Vísir - 28.11.1973, Blaðsíða 5

Vísir - 28.11.1973, Blaðsíða 5
Vísir. Miövikudagur 28. nóvember 1972. 5 ND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND O í MORGUN ÚTLÖND Umsjón Guðmundur Pétursson Lýsir stefnu sinni í kvöld 9 fórnarlömb hennar fundust eftir helgina Nýi forsœtisróðherrann kemur fram í sjónvarpi og útvarpi Leiðir byltingin til auk- ins lýðræðis í Grikklandi eða mun herinn herða tök sín á þjóðinni? — Það er spurningin, sem jafnvel Grikkir sjálfir telja sig ekki getað séð fyrir. Því biða menn með nokkurri ef tirvæntingu þess, að hinn nýi forsætis- ráðherra, Adamantios Androutsopoulos, flytji ávarp sitt í útvarpi og sjón- varpi í kvöld, þar sem hann ætlar að lýsa stefi}U. stjórn- ar sinnar. Stjórnin og bakhjarlar hennar i hernum hafa verið á stöðugum fundum siðustu sólarhringa, þar sem legð hafa verið drög að hinni nýju stjórnarstefnu. Flestir Grikkir lita vonaraug- um til þessarar stjórnar, og þó efa blandnir. Eins og Evangelos Averoff, l'yrrum utanrikisráð- herra Grikklands, lýsti þvi: „Timinn mun leiða i ljós, hvort að baki (byltingunni) liggur einlæg- ur vilji til bættra þjóðfélags- hátta". Rikisstjórnin þykir nú þegar hafa tryggt sig svo vel i sessi, að hún muni jafnvel telja óhætt að aflétta herlögunum, sem i gildi eru i landinu. Hinir sjálfskipuðu refsendur Brasiliu „Dauða-sveitin" hafa látið til skarar skríða, eftir að hafa haldið að sér höndum i nokkra mánuði. Almenn- ingur var farinn að halda, að þessi útlægi félagsskap- ur lögreglumanna, sem ekki eru að störfum, hefði lognazt út af. En nú er honum kennd hópaf- taka niu glæpamanna, eftir að lik þeirra fundust sundurskotin liggjandi utan vega i útjöðrum Rio de Janeiro um helgina sið- ustu. Það er álitið, að þessi sveit lög- reglumanna, sem ýmist eru hætt- ir störfum eða gegna þessu utan vakta, hafi á samvizkunni lif 2000 afbrotamanna, siðan hún hófst handa 1958. Hún er einnig sökuð um að hafa myrt saklausa borg- ara og leigt þjónustu sina glæpa- mönnum. bað hefur verið hljótt um þessa sveit frá þvi i ársbyrjun, þegar yfirvöld hófu rannsókn á lögregl- unni, sem leiddi til handtöku og Dauðasveitin enn á sveimi í Brasilíu þungra refsidóma yfir nokkrum mönnum. Fjöldi Brasiliumanna fylgir þó morðsveit þessari að málum, vegna þess að dauðarefsing er ekki viðhöfð i Brasiliu vegna af- brota, sem ekki varða öryggi þjóðarinnar. — Og að minnsta kosti einn maður, sem játaði fyrir rétti, að hann væri einn úr sveit- inni, lét i ljós stolt af þvi. Handbragð sveitarinnar er jafnan það sama. Sundurskotnum likamá einhvers afbrotamanns- ins er fleygt á afvikinn stað og á honum finnst siðar merkispjald sem á hefur verið krafsað haus- kúpa og leggir. George Papadopoulos, fyrrverandi forscti, situr f stofufangelsi ásamt konu sinni og hefur enginn fengiö aö heimsækja hann utan bróöur hans. Myndir af honum liafa nú veriö fjarlægöar af öllum opinberum stööum. Ætlar herinn aö heröa tökin á þjóöinni meöaöstoö slikra tækja, sem fariö hafa um götur Aþenu aö undan förnu, eða horfir nú til meira lýöræðis? 4 daga vinnu- vika til að spara olíu Danir velta því nú fyrir sér að stytta vinnuvikuna niður í fjóra daga vegna olíueklunnar, sem nú er farin að segja til sín hjá þeim. Kvaddi Erling Jensen, við- skiptamálaráðherra, fulltrúa iðnaðarins, atvinnurekenda og launþega á sinn fujid i gær til um- ræðna um möguleika á styttingu vinnuvikunnar. Stjórnin hefur neyðzt til þess að taka upp skömmtun oliu til iðnaðarins og samgöngutækja á vegum þess opinbera. Verður dregið úr oliueyðslu iðnfyrirtækja um 25% og járnbrauta og áætlunarvagna um 20%. Ætlar nú ekki í framboð Ariel Sharon, hershöfðingi israels, sem stýrði árásarsveit- unum vestur yfir Súezskurðinn núna i striðinu og náði fótfestu fyrir israel á vesturbakkanum, segist nú hættur við að fara i framboð i þingkosningum næsta mánaðar. Sharon, sem lét af störfum i hernum i júni til þess að helga sig stjórnmálum, var kvaddur til þjónustu, þegar striðið brauzt út. Hann átti öruggt þingsæti i fram- boði fyrir Likud-flokk sinn, sem hann hafði átt sjálfur mestan hlut i að stofna. Hann segist núna ekki vilja yfirgefa skriðdrekasveitir sinar á viglinunni Egyptalands- megin. Viö atkvæöagreiöslu f rannsóknarnefnd öldungadeildarinnar, sem fjallar um Watergatemáliö. Meö upprétta hönd efst fyrir miöju myndarinnar er formaöur nefndarinnar, Sam Erwin. Fresta vitna- leiðslu um sinn Þaö heföi mátt heyra saumnál detta í dómssal alrikisdómstólsins í Washington, meðan réttur- inn hlýddi á segulspólur Hvíta hússins í gær. Saum- nál, já, en hins vegar varla orðaskil af hljóðrituninni á spólunni. Þetta var hljóðritun samtala Nixons og Ehrlichmans og Halde- mans ráðgjafa hans þann 20. júni 1972. Það heyrðist litið sem ekk- ert af þvi, og svo kom 18 minútna sónninn i stað simtalsins við Mitchell, þáverandi dómsmála- ráðherra. .Jafnframt dómþinginu i gær, hélt rannsóknarnefnd öldunga- deildar þingsins fund i gær, og var þar ákveðið að fresta frekari yfirheyrslum fram yfir áramót. En um leið var samþykkt að óska dómsúrgkurðar til þess að fá nýj- ar segulspólur og fleiri skjöl frá Hvita húsinu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.