumannsins, heldur lika hið ósýnilega. Margir telja sig finna undar- lega spennu i loftinu, áður en óveður, t.d. þrumur, skellur á. Þegar óveörið er gengið yfir, léttir flesíum og finnst loftið ótrúlega hreint og létt. Talið er, að við óveður leysist raf- magnaðar sýrufrumeindir upp, sem hafi svipuð áhrif á andrúmsloftið og hormónarnir á likamann. Konur viðkvœmari Konur eru yfirleitt miklu við- kvæmari fyrir veðrinu en karl- menn. Margar konur finna fyrir höfuðverk, þegar lægð er yfir. Það er einnig sannað, að fjölda- margir sjúkdómar, t.d. liðagikt og asma, eru mjög háðir veður- laginu. Það er óneitanlega gaman fyrir tslendinga að velta veður- laginu dálitið fyrir sér, þar sem við erum mun háðari veðri en margar aðrar þjóðir, raunar flestar' Evrópuþjóðir, og sveiflurnar hér i veðrinu eru bæði margar og snöggar. En ef til vill finnst einhverjum, að hér sé aðeins verið að finna enn eina sýndar ástæðu fyrir hegðun okkar og gerðum, þegar búið sé að þrautkanna áhrif umhverfis og likamsástands fyrir breytni okkar. —ÞS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.