Vísir - 28.11.1973, Blaðsíða 7

Vísir - 28.11.1973, Blaðsíða 7
Ólafur Jónsson skrifar um bókmennfir: Líf í tímanum Hannes Pétursson. Hannes Pétursson: LJÓÐABRÉF Helgafell 1973. 86 bls. Texti sem er að hugsa um að verða ljóð, dokar og hættir við, og verður þó að ljóði áður en lýkur. Petta eru i stystu máli sagt ljóðabréf Hannesar Péturssonar, bók sem öðru fremur kann að þykja til vitnis um hugarheim og vinnubrögð höfundar síns, önnur verk hans. Það er nú sjálfsagt auðvelt að rekja i Ljóðabréfum náinn skyldleika máls og hugmynda við ýms fyrri kvæði Hannesar Péturssonar, kannski einkum og sér i lagi hans siðustu bók, Rimblöð. Eins og að sinu leyti Rimblöð finnst mér i fljótu bragði Ljóðabréf kannski fyrst og fremst formsiðkun, hagleiks- æfing, nema i prósalióðum þessarar bókar er leikið um við- an völl hins lausa máls i stað hins knappa ferhenduforms Rimblaða. En i báðum bókum sýnist mér að lögð séu ný sjónarhorn, stefnt að nýrri rannsókn hins sama hugar- heims sem fyrri kvæði Hannes- ar Péturssonar eru sprottin úr og samfellda tilfinningalifs sem þau lýsa. Og vitaskuld er það sami heimur, sama lif eftir sem áður. Það kemur heim við þennan skilning, eða öllu heldur: fyrstu áhrif af bókinni, að hér gætir einnig svipaðrar efagirni, sjálfsgagnrýni og fram kom i Rimblöðum. Þeirri bók lauk á spurningu um þá reynslu sem entist „til fullnaðarsöngva” — hér á útjaðrinum, þessum stað sem heimurinn endar. „Ljóð min segja ekki alla sögu — enn erú þau hálfverk,” segir nú i Ljóðabréfum (10). Og i siðasta þætti bókarinnar (40) þar serr ræðir um unnin og óunnin verk: Nú rignir á giuggann. Klukka slær sex högg. Garðurinn fyrir utan býr sig undir kvöldið. Fjailaskörðin hef ég gengið — I huganum, borgirnar hef ég skoðað — héðan úr stóinum, ele- giurnar hef ég þýtt — án þess að rita þær niður. Þó er mér ekki rótt. Regnið á glugganum, klukkuslögin og garðurinn fyrir utan gagnrýna aðferð mina. En dæmi um texta sem ósjálf- rátt rifja upp fyrir lesanda ein- stök fyrri kvæði Hannesar eru t.a.m. kaflar nr.3,12, 27, 34 hér i bókinni. 1 12ta kafla er brugðið upp á nýtt áminnilegri svip- mynd úr Rimblöðum, mynd hests á beit i Hrútafirði, 3 fjallar með nýju móti um kunnuglegt minni hjá Hannesi, veruleik, varanleik liðinnar stundar og staða, og i 34 er enn fjallað um minnið og endurminninguna, sumarnótt æskunnar öndvert þagnarmyrkri seinni tiðar. í 27da kafla er tekið upp annað minni úr Rimblöðum, kvæði sem nefnist Eyjarvist: Utan um allt sem við gerum slær eyjan skörðóttan baug, segir þar. t þetta sinn er rætt um hinn eld- forna fjallahring, sögulausu veröld sem við fæðumst til. En innan hins forna sjónbaugs verður allt nýtt um sinn: Innan herbergisins, innan hússins og siðast úti biða þin hlutirnir, heimurinn til yztu marka. — Dagarnir koma og þeir fara. Stækkandi. Lif ann- arra, rcynsla þeirra og hugðir, orð og söngvar, aUt umlukið nálægum veggjum, hnigur sem í dropatali niður i sál þlna, sezt þar fyrir innar og innar og verður að þér sjálfum. t skynjun þinni verður allt nýtt sem er gamalt, af þvi þú ert sjálfur nýr. Andlit gamals fólks sem laut niður að vöggunni, en var dáið áður en þú manst til þin, þau voru ný, þau voru brot af upphafi heimsins. Varasamt væri og visast til þess eins að gera bókinni og höfundinum rangt til, að lita fyrst og fremst á Ljóðabréf sem heimildir skáldskapar, einhvers konar efnissafn eða frumdrög óortra kvæða. Fráleitt væri að skipa bókinni af þvilikum sökum á óæðri bekk en öðrum ljóðum Hannesar Péturssonar. Þvert á móti virðist hið frjáls- lega, viðkvæma form prósa- ljóðsins veita svigrúm nýju frjálsræði, fjölbreytni máls og hugmynda. Ljóðabréf hygg ég að sé sein- tekin, vandlesin bók eins og aðr- ar seinni bækur höfundarins, — sum skáld, eins og segir hér á einum stað, trúa þögninni „fyrir þeim mun fleiri hugmyndum og tilfinningum sem þau kunnabet- ur til verka. Svo þegar rétt er lesið, lætur þögnin af hendi þær merkingar sem henni var trúað fyrir.” Svo kann og að vera um þessa bók. En það sem fyrst vekur eftirtekt við fljótan lestur er efnisleg fjölbreytni bókaiinn- ar ásamt látleysi málfars og stils til að sjá. Eins og endranær hjá Hannesi Péturssyni virðist samt náttúrskynjun, náttúru- lýsing og snar þáltur i uppistöðu bókarinnar, einfaldar myndir landslags, veðurs og vinda, fólks i landslagi, einkum ósnort- innar náttúru en einnig lands- lags borganna. Það er visast þessi skynjunarháttur sem er ljóðræn liftaug bókarinnar. Einnig timinn er mikið efni, timinn sem stendur kyrr i var- anleik staðanna, timanleg fjar- sýn endurminningar og sögu. Asamt náttúru- og ferðamynd- um Ljóðabréfa eru hér aðrir þættir sem virðast geyma kveikju frásagnar eða ritgerð- ar, nr. 26 og 38 eða 4 og 15 til dæmis eða eiginlegrar smá- sögu , 8 og 9 t.d. Hugmynd 8da þáttar um vopnaleik drauga til forna er raunar eitt dæmi hinnar frjálsu fantasiu, um leik hugansað tilfallandi efnum sem viðar gætir i bókinni, eins og tveimur ihugunum um veður, nr. 13 og 36. En uppistaða efnisins er ljóð- ræn ihugun um landið og tim- ann, lif i landinu, timanum. Og þá kann að þykja mest vert um hina hreinu skynjun, snerting náttúrunnar sjálfrar: „Sá sem býr i tjaldi er jarðarbúi, nálæg- ur þvi öllu sem gerði jörðina byggilegan stað i geimnum,” segir hér á einum stað. „Hann sofnar inn i gras jarðar, og fuglsraddir vekja hann að morgni.” Og á öðrum stað, Ihugun um vatn: Slíkt bergvatn er oftast kalt. Og hvergi er jafn gott að slökkva þorsta sinn. Maöur van- trcystir ekki drykkjarvatni sem streymirum ísbláan malarboln. Og þaö gera dýrin ekki hcldur. Ungir liestar stiga fram á bakk- ann, leygja höfuöin niður að vatnsboröinu og svolgra nægju sina. öndverðar þessum að efni og hugblæ eru ýmsar myndir sam- timans i ljóðabréfunum: hrað- lækkandi flugs „niður i hinn frjálsa heim, niður i ritfrelsið, heilbrigða samkeppni og hið skandinaviska klám,” eins og segir á einum stað. Hvað sem þar er að finna eru þau ekki hin varanlegu verðmæti sem nátt- úra landsins geymir, og sagan, og minningin. Friðrik Guðni Þórleifsson: AUGU í SVARTAN HIMIN Hörpuútgáfan, Akranesi 1973. 80 bls. Um ársins hring nefnist fyrsti þáttur af sjö i bók Friðriks Guðna Þórleifssonar, tólf rim- laus stef út af gömlu mánaða- heitunum árið um kring. Þetta er svo sem geðslegur texti. Og bæði yrkisaðferð og efni Friðriks Guðna er hér dæmigert um það sem kalla mætti ný- þjóðlegt yrkingarlag hans. Hann er ekki einn um þá hitu á seinni árum. f þessum stilshætti yrkja menn að mestu órimað i seinni tið, Friðrik Guðni alfarið i þessari bók. En efni, mál og hugmyndir textans eru gjarnan af þjóðlegum toga spunnin, svo sem eins og mánaðaheitin i OFAN UR TURNI HALLGRÍMSKIRKJU þessu dæmi sem verða tilefni einfaldra náttúrumynda, raun- sæislegra og hefðbundinna i eðli sinu. En þær eru fyrir alla muni oft skýrt og skemmtilega orðaðar: Þorri dregur upp vasaklút úr kólgubakkastriga og snýtir hagli ofan yfir freraða von um ofurlitla birtu og grænni jörð Skerpla kveikir fifilsólir og angan i skógi og þrösturinn veit ekki og þrösturinn veit ekki og þrösturinn veit ekki sitt rjúkandi ráö 1 öðrum þætti i bókinni, Með spekings svip, og þeim sjöunda, Um sólina og blómin, finnst mér gæta á svipaðan máta og i fyrsta þættinum viðleitni höfundar að einfalda mál sitt i velvirkum nútimalegum ljóð- stil, án þess hann hafi i rauninni neitt sérstakt að segja sem ekki hefur verið margsagt áður. Þetta er reyndar gleggra á við- kvæmnislegum náttúru- myndum siðasta kaflans en einföldum afórismum, eða kjarnyrðum, annars þáttar sem út af fyrir sig eru skemmtilegar hagleiksæfingar: Þrátt fyrir salt er tárið sem læöist ofan kinn þina ekki hafið Hér er sem sé ekki um að ræða ýkja nýstárlegan, né þá írumlegan skáldskap. En bók Friðriks Guðna ber með sér annað einkenni hins ný-þjóðlega skóla, vandvirkni hans um málfar og rithátt, likast til eðli- legast að lita á hana sem stil- æfingar af ýmislegu tagi. Bágast þykir mér takast til þar sem höfundur seilist lengst til ljóðrænnar andagiftar og ber mest i mál sitt alllöngu kvæði út af þjóðkvæða- og ævintýraefni, Gamalt stef. Þar snýst hið rómantiska efni upp i eintómt ofskraut. Alvarlegs efnis er ennfremur flokkur sjö ljóða út af bibliuefnum frá Genesis til Emmaus, Um göngulúna menn, betri aö ég hygg að þvi skapi sem ritháttur hans er ein- faldari en fyrrnefnda þáttarins. Þar er þetta ljóð um Betlehem: Augu i svartan himin sandur að baki yfir höfðum svartur himinn endalaus sandur að baki ylir höfðum engin stjarna ónefndir eru enn tveir þættir i bókinni með gamansamlegu efni, Um gamalt og nýtt og Frá hinu opinbera. Ef ég man rétt fyrri bók höfundarins, Ryk, var þar sitthvað um gamankvið- linga sem hreint ekki fóru illa úr hendi. Hann heldur áfram i þessa stefnu i nýju bókinni, oft undir lagi útúrsnúnings og kerskni i dálitið kátlegum, alla tið læsilegum textum, einatt með ádeilubrodd i kvæðum eins og Ákvæðavisum eða Hesta- visum, sem haglega er snúið út úr efnum þjóðsagna og lausa- visna. Og sumstaðar sýnir sig hugmyndaflug i frisklegra lagi: ofan úr turni Hallgrimskirkju renna menn sér á köölum skrifa þó fyrst til að láta vita Friðrik Guðni Þórleifsson ofan úr turni Hallgrimskirkju ofan úr turni Ilallgrimskirkju svifa grillsteiktar endur litla gula hænan kemur með næstu ferð ofan úr turni Hallgrimskirkju ofan úr turni Hallgrimskirkju liggur griðarlcg simalfna enginn veit hvert númerið er ofan úr turni Ilallgrimskirkju. Fjölþreytni hennar er mesti styrkur þessarar bókar Friðriks Guðna Þórleifssonar, alvöru- leysi hennar ekki siður en ljóðræn alvörugefni annarra kafla. Vel má ætla að hér séu efni og aðferðir dugandi skáld- skapar i æfingu og uppsiglingu. l

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.