Vísir - 28.11.1973, Blaðsíða 13

Vísir - 28.11.1973, Blaðsíða 13
PILS OG SKOKKAR í ÚRVALI HUN ER ÖRUGG MEÐ SIG, ENDA í FÖTUM FRÁ CASANOVA SENDUM I POSTKRÖFU HVERT SEM ER Sími OLÍUSPARNAÐUR Ný og áöur óþekkt vegaskilti voru sett upp viö hraöbrautir i Vestur-Þýzkalandi fyrir siöustu helgi. Við sjáum eitt slikt á myndinni hér aö ofan. Merkiö sýnir, aö á venjulegum vegum erhámarks- hraðinn 80 kilómetrar á klukkustund og á hraðhrautunum 100 kilómetrar. Þetta er gert til aö minnka bensineyðslu bifreiöa eins og hægt er. Akstur einkabifreiöa er einnig bannaöur í Vestur-Þýzkalandi á sunnudaginn. Það fer aö vera heldur lítiö sport i þvi aö eiga finan einkabil ef manni er siðan bannaö að nota hann á fridögum. Músogildran 8.717 sinnum í London Það leikrit, sem oftast hefur verið sýnt af öllum sviðsverkum, heitir ekki ,,Hart i bak”, hafi ein- hver staðið i þeirri trú, heldur „Músagildran” og er eftir Agöthu gömlu Christie. Þegar tjaldið fer frá i Ambassador-leikhúsinu i London á sunnudaginn kemur, þá hefur leik- urinn þegar verið sýndur 8,717 sinnum á 21 ári. Fyrsta sýningin var 25. nóvem- ber 1952, og fyrir þá frumsýningu sagði Agatha Christie, sem þóttist heldur en ekki hafa vit á leik- húsum og vinsældum leikrita: — „Þetta leikrit gengur i sex mánuði” — og leikararnir, sem fyrst léku Músagildruna, voru mjög efins um, að þetta verk yrði vinsælt. Nú hafa 1300 leikarar leikið i Músagildrunni hjá Ambassador, en af þessum 1300 hafa aðeins ör- fáir náð frægð. Meðal þeirra, sem léku I Músagildrunni frum- sýningarkvöldið, er sá þekkti leikari Richard Attenborough. Tekjur af leikritinu eru orðnar talsvert yfir sex milljarða islenzkra króna. Nú telst Músagildran ekki til neinna viðburða i leikhús- heiminum — miklu nær er að likja leiknum við hluti, sem allir ferðamenn, sem til Lundúna koma, telja sig verða að sjá — svo sem Tower of London, þinghúsið eða dómkirkjuna. Músagildran er ekki lengur leikrit , heldur stofnun. A hverju ári er skipt um alla leikara, sem fram koma i leik- ritinu, en þeir eru átta talsins. Margir segjast steinhissa á þessum næstum fáránlegu vin- sældum leikritsins — og þá er þvi til að svara, sagði leikhússtjórinn hjá Ambassador, að það er skrifað eins og það sé ætlað þil kennslu i listinni að semja reyfaraleikrit. Leikritið hefst á ópi utan úr myrkrinu, staðið er yfir liki. Og leiknum lýkur með þvi að lög- reglan gengur út með hinn seka. Agatha Christie er nú orðin 82 ára og hefur skrifað nokkuð yfir 80 leynilögreglusögur auk margra leikrita. —GG A Islandi er ekki kveikt upp f arninum ncma einstaka sinnum, og hann er aöallega haföur sem stofuprýöi hér og sumir segja „stööutákn”. Hætt'er viö, að nágrannar okkar I öörum iöndum Kvrópu láti sér ekki nægja að kveikja upp i arninum sér til ánægju. Þeir hrukku upp viö vondan draum á dögunuin, þegar Arabarikin skrúfuöu aö nokkru leyti fyrir oliuna til landa i Vcstur-Kvrópu. Skortur viröist ætla aö veröa á oliu til húsahitunar og iönaöar. ()g billinn, stolt fjölskyIdunnar og aöaltómstundagaman, veröur aö standa óhreyföur á sunnudögum f nokkrum löndum. Myndin hér aðofan er tekin I Noregi á Sunnmæri. Gamall bóndi cr aö höggva niður trjábúta til eldiviðar, og örugglega gcngur á viöar- köstinn i vctur, cf allt fcr sem liorfir i eldsneytismálum V-Kvrópu. Viðgetum þá búizt við því líka, að Knglendingar taki upp sina frægu þjóðariþrótt aftur að ylja sér á þeirri hlið, scm aö eldinum snýr, en blána af kulda á hinni. Bankastræti 9 - Sími 11811 Visir. Miðvikudagur 28. nóvember 1973. Agatha Christie

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.