Vísir - 28.11.1973, Blaðsíða 6

Vísir - 28.11.1973, Blaðsíða 6
I 6 Vísir. Miövikudagur 28. nóvember 1973. VÍSIR OtgefandíReykjaprsnt hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétifrsson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson " Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 32. Simi 86611, Ritstjórn: SfBumúla 14. Simi 86611 (7,lfnur) Æskriftargjald kr. 360 á mánuöi innanlands i lausasölu kr> 22:00 eintakib. Blaöaprent hf. Grískur harmleikur Griska þjóðin er enn fangi i hlekkjum. Eftir einræðisstjórn herforingja i hátt á sjöunda ár á lýðræðið enn aðeins veika von. Skelfing her- foringja, þegar reynt var að slaka á taumunum, sýnir þó, að stjórn þeirra byggir ekki á öðrum grunni er hernum. En herinn ræður, meðan hann sundrast ekki innbyrðis. Það er athyglisvert, að Papadopoulos lét undan, ekki svo mjög vegna innanlands- þrýstings, heldur vegna þrýstings frá vestrænum rikjum, einkum Bandarikjunum. Flestir frétta- skýrendur munu telja, að hann hafi með litils- háttar lýðræðistilburðum sinum viljað skapa „framhlið”, setja upp sjónleik, sem hafi verið ætlaður til að bliðka rikin i NATO og Efnahags- bandalaginu. Griska herforingjastjórnin hefur verið lik i lest samtaka vestrænna þjóða. Fáir menn á Vestur- löndum hafa lagt trúnað á þau rök grisku her- foringjanna, að þeir hafi með valdatöku sinni komið á elleftu stundu i veg fyrir valdatöku kommúnista. Kommúnistar voru ekki upp á marga fiska i Grikklandi árið 1967. Þeir eru sennilega fleiri nú. Umsjón: Guðmundur Pétursson * * Varla var Yom Kipp- ur-striðið fyrr á enda — þvi vonandi er það á enda — en nýtt strið hófst, sem fjölmiðlar hafa kallað strið hers- höfðingjanna. Þar er skipzt á skeyt- um, þau hent á lofti og send til baka, og þótt þau séu ekki eins mannskæð og flugskeyt- in, þá gera þau mikinn usla samt. Þegar Israelsmenn á fimmta eöa sjötta degi striðsins gátu loks litið upp, horft i kringum sig og dregiö andann, impruðu nokkrir þeirra á þvi, að það heföi annars veriö aldeilis voðalegt, hvernig Arabar höföu komið þeim að óvörum. Hafði leyniþjónustan sofiö? Hverjum var þetta aö kenna? Það er upp úr þessum jarðvegi, sem strið hershöfðingjanna er sprottið. Og svo reyndar þvi, að um mánaðamótin áttu að fara fram kosningar, sem frestað var vegna striösins. En málið hlaut i eðli sinu að verða hápólitiskt. Sharon andspænis Bar-Lev. Hershöfðingi gegn hershöföingja. — Sharon gat sér frægð fyrir aö beita skriödrekum sinum fimlega i sex daga striðinu I klettóttum hæöum Golanhæða, landslagi, sem ekki þótti annars henta til skriðdrekahernaöar. Bar-Lev barðist í þvi striði I Sinai-eyðimörkinni og skipulagði siðar varnarlinu tsraelsmanna þar, enda var hún við hann kennd. Vestræn riki hafa reynt að fá grisku herforingj- ana til að endurreisa lýðræði. Það er álitamál, hversu vel einstök riki hafa gengið fram i þessu, og einsætt, að þau hefðu getað beitt sér betur. Bandariska stjórnin hefur til dæmis jafnan verið fljót til að draga i land gagnvart herforingjunum, þótt inn á milli hafi hún reynt að ýta við þeim. Þó fór svo, að Papadopoulos lét undan þrýst- ingnum. Fyrir honum vakti að gefa stjórn sinni lýðræðislegt yfirbragð, að minnsta kosti svo lengi sem hann yrði ekki að láta af völdum sinum. Hann hugðist verða nær einráður forseti i stjórn, sem tjaldaði nokkrum stjórnmálamönnum. Hann var kominn áleiðis með þetta. Auðvitað hefði af þessu getað sprottið hægfara þróun til lýðræðis i Grikklandi. Einhvern tima i framtiðinni hefði sú vitrun kannski komið yfir herforingja, að griska þjóðin væri fær um að stjórna sér sjálf. En jafn- liklegt væri, að herforingjar fengju aldrei þá vitr- un. Einræðisstjórn á erfitt um vik að slaka á. Þjóð i böndum er til einskis liklegri en að gripa tækifær- ið og skreiðast það sem hún kemst strax, þegar slakað er á taumunum. Það gerðist einnig i Grikklandi, að stúdentar fóru á stúfana og könn- uðu, hver alvara herforingjunum væri með lýð- ræðistali sinu. 1 ljós kom, að þeim var litil alvara. Stjórnmálaforingjar voru handteknir. Við þetta urðu herforingjar skelkaðir. Nú væri Bleik brugðið, töldu þeir, og Papadopoulos, leið- togi þeirra, færi villur vegar. Þeir tóku þvi fram fyrir hendurnar á honum og sendu þjóðinni við- vörun við „ævintýramennsku” eins og slikri að fara að halda kosningar og þess háttar. Þeir sögðu þjóðinni, að hún þyrfti enn um sinn að vera i skóla hjá herforingjum, áður en neitt slikt kæmi til mála. Gamlir öfundarmenn Papadopoulosar fengu tækifæri, sem þeir höfðu lengi beðið eftir. Var nokkur nauðsyn á lýðræðistilburðum? Mundi ekki bara nægja að brosa áfram til vesturs? —HH Stríð herforingianna Yom Kippur-striðið stóð i tiu daga til viöbótar, og ekki dugði annað en láta innbyröis væringar liggja á milli hluta, meðan gengið var I skrokk á óvininum. En þaö var geymt og ekki gleymt. Ariel Sharon hershöfðingi, sem stýrði brynvörðu deildunum yfir Súezskurðinn og tryggði Isrqel fótfestu á vesturbakkanum (og um leið fautasterkt samninga tromp), hefur orð á sér fyrir að vera snöggur upp á lagið að nota sér veikleika óvinarins frammi á vígvellinum. Það sama kom i ljós, þegar hann lét til skarar skríöa i pólitikinni i kjölfar striðs- ins. Hann nýtti vel augnablikið, meðan hann baðaði sig i ljóma striðshetju Israels númer eitt og gerði áhlaup á yfirboðara sina. Þá fór allt i bál og brand. Neistinn, sem kveikti i púðrinu, voru opinská viðtöl, sem Sharon veitti New York Times og Los Angeles Times. Þar byrjaði hann á þvi fyrst að eigna sér allan heið- urinn af strandhögginu, sem tsraelsmenn gerðu á vesturbakk- anum og sókninni þar yfir. Skýrði hann svo frá, að hann hefði fyrir mörgum mánuðum séð fram á, að slikt kynni að verða nauðsynlegt einn daginn, og lét marka vissa staði með rauðum steinum i skurðbökkunum til þess að auð- velda brúarsmiðum verk sin. Þetta kom aö góðu haldi. — Siðan réöst Sharon gegn yfirstjórn hersins fyrir óskaplega van- rækslu i striðsundirbúningnum og fyrir seinlæti I að senda honum liðsauka til þess aö fylgja eftir djörfu áhlaupi hans vestur yfir skurðinn, áöur en vopnahlé yrði samið. ,,Ég sagði yfirstjórninni, að timinn hlypi frá okkur," sagði Sharon. ,,t fjóra daga sat ég án þess að hafast nokkuð að.” Sharon nefndi engin nöfn, en þess þurfti ekki, þvi tsraelar sáu allir, hvert skeytunum var beint. Þeir fjórir hershöfðingjar, sem honum voru æðri: Shmuel Gonen, yfirstjórnandi Sinai-viglinunnar, Haim Bar-Lev, fyrrum yfirmaður tsraelshers, sem kallaður var aft- ur til ráðgefandi starfa, David Elazar, eftirmaður hans, og svo varnarmálaráðherrann, sjálfur Moshe Dayan. 1 öllu hljóðskrafinu og baknag- inu hefur Dayan sloppið skrámu- litið, enda hafa vinir hans og nán- ustu starfsmenn verið ósparir á að láta leka út upplýsingar, sem áttu að firra hann öllu ámæli af þvi, sem miður þótti fara. Sú málsmeðferð hefur þó ekki gert hann betur þokkaðan meðal hers- höfðingjanna. t israelskum stjórnmálum er engin miskunn sýnd. Þar er póli- tlskur andstæðingur tættur i sundur á opinberum vettvangi, ef hann ljær á sér höggstað. Það var lika augljóst, að Sharon beindi ekki skeytunum að starfsbræðr- um sinum einugnis, heldur ætlaði hann þeim mark i stjórnarflokk- um, verkalýðsflokki Goldu Meir. Það er ekki i fyrsta sinn, sem hann reynir að velgja stjórn Goldu Meir undir uggum. I júli i sumar haföi hann gert sér ljóst að það þaö var útilokað að honum yrði veitt staða yfirmanns israelska heraflans vegna ágreinings við framámenn i Verkalýðsflokknum. Hann gekk úr hernum með brauki og bramli og lýsti þvi yfir, að hann mundi bjóða sig fram til þings. A örstutt- um tima haföi hann safnað saman sundruöu liöi hægri manna og myndað flokkasamsteypu, sem kölluð er Likud. Ekki þykir sá hópur liklegur til að kollvarpa stjórn Goldu Meir og Verkalýðs- flokksins, en Sharon hefur sýnt i verki, að hann ætlar ekki að una þeim neinnar hvildar frá samvizkuspurningum varðandi frammistööu stjórnarinnar i striðinu. Nú væri þetta vart kallað strið herforingjanna ef aðeins væri um að ræða eintal Sharons. Hafa helztu skotspænir hans bitið hraustlega frá sér. Bar-Lev hers- höfðingi var fljótur að bera brigð- ur á, að áhlaupiö yfir Súezskurð- inn væri Sharon einum að þakka. Sagði hann, að skjöl og skýrslur sýndu og sönnuðu, að fjöldi ann- arra hefði lagt þar til ráð og hug- myndir eða ýtt á plóginn. — Eftir síðan að hafa sett ofan I viö Sharon, tók Bar-Lev lokið ofan af öðrum suðupotti i staðinn, þegar hann upplýsti, að leyniþjónusta hersins hefði vist séð fyrir árás Araba 6. okt. og varað við henni. ,,En þvi var bara ekki fylgt nægilega eftir með þvi að vara framvarðarsveitirnar nægilega við,” sagði Bar-Lev. „Þegar sú stund rann upp, að Egyptar og Sýrlendingar réðust til atlögu, voru framlinumenn okkar að þvo þvotta! Það er nú sorgarsagan.” Hér taldi Moshe Dayan rétt að koma til skjalanna, þegar átti að gagnrýna yfirstjórn hersins. Hann hélt þvi fast fram, að eng- inn, hvorki hann né aðrir, hefðu séð striðið fyrir. Meðal annars þess vegna hefði varaliðið ekki verið til taks fyrr. Siðan bættist David Elazar, æðsti yfirmaður hersins, I kórinn, sló á fingur Sharon og varaði Bar- Lev við að ganga lengra með þvi að fordæma það, sem hann kallaði „hlutdrægar og ein hliöa lýsingar (á striðinu), sem aðeins gætu orðið til þess að upphefja og trana fram eigin per- sónum”. Þvi til viöbótar sagðist Elazar ætla að láta saksóknara rikisins kanna, hvort Sharon hefði ekki orðið á agabrot. Israelsmönnum þykir flestum sem þetta sé óvinafagnaður, og ýmsum hefur blöskrað svo mjög, að fram kom i þingi tillaga til stjórnarskrárbreytinga á þá lund, að fyrrverandi eða núverandi hershöfðingjar gætu ekki verið i framboði. Það kom nefnilega i ljós, þegar menn gáfu þvi gaum, að 20% æðri foringja hersins voru stjórnmálamenn kallaðir i vara- liðiö.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.