Vísir - 18.12.1973, Qupperneq 9

Vísir - 18.12.1973, Qupperneq 9
Vfsir. Þriðjudagur 1S. deseinber l!)7:i. Eitthvað handa rauðsokkum GUÐIW SIGURÐARDÓTTIR Guðnv Sigurðardóttir: TÖFRABROSIÐ Skáldsaga Bókaforlag Odds Björnssonar, Akureyri l!)7:i, 114 bls. Þetta er saga handa öllum rauðsokkum... til að espa i sér mótspyrnu- þrekið. Hún segir sem sé frá þvi hve sælt sé að una, eiginkona, hús- freyja og móðir, heima i eldhúsi. Sagan segir frá Hildu sem gift er Axel. þau eru svona við það að verða miðaldra, eiga þrjú börn, tvo stráka i skóla, stúlku á snyrti- stofu. En Hilda er orðin ósköp leið á börnunum, heimilinu, Axel sem lika er eftir þvi leiðinlegur við hana. Heimilislifið er mest orðið rex og pex: ,,Satt að segja gerði ég mér alls ekki ljóst i hvert óefni var komið, þvi að svo má illu venjast að gott þyki, stendur einhvers staðar. Ég lét hverjum degi nægja sinar þjáningar, reifst og skammaðist, þó það nú væri, — ég sé ekki neitt réttlæti i þvi að konan láti sifellt i minni pokann fyrir eiginmannin- um, þó að hann haldi þvi fram að hann sé herra heimilisins, hús- bóndinn, fyrirvinnan eða hvað það nú heitir... Ó, hvað ég var orðin innilega leið á þessu öllu saman, Axel, krökkunum, heimil- inu og sjálfri mér auðvitað lika, RAKAT/EKI Aukið velliftan og verndið heilsuna. Raftækjaverzlun H. G. Guðjónssonar Stigahliö 45 S: 37637 Smaauglýsingar VÍSIS eru virkasta verömætamiðlunin Tapað- fundið VISIR Pyrstur með fréttimar en það var eðlileg afleiðing af þvi að umgangast þreytandi og leiðinlegt fólk. Og allt i einu var mér fullkomlega ljóst, að ég þoldi bókstaflega ekki meir. mælirinn var stútfullur, svo að út úr flóði, og ég sá ekki nema eina leið — skilnað." t þessum kröggum er barið að dyrum: þar erkominn farandsali með dálitla bök, einhvers konar sállækningarit handa lifsþreytt- um húsmæðrum. Það er efni sög- unnar hvernig Hildu gengur að lifa eftir ráðum ritsins. En heil- ræði þess eru i stystu máli að þegja og hlýða, halda sér til — og brosa: ..Brosandi eiginkona er augna- yndi. Glaðleg og velsnyrt móðir er fegursta og dýrmætasta æsku- minning barnsins... En umfram allt, brosið... gleymið ekki að brosið er ódýrasta og besta fegurðarlyfið sem völ er á.” Þetta bjargast nú allt hjá Hildu, þótt böslulega gangi i og með. Heimilishættirnir batna strax þegar mamma tekur upp hinn nýja sið. Randi fiðrildi, tvibura- systir hennar, svo voða léttúðug, lendir i klandri, en Hilda bjargar þvi. Hún fer út að borða á Nausti með stöllum sinum frá fyrri tið, og það sýnir sig að hún er enn að- laðandi og útgengileg kona. Það kemur mynd af henni þess efnis i blaði. önnur mynd, sem reyndar er af Randi systur i gula kjólnum Hildu, verður til að kveikja upp afbrýðisemi i Axel. Það var eigin- lega bara það sem vantaði: ,,Hann var bara ósköp venju- legur maður. það var einmitt það sem var svo dásamlegt. Það var eins og á þessari stundu félli af mér einhver álagahamur, ég sagði eitt og annað við Axel, hann sagði eitt og annað við mig, falleg og yndisleg orö... Getur það verið að mér hafi i alvörp dottið i hug að skilja við þau öll?" Þetta er reyndar lipur og þó nokkuð kimin saga eftir sinum eigin hætti, þykir væntanlega mjög þokkaleg afþreying á sinum - markaði. Hún er lika að sinu leyti betur gerð og sögð en smásögur þær voru sem Guðný birti fyrir nokkrum árum — ef það er þá hin sama Guðný sem þessa sögu seg- ir. VELJUM ISLENZKT » ÍSLENZKAN IÐNAÐ Þakventlar Kjöljárn Kantjám 1 ÞAKRENNUR J. B. PETURSSON SF. ÆGISGOTU 4-7 ^ 13125.13126 söourit Ómissandi handbók íslenskt skáldatal Ritið geymir yfirlit um íslensk skáld, æviágrip og skrá yfir verk þeirra og helstu ritgerðir um þau. Þetta er fyrra bindið. Það er tekið saman af Hannesi Péturssyni og Helga Sæmundssyni og nær frá upphafi (slenskra bókmennta og fram til nútíðar. Verkið er myndskreytt og er 3. bókin í bókaflokknum Alfræði Menningarsjóðs. Bækur til félagsmanna 20% ódýrari. JÓN SKAGAN SAGA HLÍÐARENDA í FLJÓTSHLÍÐ Saga Hlíðarenda í Fljótshlíð eftir séra Jón Skagan. Mikið rit um hið forna og fræga höfuðból, mannlíf, kirkjuhald þar og búskap frá upphafi vega. Greint er frá 43 ábúendum og kunnum mönnum, sem koma við sögu staðarins, s. s. Þorláki biskupi helga Þórhallssyni, Vísa-Gísla og skáldunum Bjarna Thorarensen og Þorsteini Erlingssyni. Höfundur var lengi prestur á Berg- þórshvoli og hefur unnið að þessu verki árum saman. Sigildar hcims- bókmcnntir liOMtR ILÍONSKVIÐA \BNMS«.«\WOUl Kviður Hómers I—II Hér er um að ræða llíonskviðu og Ódys- seifskviðu í hinni frægu þýðingu Svein- bjarnar Egilssonar. Ljósprentun útgáf- unnar frá 1948 og 1949, sem Kristinn heitinn Ármannsson og dr. Jón Gísla- son önnuðust. BÓKAÚTGÁFA MENNINGARSJÓÐS OG ÞJÓÐVINAFÉLAGSINS h

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.