Vísir - 07.01.1974, Side 7

Vísir - 07.01.1974, Side 7
Visir. Mánudagur 7. janúar 1974 cTVIenningarmál Þœr gerast ekki betri Atriði úr myndinni „Nútfminn” þar sem Chapiin á I höggi viö vélvæöinguna. HAFNARBÍÓ: „Nútiniinn” I.eikstj. og aðalhlutverk: Charlie Chapiin Að fara að sjá „Nútímann” i Hafnarhiói strax eftir að liafa staðið upp frá sýningu myndar- innar „What’s up, Doc?” i Aust- urþæjarbiói gerir það að verk- um. aö Chaþlin kemur manni ekki fyrir sjónír sem alveg eins mikili sþrelligosi og áður. Miklu fremur finnst manni Chaplin vera alvörugefinn i þessari mynd. t>að er rétt, ai) þessi gamla kvikmynd kemur manni undar-, iega fyrir sjónir á breiðtjaldi, en breytir þvi ekki, að myndin er hnitmiðuð ádeila og óvenju geðþekk. Pær stórkostlegu breytingar, sem orðið hafa á kvikmyndatækninni siðan þessi mynd var gerð, megna ekki að varpa skugga á þetta mikla listaverk. Ég leyfi mér að efast um, að nokkurt kvikmyndahús- ánna i borginni hafi i langan tima sýnt jafn skarpa og heiðar- lega kvikmynd sem þessi er. ilér er sagt frá flækingi, sem lendir i steininum fyrir mis- skilning og uppgötvar, aö þar er margfalt betra að vera en i öng- þveitinu fyrir utan. Állt er lam- að af verkfölluin og hvert fyrir- ta'kið af öðru leggur upp laup- '' ana og atvinnuleysið er gifur- legt. t>arna úti er stúlka, (Paulette Goddard) setn hefur séð af báð- .um foreldrum sinum og kemst i umsjá barnaverndarnefndar ásamt tveim yngri systrum sin- um. Henni jekst að koinást und- an og kemst þá f kynni við Chaplin, sem er nýkominn úr steininum, og ér að reyna allt, sem hann getur, tií að komast þangað aftur.- Þau tvö taka höndum saman og finna sér lit- inn og lúinn kofa, þar sem þau hefja sinn búskap. Honum tekst áð fá vinnu i verksmiðju og henni á kaffihúsi, þar sem hún skemmtir gestum með dansi. Þar fær hann loks lika vinnu við framreiðslustörf og söng, en það er einmitt þá fyrst, sem hann gefur frá .sér sitt fyrsta orð i kvikmynd. En þegar lifið virðist vera far- ið að brosa við þeim birtast full- trúar barnaverndarnefndar og þá er eins gott að taka til fót- anna. Að sýningu lokinni reynir maður að rifja upp fyrir sér aðra ástasogu, sem kemst til jafns við þessa, en án árang- urs...,. —ÞJM Streisand breazt ekki „WHAT’S UP, DOC?” heitir myndin i Austurbæjarbiói. Af- bragðsgóð mynd fyrir þá, sem vilja skemmta sér duglega I eina og hálfa kiukkustund. Hér eru þau I hiutverkum sinum i myndinni, Streisand og Ryan O’Neal. Það er voniaust að ætla að reyna að skýra efni myndarinnar i einum myndatexta — þess I stað leyfum við okkur að mæia með þvi að lesandinn fari einfaidlega i Austur- bæjarbió og kynni sér efni hennar sjálfur.... Það cr fyrst og fremst hinn stórkostlcgi leikur og söngur Barbru Streisand sem gerir Hello Dolly að góðri skemmtun, þótt leikur annarra leikara myndarinnar sé ckki siður góður, t.d. Walthcr Matthau. Doily, leikin af Streisand, er kát og lffsglöð ekkja i New York, einhvern tima á árun- um, þegar amma vár varla fædd. Hún reynir að krækja sér i geðillan hálfmilljónera fyrir mann, en hann rekur hænsna- fóðursverzlun i smábæ úti i sveit. Við sögu koma einnig tveir ungir starfsmenn hans, og fleira gott i'ólk. Er söngur ungu starfsmannanna ákaflega hugð- næmur, og væminn á tiðum og veita þeir þó nokkra skemmtun með mjóróma röddum sinum. Hálfmilljónerinn, leikinn af Walther Matthau, er mjög svo trúverðugur nöldurs- og fúl- lyndisseggur, þangað til hann tekur upp á þvi, að fara að syngja. Margt bráðskemmtilegt ger- ist i myndinni, en atvikin i hattabúðinni standa manni ofarlega i huga sakir þess hversu vel þau ýfa hláturtaug- arnar'. Þegar Dolly kemur aftur til uppáhaldsmatstaðar sins, og sungið er lagið liello Dolly, vekja þjónar'matstaðarins sér- staka aðdáun, sakir mikillar fótafimi. Efast ég ékki um, aö þjónar hér á landi fengju um- svifaiaust launahækkun, ef þeir kynnu að sveifla sér jafn stór- kostlega og þessir. >án þess að látá svo mikið sem eitt kjúklingalæri falla útbyrðis af bökkunum, sem þeir. halda á. Hello Dolly sleppur að mestu við væmni, nema i nokkrum atriðum. T.d. þegar hattabúðar- stúlkurnar eru að tala saman, eintal Dollyar, rétt áður en hún fer i skrúðgönguna, og svo ástarjátningarnar i al- menningsgarðinum. Finnst mér sem hinn ferski og hressandi blær myndarinnar missi sin að- eins i þessum atriðum. Litgæði þessa eintaks af myndinni sem bióið sýnir, er lé- legt, þótt það skáni aðeins i seinni hluta myndarinnar. -ÓH. Peckinpah hefur gert betur... TÓNABtÓ: „Geta way” Leikstj.: Sam Peckinpah Aðalhlutv.: Steve McQueen og Ali MacGraw. Sam Peckinpah endurtekur sig aldrei. Hann er vandvirkur og myndir hans eru allar afar litrikar og sérstæðar. Það verð- ur þó ekki sagt um þessa mynd hans, aö hún niarki einhver timamót, en hún er fyllilega það seni til var stofnað i upphafi: nefnilega spennandi mynd og blóðdrifin um bankarán og elt- ingaleik. Við fáum að fylgjast meö af- brotamanninuni Doc, sem miö- ur geðfelldur stjórnmálamaður (Ben Johnson) fær leystan úr haldi til að geta notað til aö framkvænia bankarán. Doc (Steve McQueen) nýtur aðstoðar konu sinnar, Carol (Ali MacGraw) við bankaránið, en sömuleiðis þarf hann að hafa með sér tvo skúrka, sem um- ræddur stjórnmálamaður hefur valið honum að aðstoðarmönn- um. Annar þessara aðstoðar- manna skýtur hinn og gerir sig siðan liklegan til að kála Doc og hirðá af honum peningana, sem eru 500 þúsund dollarar. Doc er fljótari að gripa til byssunnar og skýtur þennan syndasel niður og telur sig hafa gengið af honum dáuðum. Svo er þó ekki og allur i sárum eltir hann Doc og Carol áleiöis til Mexico. Lögreglan kemst loks lika á slóð bankaræningjanna og sömuleiðis bróðir stjórnmála- mannsins og hans félagar. Hefst nú hinn æsilegasti eltingaleikur, sem endar með miklum byssu- leik. Doc notar griðarmikla haglabyssu, sem hann strádrep- ur bófana með, og notar jafn- framt til að gera nokkrar bif- reiðar óökufærar. Að visu alkunn saga, en Sam Peckinpah kryddar þetta sögu- korn ýmsum óvæntum atburð- um og má þar m.a. nefna þau óþægindi, sem þau Doc og Carol verða fyrir þegar þau velja sér stóra öskutunnu að felustað, en hafna i öskubifreið,sem skilar þeim af sér á öskuhaugunum ■ eftir mikið brölt. Atriöi, sem maður fær ekki að sjá i hverri bófamynd. Ég verð að viðurkenna, að mér finnst þessi mynd ekki endilega vera þaö bezta, sem Peckinpah hefur látið frá sér fara, „Straw Dogs” verður t.d. að teljast betri en „Getaway”. Það, sem ég sé þessari mynd til foráttu, er það, hversu ósam- felld hún er. —ÞJM Ali MacGraw og Steve McQueen I hlutverkum sinum I myndinni „Getaway”. — Jú, þaö er rétt, þaö var einmitt við töku þessarar kvikmyndar, sem þau urðu ástafangin....

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.