Vísir - 11.12.1973, Blaðsíða 1

Vísir - 11.12.1973, Blaðsíða 1
63.árg. — Þriftjudagur ll.desember 1973 — 286. tbl. Þeir missa G-númerin sín á Reykjanesi — baksíða Listamanna- stúdíó í súrheys- turnunum? Koma reykviskir listamenn scr fyrir i þrem súrheysturn- um, tveim fóðurgöngum og tveim ibúðum að Korpúlfs- stöðum? Reykjavikurborg hefur gefið listamönnum kost á að nota húsakost þann, sem þarna er ónotaður. Kannski rfs þarna listamið- stöð framtiðarinnar? Eiisa- bet Gunnarsdóttir ræðir um þetta og margt fleira i grein á menningarsiðu — SJÁ BLS. 7 Dagprísar á krónunni II v i skyldu fjárskuld- bindingar ekki vera visitölu- tryggðar eins og laun og vöruverð? Með þvi mundu ellilaunþegar og sparendur tapa minna og steinsteypu- safnarar græða minna. Hvi skyldi islenzka krónan ekki vera látin fljóta i við- skiptum við útlönd? Með þvi mundu gengisskekkjuerfið- ieikar atvinnuveganna minnka og gengislækkunar- kollsteypur hverfa. Höfum við lengur efni á að afgreiða hugmyndir af þessu tagi með því að yppta öxlum? Um þessi mál er fjallað i leiðara Visis i dag. • Jólakort Barna- hjólporinnar — sjú bls. 6 Mobuto gaf hverjum leikmanni bifreið! Sjú íþróttir bis. 9 og 10 • Jólapósturinn — sjú Vísir spyr ú bls. 2 llmvötn og Ijósmynda- vörur lœkka verulega - eftir að tollalœkkun á iðnvarningi gengur í gildi um áramótin ■ jsm - • emnamtm ÆÉaHHMHHiHi Hún var að atgreiöa dýra bensinið I morgun á bcnsinstöð Skeijungs við Kleppsveg. Stúlkan heitir Hrönn Harðardóttir og er ein af fáum stúlkum, sem vinna viö bensínafgreiðslu. ,,Ég held áfram við þetta i vetur”, sagði hún. Vonandi verða einhverjir viðskiptavinir, sem hafa efni á að aka á bensinstöö- ina. Ljósm: Bjarnleifur. BENSINIÐ HÆKKAÐI — „olíufélögin verða að fó peninga í bönkum fyrir nýjum birgðum", segir Önundur Ásgeirsson Bensin hækkaði um helgina úr 23 krónum hver litri i 26 krónur. Olia til húsahitunar og fiskiskipa hækkaði úr 5,80 kr. hver litri i 7,70 kr. Olia á bila hækkaði úr 7,70 kr. litrinn i 10,00 kr. „Þetta er sama sagan”, sagði önundur Ásgeirsson, forstjóri Oliuverzlunar Islands (BP). „Þetta er bara milliverð — það er veriö að glutra fé. Oliufélögin verða að fara i bankana eftir peningum til að kaupa nýjar birgöir. Abyrgðarlaus stefna og ekkert öðruvisi hjá þessari rikisstjórn en öðrum rikis- stjórnum”.. önundur sagðist ekki geta sagt til um frekari hækkanir á verði bensins eða oliu, þar sem þessi er, að sögn oliufélaganna, hvergi nærri nóg. —GG Talsverð lækkun toila stendur fyrir dyrum. Tollar lækka á innfluttum iðnaðarvörum, sem eru fluttar inn frá löndum EFTA og EBE, sainkvæmt samningum. Þá verð- ur mikil lækkun á vélum og hrá- efnum til islenzks iðnaöar. Loks stendur til að lækka tolla nokkru mcira en þetta. Tollar verða þannig lækkaðir á innfluttum iðnaðarvörum frá löndum, sem ekki eru i banda- lögunum. Þetta kemur fram i stjórnarfrumvarpi um tolla. Er þar almennt gert ráð fyrir, að tollar á vélum og hráefnum til iðnaðar falli alveg niður i tveimur jöfnum áföngum, hinum fyrri 1. janúar 1974 og hinum siðari 1. janúar 1976. Frá þessu eru nokkr- ar undantekningar. Samkvæmt samningum við EFTA og EBE hefur Island skuldbundið sig til að fella niður i áföngum toll af innfluttum iðnaðarvörum, sem jafnframt eru framleiddar hér á landi, sam- kvæmt sérstakri áætlun. Gagn- vart EFTA átti fyrsti þáttur þess- ara tollalækkunar sér stað 1. marz 1970, en þá voru tolíar á verndarvörum frá EFTA-löndum lækkaðir að meðaltali um 30%. Gagnvart Efnahagsbandalag- inu tók sams konar lækkun gildi 1. april siðastliðinn. 1. janúar næst- komandi, og siðar árlega fram til 1. janúar 1980, skulu tollar á sömu vörum lækka um 10% af upphaf- legum tolli á ári, og verða þeir þá fallnir niður 1980. t frumvarpinu er gert ráð fyrir lækkun almennra tolla á sömu vörum og um ræðir varðandi EFTA og EBE, það er að segja einnig gagnvart löndum, sem standa fyrir utan bandalögin tvö. Ljósmyndatæki, ilmvötn, sjónaukar Einnig er gert ráö fyrir nokk- urri lækkun á tollum til viðbótar þessu, það er að segja fjár- öflunartollum. Þar er tilgreint, að tollar lækki á ljósmyndavélum og tækjum og „smyglnæmum vör- um”, það er vörum, sem sökum hárra tolla eru ekki sem skyldi keyptar hér á landi, heldur i toll- frjálsum verzlunum heima og er- lendis, segir I athugasemdum með frumvarpinu. Þar er til dæmis átt við ilmvötn, sjónauka og fleira. Þá er lagt til, að eftirgjöf á toll- um til handa leigubilstjórum og ökukennurum verði aukin, og tollar lækki á gleraugnagleri o.fl. Tekjutap rikisins er metið á 615 milljónir vegna þessara breytinga. —HH Nato kvíðir að Rússar hernemi ísland, ef. . . „Það yrði Sovétrikjunum mikil freisting aö hernema ts- land, ef magnast á ný spenna I alþjóöamálum, svo að horfi tii átaka,” segir fréttamaður norsku fréttastofunnar, eftir að hafa fylgzt með ráðherrafund- um Nato undanfarna daga. Svein Röhne, fréttamaður, segir, að þetta gefi aö lita i leyndarskýrslu, sem hernaðar- nefnd Nato hafi látið vinna vegna viðræönanna milli Bandarikjanna og tslands um herstööina á Keflavfkurflug- vclli. Hann segir, aö I skýrslunni uggi menn, að mjög mundu minnka möguleikar Nato til þess að flytja i snarhasti liðs- auka til Noregs eða annarra Norður-Evrópurfkja, ef banda- lagið missti Keflavikurherstöð- ina. — Lögð er sérstök áherzla á mikilvægi radarstöðvanna á ts- landi I viðvörunarkeðju Nato og til eftirlits með athöfnum sovézka flotans hér á þessum. slóðum. —GP. Sjá nánar bls. 5 HVAÐ FÆR HVER AF KÖKUNNI? Sjó frétt ó bls. 3 um launamismun

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.