Vísir - 11.12.1973, Síða 5
Vfsir. Þriðjudagur 11. desember 1973.
5
AP/INITB ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Umsjón Guðmundur Pétursson
„ísland freistar Rússa"
„Nato gerir ráö fyrir, að
Sovétríkjanna yrði mjög
freistaö til þess aö her-
nema island, ef magnaöist
þaö mikil spenna i alþjóða-
málum á nýjan leik, að
horföi til átaka," segir
fréttamaöur norsku
f réttastof unnar, sem
fylgzt hefur með ráðherra-
fundum Nato i Brussel
undanfarna daga.
Segir hann, að þetta megi lesa i
leyndarskýrslu. sem hernaðar-
nefnd Nato hefur látið vinna
vegna viðræðnanna, sem eiga sér
stað milli Bandarikjanna og Is-
landsum herstöðina við Keflavik.
Hefnaðarnefndin er æðsta ráð
Nato varðandi það, sem beint
snertir her og hernaðarmál, og
eiga i henni sæti æðstu menn
varnarmála' hvers aðildarrikis og
fastafulltrúar þeirra. Nefndin
heldur þvi fram, að möguleikar
Nato til þess að senda i snarhasti
liðsauka tii Noregs og annarra
staða i Norður-Evrópu minnki til
mikilla muna. ef bandalagið
missir Keflavikurherstöðina.
Ennfremur segir Svein Röhne
fréttamaður, að i skýrslunni sé
lögð áherzla á mikilvægi þeirra
mannvirkja, sem reist hafa veriö
á tslandi og eru orðin illmissandi
hlekkur i varúðarkerfi banda-
lagsins og eftirlitsneti þess á At-
lantshafinu til að fylgjast með at-
höfnum rússneska flotans.
Bent er á aukna athafnasemi
sovézka flotans i N-Atlantshafinu,
sem er talin sýna. hversu mikil-
vægt svæðið umhverfis Grænland,
tsland og Færeyjar sé i augum
Sovétmanna. Er visað til þess,
hvað lega tslands sé mikilvæg
íyrir birgðaflutninga fra N-Ame-
riku til V-Evrópu. ,,Það hlýtur þvi
að vera sterk freisting Sovétrikj-
unum að skapa Atlantshafsflota
sinum framvarðarstöð á ts-
landi,” hefur NTB eftir skýrsl-
unni.
— segir í leyndar-
skýrslu NATO,
þar sem varað
er við veikingu
varnarkeðjunnar,
ef herstöðin
við Keflavík
er lögð niður.
Heftu út-
breiðslu
en logar
þó ennþú
Mesti bruni i sögu
Argentinu var i höfuð-
borginni Buenos Aires i
fyrrinótt, og var eldur-
inn laus i fjórum hverf-
um, þar sem voru aðal-
lega fyrirtæki, en þó
þurftu 1200 manns að
yfirgefa heimili sin að
boði lögreglunnar.
Um 280 slökkviliðsmenn unnu
að þvi að slökkva eldana alla
nóttina, og voru notaðir 23
slökkvibilar við starfið en það
tókst ekki að hefta útbreiðslu
eldsins fyrr en i gærdag. Höfðu þá
slökkviliðsmenn aðstæður á valdi
sinu.
Ekkert manntjón varð i þessum
eldsvoða, en þrettán slökkviliðs-
menn og állmargir borgarar, sem
aðstoðuðu við slökkvistarfið,
hlutu meiðsli.
Eins og frá var skýrt hér i
blaðinú i gær, varð öflug
sprenging i vörugeymslu skammt
frá gúmmiverksmiðju. Tunnur og
föt með gúmmi og ýmsum efn-
um, sem flest voru eldfim,
sprungu i loft upp, og klufu eldi-
brandarnir loftið, enda tóku nær-
liggjandi hús fljótlega að loga.
Sprengihættan torveldaði
slökkyistarfið og hennar vegna
m.a. var fólk látið flýja nær-
liggjandi heimili. — Slökkviliðið
telur, að það taki 3 daga að
slökkva glæðurnar.
Fyrst rekinn úr starfi,
svo sakaður um sníkjulíf
— Ballettdansaranum Panov hótað fangelsi vegna atvinnuleysis hans og lagt að
konu hans að yfirgefa hann. — Sakharov og kona hans ó sjúkrahús
AP simsendi þessa myndimorgun af slökkviliðsmönnum að starfi f Buenos Aires igær, þar sem eldur var laus i 4 hverfum.
Olíuleysi
magnar upp
atvinnuleysi
Tala atvinnulausra i Hollandi
inun hxkka um 25-75% á næsta
ári vcgna oliukreppunnar og
hárra innflutningsgjalda, að þvi
er hollenzk blöð skýra frá.
Algemein Dagblad i Rotterdam
og eitt stærsta blað Amsterdam
töldu bæði, að tala atvinnulausra
mundi fara úr 100.000 upp i 125
þúsund til jafnvel 175 þúsund,
vegna 25% minni oliuinnflutnings
og 15% hækkunar á innfluttum
vörum.
Ballettdansaranum
Valerij Panov, sem rekinn
var frá Kirov-ballettinum i
Leningrad eftir að hann
hafði sótt um leyfi til þess
að flytja til Israel, hefur
nú verið hótað fangelsi
fyrir ónytjungshátt, að
hafa ekki fasta atvinnu.
Fréttastofurnar NTB og Reuter
segja, að jafnframt þessari hótun
yfirvalda hafi trúnaðarmaður
kom m ún is ta f lo kk s in s hjá
Kirovballettinum reynt að hafa
áhrif á eiginkonu Panovs, hina 23
ára gömlu Galinu, til þess að fara
frá Panov.
Vestrænir blaðamenn, sem
ræddu við Panov i Leningrad i
fyrri vikunni, hafa eftir honum,
að honum hafi i 3 stunda yfir-
heýrslu lögreglunnar verið hótað
fangelsi „fyrir snikjulifnað.” Við
yfirheyrslurnar, en einn blaða-
maður frá Vesturlöndum var
viðstaddur þær heima i ibúö
Panov, hafði lögregluforingi
varað Panov við þvi að ræða viö
útlendinga.
1 simtali við Reuter i gær skýrði
Panov svo frá, að hann heföi
verið kvaddur aftur til yfir-
heyrslu hjá lögreglunni, en hann
ætlaöi sér að hunza kvaðninguna,
þar til lögreglan kæmi og sækti
hann heim.
I fyrri mánuði fóru þau hjónin i
hungurverkfall i von um aö
þvinga fram brottfararleyfi, en
þau urðu að hætta við það áform
heilsu sinnar vegna. — Hinn 33
ára gamli Panov, sem áður var
Nóbelslaunin afhent
Um 1800 gestir voru við-
staddir í gær, þegar Karl
Gústaf Sviakonungur af-
hendi nóbelsverðlaunin við
hátíðlega athöfn.
En þar var þó tveggja
manna saknað. Henry
Kissinger og Le Duc Tho,
friðarverðlaunahafanna.
Henry Kissinger sendi Thomas
Byrne, sendiherra Bandarikj-
anna i Oslo, til þess að taka við
verðlaununum i sinn stað. — En
Le Duc Tho hafði eins og kunnugt
er hafnað sinum hluta þeirra, og
verða þau geymd til næsta árs,
Átta verðlaunahafar voru hins
vegar viðstaddir og þágu ávisun-
ina, heiðurspeninginn og skjalið
úr hendi konungs. Patrick White
frá Astraliu sendi staðgengil til að
taka við bókmenntaverðlaunun-
um og sömuleiðis Karl Von
Frisch frá V-Þýzkalandi til þess
að taka við sinum hluta læknis-
fræðiverðlaunanna.
Viða voru i gær endurnýjuð
mótmælin, sem fram komu, þeg-
ar gert var kunnugt, hverjir hlytu
friðarverðlaun Nóbels.
stórstjarna við Kirovballettinn,
hefur fyrr sagt, að KGB-
lögreglan hafi sagt honum, að
hann fengi aldrei aftur starf viö
nokkurn ballettflokk i Sovét-
rikjunum.
Samtimis þessu berast þær
fréttir, að eðlisfræðingurinn
Andrei Sakharov og kona hans,
sem hafa sætt átroðningi rúss-
nesku leynilögreglunnar, hafi
verið lögð inn á sjúkrahús i
Moskvu til læknismeðferðar.
Þessar fréttir herma, að hinn 52
ára gamli visindamaöur hafi
verið meö of háan blóðþrýsting,
en kona hans, sem á stuttum
tima hefur sætt 5 yfirheyrslum
hjá lögreglunni, hafi verið með
augnmein.
Þaö ér búizt við þvi, aö þau
verði tvær vikur á sjúkrahúsinu.
Andrei Sakharov, kjarnorkueölisfræðingur, sést hér ásamt vinum
á hátfðarhöldunum vegna afmælis stjórnarskrár Sovétrfkjanna, en þess
var minnzt 5. des.