Vísir - 11.12.1973, Blaðsíða 7

Vísir - 11.12.1973, Blaðsíða 7
Vísir. Þriðjudagur 11. desember 1973. cTVlenningarmál UST ÚTI 00 INNI Þó sýningar hafi verið margar i bænum að und- anförnu, hafa mynd- listarmenn haft fleiru að sinna en þeim eingöngu. Helstu myndlistarfélög- in, Félag islenskra myndlistarmanna, Súm og Myndhöggvarafélag- ið, hafa haldið aðalfundi sina, auk þess sem nýtt safnráð hefur verið kos- ið fyrir Listasafn| ís- lands. Á Korpúlfsstöðum Það, sem mesta athygli hefur þó vakið á Myndhöggvarafélag- inu undanfarið, er fyrirhuguð starfsemi þeirra að Korpúlfsstöð- um i Mosfellssveit. Bær þessi hef- ur veriö i eígu Reykjavikurborg- ar um nokkurt skeið, en litið verið notaöur undir annaö en geymslur. Nú hefur borgin leigt félaginu þarna tvær ibúðir, þrjá súrheys- turna og tvo fóðurganga. Þetta er að visu stórt húsnæöi, en sumt af þvi er illa farið eftir bruna og mikið fé mun kosta að innréttta þar vinnustofur og verkstæði fyr- ir myndhöggvara eins og hug- myndin er að gera. Margir vilja þó setja markið Listir og stéttir Félag islenskra myndlistar- manna hélt aðalfund sinn fyrir nokkru. A þeim fundi voru 17 nýir menn teknir i félagið, og er það mun stærri hópur en venjulega. Sama má segja um siðustu haust- sýningu félagsins, þar var ó- Úti og heima Annars biða jnörg verkefni fé- lagsins á næsta ári. Fyrirhugað er að setja upp sýningu á islenskri nútima myndlist i Bergen. Þar veröa sýnd bæði málverk og graf- Ik, og þessi sýning mun siðan fara til Stokkhólms. A næsta ári eða eftir Elísabetu Gunnarsdóttur Korpúlfsstaðir Myndhöggvarafélagið er yngst þessara félaga, stofnað 1972 af þeim, sem þá tóku þátt i útisýn- ingunni á Skólavörðuholti. Sama ár hélt félagið sýningu i Vest- mannaeyjum og svo aðra á tsa- firði i sumar. Næsta ár er fyrir- hugað að sýna á Akureyri. Starf- semin hefur þvi verið blómleg og það er lofsvert framtak að fara með sýningar út á land, þvi slik starfsemi takmarkast, enn sem komið er, nær eingöngu við Reykjavik. í göngugötu Auk Akureyrarsýningarinnar mun félagið á næsta ári gangast fyrir útisýningu hér i bænum, en að þessu sinni á að setja hana upp I Austurstræti. í þvi sambandi vaknar sú spurning, hvort ekki væri heppilegt að myndlistar- menn og arkitektar ynnu saman að skipulagningu þessarar fyrstu göngugötu höfuðborgarinnar. Miklu máli skiptir að vel sé farið af stað með svona nýbreytni, og ég efast ekki um, að myndlistar- menn séu fúsir til samstarfs. Annars er þetta hlutur sem mjög hefur verið vaiiræktur hér i bænum, listaverk utandyra eru t.d. mjög fá, og þá helst minnis- merki um skáld og stjórnmála- menn. Reykvikingar eru flestir svo nýfluttir i bæinn að tilfinning fyrir borgarumhverfi hefur ekki náð að skjóta hér rótum. En nú virðist sem einhver brey ting sé að verða þar á, og augu manna að opnast fyrir þvi að þeir eiga ekki afturkvæmt i heiöardalinn og þess vegna veröi þeir að byggja borg á manneskjulegan hátt. Fram til þessa hefur öll orkan farið i að byggja hús, og fólk siðan flúiö inn i þau til að forðast nötur- legan aðbúnað útifyrir. Til að koma fólki út undir bert loft á ný, þarf að sinna hinu ytra útliti borgarinnar meir en hingað til. Þar gætu myndlistarmenn komið að liði, og Austurstræti ætti að vera heppileg byrjun. hærra og koma þarna upp lista- miðstöð. Varla munu liða meir en 4-5 ár þar til farið verður að byggja þarna i kring, og þá væri tilvalið að gera Korpúlfsstaði að almenningsgarði sem ná mundi alveg niður að sjó. Þeim húsum, sem fyrir eru, mætti breyta i vinnustofur, verkstæði, sýningar- sali, kaffihús o.fl. Þarna mætti lika hafa Ibúðir og bjóða erlend- um listamönnum húsnæði og vinnuaðstöðu. Að dvöl lokinni héldu þeir siðan sýningu á þvi, sem þeir hefðu gert. Listamiðstöðvar i svipuðu formi eru til á nokkrum stöðum erlendis, t.d. hef ég séö tvær slík- ar. önnur var i Haarlem i Hol- landi, þar var gamall listaskóli, sem að mestu hafði verið lagður niður, en húsnæðinu i staöinn út- hlutað til listamanna undir vinnu- stofur. 1 kjallaranum voru svo alls konar verkstæöi og þar störf- uðu tæknimenn, listamönnum til aðstoðar og leiðbeiningar. Aöra miðstöð af þessu tagi hef ég séð i Camden Town I London. Þar hafði bæjarfélagið byggt 5 eða 6 vinnustofur fyrir listamenn, en þar gátu þeir jafnframt búið. I tengslum við þetta var sýningar- salur, sem jafnframt var notaður undir fundi og aðrar samkomur fólksins í hverfinu. Einnig fóru þar fram ýmiss konar námskeið bæði fyrir börn og fullorðna. Eg er ekki viss um að heppilegt sé, að listamenn búi saman i á- kveðnu hverfi, þó slikt kunni að þykja rómantiskt i Paris og viðar, en margir listamenn, s.s. mynd- höggvarar, grafiklistamenn o.fl. þurfa mjög fjölbreyttan og svo dýran tækjakost, að það er varla á nokkurs færi að afla sér sliks á eigin spýtur. Sameiginleg verk- stæði leysa þvi mikinn vanda, auk þess sem samgangur manna úr hinum ýmsu listgreinum ætti að hafa hvetjandi áhrif og auka samstöðu. venjumikið um nýtt fólk. Þarna virðist vera komin fram viðleitni til að stækka félagið að mun og endurnýja það, og er það einmitt I góðu samræmi við þá hugmynd, sem komið hefur fram, og vex nú stöðugt fylgi meðal myndlistar- manna, að þeim sé nauðsyn á aö stofna með sér eitt allsherjar stéttarfélag. Slikt félag til aö gæta hagsmuna stéttarinnar hef- ur i raun aldrei verið til hér. F.l.M. varð upphaflega til sem andöf gegn Myndlistarfélaginu gamla, og upp úr 1965 kom SÚM svo fram sem sjálfstætt félag, en það hefur ekki verið bundið við myndlistarmenn eingöngu. Auk þessa starfa svo ýmsir aðrir hóp- ar, ýmist óformlega eöa sem sjálfstæö félög, s.s. grafikfélagiö og myndhöggvarafélagið. Þessi tvö siðastnefndu hafa einmitt haft á sér mót fag- eða stéttarfélags. Hagsmunamál og réttarstaða myndlistarmanna hafa aldrei komist á sama grundvöll og ým- issa annarra listgreina, s.s. tón- skálda og rithöfunda. Reglur um höfundarrétt myndlistarmanna eru t.d. mjög lausar i reipunum. Þannig virðist, að eigandi mynd- listarverks megi sýna það hvar og hvenær sem er, án samráös eða gjalda til höfundar. Sá, sem kaupir verk, virðist jafnvel hafa fullan rétt til að eyðileggja það, ef hann langar til. Hvaða blaö sem er getur notað verk myndlistar- manna til aö skreyta siður sinar, án þess að til komi greiðsla á borö við stefgjöld þau, sem tónskáld fá, ef verk þeirra eru flutt á tón- leikum, i útvarpi eða sjónvarpi. Þessi mál og fleiri eru nú mjög til umræðu meðal myndlistar- manna, og þvi eðlilegt að áhugi sé á stofnun stéttarfélags. F.t.M. er fjölmennasta félag myndlistar- manna hér og það væri þvi heppi- legt að það hefði forystu um sam- einingu myndlistarmanna. 1975 á að koma upp Kjarvalssýn- ingu i Osló og sýna þar 40-50 mál- verk og nokkrar teikningar. Báö- ar þessar sýningar njóta styrks frá Norræna menningarsjóðnum. Þar aö auki mun félagið taka þátt I hinni árlegu Norðurlandasýn- ingu I Hasselbyhöll i Stokkhólmi. Þar munu fimm islenskir málar- ar sýna að þessu sinni, en þeir hafa enn ekki verið valdir. I siðasta mánuði hélt svo SÚM aðalfund sinn. Þar var einkum rætt um rekstur Galleri Súm, sem verður fimm ára i febrúar nk. Fram til þessa hafa Súmarar sjálfir staðið straum af rekstri gallerisins, en nú hafa þeir fengiö nokkurn styrk til að halda þrjár sýningar á verkum erlendra listamanna, en kynning á erlendri myndlist hefur verið þáttur i starfsemi gallerisins frá upphafi. Tveimur þessara sýninga er nú þegar lokið, Þjóðverjinn Hans Werner Kalkmann sýndi þar i sumar og Ungverjinn Gabor Attalai nú fyrir skömmu. t vetur á svo að koma upp sýningu á verkum bandarisku listakonunn- ar Dorothy Iannone. Annað aöalverkefni Súm á næsta ári, verður svo islensk list- sýning i Kaupmannahöfn i vor. Norræni ' menningarsjóðurinn styrkir þessa sýningu og mun hún fara viðar um Norðurlönd, m.a. til Sviþjóðar og Noregs og e.t.v. vföar. Fyrirhugað er að sýna ekki eingöngu myndlist, heldur að reyna að gefa breiðari mynd af Islensku listalifi I dag. Endanleg niðurstaða um fyrirkomulag sýn- ingarinnar liggur þó ekki fyrir, enda er það mikið og flókið starf að koma svona sýningum upp, einkum ef lika þarf að senda þær úr landi. List og þjóðarsaga Bæði SÚM og F.t.M. veröa samkvæmt þessu meö sýningar á Norðurlöndum á næsta ári. Við höfum alla tiö verið fremur þiggj- endur en veitendur i norrænu samstarfi, og þvi er gott til þess aö vita að á þessu 1100 ára afmæli búsetu i landinu, skuli islensk list verða flutt út til Norðurlandanna. Þetta leiðir hugann svo að stærsta verkefni myndlistarfé- laganna á næsta ári, en það er yfirlitssýning á islenskri myndlist frá upphafi vega. Til sýningar- innar á m.a. að fá verk úr erlend- um söfnum og verður þetta lik- lega stærsta myndlistarsýning sem hér hefur verið sett upp. Bæöi SÚM og F.l.M. eiga aðild að listahátfðarráöi, sem sér um þessa sýningu, en hitt er aftur á móti furðulegt, að Mynd- höggvarafélagiö á þar engan full- trúa, þrátt fyrir það að það standi fyrir útisýningunni. Einhverjum hefur tekist að koma þvi óorði á listamenn, að þeir gætu aldrei sýnt félagslega samstöðu, en af þvi, sem hér var sagt að framan, má sjá að þessu er á annan veg farið. Hér hefur aðeins verið drepið á fátt af þvi, sem er i bigerð hjá samtökum myndlistarmanna, og er þá ótaliö það sem félög annarra listgreina hafa i hyggju að gera á næsta ári. JÓNAS JÓNASSON Polli, ég og allir Eftir hinn góðkunna út- varpsmann Jónas Jónas- son. Heimahagar strák- anna í bók Jónasar eru fjörur, tún og kálgarðarnir ( Skerjafirði. Þar gerast ævintýrin og slagsmálin, og þar er tuddi og þar er Gunna gamla. Svo eru sumir sendir í sveit, en koma fílefldir að hausti í ævintýralandið í Skerja- firði. Ragnar Lár mynd- skreytti bókina.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.