Vísir - 28.11.1973, Blaðsíða 11

Vísir - 28.11.1973, Blaðsíða 11
10 Vísir. Miövikudacur 28. nóvember 1973. Visir. Miövikudaeur 28. nóvember 1973. Ráða Valsmenn við markvörð Ármanns? - og úrslitaleikir í Reykjanesmótinu verða í kvöld í Hafnarfirði meisturum Fram á dögunum. Auðvitað eru Islandsmeistarar Vals sigurstranglegri i leiknum og Ólafur H. Jónsson mun leika með liðinu, þó svo hann gangi ekki heill til skógar. Siöari leikurinn i kvöld verður milli tR og Þórs á Akureyri og verður það fyrsti leikur Þórs sem 1. deildarliðs i Laugardals- höllinni. Þessi leikur ætti að geta orðið skemmtileg viðureign. Úrslit i Reykjanesmótinu verða i Hafnarfirði i kvöld kl. 8.15. Þá leika fyrst FH-Haukar i 2. flokki karla og siðan sömu félög i meistaraflokki karla. Þarf ekki aö efa að þaö verður leikur mikillaátaka. •oooooooooooooooooooooooo• Tveir leikir veröa I 1. deild ts- landsmótsins f handbolta i Laugardalshöllinni I kvöld. Þar leika fyrst Valur og Armann og stóra spurningin er, hvort mark- veröi Ármanns, Ragnari Gunnarssyni, tekst aö loka marki sinu eins og gegn Reykjavfkur- Miðar á 100 dollara Aögöngumiöasala á stórleik þeirra Muhameös Ali og Joc Frazier, sem veröur 28. janúar, hefst i Madison Square Garden I dag. Búizt er viö aö miöarnir veröi rifnir út. Til aö koma i veg fyrir svartamarkaösbrask veröa aöeins fjórir miöar seldir hverum einstakling — og ekki er hægt aö panta miöa gegnum sima eöa meö pósti. Miöarnir veröa ekki gefnir á þessa miklu hnefaleikakeppni — keppni, sem Ali hefur beöiö svo lengi eftir, en þaö var einmitt Frazier, sem sigraöi hann, þegar þeir kepptu um heimsmeistaratitilinn. Lægsta miöaveröiö er um 1700 krónur — en dýrustu miöarnir á 8400 krónur. SKIDA jakkar SKÍÐA- buxur SKÍÐA- skór SKIÐA■ ^hanzkar SKIÐA- gleraugu SKIÐA- stafir Aldrei meira úrval Póstsendum SP0RTVAL l...... Hlemmtorgi — Simi 14390 00000000000(!)00000000000®| Sýningaratriöi frá Fimleikasýningunni 1972. 800 á fimleikasýningu sem Fimleikasamband íslands og íþróttakennarafélag íslands gangast fyrir í Laugardalshöll á sunnudag Um 800 þátttakendur — frá sjö ára upp i sextugt — i 25 f lokkum munu sýna á hinni ár- legu fimleikasýningu Fim- ieikasambands íslands og íþróttakennarafélags íslands, sagði Guðrún Nielsen, formað- ur undirbúningsnefndar i gær. Sýningin verður í Laugardals- höllinni á sunnudag kl. 14.30. Þetta er i 3ja sinn, sem slík sýning fer fram, og ávallt hef- ur verið uppselt. Flokkarnir, sem sýna, verða viðs vegar að af landinu, þó flestir af Reykjavikursvæðinu, sagði Ásgeir Guðmundsson, formaður Fl. Þátttak- endum á sýningunum hefur fjölgað frá ári til árs — 1971 sýndu 450 manns, 1972 750 og nú verða um 800. Meðal sýningarflokka verður stúlknaflokkur frá Laugarvatni með 120 þátttakendum — eða allar stúlkur, sem æfa fimleika á Laugarvatni. Þá sýna húsmæður úr Borgarfirði, sem kalla sig Trimmkonur sunnan Skarðs- heiðar, flokkur úr Gerplu i Kópavogi, sem sýnir fjölskylduleikfimi, sem er nýtt hér — já, það verða flokkar viða úr skólum og félögum. Kennarar hafa lagt á sig mikiö starf við að þjálfa upp sýningarflokka — og þá ekki siður þeir, sem koma þarna fram — miklar æfingar hafa veriö alls staðar i fimleikasölum skóla og félaga siðustu vikurnar. Margir flokkanna, sem sýna eru bráðsnjallir. Þessi sýn- ing á sunnudag ætti að taka hinum fyrri fram — mikil reynsla fékkst á norrænu fimleikasýningunni hér sl. sumar, bæði i skipulagningu sliks stór- móts, auk þess, sem flokkar eru nú betur undir átökin búnir en nokkru sinni fyrr. Eins og áður segir hefur ávallt verið uppselt á þessar fimleikasýningar og þarf ekki að efa að svo verður einnig nú. Vegna fjölda sýningarfólks er ekki hægt að koma nema eitthvað rúmlega 2000 áhorfendum i Höllina. Það eru vinsamleg tilmæli þeirra, sem fyrir sýningunni standa, að fólk komi snemma til að forðast þær miklu bið- raðir, sem skapazt hafa siöustu árin — og þar meö að leggja sitt af mörkum til að koma i veg fyrir leiðindi, sem þess- um biðröðum hefur verið samfara. Lúðrasveit Reykjavikur mun leika frá kl. tvö i Laugardalshöllinni á sunnu- dag. Hull hélt Liverpool llull City og Liverpool léku I dcildabikarnum enska i Hull i gær og varð jafntefli án marka. Liðin leika þvi að nýju i Liverpool og má telja nokkuð vist, að þaö verði Englands- meistarar Liverpool, scm mæta Wolves —i Wolverhampton — i átta- liða úrslitum. Leikmenn 2. deildarliös Hull voru erfiðir mcisturunum í gærdag — varnarleikur beggja liða var sérlega góður. Undir lokin sótti Liverpool mun meir, en tókst ekki aö knýja fram sig- ur — Phil Thompson og Steve Highway áttu þá skot i þverslá Hull-marksins. Ungmennofélagið Víkingur 45 ára í dag: Starfsemin hefur marg- faldazt síðustu árin! Ungmennafélagið Vikingur í ólafsvik er 45 ára í dag — 28. nóvember. Félagið hefur vax- ið mjög siðustu árin og starf- semi þess margfaldazt. Síð- asta ár er eitt hið glæsilegasta i sögu félagsins — og árið 1971 einnig. Umf. Vikingur tók þátt i öllum mót- um á vegum Héraðssambands Snæ- fells- og Hnappadalssýslu sl. ár — og auk þess i 3. deild Islandsmótsins i knattspyrnu. Vertiðin byrjaði með þátttöku i HSH- móti i körfubolta og hafnaði félagið þar i öðru sæti á eftir Snæfelli, Stykkis- hólmi. Fyrsta verkefni sumarsins var frjálsiþróttamót HSH og þar hafnaði Umf. Vikingur i fjórða sæti — en kepp- endur félagsins þar mjög ungir að ár- um og áttu eftir að láta að sér kveða svo um munaði siðar á sumrinu. 1 3. deild gekk allt mjög vel og lið félagsins tapaði ekki leik fyrr en i úr- slitum deildarinnar. Þar gekk liðinu ekki eins vel og oft áður um sumarið. Til dæmis þurfti aukaleik um úrslit i Vesturlandsmótinu og var leikið gegn Akurnesingum (1. flokki), sem ekki voru með lakari menn i liöinu sinu en Eyleif Hafsteinsson, Karl Þórðarson, Einar Guðleifsson, svo nokkrir séu nefndir. Akurnesingar sigruðu i vita- spyrnukeppni eftir að jafntefli var eft- ir 'framlengingu. Leikið var i Borgar- nesi og tóku lið frá Skallagrimi og UMSB einnig þátt i mótinu. Umf. Vikingur sigraði bæði i Héraðsmóti HSH og bikarkeppni og einnig i unglingamóti i frjálsum iþrótt- um, sem fór fram á vegum HSH — mjög óvænt. Sundið var ekki á dagskrá hjá HSH i sumar einhverra hluta vegna og er það miður þvi margt ungt og efnilegt sundfólk er til á nesinu. Þjálfari Umf. Vikings i knattspyrnu var Torfi Magnússon, sem stundar nú nám i Háskóla Islands. Eiga Vikingar honum mikið að þakka þvi auk þess, sem hann þjálfaði liðið var hann einn bezti leikmaður þess. Torfi þjálfaði einnig yngri flokkana, svo og i kvenna- flokki. 1 kvennaflokki sigraði UMF. Vikingur á móti HSH. 5. flokkur félagsins varð i 2. sæti, en árangur 4. flokks var sérlega góður. Flokkurinn lék þrjá leiki á héraðs- mótinu án þess að fá á sig mark — skoraði 24! Einnig léku strákarnir við jafnaldra sina á Akranesi og sigruðu 3- 1. Vonast er til að fjárhagur félagsins verði það góður næsta sumar, að hægt verði að senda þennan flokk i Islands- mótið, sem vissulega væri ástæða til. Innan félagsins er einnig blakdeild og þar er mikill áhugi. Ég vil ekki ljúka þessu spjalli án þess að þakka Torfa Magnússyni sérstaklega fyrir störf hans sl. þrjú ár hjá félaginu — svo og öðrum þjálfurum, sem starfað hafa á sl. ári og unnið öll sin störf i sjálfboðavinnu. Stjórn Umf. Vikings skipa nú Rúnar Marvinsson, formaður, Sigurður Rún- ar Eliasson, gjaldkeri, Stefán Jóhann Sigurðsson, ritari. Auk þess eru for- menn fyrir hverri deild og eiga þeir sæti i aðalstjórn. Þeir eru Kristófer Jónasson, Gylfi Scheving, Hilmar Gunnarsson, Jakob Már Gunnarsson og Gunnar Gunnarsson. Rúnar Marvinsson Stórskyttur gegn Svíum! # |J. # ■ !•*•* mnrQQnn Hnnknm Sionrhn — og tveir meiddir leikmenn valdir i landsliðið Landsliðsnefnd hefur gert þrjár breytingar á landsliðinu i handbolta, sem leikur gegn Svíum í Laugardalshöll, frá liði því, sem tapaði fyrri leikn- um við Svia 20. nóvember. Þeir Ólafur H. Jónsson, Ágúst Svavarsson og Gisli Blöndal koma i liðið i stað Guðjóns Magnússonar, Viking, Agústs ög- mundssonar, Val, og Stefáns Gunnarssonar, Val. Ólafur er valinn, þótt hann eigi við meiðsli að striða, og einnig Auðunn Óskarsson, FH. Auðunn hefur ekki leikið tvo siðustu leiki FH vegna meiðsla — og þessir leikmenn eru meira en litið val'a- samir i landsleikinn. Islenzka landsliðið verður ann- ars þannig skipaö. Gunnar Einarsson, Haukum. og Ólafur Benediktsson, Val, markverðir. Aðrir leikmenn Gunnsteinn Skúlason, Val, Björgvin Björg- vinsson, Fram, Axel Axelsson, Fram, Ólafur H. Jónsson, Val, Auðunn Óskarsson, FH, Viðar Simonarson, FH, Hörður Sig- marsson, Haukum, Sigurbergur Sigsteinsson, Fram, Gisli Blön- dal, Val og Agúst Svavarsson, 1R. Leikurinn hefst kl. 8.30 annað kvöld. Fyrir leikinn og i leikhléi leikur Skólahljómsveit Kópavogs. Forsala verður i Höllinni kl. 17-19 á morgun. Dómarar veröa vestur-þýzkir. Svíar í úrslit HM Sviar tryggðu sér rétt i úrslita- k e p p n i li e i m s m e i s t a r a - keppninnar i knattspyrnu i Vestur-Þýzkalandi næsta suniar, þegar þeir sigruöu Austurriki meö 2-1 i Gelsenkirken i Vestur- Þýzkalandi i gærkvöldi. Þaö var aukaleikur inilli landanna þvi þau voru jöfn aö stigum i 1. riðli Evrópu og meö sania niarkamis- mun. Mikiö snjóaöi i Gelsenkirken rétt fyrir leikinn — en þó tókst að láta hann fara fram. Sviar komust i 2- 0 meö mörkum Roland Sundberg og Ove Larsson (viti) og var Ove Kindvall maðurin bakvið mörkin. Austurrikismönnum tókst að minnka muninn i 2-1 og sóttu stift lokakaflann, en án árangurs. Sviar eru þvi 13. þjóðin, sem tryggt hefur sér rétt i lokakeppni IIM. Jónas Guðmundsson er kunnur af fjölmörgum bókum og ævintýraferðum um veröldina. Hér sendir hann frá sér áttundu bókina, sem er skáldsaga um sjómenn og veraldarsiglingamenn. Kuldamper Absalon er rituð af frábærri þekkingu á kjörum og högum farmannsins, sem flækist alla ævina um veraldarhöfin. Þessi saga fjallar einkum um einn skipverjann á kolaskipinu. Bak við grát- broslegar lýsingar og kímni höfundar skín alvara og þjáning þeirra, er eiga gröf jafnstóra heiminum. HILMISBÓK ER VÖNDUÐ BÓK Ennein jclabék frá fiilmi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.